Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskilti 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tyrkneskir fjölmiðlar birtu í gær myndir úr öryggismyndavélum, sem sagðar voru sýna þá menn, sem sagð- ir eru hafa orðið valdir að hvarfi sádí- arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi. Þá birti tyrkneska blaðið Sabah nöfn fimmtán manna, sem sagðir eru sádí-arabískir leyniþjón- ustumenn, og eiga myndirnar að sýna ferðir þeirra til og frá ræðismannsbú- stað Sádí-Arabíu og á alþjóðaflugvell- inum í Istanbúl. Khashoggi hefur verið saknað síð- an hann fór til ræðismanns Sádí-Ar- abíu í Istanbúl hinn 2. október síðast- liðinn, og sögðu tyrknesk yfirvöld um helgina að þau teldu hann hafa verið myrtan þar inni. Stjórnvöld í Sádí-Ar- abíu hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Hafa Tyrkir því krafist þess að Sádí-Arabar sanni að Khas- hoggi hafi yfirgefið ræðismannsbú- staðinn heill á húfi. Settur í svartan sendiferðabíl? Tyrkneskir fjölmiðlar greindu hins vegar frá því í gær að nú væri verið að kanna þann möguleika að Khashoggi hefði verið numinn á brott og fluttur með leynd til Sádí-Arabíu, og mun tyrkneska lögreglan vera að rann- saka myndefni úr um 120 mismun- andi öryggismyndavélum víðsvegar um Istanbúl. Þá hafði bandaríska dagblaðið Washington Post eftir heimildarmanni sínum að bandarísk- ar leyniþjónustustofnanir hefðu hler- að samskipti sádí-arabískra embætt- ismanna, þar sem lögðu voru á ráðin um brottnám Khashoggis, ef ekki væri hægt að „lokka“ hann til Sádí- Arabíu svo „leggja mætti hendur á hann þar“. Á meðal þess sem sást á myndun- um sem birtar voru í gær voru svartir sendiferðabílar, sem sáust keyra frá ræðismannsbústaðnum um tveimur tímum eftir að Khashoggi hvarf, og telur lögreglan í Istanbúl nær öruggt að hann hafi verið í öðrum þeirra. Þá er lögreglan einnig að rannsaka ferðir tveggja einkaflugvéla frá Sádí-Arabíu sem lentu í Istanbúl sama dag og Khashoggi hvarf og möguleikann á því að hann hafi verið fluttur til Sádí- Arabíu með annarri þeirra. Trump krefst svara Hatice Cengez, unnusta Khas- hoggi, ritaði í fyrradag grein í Wash- ington Post, þar sem hún bað Donald Trump Bandaríkjaforseta um að beita áhrifum sínum til þess að kom- ast að því hvað hefði orðið um Khas- hoggi. Trump sagði í gær að hann hefði talað við ráðamenn á „æðstu stöðum“ í Sádí-Arabíu oftar en einu sinni og krafist svara um örlög Khas- hoggis. „Þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Trump og bætti við að hann og Melania eiginkona sín hefðu rætt við Cengez og athugað hvort hægt væri að bjóða henni til Hvíta hússins. Þá hefur málið vakið athygli á bágri stöðu blaðamanna í Sádí-Arabíu, en samtökin Blaðamenn án landamæra sendu frá sér yfirlýsingu í gær um að minnsta kosti 15 blaðamenn og blogg- arar hefðu verið handteknir á síðustu 12 mánuðum í landinu, og að í heildina væru á bilinu 25-30 blaðamenn í haldi stjórnvalda þar. Þá sagði að mönn- unum væri í flestum tilfellum haldið án þess að gefin hefði verið út ákæra eða réttað hefði verið í máli þeirra. Sjálfur hafði Khashoggi lýst yfir áhyggjum sínum vegna stöðu mála í heimalandi sínu. Birti breska ríkisút- varpið samtalsbúta sem teknir voru upp í síðasta viðtalinu sem Khashoggi veitti fyrir hvarfið, þar sem hann sagði að hann ætti líklega ekki