Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 77

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Óvenjumörg leikrit þetta leik-árið taka útgangspunkt íendalokunum þar sem lífiðer ýmist skoðað út frá dauð- anum eða dauðinn út frá lífinu. Með breyttri samfélagsgerð hefur dauðinn að stórum hluta horfið úr hinu daglega lífi og einangrast að mestu við heil- brigðis- og umönnunarstofnanir. Um leið og dauðinn verður fjarlægur og lít- ið ræddur er ákveðin hætta á því að hann verði fyrir vikið ógnvænlegri. En frá því við fæðumst eigum við aðeins eitt sameiginlegt og það er vissan um að við munum öll deyja. Þess vegna er svo nauðsynlegt að geta rætt það sem bíður okkar allra. Dauðleikinn er áberandi í ein- leiknum Griðastaður eftir Matthías Tryggva Haraldsson sem tekinn var til sýningar í Tjarnarbíói um liðna helgi. Verkið, í leikstjórn höfundar, var út- skriftarverkefni Matthíasar Tryggva frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands í vor sem leið, en fór þá fram- hjá rýni. Stjórnendur Tjarnarbíós eiga því þakkir skildar fyrir að veita Griða- stað framhaldslíf á fjölum sínum enda á verkið fullt erindi við almenning. Leikurinn fjallar um Lárus sem finnur sér griðastað í húsakynnum sænska húsgagnarisans IKEA þegar móðir hans deyr eftir langvinn veik- indi. Í hans huga er IKEA griðastaður, því þar er dauðleikinn eins uppstilltur og uppstillt baðherbergi. Umgjörð sýningarinnar vísar með skemmti- legum hætti í fagurfræði IKEA. Hvít- um Billy-hillum er raðað skáhallt eftir sviðinu, sem gefa góða tilfinningu fyrir gríðarlegum vegalengdum innan verslunarinnar, og gráum Nockeby- sófa er haganlega komið fyrir á svið- inu. Í sófanum leynist aðeins einn gul- ur koddi sem í samspili við bláan fatn- að Lárusar kallast á við sænsku fánalitina og einkennisliti IKEA. Speglar og tímaglös eru áberandi í leikmyndinni sem minna okkur ekki aðeins á dauðleikann heldur einnig á þá birtingarmynd sem við kjósum að draga upp af okkur sjálfum gagnvart öðrum og þá brotakenndu sjálfsmynd sem aðalpersónan glímir við. Því það er ekki aðeins dauðleikinn sem svífur yfir vötnum í einleik Mattthíasar Tryggva heldur nær hann með meistaralegum og hárbeittum hætti að fanga tilvistarkrísu Vestur- landabúans sem knúin er áfram af endalausu samviskubiti yfir eigin vist- spori. Samviskubit sem kallar á neyslu „fairtrade“ eða sanngirnisvottaðs súkkulaðis, notkun svansmerktra vara, rafmagnsbíl, minni kjötneyslu og flokkun rusls. Á sama tíma erum við drifin áfram af neysluhyggju sem með- al annars birtist í fjöldaframleiddum vörum sem við viljum helst kaupa með sem mestum afslætti. Eina leiðin til að losna undan samviskubitinu er að kaupa ekkert og minnka þar með só- unina. Innst inni vitum við sennilega flest að dótið sem við keppumst við að eignast veitir okkur ekki lífsfyllingu í reynd. Í uppfærslunni er tómleiki Lár- usar hins vegar undirstrikaður með tómum hillum. Á sama tíma vekur verkið áhorfendur til umhugsunar um hvað við ætlum að skilja eftir okkur hér á jörðinni þegar við kveðjum. Þrátt fyrir þungan undirtón mat- reiðir Matthías Tryggvi innihaldið með vænum skammti af húmor þannig að sýningin sveiflast milli hins harmræma og kómíska. Textinn er marglaga og býður upp á draumkenndar senur þar sem tilfinningum aðalpersónunnar er miðlað með táknrænum hætti. Leikstjórinn hefði ekki getað valið sér betri leikara í hlutverk Lárusar en Jörund Ragnarsson sem nær að fanga blæbrigði persónunnar. Lítið hefur sést til Jörundar á íslensku leiksviði síðan hann lauk framhaldsnámi vest- anhafs fyrir tveimur árum sem er synd því hann hefur einstaklega góða sviðs- nærveru þar sem allt sem hann gerir og segir verður satt. Þegar áhorfendur gengu í salinn var Jörundur, í hlut- verki Lárusar, að yfirfara sviðsmynd- ina tautandi ávarp með sjálfum sér sem hann hugðist flytja viðstöddum. Smám saman varð tautið skýrara og hann rann inn í frásögnina með full- komlega eðlilegum hætti. Texta- meðferð Jörundar og kómísk tíma- setning sem og tempó- og styrkleika- breytingar voru svo vel útfærðar að unun var að fylgjast með. Það væri óskandi að leikhúsgestir fengju að sjá meira til Jörundar á næstunni. Matthías Tryggvi hefur verið virkur við handritaskrif