Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 65

Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 ✝ Guðfinna Guð-laugsdóttir, Guffý, fæddist í Hraungerði, Hraungerðishreppi í Árnessýslu 28. júlí 1940. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 5. nóvem- ber 2018. Foreldrar hennar voru hjónin María Arnlaugs- dóttir, f. 19.6. 1921, bankastarfsmaður í Keflavík, og Guðlaugur Þórðarson, f. 17.1. 1921, sjómaður í Keflavík, d. 24.12. 1993. Guffý var elst fimm Davíð Örn, f. 1989, og Guðfinnu, f. 1994. Davíð Örn er kvæntur Hildi Kjartansdóttur, f. 1989, og eiga þau einn son, Brynjar, f. 2018. Guðfinna er gift Einari Jó- hannesi Guðnasyni. María er gift Tómasi Árna Jónssyni, f. 1963, og eiga þau börnin Jón Arnar, f. 1990, og Ingibjörgu, f. 1993. Unnusti Ingibjargar er Ingvar Hjartarson, f. 1994. Guffý fluttist þriggja ára gömul til Keflavíkur. Eftir gagnfræðapróf hóf hún störf hjá Pósti og síma þar sem hún vann til ársins 1974. Síðan hóf hún störf hjá sýslumanninum í Keflavík, þar sem hún vann þar til eftirlaunaaldri var náð. Eftir það vann hún í tvö ár. Við grunnskóla Njarðvíkur eða þar til Jón komst á eftirlaunaaldur. Útför Guðfinnu fór fram í kyrrþey. systkina, hin systk- inin eru: Gunnar, f. 23.11. 1944, Þórdís Gróa, f. 4.2. 1947, Erna, f. 18.8. 1948, og Hafdís Lilja, f. 30.4. 1960. Guffý giftist Jóni Stefánssyni renni- smið og kennara, f. 7.10. 1939 í Ási í Ásahreppi, 15.10. 1960. Eignuðust þau tvær dætur, Steinunni og Maríu, f. 7.11. 1962. Steinunn er gift Eiríki Sveini Tryggvasyni, f. 1963, og eiga þau börnin Systir mín. Þú hefur alltaf verið öruggur hluti í lífi mínu, ekki bara vegna þess að þú varst 20 árum eldri og nánast eins og önnur mamma heldur ekki síður vegna þess að þú tókst alltaf þátt í öllu sem lífið hefur boðið upp á í gleði og sorg og alltaf varstu til staðar þegar á þurfti að halda. Það sama á við um börnin mín, það hefur fátt gerst í þeirra lífi öðruvísi en að gert sé ráð fyrir ykkur Nonna sem þátttakendum. Þú varst elsta systir og stóðst þig einstaklega vel sem slík. Hélst góðum tengslum og pass- aðir að ekki hallaði á neinn. Dísa átti alltaf hjá þér athvarf þegar hún kom heim. Fallega heimilið þitt var alltaf óaðfinnanlegt og maður gat treyst því að fá eitt- hvað heimabakað með kaffinu. Minningar fara um hugann, samvera og ferðalög þegar ég var barn og notaleg samvera með ykkur Nonna þegar við erum orð- in fullorðin. Ég sé þig fyrir mér þegar við fórum að sjá Ellý síðastliðinn vet- ur, þú varst svo ungleg og smart þar sem þú leiddir hann Nonna þinn út af sýningunni, það geisl- aði af þér. Þú sagðir mér eftir að þú flutt- ir í Kópavoginn að þú værir að kynnast stelpunum þínum enn betur þar sem þær væru svo dug- legar að koma í heimsókn og eiga með ykkur góðar stundir hvort sem var heima, fara á kaffihús eða annað. Það gladdi þig mjög. Duglegu dætur þínar sem staðið hafa eins og klettar við hlið ykkar í erfiðum veikindum. Þú sagðir einu sinni við mig „systur eru sérstakar“ það á svo sannarlega við um þig elsku syst- ir mín. Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir (Haddý). Mig langar með nokkrum orð- um að minnast systurdóttur minnar, Guðfinnu Guðlaugsdótt- ur. Guðfinna var fyrsta barna- barn foreldra minna og fljótlega eftir fæðingu hennar varð hún eftirlæti allra, lítil yndisleg stúlka sem öllum þótti mikið vænt um. Þegar ég var að leika við hana á gólfinu heima fannst mér fljót- lega að þarna hefði myndast ein- hvers konar vináttuband á milli okkar tveggja, vináttuband sem aldrei hefur slitnað, það tognaði að vísu á því er hún fluttist til Keflavíkur, því ferðin til Kefla- víkur var í þá daga töluvert lengri en hún er í dag. Það var í þá daga töluvert og tafsamt ferðalag að fara frá Reykjavík til Keflavíkur. En vináttubandið slitnaði aldr- ei og eftir að hún giftist góðum dreng, sem verið hefur henni alla tíð góður eiginmaður og mikill fé- lagi, jókst aftur