Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 76
Abstrakt Verk eftir Nínu Tryggvadótt- ur sem boðið verður upp í Gallerí Fold. Meðal verka á 112. uppboði Gall- erís Foldar verður sérstaklega gott úrval abstraktverka eftir Nínu Tryggvadóttur og Guð- mundu Andrésdóttur, ásamt þrem- ur verkum eftir Þorvald Skúlason og nokkrum eftir Valtý Pétursson og Karl Kvaran. Einnig verða boð- in upp verk eftir Kjartan Guð- jónsson, Jóhannes Jóhannsson og Jón Engilberts. Uppboðið verður haldið kl. 18 mánudaginn 15. októ- ber, en verkin verða forsýnd í dag og næstu daga á afgreiðslutíma gallerísins og til kl. 17 uppboðs- daginn. Af öðrum uppboðsverkum má nefna olíumálverk eftir Jóhann Briem af stúlku, en afar sjaldgæft er að slíkt verk komi í sölu, og fimm önnur verk sem listamað- urinn vann á pappír. Á uppboðinu verða líka fágæt verk eftir Hörð Ágústsson og Jón Engilberts af fólki í lautarferð, uppstilling eftir Kristínu Jónsdóttur og fantasíu- landslag eftir Jóhannes S. Kjarval. Boðin verða upp fjölmörg verk eftir starfandi listamenn, t.d. akr- ýlmálverk eftir Tryggva Ólafsson, þrjú málverk eftir Tolla og stórt olíuverk eftir Helga Þorgils Friðjónsson, sem sýnt var í Norð- urbryggju í Kaupmannahöfn árið 2008. Einnig verk eftir Jón B.K. Ransu, Hall Karl, Gunnellu og Línu Rut. Af erlendum höfundum má nefna vatnslitaverk úr Íslands- leiðangri sir George Stuarts Mac- kenzies auk verka eftir Picasso og Salvador Dalí. Hægt er að bjóða í verkin á staðnum, í gegnum síma og með forboðum. Abstrakt, uppstilling, landslags- fantasía og fólk í lautarferð á uppboði 76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Málþing í minningu Halldórs Her- mannssonar, bókavarðar Fiske- safns við Cornell-háskóla í Banda- ríkjunum, verður haldið í fyrir- lestrarsal Þjóðarbókhlöðu tvo daga í röð, í dag og á morgun. Yf- irskrift málþingsins er Bókfræði, norræn fræði og menning og er það haldið í tilefni 200 ára afmæl- is Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns í samstarfi við The Fiske Icelandic Collection við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum og bandaríska sendiráðið. Halldór (1878-1958) var einn af okkar helstu og afkastamestu bók- fræðingum, segir í tilkynningu. Skrá hans um rit Fiskesafns var notuð sem bókaskrá margra ís- lenskra safna og ritaskrár hans sem birtust í Islandica-ritröðinni eru grundvallarrit í rannsóknum í norrænum fræðum. Málþingið hefst kl. 13 í dag með málstofu um Halldór, Fiskesafnið og norræn fræði vestanhafs. Á morgun hefst dagskráin kl. 10 með málstofu um verkefni bókasafna og hand- ritasafna. Dagskrá málþingsins í heild er á vefsíðu Landsbókasafns Íslands og Facebook. Málþing í minningu bókavarðar Bókfræðingur Halldór Hermannsson var afkastamikill bókfræðingur. Helgi Rafn Ingvarsson tónskáld leiðir söngsmiðju fyrir krakka í Salnum í Kópavogi kl. 12.30 til 15 á laugardaginn. Smiðjan er ætluð átta ára börnum og eldri. Unnið verður með fjögur ættjarðarlög sem munu mynda bræðing. Nýtt kórverk verður til en laglínum úr lögunum verður blandað saman í skemmtilega pólífóníu. Til að auka á áhrifamátt tónlistarinnar verður píanóleikari Helga Rafni til stuðn- ings. Tuttugu og fimm krakkar geta tekið þátt í söngsmiðjunni og þurfa þeir ekki að hafa neinn grunn í tón- list. Söngsmiðjan er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi og í tilefni af fullveldisafmæli Íslands. Skráning fer fram á netfanginu menningarhusin@kopavogur.is. Ættjarðarbræðingur í söngsmiðju Tónskáld Helgi Rafn Ingvarsson. Hrafnaklukkur er ellefta ljóðabók Kristians Guttesen og verður út- gáfu hennar fagnað kl. 17 í dag í Eymundsson, Austurstræti. Bókin skiptist í þrjá kafla, sem nefnast Mennska, Andi og Sjálf. Fyrir höfundi vakir m.a. að kryfja spurningar eins og: „Hvað er að vera sjálf?“ Ekki er um fræðilega úttekt að ræða heldur frásögn af eigin reynslu skáldsins. Í útgáfuhófið mætir tónlistar- maðurinn Teitur Magnússon og flytur nokkur vel valin lög af nýút- kominni plötu sinni, Ornu, sem einnig er til sölu á staðnum. Þá verður hægt að kaupa miða á tón- leika Teits, 12. október í Iðnó, í til- efni af útgáfu plötunnar. Hrafnaklukkum Kristians fagnað í dag Listamenn Kristian Guttesen skáld og Teitur Magnússon tónlistarmaður. Utøya 22. júlí Morgunblaðið bbbbn Metacritic 75/100 IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 22 JULY Metacritic 74/100 IMDb 6,2/10 Bíó Paradís 17.20 Bráðum verður bylting! Bíó Paradís 20.00 Happy as Lazzaro Metacritic 82/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.00 Sorry to Bother You Metacritic 81/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Sunset Metacritic 71/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 17.20 Touch Me Not Metacritic 68/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 22.00 Johnny English Strikes Again Metacritic 35/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.00 Sambíóin Álfabakka 17.30, 18.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.15 Smárabíó 17.30, 19.30, 20.20, 21.40, 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30, 22.15 A Star Is Born 12 Metacritic 87/100 IMDb 8,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 19.30, 20.30, 22.10, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 21.00, 22.15 Sambíóin Akureyri 19.40, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.30, 21.30 Peppermint 16 Metacritic 29/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 22.15 Loving Pablo 16 Metacritic 42/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.40 The Nun 16 Metacritic 46/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.50 The House with a Clock in Its Walls Metacritic 57/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20 Sambíóin Akureyri 17.40 The Predator 16 Metacritic 49/100 IMDb 6,1/10 Smárabíó 22.50 Háskólabíó 20.30 Mission: Impossible - Fallout 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 22.15 Venom Metacritic 35/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 22.00 Mamma Mia! Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50 Mæja býfluga Smárabíó 15.00 Össi Smárabíó 15.20 Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Metacritic 54/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 17.20 A Simple Favor 12 Smárabíó 22.30 Háskólabíó 21.10 Kona fer í stríð Morgunblaðið bbbbb Metacritic 81/100 IMDb 7,7/10 Háskólabíó 18.10 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 17.00, 22.25 Smárabíó 16.20, 17.15, 19.50, 22.10 Háskólabíó 17.50, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30 Lof mér að falla 14 Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir sög- ur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagnakenndri dýrategund, manninum Percy. Metacritic 58/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 16.45, 18.50 Sambíóin Akureyri 17.20 Háskólabíó 18.20 Night School 12 Hópur vandræðagemlinga er neyddur til að fara í kvöldskóla í þeirri von að þeir nái prófum og klári menntaskóla. Metacritic 43/100 IMDb 5,5/10 Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.