Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 67
MINNINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
✝ Diljá KristínOddsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. nóvember 1971.
Hún lést í Balti-
more í Bandaríkj-
unum 27. október
2018.
Foreldrar henn-
ar eru Oddur Gúst-
afsson, f. 27.3.
1941, og Erna
Gísladóttir, f. 1.7.
1941, d. 23.12. 2003. Systir Dilj-
ár er Hildur Hrönn Oddsdóttir,
f. 27.6. 1973.
Eiginmaður Diljár er Paul
Ernst Terrill, f. 25.2. 1971, og er
sonur þeirra Einar Raymond
Terrill, f. 4.1. 1996.
Diljá ólst upp í
Mosfellsbæ, gekk í
Varmárskóla og
síðar Kvennaskól-
ann í Reykjavík.
Flutti að loknu
stúdentsprófi til
Bandaríkjanna og
lauk BS-námi í sál-
fræði við Háskól-
ann í Maryland. Bjó
um tíma í Þýska-
landi en flutti aftur til Banda-
ríkjanna ásamt manni sínum og
syni og bjó þar til dauðadags.
Minningarathöfn fer fram í
Árbæjarkirkju í dag, 23. nóvem-
ber 2018, klukkan 15.
Diljá var yndisleg stóra systir
sem reyndist mér alltaf vel. Hún
var hvorki fúl á móti né leiðinleg,
eiginlega bara mjög skemmtileg.
Ég man hvað mér þótti alltaf
vænt um að fá að vera með stóru
systur og vinkonum hennar þegar
við vorum litlar. Ég fór líka í sama
framhaldsskóla og hún. Við fórum
báðar í Kvennaskólann en það var
töluvert ferðalag að fara úr Mos-
fellsbænum og niður í miðbæ. En
ég vildi vera í sama skóla og Diljá
svo ég lét það ekki á mig fá. Ég
held að henni hafi líka fundist það
ágætt að hafa mig með. Við vor-
um alltaf nánar vinkonur, meira
að segja eftir að hún flutti til út-
landa. En hún flutti strax eftir
framhaldsskóla til Bandaríkj-
anna, síðar til Þýskalands og svo
aftur til Bandaríkjanna. Við héld-
um alltaf góðu sambandi en það
var dýrt að hringja á milli landa á
þessum tíma. Þegar Diljá bjó í
Þýskalandi var ég búsett í Sví-
þjóð. Það var mjög hentugt enda
mun ódýrara að hringja frá Sví-
þjóð til Þýskalands heldur en frá
Íslandi. Við áttum því oft hvítvíns-
spjall á föstudags- eða laugar-
dagskvöldum. Þá fengum við okk-
ur hvítvín í sitthvoru landinu og
töluðum saman um heima og
geima. Diljá fannst gaman að
spjalla og hlæja en hún var ekki
mikið fyrir slúður eða baktal, vildi
frekar segja gamansögur af sam-
ferðafólki sínu en þó mest af
sjálfri sér. Hún var einstaklega
utan við sig og kom því sér oft í
klandur og henni fannst fátt
skemmtilegra en að segja frá því.
Á þessum árum var ég líka
dugleg að heimsækja þau og þau
komu líka til Svíþjóðar þegar Ein-
ar sonur þeirra var lítill. Við rifj-
uðum oft upp sögur og atvik úr
þessum ferðum okkar. Seinna
þegar ég var líka komin með fjöl-
skyldu og Diljá aftur flutt til
Bandaríkjanna hittumst við
sjaldnar en nú var auðveldara að
vera í sambandi í gegnum netið.
Skype og Facebook auðveldaði
systrum sitthvoru megin við
Atlantshafið lífið til muna.
Diljá hafði mikla þörf fyrir að
koma heim. Hún hélt alltaf góðu
sambandi við fjölskyldu sína og
vini hér á landi. Diljá veiktist lífs-
hættulega í byrjun þessa árs.
