Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 45
45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
Haustgolf Kylfingur á Urriðavelli, með hraun og gróður í haustskrúða í bakgrunni, ásamt regnboga.
Kristinn Magnússon
Reykjavíkurborg
innheimtir hæsta lög-
leyfða útsvar. Á síðasta
kjörtímabili jukust
skatttekjur borg-
arinnar um 30 milljarða
á ársgrundvelli. Á sama
tíma jukust skuldir
borgarsjóðs um 45% –
og áfram heldur skuld-
setningin þrátt fyrir
fögur fyrirheit um
niðurgreiðslu skulda.
Tekjuaukning og aukið lánsfé virð-
ist ekki ætla að duga núverandi
meirihluta því næstu árin eru áform
um 14 milljarða arð-
greiðslur frá Orkuveit-
unni til borgarsjóðs.
Svigrúm í rekstri Orku-
veitunnar skal aug-
ljóslega ekki nýtt til
gjaldskrárlækkana.
Þess í stað heldur
meirihlutinn álögum og
þjónustugjöldum í há-
marki. Allt á kostnað
borgarbúa.
Þegar tekjutuskan er
undin til fulls má velta
því upp hvert fjármunir
skattgreiðenda fara? Það er lág-
markskrafa að ráðdeild sé ráðandi
við meðferð skattfjár. Það veldur
vonbrigðum þegar auknar skatt-
tekjur leiða ekki til öflugri grunn-
þjónustu. Ekki hefur aukningin
runnið til samgöngubóta, skólamála
eða húsnæðislausna. Ekki hefur hún
leitt til aukinna lífsgæða fyrir borg-
arbúa.
Umframkeyrslur vegna endurbóta
á bragga eru birtingarmynd alvar-
legs vanda. Vanda sem kjarnast í
virðingarleysi gagnvart skattfé al-
mennings. Á síðustu árum hefur
Reykjavíkurborg eytt fleiri hundruð
milljónum í endurbætur á húsnæði
fyrir veitingarekstur. Bragginn er
ekki eina tilfellið – þau eru fleiri – og
í öllum tilfellum fara framkvæmdir
langt fram úr áætlunum.
Það er átakanlegt að rýna sundur-
liðun kostnaðar vegna endurbótanna.
Fjöldi stórra útgjaldaliða er í hróp-
andi ósamræmi við gangverð sam-
bærilegrar þjónustu. Ekki eingöngu
virðast borgaryfirvöld greiða reikn-
inga hikstalaust og af ábyrgðarleysi
– heldur vekja ýmsir kostnaðarliðir
spurningar um mögulegar útskriftir
falskra reikninga til borgarsjóðs. Á
málinu þarf að taka af festu.
Umræðan kallar einnig á vanga-
veltur um hlutverk sveitarfélaga. Er
eðlilegt að umfangsmiklu almannafé
sé eytt í veitingahúsnæði? Væri ekki
eðlilegra að verja skattfé til grunn-
þjónustu við borgarbúa? Í fleiri leik-
skóla eða betri heimaþjónustu? Ráð-
ast jafnvel í lækkun útsvars eða
fasteignagjalda? Er það virkilega
eðlilegt hlutverk sveitarfélags að
fullbúa húsnæði undir veitinga-
rekstur? Byggja borgir bragga?
Niðurgreiðsla skulda og lækkaðar
álögur á íbúa ættu að vera borg-
arstjórn kappsmál. Áreiðanleg
grunnþjónusta er kjarnahlutverk
sveitarstjórna. Einkaframtakið er
betur til þess fallið að koma öðrum
verkefnum til leiðar. Með forgangs-
röðun fjármuna og virðingu fyrir
skattfé almennings mætti auka lífs-
gæði í Reykjavík – enda traustur
fjárhagur forsenda öflugrar grunn-
þjónustu.
Eftir Hildi
Björnsdóttur »Er eðlilegt að um-
fangsmiklu al-
mannafé sé eytt í veit-
ingahúsnæði? Væri ekki
eðlilegra að verja
skattfé til grunnþjón-
ustu við borgarbúa?
Hildur Björnsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Byggja borgir bragga?
Tíu árum frá hruni
liggur æ ljósar fyrir
hve hart hefur verið
gengið að heimilum
landsmanna eftir áfall-
ið sem þjóðin varð fyr-
ir. Tíu þúsund fjöl-
skyldur hafa verið
reknar út á götu. For-
eldrar með börn hrak-
in af heimilum sínum
tugþúsundum saman,
rétt eins og hér hefðu átt sér stað
stórfelldar náttúruhamfarir eða
styrjöld. Þrjú þúsund manns hafa
verið gerð gjaldþrota frá hruni.
