Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Atvinnuleysi á Íslandi mældist 2,9%
í seinasta mánuði samkvæmt vinnu-
markaðskönnun Hagstofunnar en þá
voru um sex þúsund manns án vinnu
og í atvinnuleit. Þetta er umtalsverð
fækkun frá októbermánuði í fyrra
þegar um 7.400 voru atvinnulausir
og atvinnuleysið mældist 3,7% af
vinnuafli í landinu.
,,Samanburður mælinga fyrir
október 2017 og 2018 sýnir að vinnu-
aflið jókst um 3.900 manns, en hlut-
fall þess af mannfjölda lækkaði um
0,6 prósentustig. Starfandi fólki
fjölgaði um 5.200 manns en hlutfall
starfandi af mannfjölda var ná-
kvæmlega það sama,“ segir í um-
fjöllun Hagstofunnar um niðurstöð-
urnar.
Mikil fólksfjölgun hefur átt sér
stað á þessu eina ári eða um rúmlega
sjö þúsund manns. Voru alls 47.300
utan vinnumarkaðar í október síðast
liðnum sem er aukning um 2.800 frá
því í október 2017 þegar þeir voru
44.500.
Atvinnuleysi getur sveiflast tölu-
vert eftir árstíðum og þegar Hag-
stofan notar útreikninga til að leið-
rétta niðurstöðurnar að teknu tilliti
til áhrifa árstíðasveiflu kemur í ljós
að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var
öllu meira eða 3,1% í október sl. sem
er aukning um 1,3 prósentustig frá
því í september.
Atvinnuleysi í október
mælist á bilinu 2,9 til 3,1%
Morgunblaðið/Eggert
Byggingaframkvæmdir 204.700 manns voru á vinnumarkaði í október sl.
5.200 fleiri við
störf en í fyrra
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er full ástæða til að fylgjast
áfram með þróun mála meðan á
þessum framkvæmdum stendur og
sjá hvernig kerfið mun verða í fram-
haldinu. Það er ekki búið að ganga
frá þessum svæðum og of snemmt að
segja til um endanleg áhrif á þeim,“
segir Sveinn Óli Pálmarsson, um-
hverfis- og vatnsauðlindaverkfræð-
ingur hjá Vatnsafli.
Sveinn Óli kom á fund skipulags-
og samgönguráðs Reykjavíkurborg-
ar á miðvikudag og greindi frá rann-
sóknum á vatnafari á Vatnsmýrar-
svæðinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Miðflokks í ráðinu höfðu óskað
eftir kynningu á því hvaða áhrif enn
frekari þétting byggðar í Vatnsmýri
gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykja-
víkurtjörn.
Sveinn Óli segir í samtali við
Morgunblaðið að það sé yfirlýst
markmið borgarinnar að viðhalda
tjarnarkerfinu í Vatnsmýri. Um-
rædd rannsókn sé í samræmi við þau
markmið en hún hefur staðið yfir frá
því árið 2014. Eins og kunnugt er
hefur mikil uppbygging átt sér stað í
Vatnsmýri undanfarin ár. Þar hafa
risið hús Íslenskrar erfðagreiningar,
Askja og Stúdentagarðar auk húss
Alvogen. Þá standa nú yfir miklar
framkvæmdir á Hlíðarendalandinu.
„Þessi rannsókn heldur áfram.
Það sem vinnan gengur meðal ann-
ars út á er að vakta og greina hvort
einhver áhrif verða og hvort bregð-
ast þurfi við. Á þessu stigi liggur sú
niðurstaða ekki fyrir,“ segir Sveinn
Óli.
Missir forystuhlutverkið
Í bókun fulltrúa Miðflokksins,
Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins
segir að Vatnsmýrin eigi sér stað í
hjarta Reykvíkinga og að af kynn-
ingunni að dæmi virðist óafturkræf-
ar byggingarframkvæmdir á svæð-
inu hafa mikil áhrif á vatnsbúskap
Vatnsmýrarinnar. „Það er mikið
ábyrgðarleysi hjá borgaryfirvöldum
hvað varðar umhverfi að leyfa upp-
byggingu á þessu svæði, sérstaklega
í ljósi þess að stefna stjórnvalda er
að viðhalda og hreyfa ekki við mýr-
um og öðru votlendi. Meðan önnur
sveitarfélög undirbúa aðgerðir við að
moka ofan í skurði á mýrarsvæðum
þá mokar Reykjavíkurborg upp
Vatnsmýrina með ómældum áhrifum
á losun gróðurhúsalofttegunda.
Staðbundin áhrif eru komin fram á
Hlíðarenda. Lýsum við þungum
áhyggjum af ástandinu og þróuninni
á svæðinu sem sannar að Reykjavík-
urborg hefur misst forystuhlutverk
sitt í umhverfismálum,“ segir í bók-
uninni.
Í bókun meirihlutans segir að í
deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins
sé gert ráð fyrir vöktun vatns-
strauma á svæðinu. Með vöktuninni
megi bregðast við hugsanlega nei-
kvæðum áhrifum á vatnafar með
skjótum hætti.
Morgunblaðið/Hari
Vatnsmýri Rannsóknir á vatnafari hafa staðið yfir á svæðinu síðan 2014. Myndin var tekin á hreinsunardegi í vor.
Lýsa áhyggjum af
þróun í Vatnsmýri
Borgarfulltrúar telja að framkvæmdir hafi áhrif á vatnsbúskap
Sérfræðingar fylgjast með þróun mála og vatnafari
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
SVARTUR FÖSTUDAGUR
30%afsláttur
Gildir í dag 10-18 og
Laugardag 10-16
af völdummerkjum
APANAGE
DRANELLA
ELINETTE
TUZZI
ZEITLOS
BY LUANA
Str.
38-58
BLACK FRIDAY tilboð
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Ze-Ze og Zhenzi
peysukápa st. 38-56
Verð áður kr. 8.990
Tilboð kr. 4.495
Ze-Ze og Zhenzi peysa
stærðir 38-56
Verð áður kr. 7.990
Tilboð kr. 3.995
Zhenzi blússa
stærðir 42-56
Verð áður kr. 5.990
Tilboð kr. 4.193
Ivy Beu kjóll,
stærðir 38-48
Verð áður kr. 6.990
Tilboð kr. 4.893
Opið virka daga 11-18
Laugardag 11-16
Sunnudag 13-16 Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
grillbudin.is
af öllum vörum
föstudag, laugardag og sunnudag
Grill, jólaljós, svalahitarar
útiljós, aukahlutir, reykofnar,
yfirbreiðslur, garðhúsgögn,
kjöthitamælar, ljós á grill,
reykbox, varahlutir o.fl. o.fl.
30%
afsláttur