Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 66

Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Ég kynntist vini mínum Rúnari Hall- dórssyni strax í barnæsku. Þá vor- um við ungir drengir í Smáíbúða- hverfinu. Þar ríkti frjálsræðið í víðáttunni. Allt iðaði af lífi. Við þutum um holt og hæðir, fórum um víðan völl. Þó voru aðeins tvö hús á milli okkar og ekki langt að fara, en við þeim mun víðförulli í leiðöngrum okkar. Við fórum í tímakennslu til séra Árelíusar Níelssonar, tókum strætó inn í Sólheima, sjálfa hringleiðina, og gleymdum okkur stundum og fór- um allan hringinn. Útskrifaðir frá séra Árelíusi tók barnaskólinn við, og við fórum í Breiðagerðisskóla. Þar snerist allt um fótbolta. Víkingur var fé- lagið, og svo var alla tíð. Við vor- um Víkingar. Í þá daga var leikið á malarvöllum og fylgdu því hrufluð hné og sár og mátti skólahjúkr- unarkonan hafa sig alla við að binda um þau. Eftir grunnskóla- nám fór Rúnar í Menntaskólann við Sund en ég hóf iðnnám við Iðn- skólann í Reykjavík. Ekki skildi leiðir og vinátta okkar hélst. Frek- ar að við nytum góðs af báðum skólunum, í félagslífi og menntun. Á þeim árum gengum við saman í Rúnar Halldórsson ✝ Rúnar Hall-dórsson fædd- ist 18. júlí 1959. Hann lést 27. októ- ber 2018. Útför Rúnars fór fram 9. nóvember 2018. Flugbjörgunarsveit- ina og eitt sumarið leigðum við bíl og ferðuðumst um Evr- ópu. Til að fjár- magna ferðina smíð- uðum við glugga í heila blokk. Að loknu stúdentsprófi fór Rúnar í Háskóla Ís- lands og lærði fé- lagsfræði. Ég hélt alltaf að Rúnar yrði blaðamaður, því að hann var vel ritfær og gaf út sitt eigið blað, en hann hóf að starfa með börnum sem oft áttu um sárt að binda. Það var krefjandi starf og hann lagði sig allan fram og var mikils metinn. Rúnar var mann- vinur. Hann eignaðist þrjá drengi. Þeir eru Ólafur Ingi, Halldór og Þórbergur. Rúnar hugði vel að drengjunum sínum, var þeim góð- ur faðir og var ákaflega stoltur af þeim. Ég var með Rúnari fyrir þremur vikum að steypa fyrir nýju húsi uppi í Skorradal. Hann sló hvergi slöku við og hrærði steypu á staðnum. Þarna vorum við tveir saman, nutum útiverunn- ar og rifjuðum upp gamlar stund- ir. Um kvöldið fór hann með drengjunum sínum og barnabörn- um út að borða því móðir hans hefði orðið níræð þann sama dag. Það hafði verið margs að minnast eftir 57 ára vináttu, það sem við vorum búnir gera saman sem vin- ir, já, nánast bræður. Guð gefi þér frið, vinur minn. Kveðja, Árni Már Árnason. ✝ GuðmundurBenedikt Bald- vinsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1963. Hann lést 6. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Baldvin Jóns- son, f. 21. apríl 1934, d. 16. apríl 2017, og Guðfinna Gunnarsdóttir, f. 6. nóvember 1942, d. 14. september 2012. Systkini Guðmundar eru Íris, f. 1965, Ásmundur, f. 1966, Guð- rún Olga, f. 1967, Kristinn, f. 1969, Baldvin Bjarki, f. 1970, Dagur Þór, f. 1979, og Herdís Ósk, f. 1983. Börn Guðmundar eru Fannar Benedikt, f. 27. maí 1986, og Ragna Guðrún, f. 24. ágúst 2002. Gummi fluttist eins árs gamall með foreldrum sínum að Barði í Þau bjuggu mestallan sinn bú- skap á Akureyri þar til þau skildu. Hann flutti