Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 AFP Prag Ferðamaður tekur sjálfu í heimsborginni. Um 10 milljónir erlendra ferðamanna sækja Tékkland heim á ári. Jaroslav Knot Denisa Frelichová flutti ávarp. Var það í fyrsta sinn sem sendiherrar beggja landa voru með sameiginlega móttöku á Íslandi, eftir aðskilnað ríkjanna 1993. Fræg vínhéruð og baðstaðir Knot segir aðspurður að góðar flugsamgöngur frá Tékklandi til Ís- lands séu til þess fallnar að styðja ferðaþjónustu og viðskipti landanna. Tékkland hafi margt að bjóða ís- lenskum ferðamönnum. Þar sé fleira að sjá en hina vinsælu borg Prag. „Unnendur góðra vína geta notið góðra vína frá Suðaustur-Móravíu en aðrir gætu kosið að láta fara vel um sig á hinum heimsþekktu bað- stöðum í Carlsbad, Marienbad eða Luhaèovice,“ segir Knot. Hann segir Ísland og Tékkland eiga í nánum diplómatískum sam- skiptum. „Tékkland er Nato-ríki eins og Ísland og samstarfið ristir djúpt. Til dæmis hefur tékkneski flugherinn þrisvar sinnt loftrýmis- gæslu á Íslandi,“ segir Knot. Margir héldu með Íslandi Hann segir Íslendinga eiga sér marga velunnara í Tékklandi. „Þegar íslenska karlalandsliðið spilaði [á EM 2016] í Frakklandi studdu Tékkar liðið. Margir Tékkar urðu hugfangnir af fegurð hins heillandi íslenska landslags. Ég þekki jafnvel Tékka sem lét breyta tékknesku nafni sínu til að heiðra Ís- land. Þá má nefna að í Prag er „klúbbur Íslandsaðdáenda“ en þar kemur saman fólk sem hefur yndi af íslenskri náttúru, menningu og bók- menntum. Fyrir mig sem lögfræðing eru íslensku hegningarlögin mikil- væg. Grágás er enda eitt elsta lög- skýringarrit Evrópu. Tékkar kunna líka að meta Íslendingasögurnar og glæpasögurnar,“ segir Knot sem talar fimm tungumál, þar með talin norska. Hann hefur áhuga á ís- lenskunámi. Margvísleg tækifæri í Slóvakíu Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu eru nú um 160 ís- lenskir læknanemar í háskólabæn- um Martin í Slóvakíu. Rætt er um „Litla-Ísland“, slíkur er fjöldinn. Fram kom í Morgunblaðinu á dög- unum að til skoðunar væri hvort slóvakískunám á Íslandi yrði mögu- lega styrkhæft úr uppbyggingar- sjóði EES í Brussel. Rætt var við Árna Pál Árnason, varafram- kvæmdastjóra sjóðsins, í blaðinu. Sagði hann hlutverk uppbygg- ingarsjóðs EES í Brussel tvíþætt. Annars vegar að draga úr félagslegu og efnahagslegu misvægi í Evrópu. Hins vegar að styrkja tvíhliða tengsl framlagsríkjanna þriggja við við- tökuríkið. Viðtökuríkin séu 15 tekju- lægstu aðildarríkin innan ESB. Öðlast alþjóðlega reynslu Denisa Frelichová, sendiherra Slóvakíu á Íslandi með aðsetur í Ósló, segir starfsemi sjóðsins hafa styrkt tengsl Slóvakíu og Íslands. „Styrkirnir skapa tækifæri fyrir opinberar stofnanir, fyrirtæki, rann- sakendur, námsmenn, menningar- geirann og fleiri aðila. Með þeim geta styrkhafar öðlast mikilvæga al- þjóðlega reynslu og sérfræðiþekk- ingu. Íslendinga og Slóvaka bíða því óendanleg tækifæri til samstarfs og það gleður mig að við erum á fram- sækinn hátt að dýpka samstarf á öll- um sviðum: stjórnmálum, efnahags-, mennta- og menningarmálum. Á komandi styrkjatímabili viljum við beina meiri athygli að því að auka viðskipti ríkjanna og laða að meiri erlenda fjárfestingu til Slóvakíu, sem mælist samkeppnishæft land sem er opið fjárfestum. Við erum stolt af því að eiga framúrskarandi háskóla og viljum dýpka akademískt samstarf og efla námsmannaskipti við Ísland. Við leitum tækifæra til samstarfs þar sem Ísland hefur sannað sig sem leiðandi á heimsvísu. Þá einkum á sviðum á borð við um- hverfisvernd og aukna notkun jarð- varmaorku. Slóvakía er eitt þeirra ríkja í Mið-Evrópu sem hafa mikinn jarðvarma.