Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 31

Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 31
borga hvað sem er fyrir eignir. Mið- að sé við ásett verð og jafnvel eitt- hvað undir því. Fólk upplifi mark- aðinn þannig að nú sé meiri kaupendamarkaður en seljanda- markaður,“ segir Magnús Árni. Hann telur aðspurður útlit fyrir að verð muni ekki lækka heldur fylgja verðlagi. Þó geti það vissulega haft áhrif á íbúðaverð ef margar íbúðir sem hafa verið í skamm- tímaleigu til ferðamanna koma í sölu, til dæmis vegna harðnandi samkeppni frá nýjum hótelum. Þá hafi Seðlabankinn látið í það skína að vextir verði hækkaðir ef verð- bólga fer af stað. Það geti líka haldið aftur af verðhækkunum. Mestar hækkanir á Íslandi Samkvæmt útreikningum Reykja- vík Economics hefur raunverð íbúða hækkað um 64,1% á Íslandi frá lægsta punkti á 2. ársfjórðungi 2010 til fjórða ársfjórðungs 2017. Það sé mesta hækkun í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á tímabilinu. Næst komi Ísrael og Eistland með um 50% hækkun. Á hinum endanum hafi raunverðið lækkað um mest tæp 48% í Rúss- landi og um 36,4% í Grikklandi. Þá hafi raunverð á Íslandi hækkað um 17,1% frá 1. fjórðungi 2017 til 1. fjórðungs í ár, sem sé einnig mesta hækkunin í OECD-ríkjum. Má í þessu efni benda á að raun- verð íbúða á Íslandi er nú hærra en 2007, þegar stóraukið aðgengi að lánsfé og þensla ýtti undir verð- hækkanir. Gerði ofgnótt lánsfjár mörgum kleift að kaupa fasteignir sem ella hefðu ekki fengið lán. Þá meðal annars með því að taka við- bótarlán frá sparisjóðum. Sá hópur stóð berskjaldaður eftir hrunið. Fyrstu kaupendum fjölgar Samkvæmt greiningu Magnúsar Árna fer fyrstu kaupendum fjölg- andi á ný. Nú séu tæplega 54 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára. Fjöl- mennir árgangar fólks skapi mikla eftirspurn eftir húsnæði. Rúm 24% íbúðaviðskipta á landinu öllu í fyrra hafi verið fyrstu kaup. Það hlutfall hafi lægst farið í 6,1% árið 2009. „Það þykir eðlilegt í Bandaríkj- unum ef þetta hlutfall er um og yfir 30%. Þá er miðað við að þeir sem misstu húsnæði í alþjóðlegu fjár- málakreppunni hafi fengið fyrstu kaupenda ívilnanir hjá alríkisstjórn- inni eftir að hafa verið án húsnæðis í þrjú ár. Það er dæmi um leið sem fara mætti á Íslandi til að styðja við þau tíu þúsund heimili sem misstu húsnæði sitt í efnahagshruninu,“ segir Magnús Árni og bendir á að leigusamningum fari fækkandi vegna fjölgunar fyrstu kaupenda. Það bendi til að jafnvægi sé að myndast á leigumarkaði. Lítil ávöxtun af útleigu Leiguverðið sé mjög misjafnt eftir hverfum og sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Heilt yfir hafi ávöxt- un af leiguíbúðum verið lítil í fyrra, eða 7-8% á landinu öllu að meðaltali. Magnús Árni segir fasteigna- markaðinn viðkvæman fyrir fréttum af erfiðleikum í viðskiptalífinu. Til dæmis hafi hann eftir fast- eignasölum að umfjöllun um vanda WOW air í sumarlok hafi haft áhrif á fjárfestingar í fasteignum. Þau áhrif hafi m.a. birst í atvinnuhúsnæði. FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir tölur Þjóðskrár vísbendingu um að mið- borgarálagið sé að festa sig í sessi. Álag á eignir miðsvæðis hafi fyrr á árum verið tiltölulega hóflegt. „Í fljótu bragði, án þess að hafa gert samanburð, virðist verðið ekki vera orðið fram úr hófi hátt. Frek- ar má segja að álagið hafi farið úr því að vera óvenjulágt til þess sem má búast við í miðju þétt- býliskjarna upp á tvö hundruð þús- und manns,“ segir Jón Bjarki sem telur aðspurður að tölur Þjóðskrár Íslands bendi til að jafnvægi sé að skapast á íbúðamarkaði. Fast- eignaverðið á höfuðborgarsvæðinu hafi hreyfst í rykkjum síðustu misserin. Verðið hafi hækkað mikið fram undir sumar í fyrra. Svo hafi komið hik á markaðinn en hann tekið við sér í sumar. „Ég tel að markaðurinn sé að átta sig á breyttu umhverfi þar sem er ekki sami eindregni skortur á fram- boði. Markaður- inn er greinilega að fikra sig í átt að jafnvægi þar sem greiðslugeta kaupenda annars vegar og söluvilji hins vegar mætast.“ Samkvæmt tölum Þjóðskrár Ís- lands var meðalfermetraverð seldra íbúða í 101 um 540 þúsund á þriðja ársfjórðungi. Jón Bjarki segir aðspurður að eftir því sem fasteignaverðið er hærra, og hvert prósent í hækkun vegur þyngra, megi ætla að pró- sentuhækkanir verði minni en síð- ustu misseri. Orðið þyngra fyrir tekjulága „Með því styttist í að verðið fari framyfir greiðslugetu umtalsverðs hóps kaupenda. Greiðslugetan hef- ur enda breyst mun hægar,“ segir Jón Bjarki og bendir á að í krag- anum í kringum höfuðborgarsvæðið hafi meðalverðið verið umtalsvert undir fjögur hundruð þúsund krón- um. Það sé að breytast. „Á þessu bili virðist vera þyngdarpunktur fyrir stóran hóp kaupenda. Þá til dæmis fjölskyldur með eitt til þrjú björn sem eru að leita að þriggja herbergja íbúðum og upp í sérhæðir. Þess vegna sjáum við eftirspurnina færast jafnt og þétt út frá miðjunni, eftir því sem farið er fjær hálfri milljón á fermetra, og út í jaðrana sem til skamms tíma voru með töluvert lægra verð. Nú er orðið erfiðara fyrir fólk sem hefur fremur lítið milli handanna að kaupa fasteignir á jöðrunum,“ segir Jón Bjarki um stöðu tekjulágra á fasteigna- markaðnum. baldura@mbl.is Nálgast greiðslugetu hjá stórum hópi kaupenda  Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir miðborgarálag komið til að vera Jón Bjarki Bentsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.