þá til Reykja- víkur þar sem hann sótti nám í Vélstjóraskólanum og útskrif- aðist þaðan með 3. stigs vélstjórn og starfaði eftir það sem vél- stjóri á togurum. Hann kynntist síðar barnsmóður sinni, Svövu Arnórsdóttur, en þau eiga dótturina Rögnu Guðrúnu. Þau bjuggu fyrst á Höfn í Hornafirði þar sem Gummi starfaði við höfnina og sigldi einnig með ferðamenn um Jökulsárlón þangað til þau fluttu til Reykja- víkur þar sem leiðir þeirra skildu. Í Reykjavík vann Gummi hjá átöppunarfélaginu Iceland Spring framan af en rak síðan í mörg ár eigið fyrirtæki í sendi- bílaakstri. Gummi eignaðist síð- ar sambýliskonu til margra ára, Jónu Margréti Sigmarsdóttur, og voru þau áfram afar góðir vinir þó þau slitu samvistum. Í febrúar á þessu ári gekk hann í Drúídaregluna og var þessi félagsskapur Gumma dýr- mætur. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey. Fljótum þar sem þau bjuggu til árs- ins 1969 þegar fjöl- skyldan keypti jörð- ina Þúfur í Óslands- hlíð. Í þeim búskap var Gummi for- eldrum sínum mikil hjálparhella og gekk í öll störf og var ekki hár í loft- inu þegar hann var farinn að keyra dráttarvélina. Gummi stundaði grunnskól- ann á Hofsósi en 9. bekk tók hann þó í heimavistarskólanum í Varmahlíð. Að grunnskóla loknum tók við alls konar verkamannavinna og árið 1982 flutti hann með fjöl- skyldu sinni til Sauðárkróks. Gummi kvæntist Önnu Lilju Björnsdóttur árið 1987 og eiga þau soninn Fannar Benedikt. Elsku Gummi okkar kvaddi þennan heim 6. nóvember síðast- liðinn. Gummi var elstur í stórum systkinahópi, alltaf til í að gant- ast og leika með okkur systkinum sínum. Hann var hugmyndaríkur og fann alltaf upp á nýjum og skemmtilegum leikjum sem styttu okkur stundirnar í sveit- inni. Gummi bróðir var mikið ljúf- menni, falleg sál, viðkvæmur og tilfinningaríkur. Kærleikurinn og ljósið var honum mikilvægt, var mjög trúaður og bað Guð og alla góða vætti að veita sér styrk til að takast á við lífið og þá erf- iðleika er mættu honum. Hann var alls staðar vel liðinn í vinnu, greiðvikinn, með ríka þjónustu- lund, heiðarlegur og traustur og vildi hafa allt sitt á hreinu. Gummi var bæði ættfróður og ættglöggur og eftir því frænd- rækinn. Hann var líka vinamarg- ur og var sannur vinur vina sinna. Mikilvægast af öllu var honum þó að halda góðu sambandi við börnin sín og fjölskyldu og leið honum best þegar hann var um- kringdur ástvinum sínum. Hann var afar stoltur af börnunum sín- um og hafði oft á orði að þau væru bæði sannkallaðir föður- betrungar. Hann fylgdist mjög vel með þeim og fagnaði hjart- anlega öllum þeim áföngum er þau náðu. Gummi var mikill tónlistar- unnandi og spilaði á harmonikku og píanó/orgel. Hann lærði í tón- listarskóla Skagafjarðar en spil- aði mest eftir eyranu eins og það er kallað. Hann var ekki hár í lofti þegar hann steig af miklum krafti gamla orgelið heima í Þúf- um og spilaði bæði gömul og ný lög. Seinna eignaðist hann sín eigin hljóðfæri, harmonikku og orgel. Við kveðjum kæran bróður með söknuði. Hann elskaði og var og verður elskaður, minning hans lifir í hjarta okkar. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fyrir hönd systkinanna, Íris. Lífið getur verið ósanngjarnt og skellur á með fullum þunga fyrirvaralaust hvort sem okkur líkar betur eða verr. Á miðviku- daginn kvöddum við Guðmund Benedikt Baldvinsson mág minn við fallega athöfn í Fossvogskap- ellu. Stundin var í senn erfið og falleg og er ég einstaklega þakk- lát öllu því fólki sem tók þátt í því að skapa þessa fallegu stund með okkur fjölskyldunni. Gummi fór allt of fljótt frá okkur, hann háði með sér innra stríð um langt skeið og þrátt fyrir hetjulega baráttu tapaðist stríðið að lokum. Gummi hafði fallega sál, var hjartahlýr og barngóður, á stundum alvarlegur en alltaf var stutt í húmorinn. Hann gaf sig að börnum og hafði áhuga á því sem þau höfðu fram að færa, börnunum mínum var hann góð- ur frændi og félagi og þannig vil ég að þau minnist hans. Gummi var trúaður og sótti styrk sinn í trúna og í náttúruna, en hann sótti sér gjarnan orku með því að ganga úti í náttúrunni. Tónlistin átti stóran sess í lífi hans, hann spilaði listavel á orgel og ófáar stundir sinnti hann þeirri iðju jafnt á góðum sem og erfiðum stundum. Börnin hans tvö eru gullmolarnir hans, hann var mjög stoltur pabbi enda mátti hann al- veg vera það. Við fjölskyldan munum gera það sem við getum til að styðja við þau á þessum erf- iðu stundum og vera til staðar fyrir þau. Ég kýs að trúa því að nú sé Gummi kominn á stað þar sem hann fær styrk og stuðning til að öðlast þann sálarfrið sem hann þráið svo heitt, ég veit að hann mun halda áfram að fylgjast af stolti með börnunum sínum og senda þeim kærleika og hlýju. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hvíldu í friði, kæri mágur. Þyrey Hl. Guðmundur Benedikt Bald- vinsson, eða Gummi í Þúfum eins og við kölluðum hann, einn af bekkjarfélögum okkar í árgangi ’63 í Grunnskólanum á Hofsósi, hefur nú kvatt þennan heim. Gummi var ljúfur, góður, kátur og alltaf til í eitthvað skemmti- legt. Hann var mjög músíkalsk- ur, söng og spilaði á hljóðfæri. Þegar við vorum í grunnskóla var Gummi virkur í félagslífinu, tók t.d. þátt í atriðum á árshátíð, spil- aði þar á kúst við lög eftir Status Quo, lék í leikritum og þótti mjög efnilegur leikari. Öll fórum við snemma að heiman á nýjar slóðir og varð því samband okkar bekkjarfélaganna minna en alltaf vissum við hvert af öðru. það var sama hvenær við hittum Gumma í bekkjarmóti eða á förnum vegi, alltaf var hann brosandi kátur eins og við hefðum hitt hann í gær. Nú hefur Gummi kvatt, við sitjum og hugsum um ljúfar stundir sem við áttum á meðan við vorum í grunnskóla og þegar við hittumst. Eftir situr fjölskyld- an með söknuð og margar ljúfar minningar um góðan dreng. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Elsku Fannar, Ragna Guðrún, systkinin frá Þúfum og að- standendur. Innilegar samúðarkveður vegna fráfalls pabba ykkar, bróð- ur og frænda. Megi Guð þér veginn vísa, veraldar um grýttar brautir, hans mun skærsta ljósið lýsa, og lina allar heimsins þrautir. Berðu söknuð hljótt í harmi, hugur geymir liðnu árin. Tíminn þerrar tár af hvarmi, trúin læknar hjartasárin. (Kristján Runólfsson) Megi minning um góðan vin lifa. Fyrir hönd árgangus ’63 Grunnskólanum Hofsósi, Kristín Snorradóttir. Guðmundur Bene- dikt