Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 48

Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 48
Haustlínan frá Shiseido heillar Það lærðu allir eitthvað nýtt í glæsilegu Shiseido- teiti sem haldið var í Makeup-stúdíói Hörpu Kára á dögunum. Förðunarfræðingurinn Natalie Hamzehpour kenndi gestunum réttu trixin. Rauðar varir Hér má sjá Auro Dew í litnum 02 notað yfir allt augnlokið og toppað með crystal gel-glossi. Á varirnar notaði Natalie Lacquer- Ink LipShine, sem er fallegur og litsterkur gloss. Shiseido-fegurð Hér sýnir Natalie hvernig fólk á að bera sig að. Morgunblaðið/Hari Brosmildar Steingerður Steinarssdóttir, Christina Gregers. Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Marta María mm@mbl.is Vörurnar frá Shiseido eru löngu orðnar heimsfrægar en þær komu á markað 1872. Merkið leggur mikið upp úr því að gera áferð húðarinnar fallegri þannig að kvenpeningurinn líti betur út. Förðunarvörurnar koma svo til hjálpar þegar auka á fegurðina og þokkann. Í boðinu sýndi Natalie þrenns konar mismunandi förðun með haustlitapallettu Shiseido. Pal- lettan hefur að geyma augnskugga í mjúkum náttúrulegum litum sem auðvelt er að skyggja augnlokið með. Augnskuggar með örlítilli glansáferð eru vinsælir en þeir setja mikinn svip á heildarmyndina. Við örlítið glans- andi augnlok eru varirnar málaðar rauðar og jafnvel með dálítið mattri áferð og svo kemur blár augn- blýantur og setur punktinn yfir i-ið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.