Fjöldi fjárnáma er á annað hundrað
þúsunda. Fólk mátti þola miskunn-
arlausar aðfarir í innheimtu. Fyrir-
tæki án starfsleyfis, ótíndir hand-
rukkarar ástunduðu eftirlitslaust að
hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn
er verið að selja ofan af fjöl-
skyldum. Þrátt fyrir þetta hafa eng-
ar varnir verið reistar í þágu heim-
ilanna. Vart er við því að búast að
úrræðaleysið sem blasti við fólki
eftir hrun og sinnuleysi um hag
heimila og fjölskyldna
hafi eflt traust á Al-
þingi og stjórnvöldum.
Ný vörn, nýtt lykla-
frumvarp
Nauðsynlegt er að
lögfesta úrræði sem
tryggi eigendum fast-
eigna sem lenda í
greiðsluvanda nýja
lausn, til að fyr-
irbyggja að aldrei oft-
ar verði gerð önnur
eins aðför að fjöl-
skyldum og átt hefur sér stað frá
hruni og ekki sér fyrir endann á.
Svokölluð lyklafrumvörp hafa verið
lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm
sinnum. Höfundur hefur með stuðn-
ingi þingmanna úr fjórum stjórn-
málaflokkum lagt fram nýtt lykla-
frumvarp til varnar neytendum að
tilstuðlan Hagsmunasamtaka heim-
ilanna. Farin er að nokkru leyti ný
leið við útfærslu með hliðsjón af ný-
legri lagaþróun.
Efni frumvarpsins
Glati samningur um fasteignalán
veðtryggingu í fasteign í kjölfar
nauðungarsölu teljast eftirstöðvar
lánsins fallnar niður gagnvart neyt-
anda. Gildir það sama eftir því sem
við á um önnur lögbundin úrræði
vegna skuldaskila fasteignalána til
neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti,
nauðasamninga, greiðsluaðlögun
eða aðrar sambærilegar ráðstafanir
sem rekja má til greiðsluvanda
neytanda og leiða til þess að samn-
ingur um fasteignalán glatar veð-
tryggingu í fasteign.
Með frumvarpinu er gerð tillaga
sem getur haft mikla þýðingu fyrir
neytendur í greiðsluerfiðleikum
sem leiða til þess að þeir missa hús-
næði sitt á nauðungarsölu. Nú er
gerð sú krafa í lögum um fast-
eignalán til neytenda, að bjóða verði
önnur úrræði áður en krafist er
nauðungarsölu. Þá er líklegt að allt
annað sé fullreynt og verður að
miða við, að þá liggi fyrir það mat
lánveitanda að neytandi hafi ekki
fyrirsjáanlega greiðslugetu til að
standa undir þeim skuldbindingum
sem á húsnæði hans hvíla. Í slíkum
tilvikum er óhætt að álykta að skil-
yrði greiðsluaðlögunar séu sjálf-
krafa uppfyllt hvað varðar niðurfell-
ingu veðskulda umfram verðmæti
fasteignar. Er þá eðlilegt að eft-
irstandandi veðskuldir falli niður í
kjölfar nauðungarsölu á fasteign
neytanda.
Markmið frumvarpsins
Markmið frumvarpsins er að
stuðla að vandaðri lánastarfsemi
með því að færa skuldurum að fast-
eignalánum í hendur þann mögu-
leika að láta af hendi veðið að baki
láni og ganga skuldlausir frá borði
ef engin önnur úræði finnast. Frum-
varpið er þannig mikilvægur liður í
því að dreifa áhættutöku í fast-
eignalánum og færa innlenda lána-
starfsemi úr því horfi að áhætta sé
einhliða á hendi lántaka.
Nýtt úrræði
Með frumvarpinu er lögfest eins
konar efndaígildi (l. datio in sol-
utum) í fasteignalánum. Efnd-
aígildi lýsir sér þannig að kröfu-
sambandi kröfuhafa og skuldara
lýkur með öðrum hætti en upp-
haflega er að stefnt. Kröfuhafi við-
urkennir þá aðra greiðslu fullnægj-
andi. Þannig gerir frumvarpið ráð
fyrir að kröfuhafa samkvæmt
samningi um fasteignalán, sem sé
tryggt með veði í hinni keyptu fast-
eign, verði gert að samþykkja að
afhending umræddrar eignar í sín-
ar hendur teljist vera fulln-
aðargreiðsla af hálfu skuldara.
