Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Langar þig í ný gleraugu
BLACK
FRIDAY
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mannskæðasta slys íslenskrar flug-
sögu varð fyrir 40 árum þegar
Flugleiðaþotan Leifur Eiríksson,
TF-FLA, brotlenti í aðflugi að Kat-
unyake-flugvelli við Colombo á Sri
Lanka að kvöldi 15. nóvember
1978.
Flugvélin var í pílagrímaflugi og
að koma frá Jeddah í Sádi-Arabíu.
Millilent var á Sri Lanka áður en
haldið yrði áfram til Surabaya á
Jövu í Indónesíu.
Vélin var af gerðinni Douglas
DC-8 og um borð voru 249 indónes-
ískir pílagrímar og 13 Íslendingar,
þar af átta manna áhöfn, alls 262
manns. Í slysinu fórust 183, þar af
átta Íslendingar og 175 Indónesar.
Þetta var þá fjórða mesta flugslys
sögunnar.
Vont veður var á Sri Lanka þeg-
ar flugvélin kom þangað, þrumur
og eldingar og mikið vatnsveður.
Vélin fékk lendingarleyfi eftir að
hafa hringsólað nærri flugvellinum
um stund. Rétt áður en flugvélin
brotlenti var hreyflum hennar gefið
fullt afl. Svo kom mikill hvellur og
högg og flugvélin brotnaði í þrjá
hluta. Annar vængurinn rifnaði af
og eldur kviknaði þar sem flugvélin
kom niður í skógi, um tvo kílómetra
frá enda flugbrautarinnar, að því er
segir í bók Óttars Sveinssonar, Út-
kall, Leifur Eiríksson brotlendir
(Reykjavík, 2006).
Fimm Íslendingar komust af
Fimm Íslendingar lifðu flugslysið
af, misjafnlega mikið slasaðir. Þau
voru Harald Snæhólm, flugstjóri,
og flugfreyjurnar Jónína Sigmars-
dóttir, Kristín E. Kristleifsdóttir,
Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður
Vilhjálmsdóttir. Þau eru enn á lífi.
Íslendingarnir sem voru í áhöfn
þotunnar og fórust voru: Haukur
Hervinsson, 42 ára flugstjóri. Hann
lét eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Guðjón Rúnar Guðjónsson, 38 ára
flugmaður. Hann lét eftir sig eigin-
konu og þrjú börn. Ragnar Þor-
kelsson, 55 ára flugvélstjóri. Hann
lét eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Erna Haraldsdóttir, 38 ára flug-
freyja. Hún lét eftir sig eiginmann.
Sigurbjörg Sveinsdóttir, 37 ára
flugfreyja. Hún lét eftir sig eigin-
mann og eitt barn. Þrír Íslendingar
voru skráðir farþegar í þessari ferð
og fórust einnig. Þeir voru: Ásgeir
Pétursson, 48 ára yfirflugstjóri.
Hann lét eftir sig eiginkonu og þrjú
börn. Ólafur Axelsson, 47 ára deild-
arstjóri í flugdeild Flugleiða. Hann
lét eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Þórarinn Jónsson, 52 ára forstöðu-
maður flugdeildar. Hann lét eftir
sig eiginkonu og fjögur börn.
Þjóðin var harmi slegin
Slysið varð um klukkan 18.00 að
íslenskum tíma þann 15. nóvember
og fengu aðalstöðvar Flugleiða
fregnir af slysinu um klukkan 22.00
um kvöldið, að því er fram kom í
Morgunblaðinu. Ekki er ofsögum
sagt að þjóðin hafi verið harmi
slegin þegar fréttist af slysinu.
Fánar blöktu hvarvetna í hálfa
stöng og hugur landsmanna var hjá
aðstandendum þeirra sem fórust og
þeim sem af komust. Þeirra sem
létust var m.a. minnst á Alþingi og
aðstandendum sendar samúðar-
kveðjur.
Lík sjö Íslendinganna sem fórust
komu heim að kvöldi sunnudagsins
19. nóvember. Fjöldi fólks var þá
samankominn á Reykjavíkur-
flugvelli. Á meðal viðstaddra voru
ættingjar og vinir hinna látnu, for-
ystumenn Flugleiða, samgöngu-
ráðherra, ýmsir embættismenn og
fjöldi einkennisklæddra flugmanna
og flugfreyja. Lúðrasveit lék sorg-
arlög og var athöfnin alvöruþrung-
in og hátíðleg. Kisturnar voru
sveipaðar íslenska fánanum og var
þeim raðað upp við flugvélina.
