Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 65

Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 65
fyrir söngtónlist sína en þar er að finna bæði stór og smá verk. Óp- erurnar eru orðnar fjórar og sú fimmta í vinnslu. Þrymskviða var frumflutt 1974 í Þjóðleikhúsinu og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd, buff-óperan Eilífur og Úlf- hildur fyrir karlakór og einsöngv- ara, Galdra-Loftur, frumflutt 1996, Möttulssaga hefur enn ekki verið flutt og óperan Rósa sem liggur á vinnuborðinu. Þess má geta að Jón hefur unnið alla texta og leikgerð fyrir óperurnar sjálfur. Einsöngslög Jóns eru orðin um 90 talsins. Þar er að finna margar söngperlur eins og Hjá lygnri móðu, Vor hinsti dagur og Maís- tjarnan, svokölluð Laxness-lög, við ljóð Halldórs Laxness, og Augun mín og augun þín, einnig sönglaga- flokkinn Svartálfadans við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, og fyrstu sönglögin, sem samin eru í kringum 1947. Jón hlaut tvisvar menningar- verðlaun DV, árið 1979 fyrir ballett- inn Blindisleik og árið 1997 fyrir óperuna Galdra-Loft. Hann var út- nefndur borgarlistamaður Reykja- víkur 1996 og sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu lista og menning- ar 2001. Fjölskylda Eiginkona Jóns var Elísabet Þor- geirsdóttir, f. 12.12. 1931, d. 19.11. 2013, húsmóðir. Hún var dóttir Þor- geirs Elísar Þorgeirssonar sjó- manns og Guðrúnar Kristjáns- dóttur húsmóður. Börn Jóns og Elísabetar eru Þor- geir, f. 5.10. 1955, arkitekt í Reykja- vík; Arnþór, f. 20.8. 1957, sellóleik- ari og formaður SÁÁ en börn hans eru Gunnar, Anna Elísabet, Hlín (móðir Nancy Gunnarsdóttir) og Kristín Amalía (móðir Agnes Krist- jónsdóttir); Guðrún Jóhanna, f. 1.5. 1966, tónlistarkennari en eig- inmaður hennar er Stig Rasmussen, verkfræðingur hjá Mannverk. Hálfsystkini Jóns, sammæðra: Jónína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1910, d. 19.9. 1919; Grettir Guðmundsson, f. 30.9. 1912, d. 11.10. 1967; Bragi Magnússon, f. 14.1. 1917, d. 24.4. 2001, lög- regluþjónn á Siglufirði; Magnús Kristján Magnússon, f. 22.2. 1919, d 13.3. 2012, starfsmaður FAO í Síle; Guðmundur Ásgeirsson, f. 24.9. 1920, d. 30.6. 1978, skrifari hjá Eim- skipafélagi Íslands í Reykjavík, og Kjartan Ásgeirsson, f. 8.6. 1922, d 15.10.1998, sjómaður í Garði; Hálfsystkini Jón samfeðra: Guð- mundur Skúlason, f. 22.7. 1921, d 25.6. 2005, trésmiður á Ísafirði, og Áslaug Skúladóttir, f. 1.8. 1924, d 20.1. 2003, sendiráðsfulltrúi í Stokk- hólmi.. Foreldrar Jóns voru Skúli Skúla- son, f. 10.7. 1888, d. 19.4. 1957, kaupmaður á Ísafirði, og Jóhanna Amalía Jónsdóttir, f. 7.10. 1885, d. 23.8. 1963, ljósmóðir. Í tilefni afmælisins hefur fjöldi tónlistarmanna ákveðið að halda tónleika og óperusýningar Jóni til heiðurs í októbermánuði. Flytj- endur eru vel þekktir tónlistarmenn en einnig nýir og spennandi ungir söngvarar. Upplýsingar um þessa afmælis- dagskrá birtust í Morgunblaðinu síðustu helgi, en dagskránni lýkur með Þrymskviðu 26. og 27. október kl. 20 í Norðurljósum í Hörpu. Þrymskviða var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd en hún var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1974. Jón hefur síðan endurunnið óperuna, bætt og breytt, og verður þessi