Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 64
64 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 POTTAR OG PÖNNUR Fagmaðurinn velur AMT en þú? Þýsk hágæðavara Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Allt fyrir eldhúsið Friðgerður Pétursdóttir, eða Fríða eins og hún er kölluð, fagnar75 ára afmæli sínu í dag.Fríða er Bolvíkingur í húð og hár eins og hún segir sjálf. Hún fæddist í Tröð en ólst upp í Meiri-Hlíð í Bolungarvík. Hún stund- aði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði. Fríða hefur mest starfað í eigin rekstri í gegnum tíðina, í útgerð og í blómabúð. Fjölskyldan átti heima í Bolungarvík en flutti svo árið 1995 til Ólafsvíkur. Um tíma áttu þau íbúð bæði í Ólafsvík og í Reykja- vík en núna búa þau hjónin, Fríða og Maggi, í Reykjavík. Aðaláhuga- mál Fríðu eru hannyrðir ýmiskonar, ferðalög, blómastúss og að skella sér á ball. En hvað skal gert í tilefni dagsins? „Ég verð heima svo ég missi nú ekki af neinni afmæliskveðju. Verð tilbúin að svara símanum og taka á móti gestum. Mér finnst svo gam- an að eiga afmæli.“ Fríða er gift Magnúsi Snorrasyni og eiga þau fimm börn. Þau eru Pétur Hlíðar, f. 1965, Þorbjörg Jónína, 1966, Jón Ólafur, f. 1967, Arn- þór, f. 1970 og Fjóla Rós, f. 1981. Þau eiga 14 barnabörn og sex barna- barnabörn. Á Gran Canaria 2017 Hjónakornin, Maggi og Fríða, bregða á leik og hafa gaman af: „Maður verður víst aldrei of gamall til að leika sér.“ Ætlar ekki að missa af afmæliskveðjum Friðgerður Pétursdóttir er 75 ára í dag J ón Ásgeirsson fæddist á Ísafirði 11.10. 1928. Hann stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík þar sem aðalkennarar hans voru Árni Kristjánsson, Jón Þór- arinsson og dr. Victor Urbancic. Að loknu námi hérlendis stundaði hann framhaldsnám við Konunglega skoska háskólann í Glasgow og síð- ar Guildhall School of Music í London. Fyrir utan tónsmíðastörf starfaði Jón lengi við kennslu, lengst af við KHÍ og Söngskólann í Reykjavík. Hann stjórnaði einnig Liljukórnum, Karlakór Keflavíkur og Fóst- bræðrum, lúðrasveitum og Sinfón- íuhljómsveit Íslands í eigin verkum. Hann var tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil, frá 1970. Jón var skipaður prófessor í tón- list við KHÍ árið 1996 og varð þar með fyrsti prófessorinn í list- greinum á Íslandi. Árið 2008 veitti Kennaraháskóli Íslands Jóni dokt- orsnafnbót í heiðursskyni fyrir mik- ilvægt framlag hans til kenn- aramenntunar á sviði tónlistar og tónlistaruppeldis í skólum landsins. Jón hefur samið fjölda tónverka en meðal kammerverka má nefna þrjá strengjakvartetta, blásara- kvintetta, oktett fyrir blásara og Sjöstrengjaljóð samið 1968. Af smærri hljóðfæratónverkum má nefna 10 þjóðlög og sónötu fyrir sólógítar, píanóæfingar og stutt orgelverk. Konsertarnir eru sex; sellókons- ert, hornkonsert, klarinettkonsert, trompetkonsert, píanókonsert, flautukonsert sem frumfluttur verð- ur í janúar 2019 af Sinfón- íuhljómsveit Íslands, einleikari Freyr Sigurjónsson, og ófullgerður fiðlukonsert. Ballettinn Blind- isleikur var sýndur í Þjóðleikhúsinu 1979. Í verkum sínum Þjóðvísu, Lilju og Fornum dönsum sótti Jón efni- við til íslenskra þjóðlaga, en eftir hann liggja ótal þjóðlagaútsetn- ingar, ýmist fyrir hljóðfærahópa eða kóra, en kórútsetningar hans hafa öðlast sérstakan sess meðal ís- lenskra kórbókmennta. Meðal stærri kórverka má nefna Tímann og vatnið, við ljóð Steins Steinarrs, Á þessari rímlausu skeggöld, við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, og sálmalög við alla Passíusálma Hall- gríms Péturssonar, auk fjölda smærri kórverka. Líkalega er Jón einna þekktastur Jón Ásgeirsson, tónskáld og prófessor emeritus – 90 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónskáldið Jón er fjölhæft tónskáld. Hann hefur m.a. samið kammerverk, kórverk, óperur, sönglög og konserta. Einn af hinum stóru meist- urum íslenskra tónsmíða Sunna Dís, Ágústína Líf, María Mist og Hrafndís Veiga gengu í hús í Garðabæ og seldu skutlur sem þær bjuggu til og skreyttu. Þær söfnuðu 4.272 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.