Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 30

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 30
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meðalverð seldra íbúða í fjölbýli í 101 Reykjavík lækkaði milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs í ár. Þannig lækkaði verðið úr 554 þúsundum í 538 þúsund á fermetra á tímabilinu. Hins vegar hækkaði það úr 537 þús- und í 538 þúsund milli annars og þriðja fjórðungs. Það er 0,1% hækk- un sem telst innan skekkjumarka. Þetta er meðal þess sem má lesa úr greiningu Þjóðskrár Íslands sem var unnin fyrir Morgunblaðið. Gögn- in ná aftur til 2013 en þá var byrjað að taka sambærileg gögn saman. Hefur blaðið síðan sagt frá verðþróun í sex póstnúmerum. Við þennan samanburð er vert að hafa í huga að meðaltöl kunna að breytast örlítið þegar allir kaupsamningar hafa verið skráðir. Tölur fyrir þriðja fjórðung í ár eru því ekki end- anlegar. Þá getur ástand og aldur seldra eigna verið mismunandi á hverjum tíma. Því er varhugavert að draga of miklar ályktanir út frá breytingum milli stakra tímabila. Fermetraverð hækkaði milli ann- ars og þriðja fjórðungs í póstnúm- erinu 105, eða úr 478 þúsundum í 488 þúsund, eða um 2%. Þar eru m.a. hverfin Holt og Hlíðar. Verðið hækkaði meira í 107 Reykjavík, Vesturbænum. Þar hækkaði meðalkaupverð allra eigna í fjölbýli úr 469 þúsundum í 515 þús- und milli fyrsta og þriðja fjórðungs, eða um 9,7%. Mismunurinn, 46 þús- und, samsvarar 4,6 milljónum á 100 fermetra. Stendur í stað í Seljahverfi Verðið hefur hins vegar lítið hækkað í 109 Reykjavík, sem er Seljahverfið. Raunar hefur það nán- ast staðið í stað frá fjórða fjórðungi í fyrra. Breytingin milli annars og þriðja fjórðungs í ár er 0,3% sem telst vera innan skekkjumarka. Meðalverðið var um 372 þúsund. Þá lækkaði verðið í 111 Reykjavík, Breiðholtinu, frá fjórða fjórðungi 2017 til þriðja fjórðungs í ár, eða úr 385 þúsundum í 378 þúsund á fer- metra. Það hækkaði um 0,2% milli annars og þriðja fjórðungs í ár. Hins vegar hefur fermetraverð seldra eigna í 112 Reykjavík, Grafarvoginum, hækkað mikið í ár. Það var 403 þúsund á fyrsta fjórð- ungi en 433 þús. í lok þess þriðja. Mismunurinn samvarar 3 millj- ónum á 100 fermetra íbúð og um 7,4% hækkun á tímabilinu. Hér eru borin saman meðalverð á fermetra í öllum eignum. Það hefur í öllum tilfellum hverfandi áhrif að undanskilja nýbyggingar. Jafnvægi að nást á markaði Magnús Árni Skúlason, hagfræð- ingur og eigandi Reykjavík Economics, segir jafnvægi að nást á markaði eftir langt hækkunarskeið. Hann rifjar upp að árin 2002-2008 hafi verið fullgerðar mun fleiri íbúðir en að meðaltali frá 1983. Meðaltalið frá 1983 sé um 1.700 íbúðir á ári borið saman við á fjórða þúsund íbúðir ár hvert árin 2005 til 2008. Á móti komi að íbúum landsins fjölgi ár frá ári. Meðaltalið frá 1983 taki ekki tillit til þess. Samkvæmt miðspá Hagstofunnar verði íbúar landsins orðnir um 369 þúsund árið 2021, eða um 16 þúsundum fleiri en um mitt þetta ár. Árin eftir efnahagshrunið 2008 hafi verið fullgerðar færri íbúðir en að meðaltali frá 1983. Það hafi fyrst breyst í fyrra þegar fullgerðar íbúð- ir voru umfram meðaltalið frá 1983. Áfram skortir smærri íbúðir Um síðustu áramót hafi 2.999 íbúðir verið í byggingu á höfuðborg- arsvæðinu, eða fleiri en nokkurt ár síðan 2009. Þrátt fyrir aukinn kraft í byggingum dugi það líklega ekki til að anna eftirspurn eftir öllum gerð- um húsnæðis næstu ár. Til dæmis muni að óbreyttu áfram skorta nýjar og ódýrari smáíbúðir. Hröð fólks- fjölgun og mikill aðflutningur er- lendra ríkisborgara hafi aukið eftir- spurn eftir húsnæði. „Það er komið meira jafnvægi á markaðinn. Nú er verið að byggja töluvert og það mun létta á eftir- spurnarþrýstingi eftir því sem meira kemur á markaðinn,“ segir Magnús Árni og bendir á að raunverð íbúðar- húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sé að ná jafnvægi. „Það er ekki lengur sá mikli upptaktur sem var í fast- eignaverðinu. Fasteignasalar segja mér að fólk sé ekki lengur tilbúið að Útlit fyrir að hægt hafi á hækkunum  Íbúðaverð lækkar í Seljahverfi  Jafnvægi að nást á markaðnum Magnús Árni Skúlason 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Epicurean skurðarbretti Verð frá 2.690 kr. Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Rafvirkjar athugið! Íbúðamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 8 7 6 5 4 3 2 1 0 24% 21% 18% 15% 12% 9% 6% 3% 0% 2.750 2.250 1.750 1.250 750 þúsund seldar eignir Verðbil (milljónir kr.) Kaupsamningar alls Þar af fyrstu kaup Hlutfall fyrstu kaup- enda (%)Heimild: Þjóðskrá Íslands Heimild: Þjóðskrá Íslands Heimild: Þjóðskrá Íslands og Reykjavík Economics ehf. Höfuðborgarsvæðið 2008 til 2017 Frá fyrsta ársfjórðungi 2013 til þriðja fjórðungs 2018 Fjöldi kaupsamninga og hlutfall fyrstu kaupenda Fjöldi viðskipta með eignir á höfuðborgarsvæðinu eftir verðbilum 2015 til 2018 Verðþróun seldra fasteigna í fjölbýli í sex póstnúmerum í Reykjavík Meðalleiguverð á fermetra í 3ja herbergja íbúð Leiguverð eftir hverfum og svæðum 2011 til 2017 Reykjavík, vestan Kringlumýrarbr. og Seltjarnarnes Reykjavík, austan Kringlumýrarbrautar Kjalarnes og Mosfellsbær Öll önnur hverfi í Rvík, Kóp., Garðabær, Hafnarfjörður og Álftanes 0-15 15-20 20-25 25-30 30-35 35-40 40-45 45-50 50-55 55-60 60-65 65-70 70-75 75-80 80-85 85-90 90-95 95-100 100+ Vor 2015 til vors 2016 Vor 2016 til vors 2017 Vor 2017 til vors 2018 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 57% viðskipta árið 2017 voru á verðbilinu 30-50 milljónir kr. 57% 43% Akureyri Selfoss Reykjanesbær Akranes PÓSTNR. 101 PÓSTNR. 105 PÓSTNR. 107 PÓSTNR. 109 PÓSTNR. 111 PÓSTNR. 112 Meðalkaupverð á fermetra, þús. kr. Allar fjölbýlis- eignir Án ný- bygginga Allar fjölbýlis- eignir Án ný- bygginga Allar fjölbýlis- eignir Án ný- bygginga Allar fjölbýlis- eignir Án ný- bygginga Allar fjölbýlis- eignir Án ný- bygginga Allar fjölbýlis- eignir Án ný- bygginga 2013, 1. ársfj. 323 307 282 282 297 297 213 213 218 200 231 231 4. ársfj. 340 329 289 289 320 320 222 222 216 214 247 247 2014, 1. ársfj. 370 350 300 300 321 321 216 216 229 229 259 259 4. ársfj. 382 368 341 331 351 351 249 249 245 245 272 272 2015, 1. ársfj. 397 375 345 333 351 351 257 257 256 255 283 283 4. ársfj. 411 406 364 365 396 396 274 274 284 284 302 302 2016, 1. ársfj. 460 454 371 371 375 375 286 286 301 300 311 310 4. ársfj. 467 467 427 428 438 442 326 326 325 325 346 344 2017, 1. ársfj. 509 509 458 460 452 458 354 354 354 354 379 379 4. ársfj. 518 515 474 473 480 476 368 368 385 385 397 397 2018, 1. ársfj. 554 544 474 474 469 468 365 365 372 372 403 403 2. ársfj. 537 515 478 479 499 500 372 372 378 378 401 401 3. ársfj. 538 533 488 488 515 514 373 373 379 379 433 433 Breyting frá 1. ársfj. 2013 66,7% 73,6% 72,7% 73,0% 73,4% 73,1% 75,4% 75,4% 73,5% 89,1% 87,7% 87,7% Breyting frá 4. ársfj. 2017 3,9% 3,5% 2,8% 3,2% 7,3% 7,9% 1,3% 1,3% -1,7% -1,7% 8,9% 8,9% Breyting frá 2. ársfj. 2018 0,1% 3,6% 2,0% 2,0% 3,1% 2,9% 0,3% 0,3% 0,2% 0,2% 7,9% 7,9% Heimild: Þjóðskrá Íslands Nálgast hálfa milljón » Meðalfermetraverð seldra íbúða er nú frá 488 til 538 þús- und í póstnúmerunum 101, 105 og 107 Reykjavík, eða um og yfir hálfa milljón á fermetra. » Meðalverðið í þessum póst- númerum var 282 til 323 þús- und á 1. fjórðungi 2013. Það er 67%-73% hækkun á nafnvirði á tæpum sex árum. » Til samanburðar hækkaði verðlag um 13,3% frá janúar 2013 til september í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.