Greining var ristilkrabbamein á
lokastigi. Það var því strax ljóst í
hvað stefndi. Samt sem áður tókst
hún á við veikindi sín af æðruleysi
og einstakri jákvæðni. Hún var
alltaf „bara hress“ er hún var
spurð og var sannfærð um að hún
myndi sigra krabbameinið. Innst
inni vissi hún þó að hún myndi
þurfa að lúta í lægra haldi fyrir
meininu. Þessir síðustu mánuðir í
lífi hennar voru erfiðir en Paul
eiginmaður hennar stóð eins og
klettur við hlið hennar allan tím-
ann. Það sama má einnig segja
um Einar son hennar, sem þrátt
fyrir að vera að ljúka krefjandi
háskólanámi var mjög duglegur
að heimsækja foreldra sína og
hjálpa til. Það gat tekið á að vera
svona langt í burtu frá henni en
sem betur fer hafði ég tök á að
heimsækja hana reglulega þessa
síðustu mánuði og þær heimsókn-
ir voru nýttar vel til að hlæja og
gráta. Elsku systir, takk fyrir að
nenna að keyra mig út um allt,
takk fyrir skilninginn og stuðn-
inginn, takk fyrir hláturinn og
gleðina. Takk fyrir samfylgdina,
það var gaman.
Hildur Hrönn Oddsdóttir.
Kæra Diljá frænka.
Okkur finnst svo sárt að hafa
þig ekki hjá okkur. Þú brostir allt-
af og hlóst svo fallega og þegar við
heimsóttum þig, Paul og Einar í
Baltimore tókstu vel á móti okk-
ur. Það var líka alltaf svo gaman
að fá þig til Íslands.
Þegar við vorum lítil og heim-
sóttum ykkur í Baltimore varstu
svo dugleg að fara með okkur í
dýragarðinn. Það fannst okkur
skemmtilegt.
Í fyrra fórum við bara tvö að
heimsækja ykkur; pabbi og
mamma fóru ekki. Þið voruð svo
góð við okkur, fóruð með okkur í
útilegur í hjólhýsinu ykkar og
kennduð okkur fullt af leikjum.
Við erum svo ánægð með að
hafa getað heimsótt ykkur og við
munum alltaf sakna þín.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Erna Þórey Sigurðardóttir
og Eiður Þorsteinn
Sigurðsson.
Elsku Diljá bróðurdóttir, ég
beið spennt eftir að fá ykkur Paul
í heimsókn síðasta vor. Þið ætl-
uðuð að gista hjá mér og vera
áfram í íbúðinni minni á meðan ég
færi til Bandaríkjanna til þess að
eyða páskunum með Kristu dótt-
ur minni. Svo komu fréttirnar um
sjúkdómsgreiningu þína, eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Ekkert
varð úr ferðinni þinni heim í þetta
sinn og þær verða ekki fleiri í lif-
anda lífi. ´
Af öllum systkinabörnum mín-
um áttum við sérstaka tengingu,
þar sem við vorum báðar giftar og
búsettar í Bandaríkjunum. Í
fyrsta skipti sem þú komst og
heimsóttir mig í Ohio varstu með
foreldrum þínum og Hildi systur
þinni. Krista, dóttir mín, var um
það bil fjögurra ára og alveg him-
inlifandi að fá frænkur í heimsókn
frá Íslandi, þar sem hún átti engin
frændsystkini í Bandaríkjunum.
Þetta var fyrsta vakning hennar,
að það væru fleiri en mamma,
pabbi og föðurforeldrar sem til-
heyrðu fjölskyldu hennar. Mér er
sérstaklega minnisstætt að koma
að ykkur Hildi, Kristu og pabba
þínum uppi í rúmi eitt kvöldið og
þið voruð að leyfa Kristu að lesa
fyrir ykkur. Krista talaði um
þetta lengi eftir að þið fóruð, hún
var svo stolt að fá að lesa fyrir
ykkur. Tíminn leið og þið full-
orðnuðust. Þú komst til Banda-
ríkjanna og hittir draumaprins-
inn hann Paul. Giftingin fór fram í
Connecticut, og ekki var annað í
boði en að mæta í glæsilegt brúð-
kaup. Við komum saman frænd-
systkinin Gústaf, Þórunn og ég,
hittum ykkur og fjölskyldu og það
var dansað langt fram á nótt og
margar ljúfar minningar verða
alltaf til staðar. Næst hittumst við
þegar Paul var að útskrifast úr
hernum, á leið aftur heim til Con-
necticut frá Colorado, þá stopp-
uðuð þið hjá mér í Ohio, með
hundinn Pílu. Svo kom að giftingu
Kristu, dóttur minnar, og þið Paul
gerðuð ykkur lítið fyrir og komuð
fljúgandi til Ohio í brúðkaupið.
