Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 53
Bílar
UMRÆÐAN 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Ég fagna um-
ræðunni sem hefur
skapast í samfélaginu
um fíknivanda þjóð-
arinnar. Í þeirri um-
ræðu hefur komið
fram að viðbrögð og
viðbragðaleysi stjórn-
valda við einum
mesta og banvænasta
heilsufarsvanda nú-
tímans ráðist að
mörgu leyti af for-
dómum. Slíkir fordómar ráði ýmsu
þar um að ekki sé hlúð nægilega að
áfengis- og fíknefnasjúklingum og
þeim ekki veitt þau úrræði sem
nauðsynleg eru. Fordóma af þess-
um toga má finna víða í samfélag-
inu. Það er mjög snúin staða að
vera móðir sem er alkóhólisti og að
geta ekki sinnt barni sínu sem
skyldi sökum þess. Móðurtilfinn-
ingin hverfur hins vegar ekki.
Stundum er sagt að alkóhólismi sé
móðurástinni yfirsterkari en því er
ég ekki sammála. Hér er um tvo
aðskilda þætti að ræða og þeim má
ekki rugla saman. Alkóhólismi er
ástand sem heltekur manneskjuna
og tekur af henni öll völd, móð-
urástin er innbyggð eðlislæg gjöf
sem allar mæður eiga sameig-
inlega. Mæður sem missa tökin á
tilverunni vegna fíknisjúkdóms
elska börnin sín ekkert minna en
þær sem gera það ekki. Oft er því
svo háttað að börn þeirra fara í
tímabundna vistun til annarra fjöl-
skyldumeðlima ef móðir er ekki
fær um að sjá um barnið sökum
neyslu eða meðferða.Vissulega
þurfa barnaverndaryfirvöld að vaka
yfir þessum börnum og gæta ör-
yggis þeirra og vernda þau frá
ótryggum aðstæðum. Reynsla
margra kvenna í þessari stöðu er
sárari og ótrúlegri en orð fá lýst.
Þær standa jafnvel í þeim sporum
að finna sig réttlausar sem for-
dæmdar mæður og missa allan trú-
verðugleika gagnvart yfirvöldum.
Mæður í slíkri stöðu upplifa kerfið
oft sem ógn og óvin og er þeim
jafnvel mætt á fjandsamlegan,
grimman og óvæginn hátt af
barnaverndaryfirvöldum. Ég hef
heyrt ófáar sögur mæðra í þessum
sporum og flestar hafa þær svip-
aðar sögur að segja um barna-
verndarkerfið. Oft er það svo að
þar er þeim mætt með skilnings-
leysi, dómhörku og tortryggni
þrátt fyrir viðleitni þeirra að sækja
sér aðstoð við fíknivanda sínum.
Þeim er ekki gefið tækifæri til að
bæta ráð sitt heldur eru þær
dæmdar fyrirfram. Þær upplifa
barnaverndarkerfið sem mótherja
en ekki samherja og það sem þær
segja og gera er tekið úr samhengi
og túlkað þeim á versta veg.
Það er ótrúleg harka í þessu
kerfi og enginn skilningur fyrir því
hvað þessar konur ganga í gegn-
um. Það getur reynst konu þrautin
þyngri að koma aftur inn í líf barns
síns eftir að bati hefur náðst og
þeim gert ókleift að eiga eðlileg
samskipti við börn sín þrátt fyrir
að hafa snúið við blaðinu.
Fordómar gegn mæðrum sem
eru alkóhólistar fylgja þeim löngu
eftir að þær hafa náð fullum bata
og lifa heilbrigðu lífi. Þessir for-
dómar grassera í kerfum sem fara
til dæmis með forræðismál. Barns-
feður í forræðisdeilum misnota for-
dómana og gera allt til að gera
mæðurnar tor-
tryggilegar og það
virkar. Þessar konur
liggja vel við höggi og
veikleika þeirra er
hægt að nýta sér með
því að rýra trúverð-
ugleika þeirra enn
frekar.
