Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is VÍKURVAGNAR EHF. MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM FYRIR IÐNAÐARMENNOGVERKTAKA Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Miklar umræður spunnust um land- búnaðarmál á fundi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, um tækifæri í ís- lenskum landbúnaði. Fundurinn var haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins í gær og voru þar mættir fulltrúar bænda, neytenda, verslunar og stjórnvalda. Fundurinn var vel sóttur og voru umræðurnar heilt yfir mjög jákvæðar. Afmarki ríkisstuðning við bú- greinar sem hafa byggðagildi Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var fyrstur framsögumanna. Fjallaði hann um það í erindi sínu að í landbúnaði væru um fjögur þúsund störf og hlutur at- vinnugreinarinnar í landsframleiðslu væri um eitt prósent. Nauðsynlegt væri að taka upp annars konar styrkjafyrirkomulag sem tryggði betri tekjudreifingu en gamla kvóta- kerfið og að hugsa þyrfti um byggða- stefnu sem lífskjarastefnu með það að markmiði að tryggja jöfnuð tekna í landinu öllu. Sýndi hann því til stuðn- ings dreifingu miðgildis tekna eftir landshlutum þar sem landbún- aðarsvæðin koma mun verr út en önnur svæði á landinu. Þá sagði hann mikilvægt að afmarka ríkisstuðning við þær búgreinar sem raunverulega hefðu byggðagildi, en ekki við verk- smiðjur með hvítt kjöt, þ.e. svínakjöt og kjúklingakjöt, og miða ætti styrki til landbúnaðar við innanlandsneyslu. Samkeppni að utan fari fram á jafnréttisgrunni Sigurður Eyþórsson framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna var næstur með erindi en hann benti á að 17.900 manns byggju í strjábýli á Íslandi, eða rétt rúmlega fjórfaldur fjöldi þeirra starfa sem í landbúnaði eru. Hann sagði mikilvægt að bændur seldu réttu söguna með meiri og betri upplýsingum til neytenda og að tæki- færi væru í staðbundnum matvælum og ferðaþjónustu. Þá ætti íslenskur landbúnaður tækifæri í framleiðslu fleiri afurða og aukinni vinnslu, en Ásgeir hafði komið inn á sama punkt í erindi sínu þar sem hann talaði um að auka breiddarhagræði íslensks landbúnaðar. Þá tóku þau Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytenda- samtakanna, og Jón Björnsson, stjórnarformaður Krónunnar, til máls og töluðu um breyttar kröfur neytenda. Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri hjá MS, og Finnur Árnason, forstjóri Haga, komu þá í pallborð og fóru yfir tækifæri íslensks landbúnaðar og voru á einu máli um að styrkja þyrfti Jákvæðar umræður á landbúnaðarfundi  Horfa þarf meira til neytandans í íslenskum landbúnaði Pallborð Frá vinstri í pallborði: Björt, Óli Björn, Sunna og Finnur. Ráðherra Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til fundarins. Þjóðminjasafnið Vel var mætt á fundinn sem fór fram í sal Þjóðminjasafns- ins. Mættir voru fulltrúar bænda, neytenda, verslunar og stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.