Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Útkoman er eitt en ferðalagið var annað,“ segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá RVK Brewing sem blandar sér í jólabjórflóðið í fyrsta sinn í ár. Þetta unga brugghús sendir frá sér jólabjórinn Eitthvað fallegt? sem er léttur ipa-bjór. Er hann væntanlegur í Vínbúðina öðrum hvorum megin við helgina. Valgeir segir í samtali við Morgun- blaðið að hann og aðrir aðstandendur brugghússins séu hæstánægðir með útkomuna en ýmislegt hafi gengið á við framleiðslu bjórsins. „Bjórinn er stórskemmtilegur en það var ekkert auðvelt að brugga hann. Við notuðum heilt jólatré í hverja suðu og gommu af mandar- ínum, sumar með negulnöglum í. Svo settum við loftkökur, vanilluhringi og piparkökur út í og lokahnykkurinn var ein dolla af Macintosh. Þetta eru ekta íslensk jól þarna sem leika ákveðið hlutverk í bakgrunninum.“ 20 bjórtegundir á hálfu ári RVK Brewing Co var stofnað á bjórdaginn í fyrra en framleiðsla hófst í maí á þessu ári. Brugghúsið er til húsa í bakhúsi í Skipholti 31 og þar er einnig rekin bruggstofa þar sem hægt er að setjast niður og bragða á því allra ferskasta af tönkum hússins hverju sinni. Valgeir segir að RVK Brewing hafi sent frá sér um 20 bjórtegundir frá því framleiðsla hófst. Þær eru seldar í bruggstofunni en margar hafa ratað í sölu á öðrum börum og veitingahúsum við góðan orðstír. „Eitthvað fallegt? verður fyrsta varan okkar í neytendaumbúðum og það verður gaman að sjá hver við- brögðin verða nú þegar fjölbreyttari hópur getur nálgast bjórinn. Við stefnum á að setja fleiri tegundir í sölu í Vínbúðunum í framtíðinni en það verður væntanlega bundið við þennan árstíðabundna bjór. Þess á milli höldum við áfram að gera nýjar tegundir sem seldar verða á krana. Á þessum markaði sem við keppum á þarf alltaf að vera eitthvað nýtt og spennandi í boði. Hinn almenni bjór- nörd drekkur sjaldnast sama bjórinn tvisvar.“ Kynna bjór í Danmörku Bjór RVK Brewing verður í fyrsta sinn fáanlegur utan landsteinanna í næstu viku. Þá ferðast Valgeir og Sigurður Pétur Snorrason, einn eig- enda brugghússins, til Kaupmanna- hafnar og kynna bjórinn Co&Co á hinum þekkta handverksbar Himme- riget á þriðjudaginn. Eins og frægt er orðið notuðu bruggararnir kanil- snúða frá bakaríinu Brauði & co. við gerð hans. „Þetta verður smáviðburður og við ætlum að taka líka með okkur hinn jólabjórinn, Ákaflega gaman þá. Við munum líka nýta ferðina í ýmislegt annað. Ég ætla að brugga með góð- um vinum mínum í Flying Couch- brugghúsinu og svo leggjum við von- andi grunninn að einhverju öðru fyr- ir framtíðina.“ Margt breyst á tíu árum Valgeir gekk til liðs við RVK Brewing í haust eftir að hafa starfað um árabil hjá Borg brugghúsi sem tilheyrir Ölgerðinni. Hann segir það vissulega viðbrigði að fara þaðan og í nýtt brugghús á markaði. „Hér er maður að framleiða mun minna magn hverju sinni svo það er auðveldara að gera tilraunir. En ég hef svosem prófað það áður að vera í litlu brugghúsi. Ég var í Ölvisholti þegar það byrjaði. Aðstæður á markaði í dag eru allt aðrar en þá; nú er markaður fyrir ýmsa bjórstíla. Hann var ekki fyrir hendi árið 2007 þegar við vorum að byrja í þessu. Og svo kom auðvitað hrunið líka.“ Tróð heilu jólatré í suðupottinn  RVK Brewing eitt af nýjum brugghúsum sem blanda sér í jólabjórflóðið  Finna má bragð af ekta íslenskum jólum í bjórnum  Reka bruggstofu í Skipholti  Gróska í gerð handverksbjóra hér Sala á jólabjór hófst í Vínbúðunum fyrir rúmri viku. Úrvalið hefur aldrei verið meira og áhugasamir geta valið úr rúmlega sextíu tegundum að þessu sinni. Salan fór af stað með lát- um og á fyrsta degi seldist 17,5% meira í ár en í fyrra. Að minnsta kosti ein tegund er þegar uppseld, Jólakisi frá Malbyggi. En hvaða jólabjór er bestur í ár? Því miður hefur enginn fjölmiðill tekið sig til og látið dómnefnd meta alla bjórana sem í boði eru en í grein á Vínótek.is er farið yfir um fjörutíu tegundir. Sex manns smökkuðu bjórana blint og gáfu þeim einkunn. Niður- stöðurnar voru á þá leið að Leppur frá Brothers Brewery væri bjór árs- ins í hópi léttari bjóra og að Jólahuml frá Víkingi bæri af í flokki léttari, ljósra bjóra. Hvað „stærri“ og flóknari bjóra áhrærði var niðurstaðan líka skýr. Jólakisi og Delirium Christmas þóttu vera jólabjórarnir í ár. Sérstök meðmæli voru svo lögð fyrir þá sem teljast til hóps bjór- nörda. Þeir ættu að kynna sér Skyr- jarm frá Borg brugghúsi auk bjór- anna frá RVK Brewing, Eitthvað fallegt og Ákaflega gaman þá. Morgunblaðið/Eggert Jólabjór Úrvalið fjölbreytt en hvaða bjór er bestur að þessu sinni? Hverjir eru bestu jólabjórarnir í ár?  Úrvalið aldrei verið meira en nú Valgeir segir að það hafi gefist vel að reka bruggstofu við hlið brugghússins í Skipholti. Mörg- um þyki forvitnilegt að reka inn nefið og kynna sér þetta fyrir- bæri, sem er þekkt víða erlendis og hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Það hefur verið ágætis streymi af fólki og við erum smátt og smátt að byggja upp okkar markað. Ferðamenn hafa verið stór hluti gesta og margir þeirra hafa áður flett okkur upp á netinu og koma gagngert til að prófa bjórinn. Svo spyrst þetta smám saman út.“ Bruggstofan er til húsa í Skipholti 31 og er opin milli 16 og 20 fimm daga vikunnar. Ferðamenn áhugasamir BRUGGSTOFA Í SKIPHOLTI Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í bruggstofunni Valgeir Valgeirsson og Sigurður Pétur Snorrason bjóða upp á forvitnilegan bjór í Skipholti. Jólin Heilt jólatré var notað í hverja suðu við gerð jólabjórsins Eitthvað fal- legt? sem kemur í sölu í Vínbúðunum öðrum hvorum megin við helgina. skartgripirogur.is Black Friday Allan daginn 23. nóvember 20% afsláttur af öllum vörum *nema tilboðsvörum Bankastræti 12, sími 551 4007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.