Ég veit um nokkur
tilfelli þar sem börn
hafa misst mæður sín-
ar sökum þess að
barnsfeður þeirra hafa
með hjálp kerfisins
gert þær útlægar úr lífi þeirra
þrátt fyrir langa edrúmennsku.
Þessi börn þrá það heitast að vera
í umsjá móður en líf þeirra er al-
farið í höndum barnsfeðra sem náð
hafa yfirhöndinni, misnota vald sitt
og stýra umgengni móðurinnar við
barnið eftirleiðis.
Ég veit líka til þess að mæður
hafa horft á eftir börnum sínum
fara í umsjá annarra og þær fá þau
aldrei aftur þrátt fyrir bót og betr-
un.
Engin kona þolir það að sjá á
eftir afkvæmi sínu fyrir fullt og
allt. Kona sem missir barn sitt
bognar og brotnar og getur ekki
borið hönd fyrir höfuð sér. Þær eru
margar þarna úti sem lifa í þögulli
angist þar sem móðurhjartanu
blæðir. Börn þeirra hafa verið svipt
mæðrum sínum. Þarna þarf barna-
verndarkerfið að skerast inn í og
gefa mæðrum sem hafa algjörlega
snúið við blaðinu kost á því að eiga
eðlilega umgengni við börn sín.
Það á ekki að dæma þessar konur
úr leik heldur tryggja rétt þeirra
sem mæður þegar þær hafa náð
bata á fíkn sinni. Það hjálpar ekki
barninu og hefur enga stoð að
refsa móður sem hafið hefur nýtt
líf með því að meina henni eðlileg-
an aðgang að barni sínu. Barnið
hefur þörf fyrir móðurina eftir
þann aðskilnað sem hlýst af lang-
tímameðferð. Innkoma móðurinnar
í líf barnsins á ný þarf að vera
trygg og örugg en ekki háð mis-
áreiðanlegum ákvörðunum annars
forsjáraðila. Það á að sameina börn
og mæður þegar þær hafa sigrast á
fíkn sinni en ekki aðskilja. Það
hlýtur að vera hagur allra. Mik-
ilvægt er að barnaverndarkerfið í
heild sinni og þar með talið sýslu-
mannsembættið og dómskerfið geri
þessum konum ekki erfiðar um vik
að nálgast börnin sín á ný. Þegar
mæður berjast fyrir bata sínum og
börnum ber að bregðast við því
með jákvæðum hætti og styðja það
ferli í stað þess að fella trúnað
konunnar alfarið úr gildi eða for-
eldrahæfni vegna neyslusögu. Hér
þarf að hafa hagsmuni barnsins að
leiðarljósi en ekki fordóma gagn-
vart móðurinni. Mæður þessar
missa oft forræðið yfir börnum sín-
um fyrir fullt og allt og þær eru
auðvelt skotmark þeirra sem hafa
hagsmuni af því að ná forræðinu.
Fordæmdar
mæður
Eftir Áslaugu
Einarsdóttur
Áslaug
Einarsdóttir
» Barnsfeður í forræð-
isdeilum misnota
fordómana og gera allt
til að gera mæðurnar
tortryggilegar og það
virkar.
Höfundur er með BA í sálfræði og
master í blaða- og fréttamennsku
ase19@hi.is
Ég er sorgmædd,
sár, reið og ráðvillt.
1.100 milljóna króna
lækkun til öryrkja á
fjárlögum 2019.
Hvernig getur þetta
staðist? Seðlabankinn
gerir ráð fyrir 4,4
prósenta hagvexti á
yfirstandandi ári en
að vöxturinn gefi svo
nokkuð eftir á næstu
misserum og verði í
kringum 2,7 prósent á komandi
árum. Mér sýnist þjóðarbúið bara
standa vel að vígi á næstu árum.
