Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 26

Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hafnar eru framkvæmdir við endur- bætur og stækkun á einu sögufræg- asta húsi Reykjavíkur, Hafnarstræti 18. Húsið er að stofni til frá árinu 1795 en byggt hefur verið við það margoft. Síðast voru þarna skemmti- staðurinn D10 (Dúfnahólar 10) og veitingastaðurinn Pizza Royal á jarð- hæðinni. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í september 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosar- innar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. Heimilað var aukið byggingamagn, sem felst í að lyfta núverandi húsi upp um 90 cm, byggja kjallara undir það og nýja viðbygg- ingu sunnan við húsið, kjallari og tvær hæðir. Húsið er nú 680 fermetr- ar en verður eftir breytinguna 1.020 fermetrar. Þá var einnig heimilað að rífa skúra á baklóðinni. Húsið sjálft er friðað, enda talið hafa mikið varð- veislugildi vegna menningarsögu og mikilvægis í götumynd. Skúrarnir eru ekki friðaðir. Suðurhús ehf. er eigandi hússins. Fyrirtækið mun sjálft annast endur- bætur og breytingar, en kostnaður við þær er áætlaður um 600 milljónir. Feðginin Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir, arkitektar hjá P ARK teiknistofu sf., hönnuðu breytingarn- ar. Ljúka á framkvæmdum við húsið haustið 2019. Margir hafa sýnt því áhuga að leigja í húsinu. Hús flutt á lóðina árið 1795 Hafnarstræti var heppileg versl- unargata. Bryggjur bæjarins voru þar hjá og kolum m.a. skipað þar á land. Í húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur frá 2006 er saga hússins Hafnarstræti 18 rakin. Chr. A. Jacob- æus kaupmaður lét flytja hús á lóðina frá Keflavík árið 1795. Húsið sem hann flutti var einlyft og lét hann inn- rétta sölubúð í öðrum endanum en íbúð í hinum, eins og þá var siður. Jacobæus lét síðan flytja annað hús á lóðina frá Keflavík og reisti það rétt vestan við hitt húsið og var ekki nema örlítið bil á milli þeirra. Hann lét síð- an reisa nýtt hús þvert við vesturgafl- inn á þessu húsi og fram með Kola- sundi. P.C. Knudtzon kaupir húsin árið 1838. Samkvæmt virðingagjörð frá 1844 var verslunarhúsið grindarhús með múrsteinum í grind, klætt lista- súð og málað á norður- og austur- hliðum, en hinar hliðarnar tvær voru tjargaðar. Borðaþak var á húsinu. Auk verslunarhússins var pakkhús á lóðinni, Norðurpakkhúsið. Fyrir sunnan var salt- og kolageymsla. Sunnar á lóðinni var Suðurpakkhúsið og íbúðarhús frá 1818. Martin Smith kaupir árið 1852 búðina og Norðurpakkhúsið ásamt kola- og saltgeymsluhúsi sunnan við pakkhúsið. Íbúðarhúsið og Suður- pakkhúsið var selt Sigurði Melsted kennara 1854. Smith lét sameina sölubúðina og geymsluhúsið og setja síðan sameiginlegt þak á öll þrjú hús- in með kvistum. Smith reif gamla kolageymsluhúsið sunnan við búðina árið 1867 og byggði nýtt í staðinn. Ár- ið 1891 eignaðist B. Muus og Co. hús- in og var þá verslunin kölluð Nýhöfn. Ditlev Thomsen eignaðist húsið um aldamótin og lét hann endurbæta það árið 1904 og var það þá járnklætt. Breytt í tímanna rás Húsinu hefur verið breytt í tím- anna rás. Gluggar á neðri hæð hafa verið stækkaðir og dyrum breytt. Ár- ið 1924 var sett á það mansard þak og þakhæð hússins breytt og hún hækk- uð. Árið 1950 var sett viðarklæðning á neðri hæð hússins og gluggum breytt. Húsinu var enn breytt árið 1984 en þá var settur inngangur og gluggar á austurgafl hússins. Minjastofnun Íslands heimilaði niðurrif skúranna með þeim skil- yrðum að fornleifafræðingur hefði eftirlit með jarðraski og kæmu forn- leifar í ljós þyrfti að rannsaka þær áð- ur en framkvæmdir héldu áfram. Nokkrar ástæður eru taldar mæla með hækkun hússins. Það er áber- andi lægst í umhverfinu og myndi sóma sér mun betur ef því væri lyft. Hafnarstræti 16 er t.d. nokkuð hærra eða tvær hæðir og ris. Sögufrægt hús endurbyggt  Framkvæmdir eru hafnar við endurbætur og stækkun á Hafnarstræti 18  Húsið er að stofni til frá 1795 og þar voru þekktir kaupmenn með starfsemi  Varðveislugildi vegna menningarsögu Staðan í dag Iðnaðarmenn eru byrjaðir að vinna að endurbótum. Þeirra bíður mikið verk eins og sjá má. Húsið á að verða tilbúið haustið 2019. Tölvumynd/Onno ehf. Framtíðarútlit Svona mun húsið líta út að breytingum loknum. Ekki er víst að þessi litur verði á húsinu. Það var síðast rautt en þar áður ljósgrænt. Húsin við austasta hluta Hafnarstrætis hafa flest verið endurnýjuð á undanförnum árum sem og gatan sjálf. Þegar endurbyggingu Hafnarstrætis 18 lýkur á næsta ári verður þetta ein glæsilegasta gata Reykjavíkur. Húsið lengst til hægri á myndinni, Hafnarstræti 16, er að stofni til frá árinu 1824. Árið 1880 var það hækk- að um eina hæð þannig að það varð tvílyft með miðju- kvisti fram að götu eins og fólk þekkir það í dag. Húsið er í dag miðstöð myndlistarmanna. Svarta húsið fjærst, Hafnarstræti 20, var byggt 1977. Það stingur í stúf við önnur hús og væri til mikilla bóta að mála það ljósum litum eins og það var upphaflega. Vinstra megin, á lóð- unum Hafnarstræti 17-19, voru gömul og ónýt hús rif- in. Þeirra í stað byggði Suðurhús ehf. ný hús af miklum myndarbrag. Þar er m.a. að finna glæsihótel, Reykja- vík Konsúlat hótel og veitingastaðinn Gott. Morgunblaðið/sisi Verður ein glæsilegasta gata borgarinnar HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima Þú kemst á raforkunni einni saman í flestar ferðir með allt að 50 kílómetra drægni, eftir það tekur sparneytin bensínvélin við. Verð frá 4.560.000 kr. Til afhend ingar strax Eigum nokkra Audi A3 e-tron á einstöku tilboðsverði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.