Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Haust 2018 595 1000 . heimsferdir.is Bir tm eð fyr irv ar a m pr en illu r. He i sf rð i á il r ét il i i í . t Ljubljana s f i r 17. TIL 21. OKTÓBER Frá kr. 59.995 EINSTÖK HELGARFERÐ Jón Ásgeir Jóhannesson segir að birting Morgunblaðsins á gögnum tengdum Aurum-málinu sé tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu Landsrétt- ar í málinu. Þetta kom fram í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér í gær. Morgunblaðið greindi í gær frá tölvupóstssamskiptum stjórnenda og starfsmanna Glitnis fyrir hrun, þar sem meðal annars kom fram að Jón Ásgeir fékk ítrekað að hækka yf- irdrátt sinn hjá bankanum, m.a. á þeim grundvelli að hann myndi fá milljarð frá Pálma í Fons þegar hlut- ur hans í Aurum hefði verið seldur. Yfirlýsing Jóns Ásgeirs er svo- hljóðandi: „Frá því um aldamótin síðustu hefur það verið einlægur vilji Davíðs Oddssonar og hans nánustu fylgi- sveina að koma mér á bak við fang- elsismúra. Í þeim tilgangi hefur sú hirð misbeitt valdi sínu og áhrifum, m.a. með beinum hætti á ríkislög- regluna á árinu 2002 og síðar. Enn hefur þessari þrá þeirra ekki verið svalað og nú tæpum tuttugu árum síðar birtist þetta sjúklega hugar- ástand á síðum Morgunblaðsins. Það er í anda vinnubragða þeirra að þegar væntanlegur er dómur á næstu dögum í máli sem ég er ákærður í sem hlutdeildarmaður, að reynt sé að hafa áhrif á dómsniður- stöðuna með því að láta blaðamann skrifa „fréttaskýringu“ á heila opnu Morgunblaðsins með forsíðuvísun. Í umfjölluninni eru orð og gerðir slitin úr samhengi og reynt að skapa þau hughrif lesandans, og þá væntanlega dómenda Landsréttar líka, að málið snúist bara um mig. Allt í þeim til- gangi að láta þennan gamla og rætna draum ritstjórans rætast. Það er augljóst að uppruni gagnanna er beint úr skúffu sak- sóknara. Það er merkilegt að sak- sóknari árið 2018 láti ekki nægja að flytja málið fyrir dómi, heldur taki upp á því að taka sér stöðu með náhirð Davíðs Oddssonar og haldi málflutningi áfram á síðum Morgun- blaðsins. Málið er nú í þriðja skipti fyrir dómi. Í hin tvö skiptin hef ég verið sýknaður. Ég trúi því að sama nið- urstaða verði raunin á næstu dögum og Landsréttur sjái hið augljósa í málinu; að Glitnir banki hf. var betur settur eftir viðskiptin en fyrir, eins og staðfest var af þremur fræði- mönnum úr háskólasamfélaginu við meðferð málsins og sem hlýtur að leiða til sýknu allra ákærðu. Þessa staðreynd kaus Morgunblaðið að leiða hjá sér í umfjöllun sinni. Hún þjónar sennilega ekki lund ritstjór- ans, enda sannleikurinn ekki alltaf sagna bestur í Hádegismóum. Jón Ásgeir Jóhannesson“ Segir gögnin úr skúffu saksóknara Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í sakamáli sem höfðað var gegn Hreiðari Má Sig- urðssyni, fyrrum forstjóra Kaup- þings banka, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrum fjármálastjóra Kaupþings banka, fyrir innherja- og umboðssvik. Um er að ræða síðasta hrunmálið sem tekið er fyrir í héraðsdómi af þeim 23 sem sérstakur saksóknari og síðar héraðssaksóknari ákærði í. Hreiðar Már er í málinu ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa í ágúst 2008 látið bankann lána eign- arhaldsfélagi í hans eigu, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., 574 milljónir króna án samþykkis stjórnar bank- ans eða fullnægjandi