Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 .IS SKÚTUVOGI 11SÍMI 553 4000 Ég þekki mann sem reyndist heim- ilislækni sínum erf- iður að einu leyti og það var þegar átti að senda hann í rönt- genmyndatöku. Hann tók nefnilega ekki í mál að vera sendur í fyrirtækið Domus Medica í slíka myndatöku og fór þess á leit að vera sendur á stofnun sem heyrði undir almannakerfið, Landakot eða Landspítala. Þetta er liðin tíð því nú eru allir sendir í Domus eða til sambærilegra fyr- irtækja. Rök þessa manns gagnvart heimilislækninum voru þau að með ákvörðun sinni væri hann ekki ein- vörðungu að taka læknisfræðilega ákvörðun heldur einnig ökon- ómíska. Ég hef sagt þessa sönnu sögu áður en hún er sígild og til áminningar um að einmitt þetta gera læknar þegar þeir vísa sjúk- lingum um kerfið. Þeir eru að ráð- stafa fjármunum skattgreiðenda. Um það eiga þeir ekki einir að véla eða hafa algert sjálfdæmi. Ríkið borgar einkavæðinguna og læknar hjálpa til Þessi dæmisaga kom upp í hug- ann þegar ég fyrir allnokkrum ár- um heimsótti helsjúkan félaga minn á Borgarspítalann. Hann var með alvarlegt höfuðmein og þurfti að taka af honum mynd í bestu tækj- um sem völ væri á í landinu. Hann var því fluttur í sjúkrabíl í mynda- töku af Borgarspítalanum og á Do- mus Medica. Þar voru bestu tækin. Og hver skyldi hafa greitt fyrir þau? Nánast hver ein- asta króna hafði komið úr ríkissjóði. Þarna höfðu læknar verið í lykilstöðu um mótun heilbrigðiskerfisins. Það voru nefnilega þeir sem beindu fjármagninu þangað sem það fór. Þetta er ekkert eins- dæmi og þegar saman hefur farið vilji heil- brigðisyfirvalda annars vegar og lækna hins vegar að beina fjármunum inn í farvegi einka- reksturs er ekki að sökum að spyrja. Formúlan er einföld, nið- urskurður hjá hinu opinbera og aukið flæði peninganna til einka- rekstursins. Þannig hafa orðið til margar afrekssögurnar, til dæmis um augasteinabyltinguna miklu. Nokkrir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins viðra gamalkunna hægri hugmyndafræði flokks síns í heil- brigðismálum í Morgunblaðinu 15. september síðastliðinn. Yfirskrift greinarinnar er meinlaus ef ekki beinlínis hugljúf: Hagsmunir sjúk- linga í forgang. Framhaldið orkar hins vegar tvímælis. Sjálfstæðismenn vilja heilabilaða í útboð Gefum þeim Jóni Gunnarssyni, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, orðið: „Okkar skoðun er sú að það … eigi að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðis- sviði og starfsfólk þeirra geta leyst. Í þessu sambandi má nefna lið- skiptaaðgerðir, vistun heilabilaðra og dagvistarúrræði fyrir eldri borg- ara og sjúklinga.“ Gott og vel. Þannig mætti eflaust ná niður verði. En hvað um gæðin og eftirlitið ef „fyrirtæki“ þeirra Jóns, Áslaugar Örnu og Brynjars eru í eigu fjárfesta sem heimta há- marksarð af starfseminni? Það skiptir nefnilega máli hvort starf- semi er þjónustudrifin eða hagn- aðardrifin. Þetta mætti vissulega leysa með stífu eftirlitskerfi kynni einhver að segja. Ég leyfi mér hins vegar að halda því fram að slíkt eftirlit standist aldrei gróðakröfunni snún- ing. Fyrir tuttugu árum vildi Sjálf- stæðisflokkurinn leysa þennan þátt með aðhaldi notandans. Í bæklingi sem fjármálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins gaf út í júní árið 1998 um kosti einkareksturs í opinberri þjónustu segir: „Leggja ber áherslu á að sem stærstur hluti tekna rekstraraðila sé fenginn með notendagjöldum sem aftur er háð frammistöðu þess sem veitir þjón- ustu með tilliti til gæða og verðs.