nýja endurgerð nú frumflutt. Úr frændgarði Jóns Ásgeirssonar Þorsteinn Carlsson öve múrarameistari í Rvík L Agnes Löve píanóleikari og fv. skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar Agnes Veronika Jónsdóttir húsfreyja á Ísafirði Jón Ásgeirsson Þuríður Ívarsdóttir húsfreyja, frá Hokinsdal Ólafur Guðlaugsson b. á Laugabóli Benonía Ólafsdóttir í Tjaldanesi Jóhanna Amalía Jónsdóttir ljósmóðir á Ísafirði Ólöf Jóhanna Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Rvík Guðmundur Ágústsson lögm. og fv. alþm. Ólafía Ragna Ólafsdóttir húsfreyja á Krumshólum í Borgarfirði Ólafur Ólafsson bókbindari í Rvík Ólafur Ólafsson b. á Leirum undirAustur- Eyjafjöllum Sigurlaug Ólafsdóttir Hólm húsfreyja í Rvík Ólafur Hólm kennari Friðbjörn Hólm kennari Árni Hólm dr. í uppeldisfræði Leó Löve hrl. í Rvík Þóra Guðmunda Jónsdóttir húsfreyja á Ísafirði Guðmundur Löve kennari og skrifstofumaður í Rvík Þráinn Löve aðstoðarrektor KHÍ Salvör Oddsdóttir húsfreyja í Elliðaey Sigurður Gíslason b. í Elliðaey Ragnhildur Sigurðardóttir húsfreyja á Ísafirði Skúli Kristján Eiríksson úrsmiður á Ísafirði Rúnhildur Runólfsdóttir húsfreyja á Brúnum Eiríkur Ólafsson á Brúnum, mormónatrúboði Skúli Kristinn Skúlason kaupm. og úrsmiður á Ísafirði Jón Þórðarson b. á Horni í Mosdal og dýralæknir á Ísafirði Guðríður Þorvaldsdóttir húsfr. á Kistufelli, bróðurdóttir Jóns, langafa Jóns Björnssonar kaupm. í Borgarnesi, föður Selmu listfræðings, af Deildartunguætt og ætt sr. Snorra á Húsafelli Þórður Jónsson b. á Kistufelli ÍSLENDINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Sigurður Demetz Franzsonfæddist í St. Ulrik í Grödendalí Suður-Týról, á landamærum Austurríkis og Ítalíu, 11.10. 1912, sonur hjónanna Franz og Mariu De- metz. Hann var skírður Vincenz og kenndur við bæinn Four en tók upp íslenskt nafn er hann settist hér að. Sigurður stundaði söngnám vetrarlangt í Padova á Ítalíu og var í læri hjá Vincenzo Pintorno, nafntog- uðum flautuleikara og hljómsveitar- stjóra. Berklaveiki og hörmungar stríðsins hömluðu mjög söngferli hans, en þó þáði hann vegtyllur af heimsþekktum hljómsveitarstjórum eins og Karajan og Böhm og söng við ýmis virtustu óperuhús Evrópu, svo sem í Zürich, Bern og Barcelona, og við Scala-óperuna, fyrst 1949. Sigurður kom til Íslands 1955, kenndi hér söng og ílengdist hér á landi. Hann sinnti söngkennslu og kórstjórn í Reykjavík, Keflavík, á Akureyri og víðar, söng í óperum og á fjölda tónleika hér á landi og í Rík- isútvarpinu. Meðal íslenskra óperusöngvara sem stunduðu nám hjá Sigurði má nefna Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson, Guðjón Óskarsson, Erling Vigfússon, Jón Sigurbjörns- son, Kolbein Ketilsson og Guðbjörn Guðbjörnsson. Jafnframt var hann vinsæll fararstjóri um árabil fyrir fjölda útlendinga í kynnisferðum um landið. Sigurður Demetz var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu söng- menntunar á Íslandi, riddarakrossi ítalska ríkisins og kjörinn heiðurs- borgari í fæðingarbæ sínum. Hann var verndari Nýja söngskólans – Hjartansmáls. Sigurður Demetz kvæntist Þór- eyju Sigríði Þórðardóttur árið 1960, en hún lést árið 1992. Systkini Sigurðar Demetz, öll yngri, eru Ulrike, læknisfrú, Ivo, for- stjóri, Franz, listamaður, og Gian- carlo, húsvörður, sem er látinn. Ævisaga Sigurðar kom út árið 1995. Sigurður lést 7.4. 