Baldvinsson Látin er Elín Sigurlaug Haralds- dóttir. Við vorum systrabörn og að- eins mánuður á milli okkar í aldri. Mæður okkar voru fæddar og uppaldar á Hell- issandi á Snæfellsnesi, komnar af bændum og sjósóknurum á Vesturlandi og Snæfellsnesi í marga ættliði. Harðfengið fólk. Systkinin voru átta talsins en tveir bræður létust á barnsaldri. Þær Anna Elísabet, móðir Ellu, frænku minnar og Guðrún, móðir mín sóttu sér vinnu í Reykjavík eða öllu heldur á Seltjarnarnesi í Elín Sigurlaug Haraldsdóttir ✝ Elín SigurlaugHaraldsdóttir fæddist 13. október 1935. Hún lést 21. október 2018. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. fiskvinnslu við Melshús á vegum útgerðarfélagsins Kveldúlfs. Á Sel- tjarnarnesinu kynntust þær syst- ur mannsefnum sínum. Haraldur hét maður Önnu, faðir Ellu, og var ættaður úr Laugar- dal í Árnessýslu. Hann var bók- hneigður maður og náttúruunn- andi, safnaði blómum og grösum og setti í bækur sem enn eru til. Hann lærði líka bókband og batt inn bækur fyrir ýmsa aðila en lengst af vann hann sem blikk- smiður. Hann reisti sér hús á Nesinu sem hann kallaði Velli og þar bjuggu þau hjón lengst af. Anna, móðir Ellu og móður- systir mín var falleg kona og glaðvær og alltaf gestrisin heim að sækja, sem við gerðum oft. Þar var alltaf fagnaðarfundur. Anna heitin bakaði feiknagóðar súkkulaðilagtertur sem ég minn- ist enn og lagði til jafns við kleinurnar hennar mömmu minnar. Við Ella lékum okkur að sjálf- sögðu mikið saman sem börn. Hún var falleg og góð og indæl stúlka, falleg og ljóshærð eins og móðir hennar. Þarna var nóg að gera, nán- ast uppi í sveit með Valhúsa- hæðina og Grandann á aðra hönd en sjóinn á hina. Ég átti og vin á Nesinu og þá þótti ekk- ert meira spennandi en að fara alla leið út að Gróttu og Gróttu- vita í sælöðrið þar og hlaupa undan hvítfyssandi öldunum. Stórvarasamt en skemmtilegt! Þetta var allt góður tími fyrir okkur börnin þótt vinnan væri stopul og launin lág. Okkar fólk virðist hafa sótt talsvert á Nesið á þessum tíma. Föðurafi minn og amma bjuggu í húsi á Val- húsahæð sem kallaðist Hæðar- endi, ömmubróðir minn, Benja- mín og kona hans voru húsverðir í Valhúsaskóla og afa- systir mín og fjölskylda hennar bjó í húsi handan við götuna sem hét og heitir Dvergasteinn. En svo breyttist allt og dró ský fyrir sólu. Anna, móðir Ellu, lést af krabbameini langt fyrir aldur fram, árið 1956 aðeins 51 árs gömul. Ella var þá 21 árs gömul. Fráfall móður henn- ar,svo ótímabært sem það var, reyndist mikið áfall fyrir alla fjölskylduna og þó sérstaklega fyrir Ellu frænku mína sem virt- ist aldrei jafna sig eftir það. Við, ættingjar hennar, tókum þetta líka mjög nærri okkur, ekki síst móðir mín. Það þótti öllum mjög vænt um Ellu en gátu lítið að gert. Hún bjó árum saman með föður sínum, lengst af í Hamra- hlíðinni. Einnig vann hún í Út- vegsbankanum við Lækjartorg. Vegna veikinda Ellu hittumst við lítið og ekkert síðustu árin en bróðir minn, Þorgrímur, fékk að aðstoða hana þegar svo bar við. Það var gott að vita af því. Ella lést svo á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli nýlega eftir beinbrot og aðgerð og skamma legu. Ég og Anna mín og allt okkar fólk vottum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúð. Kristinn R. Guðmundsson. Mig langar að minnast Guðlaugar Magnúsdóttur, fyrr- verandi tengdamóð- ur og góðrar vinkonu, eða ömmu Laugu eins og hún var kölluð á mínu heimili. Lauga fæddist 22.3. 