“ Í kjölfar ítrekaðra skoðanakann- ana sem leiddu í ljós að landsmenn væru algerlega andvígir gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu var horfið frá þessari stefnu og hin síðari ár er hamrað á því að ríkissjóður en ekki notendur skuli borga helst allan kostnaðinn! Annað veifið skýtur gamla frjáls- hyggjan að vísu upp kollinum og tillögur birtast um að fyrirtækjum á heilbrigðissviði verði heimilað að auglýsa og keppa sín í milli á grundvelli verðlags. Ein tilraun til að hefja sam- keppni í heilbrigðiskerfinu til vegs var sett í forgang á síðasta kjör- tímabili. Sú tilraun gengur út á að hvetja til þess að sjúklingar fari á milli hverfa í leit að „bestu“ heilsu- gæslustöðinni sem völ væri á. Þetta kann að hljóma skynsamlega í eyr- um einhverra á sama hátt og frjáls- hyggjumenn margir hrifust af hug- myndum Miltons Friedmans og skoðanasystkina hans um að pen- ingar fylgi sjúklingum, náms- mönnum eða öðrum notendum op- inberrar þjónustu. Þeir ráfi síðan um skóla- og heilbrigðiskerfið í leit að bestu og eftir atvikum ódýrustu þjónustunni, allt eftir efnahag við- komandi. Fjárfestar vilja einkavætt kerfi Þetta þarf hins vegar að hugsa til enda og þá bæði í lækn- isfræðilegu tilliti en einnig hvað varðar skipulag þjónustunnar, hag- kvæma stýringu fjármuna skatt- greiðenda og síðan að sjálfsögðu samfélagsleg gildi. Fyrir dyrum stendur fjár- lagagerð á Alþingi. Augljóst er að veita þarf stóraukið fjármagn til heilbrigðismála. Biðraðir í kerfinu eru víða langar og höfum við að undanförnu heyrt ákall fjölmargra um bráða lausn á sínum vanda. Þann vanda þarf að leysa og það þegar í stað. Ég ætla hins vegar að frábiðja mér að skattpeningar okk- ar verði látnir renna til fjárfesta sem róa nú að því öllum árum að nýta sér neyð fólks til að knýja fram kerfisbreytingar sér til hags- bóta. Fjárfestarnir eru mættir til leiks til að umturna heilbrigð- isþjónustunni í eins konar iðnað sem megi hagnast á. Ég hef margoft sagt að blanda af opinberum rekstri og einkaprax- ís sé ásættanleg og jafnvel eft- irsóknarverð ef hún er í réttum hlutföllum. Nú er hins vegar tvennt að gerast. Í stað ein- staklingsbundins einkapraxís þar sem heilbrigðisstarfsmenn leita eft- ir samlegð í rekstri, svo sem í símaþjónustu og húsnæði, eru einkarekin sjúkrahús að koma til sögunnar. Síðan gerist hitt að krafa er sett fram um að sérfræð- ingum beri sjálftaka úr ríkissjóði óháð vilja og getu handhafa rík- issjóðs. Slíkt getur aldrei gengið til frambúðar. Fyrirsögn sjálfstæðismannanna þriggja um að þeirra kerfi þjóni sjúklingum fyrst og fremst stenst ekki. Þeirra kerfi myndi hins vegar þjóna fjárfestum í heilbrigðisiðnaði alveg prýðilega. Gegn slíku kerfi ber að berjast af alefli því aflvaki slíks kerfis er hvorki í þágu sjúk- linga né skattgreiðenda. Hver á að vera aflvakinn í heilbrigðiskerfinu? Eftir Ögmund Jónasson »Ég ætla að frábiðja mér að skattpen- ingar okkar verði látnir renna til fjárfesta sem róa nú að því öllum ár- um að nýta sér neyð fólks til að knýja fram kerfisbreytingar sér til hagsbóta. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.