Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
N
ýtt skip FISK Sefaood,
Drangey SK-2 kom í
höfn á Skagafirði í
ágúst í fyrra eftir fjór-
tán daga siglingu frá
tyrkneskri skipasmíðastöð. Gylfi
Guðjónsson er útgerðarstjóri
FISK Seafood og segir hann að
Drangey hafi fyrst haldið til veiða
í byrjun þessa árs enda hafi tekið
nokkra mánuði að koma öllum
vinnslutækjum fyrir um borð.
Skipið var það þriðja í röðinni af
fjórum framúrstefnulegum skipum
sem smíðuð voru með svk. peru-
stefni sem beinir skrokknum með
afgerandi hætti inn í ölduna og
voru margir forvitnir að sjá hvern-
ig þessi óvenjulega lögun myndi
reynast úti á sjó. Upplýsir Gylfi að
eiginleikar Drangeyjar á siglingu
hafi verið í samræmi við vænt-
ingar. „Ekki væri sanngjarnt að
bera Drangeyna saman við eldri
skip útgerðarinnar enda stærra
skip, en Drangey hefur ótvírætt
góða siglingareiginleika og áhöfnin
verður ekki vör við mikla hreyf-
ingu.“
Betra sjólag og meira pláss
Drangey er rösklega 62,5 metrar
að lengd og 2.080 brúttótonn. 1.620
kW Yanmar aðalvél knýr skipið
áfram og getur keyrt á bæði svart-
olíu og gasolíu en siglingarhraði er
14 hnútar. Fimmtán manns eru í
áhöfn hverju sinni og skipið stund-
ar einkum þorskveiðar í norðvest-
urhluta lögsögunnar. „Drangey
kom í staðinn fyrir Klakk en hefur
svipaða eyðslu þrátt fyrir að vera
mun stærra skip,“ segir Gylfi en
Klakkur var kominn til ára sinna
hafandi verið fyrst sjósettur fyrir
fjórum áratugum.
„Klakkur var vitaskuld barn síns
tíma og það hefur ekki bara orðið
þróun í skipshönnun og tækjabún-
aði, heldur allur aðbúnaður áhafn-
Verðmæti Áhöfnin klár að leggja í hann á meðan bærinn sefur. Þeir snúa heim með skip fullt af dýrmætum fiski.
Afköst Það munar um að vera á
skipi sem búið er allranýjustu
tækni. Fiskur í hæstu gæðum fyll-
ir hvert karið á fætur öðru.
„Áhöfnin
verður ekki
vör við mikla
hreyfingu“
Eiginleikar Drangeyjar SK hafa verið í samræmi
við væntingar. Stefnið beinir skrokknum inn í
ölduna og bætir sjólagið til muna. Vel fer um
áhöfnina um borð og nýjasta tækni léttir störfin.
Dugnaður Hugað að landfestunum. Allur frágangur þykir vera til fyrirmyndar og léttir það störf áhafnarinnar.