1922 á Hraunholtum í Kolbeins- staðahreppi. Hún var ung tekin í fóstur vegna veikinda móður og ólst upp að mestu á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi hjá þeim myndarhjónum Margréti Jóhann- esdóttur og Sveinbirni Jónssyni. Þar var hennar heimili og þar fékk hún sína menntun. Þá var ekki siður að flakka milli bæja og systkini sín sá hún ekki fyrr en eftir fermingu og kynntist þeim ekki almennilega fyrr en á fullorð- insárum. Síðar meir var mikill vinskapur milli þeirra og sérstak- lega við þær systur Nínu og Önnu. Lauga var ekki mikil fé- lagsvera eða margmál, skyldu- rækin, mikil saumakona og fyrir- myndarhúsmóðir. Harðdugleg til vinnu eins og þau bæði hjónin. Hún fór ung á Húsmæðraskólann á Staðarfelli og lærði seinna sníðagerð og saumaskap hjá góð- um klæðskera, sem varð síðan hennar lifibrauð. Konur komu víða að sem komust yfir efni í kreppunni til að láta sauma kjóla fyrir sig. Saumaskapur var einnig áhugamál hennar alla tíð. Leiðir okkar Laugu lágu fyrst saman þegar ég kynntist syni hennar, Sveini Pálmasyni, í menntaskóla. Það var ljúft að koma á Sundlaugaveginn til þeirra Pálma og alltaf voru kökur eða heimabakað hveitibrauð á eld- Guðlaug Magnúsdóttir ✝ Guðlaug Magn-úsdóttir fædd- ist 21. mars 1922. Hún lést 9. nóv- ember 2018. Útför Guðlaugar fór fram 16. nóv- ember 2018. húsborðinu þegar maður kom í heim- sókn. Þó að Lauga væri ekki allra staf- aði frá henni mikil hlýja og væntum- þykja. Við áttum margt sameiginlegt, eins og að eiga fatlað barn, og skildum hvor aðra, þó að ára- tugir væru á milli okkar, tímarnir og aðstæður aðr- ar. Hún þurfti að treysta á sjálfa sig og framfleyta sér og drengj- unum þremur. Lífið fór ekki alltaf vel með Laugu. Það hefur t.d. ekki verið auðvelt að þurfa að senda þroskaskertan son sinn frá sér að- eins sex ára gamlan. En þá var ekkert annað í boði, enginn skóli í Bolungarvík fyrir hann. Hún sagði mér síðar að það að senda Halldór Bjarna á Skálatún hefði verið það besta en jafnframt erf- iðasta ákvörðun sem hún hefði tekið. Hún hefði aldrei getað sinnt honum eins vel og þau gerðu á Skálatúni. Ég og börnin mín, Jóhanna Sigríður og Pálmi, eigum margar góðar minningar um ömmu Laugu sem ylja okkur um hjarta- rætur. Hún vílaði ekki fyrir sér að bruna í rútu austur á Hornafjörð til að taka með okkur slátur, pakka búslóðinni þegar við flutt- um, saumaði kjóla og föt á Jó- hönnu og lék með þeim í strætó- leik svo fátt eitt sé nefnt. Svo ekki sé minnst á öll matarboðin, sunnudagslærið eða „lollurnar“ í brúnni sósu sem Jóhanna elskaði. Seinasti áratugur var Laugu erf- iður, henni fannst slæmt að missa sjónina, geta ekki lengur saumað, eldað eða horft á sjónvarp. Nú er elsku Lauga mín búin að fá hvíldina og komin á góðan stað til Pálma og fólksins síns. Þakka samfylgdina við kæra tengdamóður. Guðrún Brynjólfsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.