Aftur gleði og ógleymanlegar
stundir saman. Seinna hitti ég
ykkur þegar Einar var á öðru ári
og ég var að ferðast um vegna
vinnu í Connecticut og fékk að líta
á gullprinsinn ykkar. Allt eru
þetta svo ljúfar minningar sem
ylja manni um hjartarætur. Þú
varst alltaf með þitt heillandi bros
og jákvæðni í kringum þig. Sorg-
arfréttir bárust eitt árið til mín í
Ameríku þegar Erna móðir ykkar
Hildar kvaddi eftir baráttu við
krabbamein. Ég kom heim til Ís-
lands til þess að vera með ykkur á
þeirri sorgarstund. Þegar litið er
yfir liðna tíð get ég ekki annað en
verið þakklát fyrir að hafa fengið
að fíflast, hlæja, dansa og gráta
með þér, elsku Diljá mín. Minn-
ingarnar lifa. Elsku Oddur bróðir,
Paul, Einar, Hildur, Sigurður,
Erna Þórey og Eiður Þorsteinn,
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur og megi guð gefa ykkur styrk
til þess að halda áfram og geymið
allar góðu minningarnar.
Sigrún Gústafsdóttir.
Diljá Kristín Odds-
dóttir – Terrill
✝ Agnar Trausta-son var fæddur
á Hörgshóli í Þver-
árhreppi V.-Hún
22. mars 1941.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 11. nóvember
2018.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Hansína Sigfúsdótt-
ir, f. 21. ágúst
1915, d. 29. ágúst 1999, og
Trausti Sigurjónsson, f. 1. maí
1912, d. 4. nóvember 2004.
Systkini Agnars voru: Björn,
f. 29.5. 1938, Þorkell, f. 10.7.
1939, Þráinn, f. 9.4. 1942, Guð-
úr sveitinni í þann barnahóp
sem fyrir var á Hörgshóli á
meðan skólahald stóð yfir. Einn
vetur stundaði Agnar nám við
Héraðsskólann í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp. Hann var bóndi
á Hörgshóli ásamt móður sinn
til ársins 1983 er þau fluttu að
Laugarbakka í Miðfirði þar sem
hann bjó æ síðan. Agnar vann í
Sláturhúsinu á Hvammstanga í
mörg ár, var afleysingamaður á
bæjum og aðstoðaði bændur í
nágrenninu við landbúnaðar-
störf árum saman. Hann stund-
aði hrossarækt á Hörgshóli um
árabil.
Agnar var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Agnars fer fram frá
Breiðabólstaðarkirkju í Vestur-
hópi í dag, 23. nóvember 2018,
klukkan 14.
björg Stella, f.
15.6. 1943, Sigfús,
f. 29.5. 1945, d.
18.5. 2011, Hörður,
f. 2.1. 1955, og Sig-
urður Rósberg, f.
9. 12. 1957, d. 8.7.
2000.
Agnar ólst upp
á Hörgshóli og
sinnti þar bústörf-
um sem vani var til
sveita á þeim tíma.
Skólaganga hófst þegar börn
voru 10 ára gömul og þá var
enn farskóli í Þverárhreppi.
Kennsla fór fram á bæjunum í
sveitinni oftast þar sem börnin
voru flest. Oft bættust því börn
Nú er Aggi bróðir minn farinn
yfir móðuna miklu. Margs er að
minnast frá liðinni tíð. Sem börn
lékum við bræðurnir okkur með
leggi, horn og kjálka. Við áttum
myndarbú hver fyrir sig, gáfum
dýrunum okkar nöfn og þekkt-
um hvert bein. Svo voru lagðir
vegir og leikið sér. Fimm ára
gamlir vorum við farnir að vinna
við búskapinn heima, raka og
rifja, teyma hesta sem settir
voru fyrir heyvinnutækin og
sækja kýrnar.
Þegar við vorum að alast upp
á Hörgshóli var veiði góð í Reyð-
arlæknum. Þar var gott að una
sér því veiðiáhuginn var mikill
og komum við oft heim úr
læknum rennandi blautir með
góðan afla.
Eftir að ég flutti að heiman
fannst mér ekki koma sumar
nema ég kæmist norður í hey-
skapinn. Það var mér mikils virði
að geta tekið þátt í heyskapnum
með Agnari og ekki skorti verk-
efnin. Frá morgni til kvölds var
hamast við að ná heyi í hlöður á
meðan veður hélst þurrt. Svo var
kannski skroppið í lækinn
snemma næsta morgun til að ná
í lax eða silung í soðið. Oft voru
Aggi og mamma með krakka hjá
sér í sveit til að hjálpa til við bú-
störfin. Þeim börnum reyndist
hann vel enda var hann einstakt
ljúfmenni. Systkinabörn hans
dvöldu oft á Hörgshóli hjá ömmu
sinni og Agga og þar var gjarnan
glatt á hjalla.