samband okkar smám saman og við hjónin minn- umst alltaf hve gott og notalegt var að heimsækja þau hjón, Guð- finnu og Jón, hvort sem það var á heimili þeirra í Keflavík eða í sumarbústaðinn þar sem þau voru búin að koma sér upp ynd- islegum dvalarstað. Það var eft- irtektarvert hve þau hjón voru miklir félagar og hve samhent þau voru í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þar voru þau öðrum til mik- illar fyrirmyndar og er missir eiginmanns hennar því mikill sem og allrar fjölskyldu hennar. Þau hjón voru nýflutt í nágrenni við okkur hér í Kópavogi og það var tilhlökkun hjá okkur að fá tækifæri til að auka tengslin við þetta góða vinafólk okkar, en því miður fer framvindan oft öðruvísi en maður sjálfur óskar. Við Erna vottum móður henn- ar, eiginmanni, dætrum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Gott er þó að eiga eftir góðar og fallegar minningar um Guðfinnu. Minningin lifir. Helgi Arnlaugsson og Erna Hannesdóttir. Þakklæti er efst í huga á þess- ari erfiðu stundu. Þakklæti fyrir að hafa haft þig í lífi okkar frá upphafi. Alltaf varst þú boðin og búin, traust og hlý og ómetanlegt að eiga þig að. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar á jólum, páskum, af- mælum og allt þar á milli. Takk fyrir góðar og hlýjar móttökur á Greniteignum og í Ásgilinu og fyrir allar rúsínubollurnar og góðgætið sem alltaf var nóg af. Hlýjar og góðar minningar ylja okkur um yndislega góða frænku. Dagbjört Hulda, Guðlaugur Már, Arnar Ingi og Jón Ágúst. Guðfinna Guðlaugsdóttir Guðmundur Norðdahl var einn af eftirminnilegri mönnum sem ég hef kynnst um ævina. Kynni okkar hófust þegar hann kom sem kennari í Hafralækjarskóla haustið 1978. Hann setti fljótt mark sitt á starf skólans því segja má að hann hafi komið til starfa við kjöraðstæður fyrir jafn hugmyndaríkan mann og hann var. Lítil tónlistarkennsla hafði verið árin á undan og því var hægt að láta til sín taka á marg- víslegan máta og ekki stóð á Guðmundi. Ég mun víst hafa ein- hvern tíma haft á orði að það væri fullt starf að hafa hann í vinnu til að hægt væri að vega og meta allar þær hugmyndir sem frá honum komu. Ekki leið á löngu þar til að hugmyndin um að stofna lúðra- sveit varð að veruleika. Hér varð heldur betur að taka til hendinni, engin hljóðfæri voru til og öll önnur aðstaða lítil. Hér má segja að ég hafi ég fyrst lært almenni- lega að átta mig á því að vanda- málin eru til að leysa þau. Guð- mundur nýtti sambönd inn í tónlistarlífið víða um land til að útvega nauðsynlegan búnað. Oft- ast var þetta búnaður sem aðrir höfðu aflagt. Nú kom sér vel að eiga góða að. Vélstjórarnir við Laxárvirkjun voru snillingar þegar kom að því að lóða, renna og laga, loks taldi Guðmundur sig hafa nægilegan búnað til að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Um tíma hafði Guð- Guðmundur Norðdahl ✝ Guðmundurfæddist 29. febrúar 1928. Hann lést 31. október 2018. Útför Guð- mundar fór fram 9. nóvember 2018. mundur nærri þrjá- tíu börn í hljómsveitinni og smátt og smátt tókst okkur að safna fyrir betri búnaði. Fljótlega kom Guðmundur að máli við mig og sagði að við yrðum að stofna formlegan tónlistar- skóla. Fullir bjart- sýni lögðum við af stað í þetta ævintýri. Skólayfirvöld heima fyrir voru strax jákvæð og studdu okkur með ráðum og dáð en sama var ekki að segja um ráðuneytið sem til að byrja með fann þessu flest til foráttu. Loks var þó leyfið gefið og loforð fékkst fyrir því að greiða laun eins kennara og skólinn yrði formlega útibú frá tónlistarskól- anum á Húsavík. Þegar þessi starfsemi var komin í gang byrjaði Guðmundur að ræða um mikilvægi þess að börnin fengju að koma fram og fá að njóta þess að sýna hvað þau hefðu lært. En eins og og áður sagði var lúðrasveitin þegar orð- in virk í samfélaginu næsta skref var að setja upp ýmsa söngleiki þar sem fleiri fengu að njóta sín. Það má segja að þetta starf hafi markað þau spor sem gerðu Hafralækjarskóla