Ákvæðið er orðað með þeim hætti
að ekki er gert ráð fyrir að á það
reyni nema í neyð, þ.e. þegar
greiðslufall hefur orðið af hálfu
skuldara og lögbundinn réttur
kröfuhafa til að neyta fulln-
usturéttar síns er orðinn virkur.
Sambærileg úrræði hafa lengi
þekkst í mörgum ríkjum Banda-
ríkjanna og hafa frá fjármálahruni
rutt sér til rúms víða í Evrópu.
Eftir Ólaf
Ísleifsson »Nauðsynlegt er að
lögfesta úrræði sem
tryggi eigendum fast-
eigna í greiðsluvanda
nýja lausn.
Ólafur Ísleifsson
Höfundur er alþingismaður og for-
maður þingflokks Flokks fólksins.
olafurisl@althingi.is
Varnir gegn miskunnarlausri innheimtu
Fasteignaskattar í Reykja-
vík munu hækka að meðaltali
um tæp átta prósent árlega
næstu fjögur árin, ef marka má
fjárhagsáætlun borgarinnar.
Skatttekjur borgarinnar á
hvern Reykvíking munu slá ný
met árlega á komandi árum.
Hækkanir síðustu ára hafa að
litlu leyti verið dregnar til
baka. Þessar hækkanir eru
langt umfram launaþróun,
hagvöxt og tekjur fyrirtækja í
borginni.
Fasteignaskattar
fyrirtækja
Fasteignaskattar fyrirtækja
hafa lengi verið í lögfestu há-
marki í Reykjavík eða 1,65%.
Þetta þýðir að árlega þarf að
greiða 1,65 milljónir af 100
milljóna eign. Það gefur auga-
leið að slík ofurskattheimta er
afar íþyngjandi og skerðir
samkeppnisstöðu fyrirtækja í
borginni gagnvart fyrirtækjum í sveit-
arfélögum með lægri skattheimtu.
Í sáttmála meirihluta borgarstjórnar felst
ákveðin viðurkenning á þessari ofurskatt-
heimtu en þar er gert ráð fyrir að fast-
eignaskattar á atvinnuhúsnæði lækki úr
1,65% í 1,60% í lok kjörtímabils. Sé litið til
fasteignamats fyrir árið 2019 hækkar at-
vinnuhúsnæði um heil 16,6%. Það gefur
augaleið að nú þegar blikur eru á lofti í efna-
hagslífinu eru tekjur fyrirtækja almennt
ekki að hækka svo mikið milli
ára.
Ef lækkunin kæmi til fram-
kvæmda á næsta ári myndu
skattar borgarinnar á atvinnu-
húsnæði, samkvæmt spá
Greiningardeildar Arion
banka, verða rúmlega 420
milljónum króna lægri en ella.
Þrátt fyrir það yrðu þær tæp-
lega 1,6 milljörðum króna
hærri en árið áður vegna ofan-
greindrar hækkunar fast-
eignamats. Í sömu greiningu
kemur fram að horfur eru á að
fasteignaskattar geti jafnvel
numið 70% kostnaðar leigu-
félaga á næsta ári. Ekki þarf
að taka fram hvaða áhrif þetta
hefði á leiguverð í borginni, en
vandi á leigumarkaði hefur
verið mikill síðustu árin.
Skattar borgarinnar
þurfa að lækka strax
Gert er ráð fyrir að fast-
eignaskattar í Reykjavík
hækki að meðaltali um tæp
átta prósent til ársins 2022.
Slíkar skattahækkanir tengjast á engan hátt
afkomu fyrirtækja í borginni og gera hana
minna aðlaðandi til búsetu eða reksturs.
Því mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja til í
borgarstjórn að fasteignaskattar á fyrirtæki
lækki strax á næsta ári um 0,05%. Nú er
rétti tíminn, lækkum skatta í borginni íbúum
og fyrirtækjum hennar til heilla.
Lægri skatta
í Reykjavík
Eftir Katrínu
Atladóttur
Katrín
Atladóttir
» Sjálfstæð-
isflokkurinn
mun leggja til í
borgarstjórn að
fasteignaskatt-
ar á fyrirtæki
lækki strax á
næsta ári um
0,05%.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.