Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Atvinnuleysi á Íslandi mældist 2,9% í seinasta mánuði samkvæmt vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar en þá voru um sex þúsund manns án vinnu og í atvinnuleit. Þetta er umtalsverð fækkun frá októbermánuði í fyrra þegar um 7.400 voru atvinnulausir og atvinnuleysið mældist 3,7% af vinnuafli í landinu. ,,Samanburður mælinga fyrir október 2017 og 2018 sýnir að vinnu- aflið jókst um 3.900 manns, en hlut- fall þess af mannfjölda lækkaði um 0,6 prósentustig. Starfandi fólki fjölgaði um 5.200 manns en hlutfall starfandi af mannfjölda var ná- kvæmlega það sama,“ segir í um- fjöllun Hagstofunnar um niðurstöð- urnar. Mikil fólksfjölgun hefur átt sér stað á þessu eina ári eða um rúmlega sjö þúsund manns. Voru alls 47.300 utan vinnumarkaðar í október síðast liðnum sem er aukning um 2.800 frá því í október 2017 þegar þeir voru 44.500. Atvinnuleysi getur sveiflast tölu- vert eftir árstíðum og þegar Hag- stofan notar útreikninga til að leið- rétta niðurstöðurnar að teknu tilliti til áhrifa árstíðasveiflu kemur í ljós að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var öllu meira eða 3,1% í október sl. sem er aukning um 1,3 prósentustig frá því í september. Atvinnuleysi í október mælist á bilinu 2,9 til 3,1% Morgunblaðið/Eggert Byggingaframkvæmdir 204.700 manns voru á vinnumarkaði í október sl.  5.200 fleiri við störf en í fyrra Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er full ástæða til að fylgjast áfram með þróun mála meðan á þessum framkvæmdum stendur og sjá hvernig kerfið mun verða í fram- haldinu. Það er ekki búið að ganga frá þessum svæðum og of snemmt að segja til um endanleg áhrif á þeim,“ segir Sveinn Óli Pálmarsson, um- hverfis- og vatnsauðlindaverkfræð- ingur hjá Vatnsafli. Sveinn Óli kom á fund skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborg- ar á miðvikudag og greindi frá rann- sóknum á vatnafari á Vatnsmýrar- svæðinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ráðinu höfðu óskað eftir kynningu á því hvaða áhrif enn frekari þétting byggðar í Vatnsmýri gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykja- víkurtjörn. Sveinn Óli segir í samtali við Morgunblaðið að það sé yfirlýst markmið borgarinnar að viðhalda tjarnarkerfinu í Vatnsmýri. Um- rædd rannsókn sé í samræmi við þau markmið en hún hefur staðið yfir frá því árið 2014. Eins og kunnugt er hefur mikil uppbygging átt sér stað í Vatnsmýri undanfarin ár. Þar hafa risið hús Íslenskrar erfðagreiningar, Askja og Stúdentagarðar auk húss Alvogen. Þá standa nú yfir miklar framkvæmdir á Hlíðarendalandinu. „Þessi rannsókn heldur áfram. Það sem vinnan gengur meðal ann- ars út á er að vakta og greina hvort einhver áhrif verða og hvort bregð- ast þurfi við. Á þessu stigi liggur sú niðurstaða ekki fyrir,“ segir Sveinn Óli. Missir forystuhlutverkið Í bókun fulltrúa Miðflokksins, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins segir að Vatnsmýrin eigi sér stað í hjarta Reykvíkinga og að af kynn- ingunni að dæmi virðist óafturkræf- ar byggingarframkvæmdir á svæð- inu hafa mikil áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. „Það er mikið ábyrgðarleysi hjá borgaryfirvöldum hvað varðar umhverfi að leyfa upp- byggingu á þessu svæði, sérstaklega í ljósi þess að stefna stjórnvalda er að viðhalda og hreyfa ekki við mýr- um og öðru votlendi. Meðan önnur sveitarfélög undirbúa aðgerðir við að moka ofan í skurði á mýrarsvæðum þá mokar Reykjavíkurborg upp Vatnsmýrina með ómældum áhrifum á losun gróðurhúsalofttegunda. Staðbundin áhrif eru komin fram á Hlíðarenda. Lýsum við þungum áhyggjum af ástandinu og þróuninni á svæðinu sem sannar að Reykjavík- urborg hefur misst forystuhlutverk sitt í umhverfismálum,“ segir í bók- uninni. Í bókun meirihlutans segir að í deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins sé gert ráð fyrir vöktun vatns- strauma á svæðinu. Með vöktuninni megi bregðast við hugsanlega nei- kvæðum áhrifum á vatnafar með skjótum hætti. Morgunblaðið/Hari Vatnsmýri Rannsóknir á vatnafari hafa staðið yfir á svæðinu síðan 2014. Myndin var tekin á hreinsunardegi í vor. Lýsa áhyggjum af þróun í Vatnsmýri  Borgarfulltrúar telja að framkvæmdir hafi áhrif á vatnsbúskap  Sérfræðingar fylgjast með þróun mála og vatnafari Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is SVARTUR FÖSTUDAGUR 30%afsláttur Gildir í dag 10-18 og Laugardag 10-16 af völdummerkjum APANAGE DRANELLA ELINETTE TUZZI ZEITLOS BY LUANA Str. 38-58 BLACK FRIDAY tilboð Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Ze-Ze og Zhenzi peysukápa st. 38-56 Verð áður kr. 8.990 Tilboð kr. 4.495 Ze-Ze og Zhenzi peysa stærðir 38-56 Verð áður kr. 7.990 Tilboð kr. 3.995 Zhenzi blússa stærðir 42-56 Verð áður kr. 5.990 Tilboð kr. 4.193 Ivy Beu kjóll, stærðir 38-48 Verð áður kr. 6.990 Tilboð kr. 4.893 Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Sunnudag 13-16 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 grillbudin.is af öllum vörum föstudag, laugardag og sunnudag Grill, jólaljós, svalahitarar útiljós, aukahlutir, reykofnar, yfirbreiðslur, garðhúsgögn, kjöthitamælar, ljós á grill, reykbox, varahlutir o.fl. o.fl. 30% afsláttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.