2006. Merkir Íslendingar Sigurður Demetz Franzson 95 ára Bjarnheiður S. Þórarinsdóttir 90 ára Svava Gunnlaugsdóttir 85 ára Ester Úranía Friðþjófsdóttir Fjóla Jóhannsdóttir Guðbjörg S. Ögmundsdóttir Guðborg Aðalsteinsdóttir Hjördís Guðbjartsdóttir Stefán Þór Haraldsson 80 ára Ólafur Friðsteinsson Sigrún Ingólfsdóttir Svavar Berg Magnússon Þorgrímur Eiríksson 75 ára Birgir Rafn Jónsson Bjarni Björnsson Jóhanna Sigtryggsdóttir Jóna H. Valdimarsdóttir Sigrún G. Stefánsdóttir 70 ára Agnar Kristjánsson Danelíus Sigurðsson Guðjón Ingvi Jónsson Jóhannes Georgsson Jón G. Hermannsson Sigríður Árnadóttir Sigurður B. Ringsted 60 ára Andrés Narfi Andrésson Bryndís Petra Bragadóttir Ester Eggertsdóttir Guðbjörg Eggertsdóttir Guðlaug Brynja Hjaltadóttir Heiðrún Hafsteinsdóttir Jónína D. Ásgeirsdóttir Katrina Downs-Rose Katrín Ingadóttir Magnús Bragason Óskar Vignir Bjarnason Rósa Finnbogadóttir Snæbjörn Sigurðsson Tómas Pham Unnar Már Sumarliðason Þorgeir S. Kristinsson 50 ára Aðalsteinn Þorláksson Alex Júníus Stefánsson Ásta Þórarinsdóttir Guðrún Gyða Ólafsdóttir Halla Tómasdóttir Haukur Halldór Barkarson John Hillary George Lloyd Þórhallur Björgvinsson 40 ára Anna S. Sigurðardóttir Arnar Þór Gíslason Florica Vasilache Gígja Jónsdóttir Guðrún S. Þorvarðardóttir Gyða Björg Jóhannsdóttir Harpa Dröfn Georgsdóttir Heiðrún Högnadóttir Hjalti Baldursson Ingibjörn Pétursson Ívar Þór Erlendsson María Gomez Ragnar Helgi Ragnarsson Rut Friðriksdóttir Tryggvi Jóhannesson Urszula Sutkowska 30 ára Adam Örn Óskarsson Andri Davíð Pétursson Anna J. Guðjónsdóttir Emilia Andreea Enache Fannar Óli Ólafsson Halla Logadóttir Huldís Ósk Hannesdóttir Johanne K.K. Skjönhaug Rakel Lilja Halldórsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Valdimar býr í Reykjvavík, lauk prófum í markaðsfræði og verk- efnastjórnun frá HR og er sérfræðingur hjá Borgun. Maki: Elsa Mjöll Berg- steinsdóttir, f. 1991, hug- búnaðarverkfræðingur hjá Gangverki. Foreldrar: Jóhann Páll Valdimarsson, f. 1952, fv. bókaútgefandi, og Guðrún Sigfúsdóttir, f. 1953, rit- stjóri. Þau eru búsett í Reykjavík. Valdimar Jóhannsson 30 ára Kristrún ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MA-prófi frá HÍ og er rekstrarstjóri hjá Hug- smiðjunni. Maki: Haukur Elís Sigfús- son, f. 1991, sjúkraflutn- ingamaður. Foreldrar: Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 1954, starfs- maður hjá Íslandsbanka, og Kristinn Halldórsson, f. 1955, deildarstjóri hjá Eimskip. Þau eru búsett í Reykjavík. Kristrún Kristinsdóttir 30 ára Pétur Orri ólst upp á Akureyri, býr í Mos- fellsbæ, lauk sveinsprófi í vélfræði og starfar hjá ál- verinu Rio Tinto. Maki: Erla Guðmunds- dóttir, f. 1992, skólaliði í Mosfellsbæ. Börn: Hólmfríður Katrín, f. 2011, og Huginn, f. 2014. Foreldrar: Hólmfríður Pétursdóttir, f. 1964, og Tryggvi Pálmason, f. 1960, d. 2016, sjómaður. Pétur Orri Tryggvason Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði SPORT- HALDARI frá Panache • Einstök verðlaunahönnun • Hámarks stuðningur • Minnkar hreyfingu brjósta um 83% • Ath! Einnig fáanlegur í svörtu Nýr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.