að þeim skóla sem hann varð upp frá þessu. Skólinn varð þekktur sem skól- inn sem gerði skapandi greinum, sér í lagi tónlist, hátt undir höfði og lagði þá grein að jöfnu við alla aðra kennslu í skólanum og er lestrarkennsla þar ekki undan- skilin, enda byggist t.d. söngur og lestur á svipuðum forsendum. Ég gæti sagt margt frá starfi Guðmundar við Hafralækjar- skóla en slíkt rúmast alls ekki í stuttri grein, hugmyndaauðgi og hugsjónir hans á þessu sviði voru slíkar að óhikað tel ég hann vera einn af frumkvöðlum í tónlistar- kennslu barna á Íslandi. Margir eiga honum margt að þakka á þessu sviði og vil ég við leiðarlok færa honum þökk fyrir góð og ánægjuleg kynni sem höfðu margvíslega áhrif á líf mitt og starf. Guð blessi minningu Guð- mundar Norðdahls. Sigmar Ólafsson skólastjóri. Genginn er Guðmundur Norð- dahl. Efast um að hann hafi verið saddur lífdaga, þó háaldraður væri. Síkvikur hugurinn alla tíð, hugsandi, lesandi, uppfinnandi og spilandi. Alltaf í þágu tónlist- arinnar og alltaf í þágu uppeldis komandi kynslóðar. Sjálf varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að frumkvöðullinn, mannvinurinn og eldhuginn Guð- mundur var tónmenntarkennar- inn minn í Barnaskóla Garða- hrepps og lúðrasveitarstjórinn minn í Tónlistarskóla Garða- hrepps. Í Barnaskólanum byggði hann tónmenntina upp á því að vinna með sönginn. Byrjaði á kallþrí- undum og einföldum stefjalög- um, fljótlega bættust þjóðlögin við, keðjusöngvar og yfirraddir að ógleymdum söngleikjunum. Hann tók þátt í farsælu barna- kórastarfi með Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur og urðu margir söngfuglarnir fleygir hjá þeim. Ég hef oft leitt hugann að starfi hans sem tónlistarskóla- stjóra nýstofnaðs tónlistarskóla. Hann kenndi byrjendum á blokkflautur og studdist við nótnalitakerfi sem varð að veg- legu blokkflautukennsluefni. Það efni kenndi hann í Sjónvarpi allra landsmanna og varð þannig langt á undan sinni samtíð í að nýta tæknina til kennslu. Í skól- anum kenndi hann tónfræði og á blásturshljóðfæri og stofnaði Lúðrasveit Garðahrepps. Í lúðrasveitina fór ég ekki sjálfviljug til að byrja með, því ég var að læra á slaghörpu. Guð- mundur þurfti að fylla sveitina og tilkynnti mér að ég ætti að mæta á lúðrasveitaræfingu klukkan fimm þann sama dag, því allir sem spila á píanó verði að vera í lúðrasveit. Hann bætti svo við að það væri afskaplega einmanalegt að spila bara á píanó. Og það varð úr. En ekki var nóg að mæta einu sinni í viku á æfingar. Það varð að gerast alla fimm daga vikunnar. Æfing- ar hófust á upphitun þar sem leiknir voru langir tónar, svo fékk hann valinkunna snillinga til þess að leiða raddæfingar. Í hléi bauð Guðmundur upp á kóka kóla. Eftir hlé var öllu skellt saman og rúmlega klukkutíma síðar lagði maður lúðurinn á hill- una inni í geymslu, þurfti aldrei að fara með hann heim. Lúðra- sveitaræfingarnar dugðu. Klukkutími á dag var feikinóg æfing, sagði Guðmundur. Að vetrinum liðnum léku hljóðfæra- leikararnir allir í það minnsta eina og hálfa krómatíska áttund og áttu dágott repertuar. Það vex ekkert nema með iðni og ástund. Síðar á lífsleiðinni áttum við eftir að verða góðir vinir, ég þá orðin tónmenntarkennari sem gerði tilraun til þess að feta í fót- spor Guðmundar. Leitaði í smiðju hans um margt. Alltaf þegar mig bar að garði var hann að velta fyrir sér tónlistar- kennslu, nú síðast snérust sam- ræðurnar um hvort einföldun á tónlistartungumálinu sem og öðrum tungumálum væri ekki óþörf fyrir börn. Við ættum lík- lega ekki að tala um göngunótur og hlaupanótur. Við ættum að tala um fjórðapartsnótur og áttundapartsnótur og segja frek- ar að maður geti gengið fjórða- partsnóturnar og hlaupið áttundapartsnóturnar. Eða hvað? bætti hann svo hlæjandi við. Ég þakka þann veg sem hann gekk. Megi minning hans og starfsframlag til tónlistar- æskunnar lifa. Ég votta fjölskyldu virðingu og samúð. Hildur Jóhannesdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS JÓNASSON útgerðarmaður, Dofraborgum 34, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 8. