Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Fallin er frá Guð- rún Georgsdóttir, tæplega níræð. „Hún er systir hennar Immu, hans Magga,“ sagði mamma. Fyrir mér var það nóg til að segja alla mannkosti hennar þegar ég var fjögurra ára polli og fluttist vestur. Imma, gift Magnúsi ömmu- bróður, hafði verið mér sem önn- ur mamma fyrstu árin og þegar ég vissi að faðmurinn í Borgar- nesi væri hennar Gunnu, jafn stór og Immu, þá var heimurinn öruggur. Að koma til þeirra Gunnu og Ragnars í Borgarnesi var ótrúlegt. Heimatilbúinn mat- ur eins og hann gerist bestur: Kæfa, skonsur, reyktur lax, slát- ur, selshreifar; bara nefndu það. Og allt eins og á umferðarmið- stöð. Mamma segir að þegar pabbi kom með bílinn í viðgerð hafi Ragnar sagt: „Já, og svo sitj- ið þið inni hjá henni Gunnu á meðan.“ Eitthvað var nú nefnt að e.t.v. þyrfti nýtt borð í eldhúsið. Þá sagði Ragnar: „Maður á að vera ánægður með það sem mað- ur hefur.“ Já, svo sannarlega var heimili þeirra Gunnu og Ragnar athvarf. Fyrst við bílaverkstæði Ragnars, þar sem nú er Vírnet/ Límtré og síðan hjá þeim á Böðv- arsgötu 7. Þau Ragnars- og Gunnubörn urðu sem okkar systkini og hafa haldið tryggð alla tíð. Haustið 1970 fór ég með lömb- in til slátrunar í Borgarnesi, þá 13 ára, því pabbi var á spítala og Hlynur bróðir farinn í heimavist að Reykjum. Maður fann svolítið til sín hjá kaupfélagsstjóranum að stýra innleggi bóndans. Á eftir Anna Guðrún Georgsdóttir ✝ Anna GuðrúnGeorgsdóttir fæddist 21. mars 1929. Hún lést 2. október 2018. Útför hennar fór fram 10. október 2018. var labbað til Gunnu. Kominn þangað, spurði hún almennra tíðinda: „Nú, hvernig var innleggið?“ Ég varð að viðurkenna að ég hafði ekki séð „seð- ilinn“ og vissi ekki „meðalfallþung- ann“. Henni fannst ég ekki mikill bóndi. Að þessari yfir- heyrslu lokinni gaf hún mér skonsur með kæfu og sagði, eftir stundar þögn: „Þú nærð örugg- lega að spjara þig, seinna,“ sem var ekki svo lítið hrós frá fólki sem flíkaði ekki tilfinningum sín- um. Guðrún Georgsdóttir var af þeim gamla skóla að hver ætti að standa sína plikt. Hún fylgdist vel með velferð sinna afkomenda og okkar allra, vina og ættingja, lagði gott til og hjá henni var allt- af stutt í húmorinn. Gunna var okkur góð og það þökkum við fjölskyldan öll. Megi góður Guð taka Guðrúnu fagnandi á nýjum lendum. Þórólfur Árnason. Við kveðjum Guðrúnu Georgsdóttur húsmóður í Borg- arnesi í dag hinstu kveðju frá Borgarneskirkju. „Hvíldin er þreyttum þæg og sæll er sérhver sá sem í Drottni deyr“ stendur einhvers staðar. Þakklæti er tilfinning sem kemur af væntumþykju. Mér þótti virki- lega vænt um Guðrúnu Georgsdóttur. Þess vegna fyllist hugur minn yfirleitt þakklæti er mér verðu hugsað til hennar. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni þessari góðu konu. „Góður er hver genginn“ segir máltækið. Það útleggst þannig, að þótt fólk sé hinir verstu skúrk- ar í lifanda lífi og enginn geti mælt þeim bót, þá er það strax hvítþvegið og hið ágætasta fólk um leið og það yfirgefur þetta líf. Það er engin ástæða fyrir mig að segja neitt um Guðrúnu látna, sem ég hefði ekki getað sagt um hana á meðan hún lifði. Sumar manneskjur eru andlegar orku- stöðvar, þær senda frá sér kraft ívafinn blíðu og yl, svo öllum líður vel í návist þeirra. Gunna Georgs eins og hún var ávallt kölluð var ein af þessum fá- gætu einstaklingum. Hún laðaði alla að sér ósjálfrátt. Tryggð hennar og hjálpfýsi var frábær. Það var hlutskipti hennar í lífinu að reyna margvíslegan eril og umstang, en aldrei var hún svo þreytt ,að hún ætti ekki stund og hjartarúm til þess að gera öðrum greiða eftir bestu getu. Ég kynntist Gunnu í kringum 1950 þegar Ragnar Jónsson minn mjög svo kæri „skáfrændi“ (bróðir stjúpu minnar) kynnti fjölskyldunni tilvonandi spúsu sína. Þau giftu sig svo í júlí 1951. Andlát hennar bar brátt að, þótt æviárin væru orðin æði mörg bjóst enginn við svo skjótum um- skiptum þar sem hún gekk dag- lega að störfum og það er víst að mynd Gunnu og minningin um hana máist seint úr huga þeirra sem þekktu hana best. Mér er minnisstætt fyrir mörgum árum er ég hafði verið stýrimaður á togara en hætt vegna atvika sem ekki verða tí- unduð hér að ég réð mig í vinnu í Sláturhús Verslunarfélags Borg- arfjarðar í Borgarnesi. Og í stórgripaslátruninni lenti ég í að vinna á móti Gunnu í frysti- geymslunni við að taka á móti af- urðum af gripunum og að lesta þá svo á vörubíl til flutnings til Reykjavíkur. Ég þessi „grjót- harði“ togarakall sem marga frí- vaktina hafði staðið í miklu fisk- iríi var algerlega útkeyrður að kvöldi en Guðrún blés ekki úr nös. Hún var í tölu þeirra hjarta- hreinu mæðra sem vinna verk sín í hljóði. Eina nýlega sögu heyrði ég af henni: Dóttir hennar Þóra var í heimsókn hjá henni og fannst hún hreyfa sig svolítið furðulega. Fékk það svo upp úr henni að hún hefði fallið út úr rúminu og væri rifbeinsbrotin. Daginn eftir hringdi hún í mömmu sína og er sú „gamla“ þá að baka pönnukök- ur. Þóra furðaði sig ekkert á því, hún þekkti sína móður, en spyr hvort það sé ekki vont fyrir hana og fékk það svar að hún bakaði nú ekki pönnukökur með rifbeininu. Nú kveðjum við þig, mín góða vinkona, og ég þakka þér yndis- lega góða viðkynningu. Við dauð- legir menn horfum hjálparvana á eftir vinum okkar hverfa yfir landamæri lífs og dauða. En með- al okkar, sem eftir stöndum um sinn, er opið skarð, óútfylltur reitur, fyrsta kastið. Ég sendi öll- um ástvinum Guðrúnar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Ragnarsson. Elsku vinkona. Þakklæti er mér efst í huga eftir ríflega 50 ára vinskap. Vin- skapur okkar nær til áranna þeg- ar við vorum frumbyggjar og ná- grannar á Böðvarsgötunni. Svo vorum við Matti svo lánsöm að fá húsaskjól hjá ykkur Ragnari á neðri hæðinni á Böðvarsgötunni þegar við fluttumst í Borgarnes 2013 og biðum þess að íbúðin okkar yrði tilbúin. Þar leið okkur afar vel og við áttum saman góð- ar stundir. Við brölluðum margt saman, elsku Gunna, bæði innan- lands og erlendis. Við störfuðum saman í ótal ár í kvenfélaginu, Skallagrímsgarðsnefndinni og í Neskjöri. Oft rifjuðum við upp gamla tíð og ferðalögin sem við fórum í, það var svo margt skemmtilegt í gamla daga þegar við vorum yngri. En tíminn líður og allt er breytingum háð. Við töluðum saman í síma á næstum hverju kvöldi í mörg ár. Þú kvaddir mig svo fallega kvöldið áður en þú lést og líklega hefur þú vitað hvert stefndi. Þú varst raunsæ, greind, heiðarleg og fal- leg heldri kona. Mikill er missirinn fyrir þína yndislegu stórfjölskyldu en minningin lifir. Hafðu þökk fyrir dýrmæta vináttu og tryggð, allar pönnukökurnar og skonsurnar. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til elsku Rúnars, Steinars, Þóru, Jonna, Ragnheið- ar, tengdabarna og barnabarna. Þorbjörg (Dista) og Matthías. ✝ Ásdís Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík, 28. sept- ember 1951. Hún lést 31. ágúst 2018 á Ullerntunet syke- hjem í Osló, í Nor- egi. Foreldrar Ásdís- ar voru Magnús Ástmarsson, prent- ari, forstjóri Ríkis- prentsmiðjunnar Gutenberg og borgarfulltrúi í Reykjavík, f. á Ísafirði 7. febrúar 1909, d. 18. febrúar 1970, og El- ínborg Guðbrandsdóttir, hús- móðir og kennari, f. í Viðvík í Viðvíkurhreppi í Skagafirði 6. ágúst 1913, d. 3. desember 1979. Árni Eyþórs, f. 14. maí 2002, og Dísa María, f. 24. nóvember 2006, og Eva Vilhelmína Mark- úsdóttir, f. 25. október 1988. Fað- ir Evu Vilhelmínu og fyrrver- andi sambýlismaður Ásdísar er Markús Halldórsson, f. 16. októ- ber 1949. Ásdís lauk barnaprófi frá Melaskólanum í Reykjavík og gagnfræðaprófi frá Hagaskóla. Að loknu gagnfræðaprófi starf- aði hún hjá ÍSAL. Hún starfaði sem flugfreyja, m.a. við píla- grímsflug, hjá Arnarflugi. Hún starfaði við ferðamál alla sína starfsævi, m.a. hjá Úrvali, Terra, og Úrvali-Útsýn. Um aldamótin flutti Ásdís til Noregs ásamt Evu dóttur sinni þar sem hún starfaði áfram að ferðamálum hjá Ís- landsferðum. Útför Ásdísar fór fram 12. september í Osló. Minning- arathöfn og jarðsetning fór fram frá Fossvogskappellunni í Reykjavík 25. september 2018. Systkini Ásdísar eru: Björn Bragi, f. 6. mars 1940, d. 15. maí 1963, Anna Rósa, f. 14. júlí 1942, d. 31. ágúst 2008, Auður, f. 1. ágúst 1947, d. 14. mars 2007, Brynhildur, f. 30. apríl 1953, d. 17. júní 1980, og Guð- brandur, f. 20. sept. 1954. Börn Ásdísar eru: Jóhann Þór- ir Jóhannsson, f. 7. nóvember 1967, maki hans er Helga Rakel Guðrúnardóttir, sonur þeirra er Magnús Torfi, f. 5. desember 2011, Guðrún Gyða Árnadóttir, f. 8. júní 1971, börn hennar eru Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem.) Leiðir okkar Ásdísar hafa legið saman frá því í kringum 1970, eða fyrir tæpum fimm áratugum. Samskipti okkar hafa alltaf einkennst af þægi- legheitum, góðmennsku, kær- leika og virðingu. Ásdís hafði mjög góð áhrif á alla í kringum sig. Hún var greiðvikin, blíð og „rosalega góð kona“ eins og ein frænka hennar orðar það. Þetta eru sömu eiginleikar og ein- kenndu móður hennar og föður. Ásdís starfaði um tíma við að vísa til sætis í Háskólabíói, en það var mikil virðingarstaða í þá daga. Sætavísurnar voru með vasaljós og vísuðu bíógest- um til sætis. Ein lítil frænka minnist þess að hún sá „Sound of Music“ sjö sinnum fyrir til- stuðlan Ásdísar frænku. Frá Háskólabíói var stutt í Grana- skjól 26, þar sem elskulegir for- eldrar hennar Magnús Ást- marsson, prentari, forstjóri Gutenberg og borgarfulltrúi, og Elínborg Guðbrandsdóttir kennari höfðu búið fjölskyldu sinni fallegt heimili sem var