Flugliðar báru kisturnar að líkbíl-
um sem óku þeim að Fossvogs-
kirkju þar sem haldin var minning-
arathöfn.
Íslendingarnir sem komust af úr
slysinu komi flestir heim 27. nóv-
ember.
Búnaður flugvallarins bilaður
Formleg rannsókn flugslyssins
var í höndum yfirvalda á Sri
Lanka. Íslensk og bandarísk flug-
málayfirvöld voru ekki sammála
niðurstöðu rannsóknarnefndar Sri
Lanka, að því er fram kemur á
Wikipedia.
Íslensk lofthæfiyfirvöld sendu
sérfræðinga út til Sri Lanka vegna
rannsóknar flugslyssins og gáfu
síðan út skýrslu um orsakir slyss-
ins sem nú er hægt að lesa á síðu
Rannsóknarnefndar samgöngu-
slysa (rnsa.is). Helsta orsök slyss-
ins var rakin til óstöðugs aðflugs-
hallageisla (ILS) sem olli því að
hann var skakkur eða boginn. Aðrir
meðvirkandi þættir voru að radar-
flugumferðarstjórinn hefði gefið
flugmönnunum rangar upplýsingar
um fjarlægð og hæð. Veðurað-
stæður voru slæmar og bæði með-
vindur og niðurstreymi til staðar í
lokaaðflugi. Þá hafi tilkynninga-
þjónusta til flugmannanna (NO-
TAM) verið ófullnægjandi.
Fram kemur í Útkallsbókinni að
tækjabúnaður flugvallarins hafi
verið í mjög slæmu ástandi og bil-
anir tíðar. Viðhald á blind-
aðflugstækjunum og ástand þeirra
hefði verið óviðunandi og aðflugs-
ljós vantaði. Íslensku rannsóknar-
mennirnir komust að því að flug-
menn hefðu kvartað yfir blind-
aðflugsbúnaði flugvalllarins bæði
fyrir og eftir flugslysið. Hvorki var
tilskilið eftirlit né heldur virkt
eftirlits- eða viðvörunarkerfi til
staðar á flugvellinum.
40 ár frá flugslysinu á Sri Lanka
Mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu var þá 4. stærsta flugslysið 183 fórust í slysinu, þar
af átta Íslendingar Fimm Íslendingar lifðu slysið af Bilaður flugleiðsögubúnaður á flugvellinum
Morgunblaðið/RAX
Sorg Athöfnin á Reykjavíkurflugvelli þegar kistur sjö þeirra sem fórust í flugslysinu komu heim var alvöruþrungin.
Starfsfólk Isavia fagnaði í gær níu
milljónasta farþeganum sem fór um
Keflavíkurflugvöll í ár. Í frétt frá
Isavia segir að hann hafi komið til
landsins frá Pittsburg í Bandaríkj-
unum með flugvél Wow Air. Hinir
heppnu eru Olive Ho frá Hong
Kong og Chun Liang Li frá Taívan.
Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli
í gærmorgun en héldu síðan áfram
för sinni til Kaupmannahafnar.
Þau voru leyst út með gjöfum frá
Bláa lóninu og veitingastaðnum
Hjá Höllu. Í frétt Isavia segir að
þau hafi verið afar ánægð með mót-
tökurnar við komuna til landsins,
sem hafi eðlilega komið þeim mjög
á óvart. Eftir Olive Ho er haft að
hún hafi einu sinni áður komið til
Íslands en muni sannarlega gera
sér ferð aftur hingað til lands.
Níu milljón farþegar hafa nú það
sem af er árinu farið í gegnum
Keflavíkurflugvöll og er það í
fyrsta sinn sem því takmarki er
náð. Þar er samtals um að ræða
komu-, brottfarar- og skipti-
farþega.
Flug Grétar Már Garðarsson, viðskiptastjóri, Gunnhildur Erla Vilbergs-
dóttir, deildarstjóri, Olive Ho, Chun Liang Li, Ólöf S. Lárusdóttir,
verkefnastjóri, og Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia.
Níu milljónasti
farþeginn í Leifsstöð
Aldrei fleiri farþegar um flugvöllinn