tryggingar fyrir láninu. Guðný er ákærð fyrir hlut- deild í umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma að fyr- irmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans þegar um- rætt lán var veitt. Grundvallaratriði í málinu tengist þeim mismun sem varð á kaupverði Hreiðars sjálfs vegna kaupréttarins og svo því markaðsverði sem hann framseldi félaginu nokkrum klukku- stundum síðar. Munar þar um 320 milljónum króna. Staddur í fáránleika Hreiðar Már brást illa við nokkr- um spurningum saksóknara þegar kom að því að spyrja um þennan mis- mun og sagði hann saksóknara í raun ekki skilja um hvað málið snerist. „Gerir þú þér grein fyrir hvert pen- ingarnir fóru?“ spurði hann saksókn- ara. Sagði Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, að fjármunirnir hefðu að hluta til verið notaðir til að greiða skattaskuld við ríkissjóð. Greip Hreiðar þá fram í fyrir honum og sagði „hver einasta króna“ og spurði saksóknara að nýju: „Runnu þessir peningar til mín eða eitthvað annað?“ Vísaði hann til þess að samkvæmt ákvörðun stjórnar nokkrum árum áður og samkvæmt ráðningarsamn- ingi ætti bankinn bæði að lána fyrir kaupunum á kaupréttargengi sem og fyrir skatti ef bréfin væru færð í sér- stakt félag. Þannig hefði það meðal annars verið árin áður. Þá sagði Hreiðar einkennilegt að vera ákærð- ur fyrir innherjasvik í þessu máli þar sem bréf væru seld frá sér til félags í sinni eigu. „Framkvæmdastjóri, stjórnarfor- maður og eini eigandi Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. vissi nákvæmlega það sama og Hreiðar Már Sigurðs- son,“ sagði hann og bætti við að hann teldi þetta sögulegt mál á heims- mælikvarða þar sem hann vissi ekki um neitt mál þar sem innherjabrot gæti átt við viðskipti milli sama aðila. „Þessir tveir aðilar bjuggu yfir ná- kvæmlega sömu upplýsingunum,“ sagði Hreiðar. „Mér finnst ég stadd- ur í hálfgerðum fáránleika.“ Var í fríi Guðný Arna Sveinsdóttir sagði fyrir dómi í gær, að hún hefði rætt við Hreiðar Má um lánveitinguna, sem deilt er um í málinu. Þá sagðist hún enga ákvörðun hafa tekið um lánið. Hefði hún verið í fríi stóran hluta þess tíma sem málsgögn ná til og því sé ekki líklegt að hún hafi skoðað alla þá pósta sem saksóknari bar undir hana. Sagði hún að um langþráð frí hefði verið að ræða og að Hreiðar hefði meðal annars gefið henni skýr skilaboð um að huga sem minnst að bankanum meðan hún væri í fríi. Guðný sagði að sitt hlutverk hefði verið bókhald og uppgjör og hún hefði ekki komið að neinni ákvarð- anatöku. Slíkt væri á hendi stjórnar félagsins. Nokkur vitni komu fyrir dóminn í gær, meðal annars fyrrverandi yfir- lögfræðingur bankans, fyrrverandi varaformaður stjórnarinnar og fyrr- verandi stjórnarformaður. Sögðu þeir allir að stjórn hefði árið 2005 samþykkt að lán væru veitt fyrir kaupum stjórnenda sem hefðu kaup- rétt. Þá væri einnig veitt aukalega lán vegna skattaskuldbindinga sem kæmu til þegar bréf væru áframseld í einkahlutafélög í eigu viðkomandi starfsmanna. Morgunblaðið/Hari Í réttarsalnum Hörður Felix Harðarson, lögmaður og Hreiðar Már Sig- urðson, fyrrum forstjóri Kaupþings, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Síðasta hrunmálið  Fyrrverandi forstjóri og fjármálastjóri Kaupþings fyrir héraðsdómi  Ákært fyrir innherja- og umboðssvik Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.