op- ið stórfjölskyldunni og fjölda vina – enda barnahópurinn stór og honum fylgdu enn fleiri börn. Granaskjól 26 var í enda götunnar. Fyrir framan húsið myndaðist óviðjafnanlegt leik- svæði þar sem börnin úr hverf- inu söfnuðust saman og fóru í ýmsa leiki. Leiksvæðið fyrir framan húsið var framlenging af heimilinu sem var yndislegt í minningu svo margra. Ásdís ólst upp við mikinn samgang á milli fjölskyldna föður- og móð- ursystkina sinna. Hún ólst einn- ig upp við það ásamt elstu systkinum sínum að þurfa að gæta yngri systkina sinna eins og gerist og gengur í stórum systkinahópum. Hún hélt því hlutverki áfram eftir að hún varð fullorðin. Þegar Ádís eignaðist Jóa minnist ein sjö ára frænka hennar þess að Ásdísi fannst ekkert skemmtilegra en að liggja með litlu frænku á stofu- gólfinu í Granaskjóli þar sem þær nutu þess að lita saman í litabækur. Ásdís fór ekki í manngreinarálit. Eftir gagnfræðapróf í Haga- skóla fór Ásdís að vinna. Hún vann á skrifstofu hjá ÍSAL og síðan mjög lengi hjá Ferðaskrif- stofunni Úrvali-Útsýn. Hún varð vel að sér í öllu varðandi ferðamál. Eftir að Eva fæddist fannst Ásdísi ekkert eðlilegra en að bjóða einni frænku með þeim til Mallorca svo Eva hefði félagsskap og frænkan kæmist til Spánar. Hún hélt sambæri- legu starfi áfram þegar hún flutti síðar til Noregs. Þrátt fyr- ir fjarlægðina milli Noregs og Íslands hefur hún veitt eftirlif- andi bróður sínum umhyggju og alúð með stuðningi Jóa, sem heldur því mikilvæga um- hyggjuhlutverki áfram. Það fór ekki á milli mála hvað skipti Ásdísi mestu máli. Hún sagði við mig fyrir stuttu: „Börnin mín eru mitt stolt og gleði.“ Hún átti varla orð til að lýsa því hvað hún var stolt af því að vera amma. Magnús var í hennar augum „algjör gim- steinn“. Ég sendi börnum Ásdísar og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Dýrmætar minningar um „rosa- lega“ góða konu, móður, ömmu, systur, frænku og vinkonu lifir. Far þú í friði Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Valgerður Snæ- land Jónsdóttir. Ásdís Magnúsdóttir Faðir minn, hann Ríkharður Árnason, lést þann 14. september síðastliðinn. Hann dó einmitt á þeim stað sem hann skapaði ásamt henni móður minni, Hrefnu. Þegar ég horfi til baka þá var sumarbú- staður mömmu og pabba sam- ofinn mínu lífi og er ég þakk- látur að hafa verið á staðnum þegar hann fór til Sumarlands- ins, laus úr viðjum líkamans sem var honum til vandræða þrjú síðustu árin. Samband okk- ar pabba var mjög tilfinninga- legt, ég vildi alltaf vera í kring- um hann, vera nálægt honum enda sýndi hann mér einstaka hlýju. Þegar ég var barn þá var hann mitt ofurmenni sem gat allt. Við fjölskyldan vorum tölu- vert á faraldsfæti og heimsótt- um marga staði innanlands, tjaldið var sett haganlega upp á topp græna Fiatsins og svo var lagt á stað í ævintýri þangað til pabbi fékk þá hugmynd að gam- an væri að byggja sumarbústað uppi í Eilífsdal í Kjós. Það var svo árið 1974 sem hann fékk land sem vinur hans reddaði honum og þá tók annað æv- intýri við og gistum við sum- arlangt í hvítu vinnutjaldi frá símanum, enda pabbi símamað- ur af lífi og sál, húsið var tilbúið 1975. Pabbi var snillingur og