Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 49
UMRÆÐAN 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
.IS SKÚTUVOGI 11SÍMI 553 4000
Ég þekki mann
sem reyndist heim-
ilislækni sínum erf-
iður að einu leyti og
það var þegar átti að
senda hann í rönt-
genmyndatöku. Hann
tók nefnilega ekki í
mál að vera sendur í
fyrirtækið Domus
Medica í slíka
myndatöku og fór
þess á leit að vera
sendur á stofnun
sem heyrði undir almannakerfið,
Landakot eða Landspítala. Þetta er
liðin tíð því nú eru allir sendir í
Domus eða til sambærilegra fyr-
irtækja. Rök þessa manns gagnvart
heimilislækninum voru þau að með
ákvörðun sinni væri hann ekki ein-
vörðungu að taka læknisfræðilega
ákvörðun heldur einnig ökon-
ómíska. Ég hef sagt þessa sönnu
sögu áður en hún er sígild og til
áminningar um að einmitt þetta
gera læknar þegar þeir vísa sjúk-
lingum um kerfið. Þeir eru að ráð-
stafa fjármunum skattgreiðenda.
Um það eiga þeir ekki einir að véla
eða hafa algert sjálfdæmi.
Ríkið borgar einkavæðinguna
og læknar hjálpa til
Þessi dæmisaga kom upp í hug-
ann þegar ég fyrir allnokkrum ár-
um heimsótti helsjúkan félaga minn
á Borgarspítalann. Hann var með
alvarlegt höfuðmein og þurfti að
taka af honum mynd í bestu tækj-
um sem völ væri á í landinu. Hann
var því fluttur í sjúkrabíl í mynda-
töku af Borgarspítalanum og á Do-
mus Medica. Þar voru
bestu tækin. Og hver
skyldi hafa greitt fyrir
þau? Nánast hver ein-
asta króna hafði komið
úr ríkissjóði. Þarna
höfðu læknar verið í
lykilstöðu um mótun
heilbrigðiskerfisins. Það
voru nefnilega þeir sem
beindu fjármagninu
þangað sem það fór.
Þetta er ekkert eins-
dæmi og þegar saman
hefur farið vilji heil-
brigðisyfirvalda annars
vegar og lækna hins vegar að beina
fjármunum inn í farvegi einka-
reksturs er ekki að sökum að
spyrja. Formúlan er einföld, nið-
urskurður hjá hinu opinbera og
aukið flæði peninganna til einka-
rekstursins. Þannig hafa orðið til
margar afrekssögurnar, til dæmis
um augasteinabyltinguna miklu.
Nokkrir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins viðra gamalkunna hægri
hugmyndafræði flokks síns í heil-
brigðismálum í Morgunblaðinu 15.
september síðastliðinn. Yfirskrift
greinarinnar er meinlaus ef ekki
beinlínis hugljúf: Hagsmunir sjúk-
linga í forgang. Framhaldið orkar
hins vegar tvímælis.
Sjálfstæðismenn
vilja heilabilaða í útboð
Gefum þeim Jóni Gunnarssyni,
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og
Brynjari Níelssyni, þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, orðið: „Okkar
skoðun er sú að það … eigi að
bjóða út verkefni sem sjálfstætt
starfandi fyrirtæki á heilbrigðis-
sviði og starfsfólk þeirra geta leyst.
Í þessu sambandi má nefna lið-
skiptaaðgerðir, vistun heilabilaðra
og dagvistarúrræði fyrir eldri borg-
ara og sjúklinga.“
Gott og vel. Þannig mætti eflaust
ná niður verði. En hvað um gæðin
og eftirlitið ef „fyrirtæki“ þeirra
Jóns, Áslaugar Örnu og Brynjars
eru í eigu fjárfesta sem heimta há-
marksarð af starfseminni? Það
skiptir nefnilega máli hvort starf-
semi er þjónustudrifin eða hagn-
aðardrifin.
Þetta mætti vissulega leysa með
stífu eftirlitskerfi kynni einhver að
segja. Ég leyfi mér hins vegar að
halda því fram að slíkt eftirlit
standist aldrei gróðakröfunni snún-
ing.