og þýðingar á síðustu misserum, en þreytir í Griðastað frum- raun sína sem leikstjóri í atvinnuleik- húsi. Hann nýtir leikrýmið vel og tekst í samspili við flotta lýsingu Egils Ingi- bergssonar og Hafliða Emils Barða- sonar að undirstrika dýnamík verks- ins. Tónlist Ingibjargar Ýrar Skarp- héðinsdóttur var spennandi og studdi oftast vel við framvinduna. Á köflum varð undirliggjandi hljóðteppið hins vegar of hávært á kostað textaflutn- ingsins, sem var miður. Eftir stendur að Griðastaður er spennandi upp- færsla frá ungum höfundi með ferska rödd og leikstjóra sem gaman verður að fylgjast með í framhaldinu. Við munum öll deyja Tjarnarbíó Griðastaður bbbbn Eftir Matthías Tryggva Haraldsson í leikstjórn höfundar. Dramatúrgar: Eydís Rose Vilmundardóttir og Jökull Smári Jakobsson. Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarp- héðinsdóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson og Hafliði Emil Barðason. Leikmynd og búningar: Allir deyja leikfélag. Leikari: Jörundur Ragnarsson. Allir deyja leik- félag frumsýndi í Tjarnarbíói laugardag- inn 6. október 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Ferskur „Griðastaður er spennandi uppfærsla frá ungum höfundi með ferska rödd og leikstjóra sem gaman verður að fylgjast með í framhaldinu.“ Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími: 588 8000 • slippfelagid.is ICQC 2018-20 Fyrsti þátturinn í nýrri syrpu BBC um geimveruna Doctor Who var frumsýndur á sunnudaginn og í fyrsta sinn fer kona með hlutverk doktorsins, leikkonan Jodie Whitta- ker. Hefur áhorf á Doctor Who-þátt ekki verið meira í 13 ár, að því er fram kemur á vef enska dagblaðs- ins Telegraph. Um níu milljónir manna horfðu á þáttinn, skv. frétt blaðsins, en fyrra met er þó 9,9 milljónir, frá árinu 2005. Um níu milljónir horfðu á Doctor Who Vinsælir Þættirnir um Doctor Who hófu göngu sína árið 1963. Hér sést nýjasti dokt- orinn, Jodie Whittaker, og jafnframt fyrsta konan sem fer með hlutverkið. Útgáfuhóf bók- arinnar We are Here, eftir Detel Aurand, fer fram í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu í kvöld kl. 20. Í til- efni útgáfunnar ræðir Claudia Hausfeld við Aurand um verk hennar og Unnur Jökulsdóttir les upp úr bókinni. Í tengslum við útgáfuna má einnig sjá örsýningu á verkum Aurand í anddyri Nýlistasafnsins fram til 16. október. „Bókin spannar verk unn- in í ýmsa miðla frá síðustu tuttugu árum, ljósmyndir frá persónulegu safni listamannsins sem og sjálfs- ævisögulegan texta um fjar- samband hennar og maka hennar, Jóns Sigurgeirssonar (1909-2003), sem þau áttu í á milli Íslands og Berlínar. Eins og titillinn gefur til kynna hverfist We are Here um tímaskynið,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Aurand býr og starfar sem teiknari, myndlistarmaður, skúlp- túristi, rithöfundur og kvikmynda- gerðarmaður í Berlín. Bókaútgáfa og örsýning í Nýló Verk eftir Aurand. „„Andmæli gegn Wagner“: Jón Leifs og endur- heimt norræns menningararfs“ nefnist erindi sem Árni Heimir Ingólfsson flytur á vegum Wagnerfélagsins á Íslandi í Hann- esarholti á laug- ardag kl. 13.30. Þar fjallar Árni Heimir um áhrif Wagners á Jón Leifs, tónsköpun hans og hug- myndafræði. „Árni Heimir er tón- listarfræðingur og listrænn ráð- gjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina og bóka um tónlist, m.a. ævisögu Jóns Leifs, sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009 og kemur út í Bandaríkjunum á næsta ári undir heitinu Jón Leifs and the Musical Invention of Iceland,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Fjallar um áhrif Wagners á Jón Leifs Árni Heimir Ingólfsson Aðeins sólar- hring eftir að Taylor Swift hvatti banda- ríska aðdáendur sína á Instagram til að skrá sig á kjörskrá þar í landi höfðu yfir 65 þúsund manns skráð sig. „Til samanburðar höfðu aðeins 190.178 skráð sig í september öllum og 56.669 í ágúst,“ segir Kamari Gut- hrie, upplýsingastjóri Vote.org, í samtali við Buzzfeed News. Sé kjör- skráin í Tennessee skoðuð, sem er heimaríki Swift, má sjá að 2.144 af þeim 5.183 sem skráðu sig í október gerðu það eftir áskorun Swift. Kjósendur virðast svara kalli Swift Taylor Swift

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.