Þegar hefðbundinn búskapur
lagðist af á Hörgshóli var Aggi
með hross þar. Á vorin fórum
við, fjölskyldan, oft norður til að
fylgjast með folöldunum nýköst-
uðum. Það var áhugavert því
Agnar var oft með góða stóð-
hesta til að bæta stofninn.
Stundum fórum við saman á
hestamannamót hjá Þyt, bæði
sem keppendur og áhorfendur.
Síðasti reiðtúrinn okkar saman
var fyrir nokkrum árum er við
fórum ríðandi í Þverárrétt. Sú
ferð verður í minni höfð.
Agnar hafði mjög gaman af
dýrum, hugsaði vel um þau og
fóðraði vel. Það var alltaf gaman
að fylgjast með Agnari þegar
hann var að snúast í kringum
hrossin og kindurnar því hann
gat hlaupið endalaust án þess að
blása úr nös. Kindunum náði
hann alltaf en hrossin á Hörgs-
hóli voru frá á fæti enda góðir
stökkhestar af hrossakyninu og
náðu nokkrir langt í keppni.
Með móður sinni ól Agnar upp
tvo yngstu bræðurna Hörð og
Begga. Hann var þeim góður
bróðir og reyndist þeim vel.
Hann var alla tíð nægjusamur,
tók ekki miklar áhættur í lífinu
og eyddi ekki um efni fram.
Hann var vinur vina sinna og
alltaf tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd ef á þurfti að halda. Hann
var alinn upp af þeirri kynslóð
sem fór ekki af bæ nema eiga er-
indi en hafði þó gaman af að fara
í ferðirnar með eldri borgurum
síðustu árin. Við minnumst ferð-
ar sem hann fór með okkur til
Aðalvíkur fyrir 10 árum, þá frár
á fæti og við góða heilsu.
Agnar átti við heilsubrest að
stríða síðustu árin. Þá ákvað
hann að fella hrossin og selja
jörðina nágrönnum sínum í
Böðvarshólum. Síðastliðna tvo
mánuði var Agnar á Sjúkrahús-
inu á Hvammstanga. Fjölskylda
hans þakkar starfsfólkinu hlýju
og góða umönnun.
Kæri bróðir og mágur. Þegar
þér var þrotið þrek og kraftur
varstu sáttur við að kveðja. Hitt-
umst fyrir hinum megin.
Þorkell og Halldóra.
Agnar Traustason
✝ Sigurlaug Sig-urðardóttir
fæddist 28. septem-
ber 1962 á Land-
spítalanum í
Reykjavík. Hún
lést á Akureyri 20.
október 2018.
Sigurlaug var
dóttir hjónanna
Arnþrúðar Mar-
grétar Jóhannes-
dóttur, f. 25.7.
1931, d. 28.6. 2011, og Sigurðar
Gunnlaugssonar, f. 24.8. 1929.
Systkini hennar eru Aðal-
björg Sigurðardóttir, f. 15.7.
1951, Gunnlaugur S. Sigurðs-
son, f. 17.7. 1953, d. 23.9. 2009,
Hulda Sigurðardóttir, f. 12.3.
1957, og Margrét Sigurðar-
dóttir, f. 3.2. 1965. Börn Sigur-
laugar eru 1) Bene-
dikt Sigmar
Emilsson, f. 5.11.
1981. 2) Ester
Anna Emilsdóttir f.
2.8. 1984. 3) Emil
Þorri Emilsson, f.
23.3. 1990, sam-
býliskona hans er
Sóley Björk Ein-
arsdóttir. 4) Þor-
kell Óttar Emils-
son, f. 23.3. 1994,
eiginkona hans er Sara Bene-
diktsdóttir.
Sigurlaug ólst upp í Kópa-
vogi og gekk þar í Kársnes-
skóla og Þinghólsskóla. Hún
flutti ung norður til Akureyrar
og átti þar heimili lengst af.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey.
Haustið 1962 sótti pabbi mig í
sveitina þar sem ég hafði dvalið
síðan í maí. Hann færði mér þær
fréttir að ég hefði eignast litla
systur 28. september og að hann
og mamma hefðu flutt heimili
okkar í húsið sem þau voru að
byggja á Kópavogsbraut.
Hún litla systir mín var borin
inn í fokhelt hús með einu máluðu
herbergi, herbergi þar sem vagg-
an hennar stóð og öll fjölskyldan
svaf.
Fyrir jól voru baðherbergi og
eldhús innréttuð, öll herbergi
máluð, hurðir komnar í allar dyr
og meira að segja dyrabjalla.
