Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
AIR OPTIX® COLORS
Linsur í lit
VR óskar eftir orlof
VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða
orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is
fyrir 20. nóvember 2018.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa
að fylgja:
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
• Lýsing á eign og því sem henni fylgir
• Ástand íbúðar og staðsetning
• Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár
• Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
Öllum tilboðum verður svarað.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
T
ónlistarhefðin hér á Ísa-
firði er sterk og listin
er okkur lífsnauðsyn-
leg; athvarf frá hinu
daglega amstri og gef-
ur lífinu gildi,“ segir Ingunn Ósk
Sturludóttir, skólastjóri Tónlistar-
skólans á Ísafirði. Næstkomandi
laugardag verður efnt til afmælis-
hátíðar, en skólinn er sjötugur um
þessar mundir. Það var á haust-
dögum 1948 sem skólastarfið hófst,
en þá hafði Jónas Tómasson, for-
maður Tónlistarfélags Ísafjarðar,
ráðið Ragnar H. Ragnar sem
fyrsta skólastjóra skólans. Ragnar
stjórnaði skólanum í áratugi og
var driffjöður í menningarlífinu á
Ísafirði.
„Ragnar lagði alltaf mikið upp
úr því að nemendur í tónlistarnámi
kæmu fram opinberlega. Í því
skyni stóð hann meðal annars fyrir
samæfingum sem haldnar voru á
heimili fjölskyldu hans á sunnu-
dögum. Sigríður, dóttir Ragnars,
sem síðar tók við skólastjórninni af
föður sínum, lagði sömuleiðis mikið
upp úr því að skólinn skipaði
sterkan sess í menningarlífi bæj-
arins og svo er enn. Á Vestfjörðum
hefur alltaf verið mikill sköp-
unarkraftur sem endurspeglast í
blómlegu menningarlífi. Hér hefur
tónlistarlífið verið ríkt í áratugi og
tenging við aðrar listgreinar mikil
og sterk. Listin hefur verið hald-
reipi í mannlífinu hér og list-
viðburðir alla tíð vel sóttir,“ segir
Ingunn Ósk Sturludóttir, sem er
menntuð söngkona.
Tónleikar á tólf heimilum
Afmælishátíðin á Ísafirði hefst
á því að skólalúðrasveit fer um
götur bæjarins og spilar fyrir fólk.
Sveitin blæs svo hátíðina inn af
svölum skólahússins þegar hátíðin
verður sett kl. 12. Þar verður með-
al annars frumflutt lag eftir Hall-
dór Smárason við texta Steinþórs
B. Kristjánssonar, sem er tileinkað
skólanum. Við sama tilefni munu
kórar og söngnemendur skólans
koma fram og opnuð verður sögu-
sýning um tónlistarstarf í bænum
síðustu áratugi.
Síðdegis á laugardaginn, eða
klukkan 15, hefst svo dagskrá sem
ber yfirskriftina Heimilistónar, en
þá verða tónleikar á tólf heimilum
á Eyrinni á Ísafirði. Þar mun fólk-
ið sem í húsunum býr telja í og
flytja tónlist á stofutónleikum; pí-
anóspil, harmonikkuleik, lúðra-
blástur, raftónlist og söng svo eitt-
hvað sé nefnt.
300 nemendur
Á næstunni verður bryddað
upp á ýmsu fleiru í tengslum við
afmælið, til dæmis verður barna-
óperan Kalli og sælgætisgerðin
eftir Hjálmar H. Ragnarsson sett
á svið af nemendum og kennurum
skólans, en tónskáldið er sonur
Ragnars H. Ragnar, sem fyrr er
nefndur. Í framhaldinu og til vors
verður svo efnt til ýmissa tónleika
við skólann og verður fjölbreytni
þar ráðandi.
„Skólastarfið er öflugt. Nem-
endur eru um 300 talsins, sem læt-
ur nærri að sé 10% af íbúafjölda
Ísafjarðarbæjar, en við erum með
útibú í öllum þéttbýliskjörnum
sveitarfélagsins. Meðal krakkanna
er píanónám alltaf vinsælast en
gítar, rytmískt samspil og raf-
tónlist hefur komið sterkt inn síð-
ustu árin,“ útskýrir Ingunn um
starf skólans þar sem vinna fjórtán
kennarar í rúmlega tólf stöðugild-
um. Kennararnir hafa fjölbreyttan
bakgrunn og eru víða að, svo sem
frá Ungverjalandi, Póllandi og
Eistlandi, en þess ber að geta að
fólk frá löndum Austur-Evrópu er
mjög áberandi í tónlistarstarfi á
landsbyggðinni.
„Mér finnst vert að halda
góðu framlagi þessa fólks til haga.
Það á uppruna sinn í annarri
menningarhefð en hér á landi og
einmitt þess vegna auðgar það ís-
lenskt samfélag og tónlistarlíf svo
mikið sem raun ber vitni,“ segir
Ingunn.
Söngstund og samfélag
Mikilvægt er að öll börn
kynnist tónlist og hafi tækifæri til
hljóðfæranáms, segir Ingunn.
„Framtíðardraumur okkar í
tónlistarskólanum er að tónlist-
arnám standi öllum til boða og
verði jafn sjálfsagt og allt annað
skyldubundið nám. Hér á Ísafirði
er elsta deild leikskólans í sama
húsi og tónlistarskólinn og við
bjóðum börnunum að koma reglu-
lega til okkar í söngstund. Grunn-
skólinn er nánast í næsta húsi við
okkur og talsverð samskipti þar á
milli,“ segir Ingunn og bætir við
að lokum:
„Við ýmis tækifæri hér í bæj-
arlífinu koma nemendur tónlistar-
skólans fram; spila í kirkjunni, á
hjúkrunarheimilinu, sjúkrahúsinu
og víðar. Með þessu alast börn og
ungmenni í tónlistarnámi upp við
að taka virkan þátt í samfélaginu,
leggja sitt af mörkum og hafa
áhrif á bæjarbraginn og menning-
arlífið á svæðinu. Tónlistarnám er
gjöf sem endist allt lífið.“
Í samfélaginu er sköpunarkraftur
Tónlistarskólinn á Ísafirði er 70 ára og verður
tímamótanna minnst um helgina. Listin á
sterkar rætur fyrir vestan og er gott athvarf
frá daglegu amstri, segir skólastjórinn.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Tónlist Listin er haldreipi, segir Ingunn Ósk Sturludóttir í viðtalinu. Í baksýn er málverk af Ragnari H. Ragnar,
sem í áratugi var skólastjóri og sú driffjöður að Ísafjörður varð menningar- og tónlistarbær á landsvísu.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Stjórnendur Frá vinstri Finney Rakel Árnadóttir og Sigrún Pálmadóttir
aðstoðarskólastjórar, Ingunn Ósk Sturludóttir skólastjóri og Dagný Arn-
alds, sem um þessar mundir er starfandi skólastjóri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísafjörður Tónlistarskólinn er hér til
húsa, í fyrrverandi húsmæðraskóla.