aft- urkvæmt til Sádí-Arabíu vegna þess hvernig stjórnvöld þar hegðuðu sér í garð blaðamanna. Skoða öryggismyndavélar  Tyrkneskir fjölmiðlar birtu myndir af mönnum sem grunaðir eru um að hafa orðið valdir að hvarfi Khashoggi  Allar mannaferðir úr bústaðnum kannaðar AFP Horfinn Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sést hér ganga inn í ræðismannsbústað Sádí-Arabíu í Istanbúl, en hann hefur ekki sést síðan. Fellibylurinn Michael skall í gær á vesturhluta Flórída- ríkis, en veðurfræðingar vöruðu við því að kraftur byls- ins gæti valdið „ótrúlegum hörmungum“. Um 375.000 manns fengu fyrirskipun um að yfirgefa heimili sín í að- draganda fellibylsins, og sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, að þeir sem ekki hefðu hlýtt því kalli yrðu nú að leita sér skjóls á heimilum sínum og forðast að fara út á meðan bylurinn riði yfir. AFP Fellibylurinn Michael skall á Flórída í gær Varað við „ótrúlegum hörmungum“ Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær ríkisstjórn Vene- súela og sagði hana hafa átt þátt í andláti stjórnar- andstæðingsins Fernandos Alb- ans, en hann féll út um glugga á mánudaginn meðan hann var í haldi lögregluyfirvalda. Stjórnvöld í Vene- súela segja að Alban hafi fyrirfarið sér, en fulltrúar stjórnarandstöð- unnar hafa dregið þá útskýringu í efa. Alban hafði verið sakaður um að hafa átt þátt í „morðtilræði“ gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, þegar dróni með flugeldum sprakk í návist hans fyrr í haust. Stjórnvöld fordæmd fyrir andlát Albans VENESÚELA Lögreglan í Þýskalandi hand- tók í gær tvítug- an karlmann frá Búlgaríu, sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlg- örsku blaðakon- una Viktoríu Marinova. Lík hennar fannst á laugardaginn í bænum Ruse í norð- urhluta Búlgaríu, en að svo stöddu var ekki talið að morðið tengdist starfi hennar sem blaðamanns. Sögðu þýsk yfirvöld að framsals- ferli væri hafið í máli mannsins. Handtekinn fyrir nauðgun og morð ÞÝSKALAND Tsai Ing-wen, forseti Taívans, sakaði Kínverja í gær um „alvarlegar ögr- anir“ gagnvart friði og stöðugleika á Kyrrahafi, og að hafa beitt þrýstingi til að neita Taívönum um viðurkenn- ingu alþjóðasamfélagsins. Einungis 17 ríki hafa viðurkennt Taívan sem ríki, og hefur þeim fækkað um fimm frá því að Tsai tók við embætti fyrir tveimur árum. Kínverjar hafa haldið því fram all- ar götur frá árinu 1949 að Taívan sé í raun hluti af Kína, og að á endanum verði eyjan „sameinuð“ meginland- inu á ný, með valdi ef þurfa þykir. Samskipti Kínverja og Taívana hafa hins vegar hríðversnað á undanförn- um árum, ekki síst þar sem Tsai við- urkennir ekki stefnu kínverskra stjórnvalda um „Eitt Kína“. Sagði Tsai í ræðu sinni að hún myndi ekki auka á spennuna í sam- skiptum ríkjanna, en tók fram að Taívan myndi reyna að styrkja varn- ir sínar og utanríkissamskipti. Þá myndi hún ekki víkja frá „vilja fólks- ins“ og fórna „fullveldi Taívans“. Kínversk stjórnvöld brugðust illa við ræðu Tsai, sem var sjónvarpað í Taívan, og sögðu að hún myndi ein- ungis leiða til enn meiri spennu í samskiptum Kínverja og Taívana. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Taívan í næsta mánuði, og er talið að stjórnarflokkur Tsais muni fara halloka í þeim. Segir Kínverja ögra Taívan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.