Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 8

Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is • seimeiisland • seimei.is Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16 Borgarstjóri hefur verið á flóttaundan braggamálinu vikum saman. Sem gerir það mál svo sem ekkert óvenjulegt, hann hleypur í felur í öllum erfiðum málum. Sem eru mörg hjá borginni um þess- ar mundir. En nú hefur borgarstjóri áttað sig á að ekki er lengur hægt að forðast umræðuna.    Sennilega voruþað stráin sem brutu bak borgarstjórans í þessu, ef svo má segja. Það er í öllu falli ljóst að nokkur strá fyrir 757.000 krónur eru ævintýralegri útgjöld en jafn- vel núverandi borgarstjóri getur varið. Og líklega er það þess vegna sem hann vill nú láta rann- saka málið og hefur uppi stór orð um alvarleika þess.    En hvað sagði hann áður endönsku höfundarréttarvörðu hönnunarstráin fóru að stinga sér upp úr moldinni í Nauthólsvík?    Þá varði hann framúrkeyrslunameð því að reyna að vísa vandanum á húsfriðunaryfirvöld, sem höfðu ekkert með málið að gera.    Hann reyndi að verja þetta meðþví að halda því fram að bragginn hefði verið í verra ástandi en ætlað hefði verið.    Og hann sagði „ekki hægt aðslá því föstu“ að um mistök hefði verið að ræða.    En það hlýtur þó að mega sláþví föstu að borg sem stend- ur fyrir slíkri framkvæmd og ger- ir ekkert fyrr en búið er að af- hjúpa vitleysuna er stjórnlaus. Dagur B. Eggertsson Dagur og stráin STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Byggingarleyfi til að byggja nýjan meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut var samþykkt á fundi Byggingarfulltrúans í Reykjavík í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá Nýjum Landspítala, að meðferð- arkjarninn sé stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefn- isins. Innan hans munu fara fram sérhæfðar aðgerðir, rannsóknir og umönnun sjúklinga þar sem stuðst er við háþróaða tækni og sérhæfða þekkingu. Í tilkynningunni segir, að bygg- ingin verði enginn eftirbátur sam- bærilegra sjúkrahúsa í Evrópu og kröfur um aðbúnað séu sambæri- legar og í nýjum sjúkrahúsum í ná- grannalöndunum. Meðferðarkjarn- inn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyr- irkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Meðferðarkjarn- inn tengist öðrum starfseiningum spítalans með tengigöngum og tengibrúm. Allar sjúkrastofur legu- deilda séu einbýli með sér snyrtingu. Góð aðstaða verði fyrir aðstand- endur. Jarðvinna verksins er þegar hafin. Aðalhönnuðir hússins er Corpus3 hönnunarhópurinn sem sam- anstendur af níu innlendum og er- lendum hönnunarfyrirtækjum. Byggingarleyfi fyrir meðferðarkjarna  Kjarninn tengist öðrum starfseiningum Landspítalans með göngum og brúm Nýr spítali Tölvumynd af væntan- legum byggingum Landspítala. „Ég hef sent rektor bréf og gefið honum kost á að hverfa frá þessu. Það er dæmalaust að reka eigi mann úr starfi fyrir að hafa látið í ljós einhverja skoðun,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekið hefur að sér mál Kristins Sigurjóns- sonar, lektors við Háskólann í Reykjavík. Kristni voru gerðir afarkostir vegna ummæla sem hann lét falla í lokuðum Facebookhópi. Þar sagði Kristinn m.a. að konur træðu sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn ynnu. Þá sagði hann að konur eyði- legðu vinnustaðina því karlmenn ættu að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. HR gerði Kristni að segja upp, ellegar yrði hann rekinn. Jón Steinar segir ummæli Krist- ins inni í umræddum Facebookhópi ekki koma háskólanum við og að uppsögnin vegna þeirra sé „háðu- legt frumhlaup“. Hann vonar að rektor sjái sóma sinn í að bakka út úr þessu hratt og örugglega. „Þetta er orðið einhvers konar ofstæki sem lýtur að því að ef allir hafa ekki einhverja rétttrúnaðar- skoðun á einhverju málefni, þá eru þeir óalandi og óferjandi. Í þessu til- felli virðist vera að Háskólinn í Reykjavík vilji reka mann úr starfi fyrir einhverja skoðun sem hann hefur, sem skólanum kemur bara ekkert við,“ sagði Jón Steinar við mbl.is. Bendir hann einnig á að Kristinn hafi réttarstöðu opinbers starfs- manns vegna þess að hann hafi ver- ið kennari við Tækniskólann áður en skólarnir voru sameinaðir. Það hafi verið tekið skýrt fram í bréfi til Kristins, undirrituðu af báðum rekt- orum, að hann nyti þeirrar réttar- stöðu. „Í því ljósi er enn fjarstæðu- kenndara að segja honum upp á þeim forsendum.“ thorgerdur@mbl.is Segir uppsögnina háðuglegt frumhlaup  Jón Steinar annast mál lektors við HR Morgunblaðið/Eggert Háskólinn í Reykjavík Uppsögn lektors við skólann er umdeild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.