Fyrsta veislan í húsinu var haldin
um jólin, þegar litla systir var
skírð og nefnd Sigurlaug.
Hverfið var að byggjast upp og
hún systir mín með fallega rauða
hárið átti marga leikfélaga því
fullt var af krökkum í húsunum í
kring og leiksvæðið móar, klapp-
ir og hálfbyggð hús.
Árið sem Sigurlaug fermdist
héldum við Gísli til dvalar í Kaup-
mannahöfn. Heimsókn til okkar
var hennar fyrsta utanlandsferð.
Það var gaman að upplifa allt
með henni. Fara í Tívolí, á Bakk-
ann, í dýragarð, í búðir og skilja
ekki dönsku.
Þegar við komum svo heim var
Sigurlaug flutt til Akureyrar þar
sem hún stofnaði heimili og eign-
aðist börnin fjögur. Við settumst
að á Ísafirði. Ísafjörður á hjara
veraldar. Akureyri í þjóðbraut.
Enda reyndi meir á gestrisni
hennar en mína.
Börnin á Ísafirði, Eiríkur,
Greipur og Arnþrúður, stunduðu
öll skíðaíþróttir. Skíðabörn á Ísa-
firði voru árlega sett upp í flugvél
ásamt fararstjóra og þjálfara og
flogið til Akureyrar á Andrésar
Andar-leikana og fleiri mót. Þá
var gott að eiga frænku á Akur-
eyri ef eitthvað vantaði, t.d. dýnu.
Og þegar Þrúða braut á sér tána
var það frænkan sem kom henni
til læknis.
Við fórum oft um Norður- og
Austurland í sumarfríum. Alltaf
komið við hjá Sigurlaugu. Nutum
gestrisni hennar og barnanna og
þess að hún var afbragðskokkur.
Frændgarður okkar á Norður-
landi er stór og var Sigurlaug í
góðum tengslum við margt það
fólk. Ekki var óalgengt að pabbi
hringdi í mig og segði: Sigurlaug
hringdi og sagði fréttir af frænd-
fólki; fæðingu, giftingu, veikind-
um og öðru fréttnæmu. Þannig
tengdi hún okkur betur okkar
fólki.
Sigurlaug las mikið og símtöl
okkar enduðu oft með því að
verða bókaspjall. Nú verða þau
samtöl ekki fleiri.
Við Gísli og börnin sendum
Benna, Ester Önnu, Emil Þorra
og Þorkeli Óttari okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Sigurlaug
Sigurðardóttir
Elsku Víglundur
frændi. Það er erfitt
að trúa því að þú
sért farinn heim til
mömmu, afa og ömmu. Ég trúi
því að við hittumst aftur þegar
minn tími er kominn og hlutverki
mínu er lokið. Og ég hlakka til.
Það sagði einhver við mig um
daginn að allir gegndu sínu hlut-
verki hér á jörðinni og þú gegndir
mikilvægu hlutverki í atvinnulíf-
inu, fyrirtækjarekstri og í fjöl-
skyldulífinu.
Við í fjölskyldunni elskuðum
þig og dáðum!
Ég man þegar ég var fimm ára
og við mamma og Arnar komum
heim til Íslands þegar Steini afi
var að deyja, þá hélst þú á mér í
fanginu og það þótti mér voða
gott. Við höfum alltaf verið mjög
náin í gegnum tíðina. Þú tókst
mér eins og ég væri heilbrigð
manneskja þrátt fyrir fötlun
Víglundur
Þorsteinsson
✝ Víglundur Þor-steinsson fædd-
ist 19. september
1943. Hann lést 12.
nóvember 2018.
Útför Víglundar
fór fram 21. nóv-
ember 2018.
mína og trúðir á
mig, fyrir það er ég
mjög þakklát að ei-
lífu.
Við áttum góðar
stundir saman hvort
sem það var úti í
náttúrunni eða fór-
um í heimsókn til
hvort annars.
Elsku Víglundur,
takk fyrir að koma
til mín þegar þú
varst nýkominn yfir og kveðja
mig, mér þótti vænt um það.
Ég finn mikið til með strákun-
um þínum þremur og fjölskyld-
um, megi allt það góða í veröld-
inni vernda þau og styrkja í
sorginni þeirra.
Hvíl í friði, elsku frændi, þang-
að til við hittumst aftur í eilífð-
inni.
Ást á lífinu
Ég elska að lifa
lífið er dásemd,
andinn í okkur
deyr aldrei
hann lifir um eilífð.
Ásta Dís Jenna
Ástráðsdóttir.