Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Eigum að reyna að vera öðruvísi Um fimmtán mánuðir eru síðan íslensku fyr- irtækin Skaginn 3X, Nautic, Kælismiðjan Frost, Brimrún, Naust Marine og Verkfræði- stofan Skipatækni ýttu úr vör nýju markaðs- fyrirtæki, Knarr Mari- time. Haraldur Árnason, framkvæmdastjóri Knarr, segir vel hafa gengið fyrir fyrirtækin að ná saman mark- miðum sínum. Skúli Halldórsson sh@mbl.is E ins og alltaf er með ný fyr- irtæki þá er þetta lang- hlaup, en þegar við lítum til baka þá hefur það heppnast sem við lögðum upp með. Við lögðum frá upphafi mikla áherslu á Rússland, þar sem endurnýjun fiskiskipaflotans þar í landi lá fyrir, og er enn í fullum gangi,“ segir Haraldur. „Þetta verða þrjár útboðs við- bætur til að byrja með, ef það má orða það þannig, þar sem fyr- irtækin sem vilja byggja ný skip eða landvinnslur geta sótt um auka kvóta út á það. Í fyrsta útboðinu gerðum við samninga um hönnun á sex skipum, sem gætu þó orðið fleiri, og erum við að vinna með skipasmíðastöðinni úti að þeim verkefnum núna að koma okkar búnaði inn í verkefnið og það er í góðum farvegi,“ segir hann og reif- ar þann árangur sem náðst hefur í kjölfarið, en í framhaldi stofnunar Knarr Maritime stofnaði sami hóp- ur fyrirtækið Knarr Rus, þar sem starfa nú þrír starfsmenn og er Jónas Tryggvason þar í forsvari. Mörg hundruð tonna geta „Knarr Rus hefur tekið þátt í þeim samningum sem Skaginn 3X, Frost og Rafeyri hafa náð, sem er sala á tveimur stórum uppsjáv- arverksmiðjum, annars vegar fyrir rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Gidrostroy á Kúrileyjum, og hins vegar fyrir fyrirtækið Lenin Kolk- hoz í Petropavlovsk,“ segir Har- aldur og bætir við að um sé að ræða verksmiðjur með getu upp á 500 til 600 tonna afköst á sólar- hring með mögulegri stækkun á afkastagetu þegar fram í sækir. „Svo hefur Nauticn Rus skrifað undir samning um hönnun á krabbaveiðiskipum fyrir Austur- Rússland, fyrir dóttur fyrirtæki Russian Fisheries, PrimCrab sem er í Vladivostok á Austurströnd Rússlands. Það er í öðru kvótaferli af þremur, en hönnunarsamning- urinn er í raun fyrsta skrefið áður en farið er af stað í kvótaúthlut- unina, þar sem í ljós kemur hversu mikinn kvóta fyrirtækin fá. Það er þess vegna ekki ljóst sem stendur hversu mörg þau skip verða, en þau gætu orðið nokkuð mörg,“ segir Haraldur. Um er að ræða algjörlega nýja hönnun á krabbaveiðiskipi að hans sögn. „Allt vinnsludekkið og öll vinnuaðstaða er inni í sjálfu skip- inu. Skipið er því ekki opið eins og flestöll krabbaskip í dag. Það sem er einnig nýtt í þessari hönnun er að allar gildrur geta verið teknar upp í gegnum skipið, í gegnum svokallaða mánalaug, eða „moon pool“ eins og það heitir á ensk- unni. Í raun er þetta gat í skipinu þar sem gildrurnar eru dregnar upp,“ segir hann og útskýrir hvers vegna þörf er á þessu: „Oft eru gildrurnar lagðar út við ísröndina en með þessu fyr- irkomulagi má leggja í ísnum gegnum mánalaugina, og það getur verið erfitt þegar ísinn er þykkur að koma gildrunum aftur upp á yf- irborðið. En með þessu fyr- irkomulagi er skipið búið að ryðja ísnum frá sér og þá geturðu tekið þær upp vandræðalaust.“ Skipið verður útbúið til frystingar og líka til að koma með lifandi krabba í land. Stórt teymi í Rússlandi Landnámið í Rússlandi nam ekki staðar við stofnun Knarr Rus í Moskvu borg heldur keypti Nautic einnig hlut í rússneskri skipaverk- fræðistofu í Pétursborg, en úr því varð fyrirtæki sem heitir Nautic Rus. „Þar starfa hátt í fjörutíu manns í dag, skipaverkfræðingar og tæknimenn, og þeirra verkefni núna er að vinna alla teiknivinnu fyrir smíði sex skipa, fyrir fyr- irtækið Norebo ásamt komandi verkefnum,“ segir Haraldur. Knarr ásamt aðildarfélögum mun verða á stórri sjávarútvegssýningu nú í Pétursborg; „Global Fishery Forum & Seafood Expo 13-15 September og þar mun Nautic Rus verða formlega opnað meðan á sýningunni stendur. Fjöldinn allur af öðrum verk- efnum í Rússlandi er enn ótalinn, enda hefur þessi árangur íslensku fyrirtækjanna vakið mikla athygli. „Þær landvinnslur sem Skaginn 3X, Frost og rafeyri eru búinn að standa að hafa borið hróður fyr- irtækisins víða á meðal annarra út- gerðarmanna þar ytra, og sömu- leiðis þessi hönnun Alfreðs Tuliniusar og Bárðar Hafsteins- sonar á skipunum hafa vakið mikla athygli. Nú er svo komið að við er- um farin að fá fjölda fyrirspurna frá öðrum löndum og erum við að vinna í þeim verkefnum núna. Í framhaldinu munum við hefja markaðsstarfsemi í þeim löndum þar sem við höfum fundið fyrir hvað mestum áhuga. Skip á nokkurra mánaða fresti Þegar litið er yfir síðustu fimmtán mánuði segir Haraldur að þessi tími hafi verið skemmtilegur. „En auðvitað eru þessi verkefni lang- hlaup, öll sem eitt. Það er eitt að selja mönnum hugmyndina og tæknina en svo þarf náttúrlega að smíða þessi skip, en samkvæmt þessum nýju rússnesku kvótalög- um þarf að smíða þau í Rússlandi. Við höfum fulla trú á að skipa- smíðastöðvarnar muni leysa þau verkefni vel af hendi og við mun- um vinna náið með þeim að því með okkar fólki hér heima sem hafa mikla reynslu í smíði fiski- Morgunblaðið/Hanna Metnaður „Það sem við Íslendingar þurfum að gera er að nýta þetta unga kraftmikla og vel menntaða fólk sem við eigum,“ segir Haraldur Árnason. Teikning/Knarr Fley Svona munu skipin í verkefni Knarr fyrir Norebo koma til með að líta út, en þau verða 82 metra löng og 16 metra breið. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.