Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 22

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 upp á milljón kanadíska dollara, en samtals söfnuðust yfir tvær milljónir dollara. Kom þá berlega í ljós hvað ís- lenskudeildin nýtur mikillar velvildar á Íslandi sem og í Kanada. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heim- sótti Manitoba í ágúst sem leið og eft- ir að hafa kynnt sér íslenskudeildina og íslenska bókasafnið benti hún á í samtali við Morgunblaðið að þessi starfsemi skipti gríðarlega miklu máli til að halda samskiptunum lifandi. Samstarf við HÍ endurvakið Ýmis samskipti hafa verið á milli ís- lenskudeildarinnar og Íslands. Í nokkur ár var boðið upp á sum- arkúrsa á Íslandi en þeim hefur verið hætt vegna kostnaðar og fræðslan veitt á heimaslóð í staðinn. 1999 gerðu Manitoba-háskóli og Háskóli Íslands með sér samstarfs- samning, m.a. um nemenda- og kennaraskipti og sameiginlega ráð- stefnu til skiptis í skólunum á 18 mánaða fresti. Fljótlega var ákveðið að hafa ráð- stefnuna á tveggja ára fresti, en hún var síðast haldin á Íslandi 2012. Nú hefur verið ákveðið að taka þráðinn upp á ný og verður næsta ráðstefna í Reykjavík haustið 2019. Birtir yfir íslenskudeildinni  Eina deild sinnar tegundar utan Íslands stendur vörð um íslenska arfleifð í Vesturheimi  Sameiginleg ráðstefna Manitoba-háskóla og Háskóla Íslands í Reykjavík haustið 2019 Manitoba-háskóli Peter John R. Buchan, yfirkennari íslenskudeildarinnar, framan við aðalbyggingu skólans. Íslenska safnið Katrín Jakobsdóttir skoðaði bókakostinn síðsumars. Árið 2000 David Arnason, Kristín Jóhannsdóttir og Haraldur Bessason. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenskudeild Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada er eina deild sinnar tegundar utan Íslands og á sér langa og merka sögu. Rekstur henn- ar hefur gengið í gegnum öldudali en nú birtir til á ný, að sögn Peter John R. Buchan, yfirkennara deildarinnar. Íslensku vesturfararnir á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar héldu í móðurmálið eins og þeir gátu. Íslenska var gjarnan töluð á heim- ilum þeirra og kennd í skólum á Nýja Íslandi. Einnig í Jon Bjarnason Aca- demy í Winnipeg 1914 til 1940 og í Wesley College (síðar Winnipeg- háskóli) 1901 til 1926. Fjársöfnun fólks af íslenskum ættum leiddi til stofnunar íslenskudeildar Manitoba- háskóla 1951. Um 50 til 60 nemendur Peter John R. Buchan er eini fasti kennari deildarinnar, en auk þess kenna stundakennarar ákveðin fög eins og til dæmis Íslendingasögur og norræna goðafræði. „Ég hef verið með um 25 til 30 nemendur í ís- lenskukúrsum mínum,“ segir hann og bætir við að þar af hafi verið um 15 nemendur á fyrsta ári í íslensku og um fimm á öðru ári. Nú séu reynd- ar aðeins sex á fyrsta ári og tíu nem- endur í áfanga um íslenskar þjóðsög- ur. „Þegar allt er talið erum við með 45 nemendur skráða í haust.“ Manitoba-háskóli hefur, eins og margir aðrir skólar, þurft að draga saman seglin, og undanfarin ár hefur niðurskurðurinn bitnað á íslensku- deildinni eins og á öðrum deildum. Þannig hefur ekki verið ráðinn pró- fessor við deildina síðan Birna Bjarnadóttir hætti 2015. Finnbogi Guðmundsson var fyrsti yfirmaður deildarinnar (1951-1956), Haraldur Bessason bætti um betur og var deildarforseti lengst allra (1956- 1987), Kirsten Wolf tók við af honum (1988-2000) og David Arnason (2000- 2006) stjórnaði síðan deildinni þar til Birna tók við. „Helsta vandamál okkar er hvað fáir taka íslensku sem aðalfag,“ segir Peter John R. Buchan, sem byrjaði að kenna við deildina 2009. Hann bendir líka á að eftir að Birna hætti hafi deildin ekki getað tekið inn nem- endur í framhaldsnám. Vegna að- halds hafi enginn verið ráðinn í stað- inn fyrir hana, frekar en í aðrar stöður sem hafi losnað í háskólanum, og hann sé ekki með doktorspróf. Samningur um deildina Íslenskudeildinni var komið á laggirnar til þess að standa vörð um íslenska arfleifð í Vesturheimi, tryggja íslenskukennslu og auka áhuga á sameiginlegri sögu Íslands og Ameríku. Forsvarsmenn deild- arinnar og kennarar hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa gefið út bækur og fræðirit í nafni deildarinnar. Peter John R. Buchan bendir á að í byrjun hafi verið gerður samningur um stofnun íslenskudeildarinnar og hún verði því hluti af háskólanum um aldur og ævi. Sama gildi ekki um embætti deildarforseta. Deildin hafi ekki verið fjárhagslega sjálfbær og brugðist hafi verið við því. „Við þurf- um sennilega að hrinda af stað enn einni söfnuninni til þess að tryggja embætti prófessors á ný,“ segir hann. Rekstur íslenskudeildarinnar hef- ur oft verið erfiður. Hún stóð sér- staklega illa skömmu fyrir aldamót og þá var skipulögð fjársöfnun, Valu- ing Icelandic Presence - Metið ís- lenska nærveru, til þess að bjarga málum auk þess sem hún renndi traustum stoðum undir hið einstaka íslenska bókasafn skólans og end- urbætur á því. Ríkisstjórn Íslands, Eimskipafélagið og Háskólasjóður lögðu málinu lið með rausnarlegum hætti, styrktu málefnið með framlagi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson frystidagar kæli- og 1. - 14. okt finna rétta tækið við hjálpum þér að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.