Fyrir tuttugu árum vildi Sjálf-
stæðisflokkurinn leysa þennan þátt
með aðhaldi notandans. Í bæklingi
sem fjármálaráðherra Sjálfstæð-
isflokksins gaf út í júní árið 1998
um kosti einkareksturs í opinberri
þjónustu segir: „Leggja ber
áherslu á að sem stærstur hluti
tekna rekstraraðila sé fenginn með
notendagjöldum sem aftur er háð
frammistöðu þess sem veitir þjón-
ustu með tilliti til gæða og verðs.“
Í kjölfar ítrekaðra skoðanakann-
ana sem leiddu í ljós að landsmenn
væru algerlega andvígir gjaldtöku í
heilbrigðiskerfinu var horfið frá
þessari stefnu og hin síðari ár er
hamrað á því að ríkissjóður en ekki
notendur skuli borga helst allan
kostnaðinn!
Annað veifið skýtur gamla frjáls-
hyggjan að vísu upp kollinum og
tillögur birtast um að fyrirtækjum
á heilbrigðissviði verði heimilað að
auglýsa og keppa sín í milli á
grundvelli verðlags.
Ein tilraun til að hefja sam-
keppni í heilbrigðiskerfinu til vegs
var sett í forgang á síðasta kjör-
tímabili. Sú tilraun gengur út á að
hvetja til þess að sjúklingar fari á
milli hverfa í leit að „bestu“ heilsu-
gæslustöðinni sem völ væri á. Þetta
kann að hljóma skynsamlega í eyr-
um einhverra á sama hátt og frjáls-
hyggjumenn margir hrifust af hug-
myndum Miltons Friedmans og
skoðanasystkina hans um að pen-
ingar fylgi sjúklingum, náms-
mönnum eða öðrum notendum op-
inberrar þjónustu. Þeir ráfi síðan
um skóla- og heilbrigðiskerfið í leit
að bestu og eftir atvikum ódýrustu
þjónustunni, allt eftir efnahag við-
komandi.
Fjárfestar vilja
einkavætt kerfi
Þetta þarf hins vegar að hugsa
til enda og þá bæði í lækn-
isfræðilegu tilliti en einnig hvað
varðar skipulag þjónustunnar, hag-
kvæma stýringu fjármuna skatt-
greiðenda og síðan að sjálfsögðu
samfélagsleg gildi.
Fyrir dyrum stendur fjár-
lagagerð á Alþingi. Augljóst er að
veita þarf stóraukið fjármagn til
heilbrigðismála. Biðraðir í kerfinu
eru víða langar og höfum við að
undanförnu heyrt ákall fjölmargra
um bráða lausn á sínum vanda.
Þann vanda þarf að leysa og það
þegar í stað. Ég ætla hins vegar að
frábiðja mér að skattpeningar okk-
ar verði látnir renna til fjárfesta
sem róa nú að því öllum árum að
nýta sér neyð fólks til að knýja
fram kerfisbreytingar sér til hags-
bóta. Fjárfestarnir eru mættir til
leiks til að umturna heilbrigð-
isþjónustunni í eins konar iðnað
sem megi hagnast á.
Ég hef margoft sagt að blanda
af opinberum rekstri og einkaprax-
ís sé ásættanleg og jafnvel eft-
irsóknarverð ef hún er í réttum
hlutföllum. Nú er hins vegar
tvennt að gerast. Í stað ein-
staklingsbundins einkapraxís þar
sem heilbrigðisstarfsmenn leita eft-
ir samlegð í rekstri, svo sem í
símaþjónustu og húsnæði, eru
einkarekin sjúkrahús að koma til
sögunnar. Síðan gerist hitt að
krafa er sett fram um að sérfræð-
ingum beri sjálftaka úr ríkissjóði
óháð vilja og getu handhafa rík-
issjóðs. Slíkt getur aldrei gengið til
frambúðar.
Fyrirsögn sjálfstæðismannanna
þriggja um að þeirra kerfi þjóni
sjúklingum fyrst og fremst stenst
ekki. Þeirra kerfi myndi hins vegar
þjóna fjárfestum í heilbrigðisiðnaði
alveg prýðilega. Gegn slíku kerfi
ber að berjast af alefli því aflvaki
slíks kerfis er hvorki í þágu sjúk-
linga né skattgreiðenda.
Hver á að vera aflvakinn í heilbrigðiskerfinu?
Eftir Ögmund
Jónasson »Ég ætla að frábiðja
mér að skattpen-
ingar okkar verði látnir
renna til fjárfesta sem
róa nú að því öllum ár-
um að nýta sér neyð
fólks til að knýja fram
kerfisbreytingar sér til
hagsbóta.
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er fyrrverandi
heilbrigðisráðherra.