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka ættingjum og vinum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B2 Landspítala og starfsfólks Sóltúns fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Sigurður Bjarni Magnússon, Geetha Sollie Guðbjartur Jónas Magnússon Gróa Guðrún Magnúsdóttir Magnína Magnúsdóttir Bjarni Magnús Sigurðarson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EGILL SVANUR EGILSSON, Mávahrauni 16, Hafnarfirði, lést föstudaginn 16. nóvember. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 26. nóvember klukkan 13. Maggý Guðmundsdóttir Sturla Egilsson Hildur Erlingsdóttir Egill Steinar Sturluson Erling Orri Sturluson Eiður Darri Sturluson Anna Borg var skráð í símaskrána sem frú og það var hún. Fríð og ljúf, sigld, víðsýn, yfirveguð, dönn- uð og ekki síst eldklár og bráð- skemmtileg. Hana þekkti ég sem Önnulí, litlu systur Ragn- ars tengdaföður. Tengdaforeldrar mínir og Annalí voru í seinni tíð oft gestkomandi hjá okkur á jólum og páskum og það eru einhver skemmtilegustu matarboð sem við Páll höfum haldið. Margra klukkutíma borðhald og fjör- ugar samræður og ekkert kipptu þau sér upp við það þótt matseldin væri ekki eins og á fínustu veitingahúsum, fé- lagsskapurinn var nóg. Logandi brauðrist sem hent var út í snjó rétt fyrir forrétt- inn spillti ekki ró þeirra né þegar þau enduðu þakin kaffi þegar espressó kannan sprakk. Við vorum beðin um að end- urtaka þetta nokkur jól á eftir og svo var auðvitað hlegið. Þegar Annalí flutti úr íbúð sinni inn á hjúkrunarheimili hjálpaðist fjölskyldan við að tæma íbúðina og Annalí gaf marga fallega hluti úr búi sínu. Var hún harðákveðin í því að bróðursonurinn skyldi fá eitt- hvað af silfrinu, mávastellið og Rainbow-ryksuguna og upp- skar það mikinn hlátur hjá henni og öðrum sem þekkja viðtakandann vel. Voru það þó hennar þakkir, sagði hún, fyrir öll jólin okkar saman. Annalí var yndisleg heim að sækja og þótti mér afar kært að fá að heimsækja hana með börnin okkar tvö. Hún hafði gaman af þeim, spillti þeim með gotteríi eins og ömmur og afar mega gera og kölluðum við hana stundum Ömmulí. Við ræddum barna- uppeldi á heimspekilegum nót- Anna Borg ✝ Anna Borgfæddist 20. október 1933. Hún lést 11. nóvember 2018. Útför Önnu fór fram 22. nóvember 2018. um og styrkti hún trú mína á að tala við börn eins og fullorðna og að kurteisi og mannasiðir skyldu í hávegum hafðir en þó með gleði að leiðar- ljósi. Hún hafði fal- lega sýn á lífið sem hún kunni að njóta og hafði ógurlega gaman af ferðalögum. Við deildum áhuga á New York og var allt- af gaman að færa henni eitt- hvað smávegis frá ferðum okk- ar. Enn er á stefnuskránni að kaupa hatt eins og hún sagði að væri nauðsynlegt að gera í New York. Hún hélt upp á 85 ára af- mælið sitt fyrir skemmstu og var yndislegt að fylgjast með henni í faðmi vinkvenna sinna sem hún hélt svo góðu sam- bandi við og talaði svo fallega um. Vinkonum hennar og ætt- ingjum sendi ég samúðar- kveðju og minnist fallegrar konu sem gaf mér svo mikið. Ingunn Ingimars. Þegar ég las andlátsfregn Önnu Borg, rifjaðist upp ánægjulegur og góður tími í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna. Anna var ein af stjórnarkon- unum, þegar ég gegndi for- mennsku, hún var ein af þess- um sterku, hvatvísu og tryggu samstarfskonum, sem alltaf var hægt að treysta á og tóku virkan þátt í starfinu og létu sig málefnin varða. Það vekur til umhugsunar, þegar fólk dregur sig í hlé á efri árum, hvort ekki megi rækta betur vinskap og sam- veru, í stað þess að eftir sitji söknuður og tregi, þegar fólk kveður, vegna þess sem hefði getað orðið. Ég kveð Önnu með þakk- læti í huga, fyrir gömul og góð kynni. María E. Ingvadóttir, fyrrverandi formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.