Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 15
bryggju á Akureyri í október síð-
astliðnum, en fyrr á því ári fengu
Samherji og dótturfélagið ÚA
togarana Björgúlf og Kaldbak af-
henta. Öll voru skipin smíðuð í
Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrk-
landi og segir Þorsteinn þau hafa
reynst ágætlega og í samræmi við
væntingar, til að mynda hvað varð-
ar sjóhæfni og eldsneytisnotkun.
„Við vorum því með meiri veiði-
getu á þessu fiskveiðiári en á því
síðasta. Það hefur skilað sér.“
Miklar fjárfestingar í Rússlandi
Spurður hvaða áskoranir blasi við
Samherja um þessar mundir nefnir
Þorsteinn fyrst og fremst breyt-
ingar á skipastólnum í uppsjávar-
veiðum. „Hér á Íslandi eru það svo
kjarasamningarnir sem fela í sér
stóra áskorun fyrir félagið. En ekki
síst eru þeir sem eru í kringum
okkur að verða sífellt betri í veiðum
og vinnslu á bolfiski. Það forskot
sem við höfum haft fer ört minnk-
andi,“ segir Þorsteinn.
Nefnir hann í því sambandi ná-
grannalönd á borð við Noreg en
helst Rússland. „Þar hefur verið
fjárfest mjög mikið og útlit er fyrir
að svo verði áfram. Hið sama á við
um mörg lönd í kringum okkur. Á
sama tíma hefur fiskvinnsla á Ís-
landi ekki verið að aukast, það er
nú bara staðreynd.“
Vilja semja til lengri tíma
Þorsteinn bendir einnig á að erlendis
fari viðskiptavinunum fækkandi. „Við
sjáum áframhaldandi hagræðingu í
verslun í markaðslöndunum okkar.
Verslanakeðjur sem við höfum skipt
við eru að sameinast og verða stærri
og stærri, sem þýðir að innkaupaafl
þeirra er að aukast. Því fylgja sífellt
harðari kröfur um afhendingaröryggi
auk þess sem þær vilja í auknum
mæli semja um verð langt fram í tím-
ann,“ segir hann.
„Þetta er hluti af þeim veruleika
sem við lifum í núna, verslanakeðj-
urnar eru að gera kröfur um lengri
og lengri samninga.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samherjatogarar Björg EA 1, lengst til vinstri, Björgúlfur EA 312 og Kaldbakur EA. Sá síðastnefndi er gerður út á vegum ÚA
en hinir í nafni Samherja. Myndin var tekin þegar skipunum var siglt inn á Pollinn á Akureyri til sýnis fyrir bæjarbúa.
Tekin var skóflustunga að nýju
frystihúsi Samherja á Dalvík fyrr
í sumar, en börn af leikskólanum
Krílakoti áttu heiðurinn að skóflu-
stungunni ásamt starfsfólki Sam-
herja, þeim Sigurði Jörgen Ósk-
arssyni vinnslustjóra, Gesti
Geirssyni, framkvæmdastjóra
landvinnslu, og Ragnheiði Rut
Friðgeirsdóttur gæðastjóra.
Áður hafði verið unnið að land-
fyllingu á svæðinu og er svæðið nú
tilbúið fyrir næsta áfanga fram-
kvæmdarinnar, en áætluð fjár-
festing í húsnæði og búnaði er
metin á um 3.500 milljónir króna.
Fram kom í ræðu Þorsteins
Más við undirritun lóðaleigu-
samnings við bæjarfélagið í maí á
síðasta ári að með samningnum
væri tekið stórt skref í átt að nýrri
og fullkomnari vinnslu á Dalvík.
Dalvíkurbyggð hefði þá í nokk-
urn tíma unnið að hugmyndum að
endurbótum á hafnarsvæðinu,
meðal annars til að mæta mikilli
fjölgun ferðamanna og tengdri
starfsemi.
Með því að flytja starfsemi
Samherja á hafnarsvæðið skapist
möguleikar fyrir bæjarfélagið til
að skipuleggja svæðið allt með
öðrum hætti, til hagsbóta fyrir
samfélagið í heild.
Upphaf Margar hendur vinna létt vek og leikskólabörnin lögðu lið.
Stungu skóflum
að nýju frystihúsi
Marás ehf.
Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ
Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230
www.maras.is - postur@maras.is
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta
Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
SANDFELL SU 75BJÖRG EA 7 HAFBORG EA 152
YANMAR aðalvél
MEKANORD niðurfærslugír
VULKAN ástengi
KORSØR skiptiskrúfa
SLEIPNER bógskrúfa
SEAMECH vélstýring
YANMAR aðalvél
YANMAR hjálparvél
REINTJES niðurfærslugír
BERG skiptiskrúfa
STAMFORD ásrafali
SCANTROL autotroll
NORSAP skipstjórastólar
Allt fyrir nýsmíðina
ZF stjórntæki
SIMRAD sjálfstýring
CENTA ástengi
SIDE-POWER hliðarskrúfur
8" hljóðkútur
EUROPAFILTER smursía
SEPAR forsíur
PRESTOLITE alternator
TEIGNBRIDGE skrúfa
LASDROP öxulþétti
POLY FLEX vélapúðar
FLOSCAN eyðslumælir
YANMAR aðalvél
ZF niðurfærslugír
Mótorpúðar fyrir flestar vélar Alternatorar og DC rafalar
TOIMIL
Löndunarkranar
Sjókopar - sjóinntök - sjósíur - lokar -zink 12V og 24V lensidælur
R
R
Stjórntæki og gírar Rafstöðvar og ljósavélarHliðarskrúfurAðalvélar í skip og báta
Allar gerðir af legum Skrúfur