“ Tækifæri í ferðaþjónustu Frelichová segir ýmis tækifæri til að efla samstarf ríkjanna í ferða- þjónustu. Slóvakía hafi upp á margt að bjóða og Ísland sé að styrkjast sem áfangastaður fyrir ferðamenn frá Slóvakíu. Slóvakar séu áhuga- samir um íslenska menningu. Nær- tækt dæmi sé tónlistarhátíðin „Hval- ur“ sem haldin var í Bratislava í síðasta mánuði (sjá www.hvalur.sk). Loks rifjar Frelichová upp að Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, hafi verið fyrsti forsetinn sem heimsótti Slóvakíu heim eftir að landið öðlaðist sjálfstæði fyrir 25 árum. Slóvökum sé heiður að heimsókn Vigdísar. Vilja aukin viðskipti við Ísland  Sendiherra Tékklands á Íslandi segir Tékka áforma frekari innflutning á matvælum til Íslands  Sendiherra Slóvakíu á Íslandi segir slóvakísk stjórnvöld leggja áherslu á aukin viðskipti við Ísland Útflutningur til Tékklands og Slóvakíu 2010 til 2018** í milljónum króna ásamt tölum um innflutning 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Útflutningur (fob-verð)* Slóvakía Tékkland Innflutningur (cif-verð)* Slóvakía Tékkland 2.895 4.918 475 5.256 8.768 794 Samtals 2010-2018** Útflutn- ingur Innflutn- ingur Slóvakía 7.832 23.283 Tékkland 5.225 52.917 *Cif = Kostnaður vörunnar við afhendingu, að meðtöldum flutningskostnaði og flutningstryggingu. Fob = Verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutningslandi. **Fyrstu 9 mán. 2018. Heimild: Hagstofa Íslands. „Við erum að kanna hvort við getum notið aðstoðar frá uppbyggingarsjóði EES við að setja upp grunn- kennslu í slóvakísku og kynningu á slóvakískri menn- ingu fyrir þá íslensku nemendur sem hafa staðist inn- tökupróf í læknisfræðina í Slóvakíu,“ segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu. Málið sé á undirbúningsstigi. „Við höfum vilyrði frá slóvakískum samstarfs- aðilum í málinu, þar með talið frá háskólanum,“ segir Þórir sem væntir niðurstöðu á næstu vikum. Verðmæti innflutnings frá Tékklandi til Íslands frá árinu 2010 nemur um 53 milljörðum. Það er rúmlega tífalt verðmæti út- flutnings frá Íslandi til Tékklands á sama tímabili. Verðmæti innflutnings frá Slóvakíu til Íslands nam þá um 23,3 milljörðum og verðmæti útflutn- ings frá Íslandi til Slóvakíu er um 7,8 milljarðar á þessu sama tímabili. Kenni slóvakísku á Íslandi NÁM GÆTI NOTIÐ STUÐNINGS STYRKTARSJÓÐS Þórir Ibsen Sími 551 8588 gullbudin.is 20%afsláttur af öllum vörum* *nema tilboðsvörum Black Friday Allan daginn 23. nóvember BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jaroslav Knot, sendiherra Tékk- lands á Íslandi með aðsetur í Ósló, segir mikinn áhuga í Tékklandi á að auka innflutning matvöru til Íslands. „Við viljum bjóða Íslendingum framúrskarandi matvörur frá Tékk- landi. Vel þekktir og vinsælir tékk- neskir bjórar, á borð við Pilsner Ur- quell og Budweiser, eru þegar á boðstólum á íslenska markaðnum. Nú erum við að skoða markaðinn fyrir sælgæti og súkkulaði,“ segir Knot sem var á Íslandi á dögunum þegar þess var minnst að 100 ár voru liðin frá stofnun Tékkóslóvakíu haustið 1918. Af því tilefni var haldin tónlistarhátíð í Hörpu þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.