einstaklega útsjónarsamur, enda var hann jú snillingur, hann og mamma voru ekkert í sérstaklega góðum efnum þann- ig að hann fékk nánast allt efnið sem fór í bústaðinn gefins eða langt undir kostnaðarverði. Ég á margar skemmtilegar minningar þaðan. Oft var bú- staðurinn eins og félagsheimilli enda foreldrar mínir félagslynd með eindæmum. Því miður, eða ekki, þá eyðilagðist bústaðurinn í ofsaveðri sem gekk yfir um veturinn 1987. Var bústaðurinn það vel tryggður að hann gat byggt nýjan sem enn stendur, Ríkharður Árnason ✝ RíkharðurÁrnason fædd- ist 11. nóvember 1939. Hann varð bráðkvaddur 14. september 2018. Útför hans fór fram 28. september 2018. er hann fullur af minningum og þar hófst fyrir alvöru skógrækt enda landið þakið trjám. Foreldrar mínir tóku miklu ást- fóstri við þá rækt. Pabbi var mín stoð og stytta og það var ekkert sem hann gerði ekki fyrir mig og alltaf fann hann lausnir enda virtist ekkert honum of erfitt þegar kom að mér eða bræðrum mín- um, móðir okkar var eins. Við áttum yndislega foreldra. Pabbi var mikill áhugamaður um að festa umhverfið í form, annað- hvort fastra mynda eða hreyfi. Hann átti ljósmyndavél og átta millimetra tökuvél, síðan vídeó- tökuvél. Hann var duglegur að framkalla í geymslunni á Hjaltabakka 4, svarthvítar myndir, og oftar en ekki lá ég við fætur hans og svaf sem tveggja ára enda vildi ég alltaf vera nálægt honum. Ég smit- aðist heldur betur af honum og er ég honum þakklátur fyrir það. Pabbi stofnaði kvikmynda- leigu sem varð svo að vídeó- leigu. Einnig var pabbi mikill áhugamaður um kvikmyndir og hann elskaði að horfa á Abbott og Costello, Charlie Chaplin og fleiri og fleiri og síðan kynnti hann mig fyrir persónu sem heitir James Bond. Ég fór með honum á Bondinn í Tónabíó til að byrja með og síðan í þau bíó sem tóku við. Eftir pabba liggur ómælt magn minninga í formi kyrr- mynda og hreyfimynda, við eig- um sögu fjölskyldunnar og get- um yljað okkur við minningar um eiginmann, föður, afa og langafa. Hann pabbi var sér- stakt eintak af ljúfmenni sem skilur eftir sig tómarúm sem hægt er að fylla með fallegum minningum um hann, enda af nógu að taka. Þegar pabbi var heill heilsu þá voru barnabörnin honum hugleikin og fengu sinn skerf af ást og umhyggju. Börn- in mín fjögur, barnabörnin, konan mín og ég þökkum þér fyrir allt, ég veit að þú nýtur þín í Sumarlandinu hvar sem það nú er. Árni Ingi Ríkharðsson. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar GARÐARS VÍÐIS GUÐJÓNSSONAR frá Tunguhálsi, Hásæti 9b, Sauðárkróki. Vala Jóna Garðarsdóttir Viðar Þórðarson Ingibjörg Sigtryggsdóttir Gunnar Steingrímsson Brynhildur Sigtryggsdóttir Ómar Kjartansson Þorsteinn Ólason afabörn og fjölskyldur þeirra Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og hluttekningu vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR CANDI, Kringlunni 89, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 28. september og var jarðsungin fimmtudaginn 4. október. Marina Candi Harald Ragnar Óskarsson Indro Candi Heba Magnúsdóttir Elfa Frið Haraldsdóttir Leó Blær Haraldsson Karel Candi Markús Candi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.