Því þessi niðurskurður til öryrkja?
„Það er fullkominn misskiln-
ingur að um sé að ræða einhvers
konar hagræðingaraðgerð eða við-
brögð við nýrri þjóðhagsspá,“ seg-
ir Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra í samtali við mbl.is um
fréttir af því að meirihlutinn hafi í
fjárlaganefnd ákveðið að draga úr
hækkun framlags til öryrkja, úr
fjórum milljörðum í 2,9 milljarða.
Hvaða gjörningur er þetta þá,
hæstvirtur ráðherra? (Held ég
sleppi hæstvirtur – mér finnst þú
ekki eiga það skilið.)
Veistu, Bjarni, að svona fréttir
eru eins og blaut tuska í andlit ör-
yrkja, sem vonuðust eftir að kjör
þeirra yrðu bætt á næsta fjárlaga-
ári og hvað þýða kerfisbreytingar?
Ert þú að meina starfsgetumat en
þá verðurðu að stofna atvinnu-
miðlun fyrir 10% öryrkja, 20, 30,
40, 50, 60 og 75%. Geturðu það?
Geturðu reddað okkur vinnu? Ég
bara spyr eins og fávís kona. Því
starfsgetumat er ekki að gagnast
nógu vel, þar sem vinnumarkaður-
inn kallar á störf í fullt starf og
varla hálf – það hefur að minnsta
kosti ekki komið vel út í öðrum
löndum. Við myndum svo gjarnan
vilja gera eitthvað til mótvægis en
það er hægara sagt en gert með
allar þess skerðingar.
Og svei þér, Katrín Jakobs-
dóttir. Þú, sem ég hef alltaf litið á
sem talsmann þeirra sem minna
mega sín. Nú hafa jötnar snúið
forsætisráðherranum í þessu sam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Það er næsta víst að ég gef
hvorugum flokknum
atkvæði mitt í næstu
þingkosningum.
Ekkert af þessu
eiga öryrkjar. Ég
óska ykkur svo sann-
arlega ekki þess að
verða öryrkjar en hins
vegar veit ég að það
myndi tekjulega ekki
skipta neinu fyrir þig,
Bjarni, þar sem mér
skilst að vasar þínir
séu djúpir og þú eigir
drjúga sjóði. Hvernig
á slík manneskja að
geta skilið líf og lífsgæði, eða rétt-
ara sagt skert lífsgæði? En Katr-
ínu myndi ef til vill muna um það
miðað við þau sem hún hefur í dag
en síst myndi ég vilja óska ykkur
heilsutaps. En sennilega á hún
feitan lífeyrissjóð.
Þessari lækkun er slengt fram
eins og enginn sé morgundag-
urinn, án þess að fylgi nákvæmar
útskýringar á hvað er í gangi.
Getið þið/þú sagt mér hvað kerfis-
breytingar þýða? Við þolum ekki
þessa óvissu. Útskýrið betur hvað
ríkisstjórnin er að pæla því þetta
er mjög óljóst eða er þetta ef til
vill ein af birtingarmyndum of-
sókna gagnvart minnihlutahópum?
Útskýrið betur hvað þið og meiri-
hluti fjárlaganefndar eruð að
pæla.
Ég vona að þið sofið vel í nótt
því öryrkjum mun verða órótt. Af
verkunum skuluð þið þekkja þá.
Róið okkur fyrst, en ekki skjóta
fyrst og spyrja svo. Veitið okkur
frekari upplýsingar sem fyrst,
takk.
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
Unnur H.
Jóhannsdóttir
»Hvað er fullkominn
misskilningur,
Bjarni Benediktsson?
Erum við öryrkjar
bara vitleysingar
sem ekkert skilja?
Höfundur er kennari, blaðamaður,
diplóma í fötlunarfræðum og öryrki.
Ég trúi þessu bara ekki!
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is