Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Már Jónsson hafði umsjá með endur-
útgáfunni og ritaði inngang að henni
sem hér er vitnað í.
Jón Thoroddsen innritaðist í Hafn-
arháskóla 19. október 1841, rétt orð-
inn 23 ára, og gekk í Hið íslenska
bókmenntafélag fjórum vikum síðar.
Líkt og aðrir íslenskir námsmenn bjó
hann frítt á stúdentagarði við háskól-
ann, svonefndum Garði (á dönsku
Regensen), með mánaðarlegan fram-
færslustyrk til fjögurra ára. Hann
tók þátt í félagslífi
Íslendinga og
skrifaði 6. sept-
ember 1842 undir
ályktun um end-
urreisn alþingis.
Fáum vikum síð-
ar féll hann á
tveimur prófum
við háskólann og
tapaði bæði
styrknum og herberginu. Þann 25.
febrúar 1843 skrifaði hann undir aðra
ályktun um endurreisn alþingis. Um
sumarið fór hann til Íslands og var á
Reykhólum 23. júlí þegar foreldrar
hans gengu frá gagnkvæmri erfða-
skrá sem fól í sér að það þeirra sem
lengur lifði héldi eignarhlut þeirra í
jörðinni til dauðadags. Prófunum
náði hann um haustið, sem þýddi
endurheimtan styrk og garðvist til
næstu þriggja ára. Jón sat fundi Ís-
lendinga um stjórnmál og 16. apríl
1844 skrifaði hann undir þakkarbréf
til konungs, sem nú hafði ákveðið að
allir embættismenn á Íslandi skyldu
kunna íslensku. Frá hausti 1846
leigði hann herbergi úti í bæ, síðast í
húsi við Nybrogade gegnt nýbyggðu
safni hins hálfíslenska myndhöggv-
ara Bertels Thorvaldsens.
Þórður lést 10. nóvember 1846 og
enn skrapp Jón til Íslands sumarið
1847 til að vera viðstaddur arfaskipt-
in. Nam virði dánarbúsins eftir
skuldir 1472 rd. 60 sk., sem var fimm-
falt meira en meðalbóndinn átti á
þessum árum. Helminginn átti Þórey
og hafi verið farið eftir gildandi
erfðalögum, sem er líklegt, fékk Jón
tvöfaldan arf á móti systrum sínum
eða 368 rd. 15 sk. Tæpur helmingur
af því var hlutur hans í Reykhólum
sem Þórey þó hélt til æviloka, Áður
hafði Jón tekið arf eftir fóstra sinn
Jónas Jónsson í Sælingsdalstungu,
þar á meðal hálfa jörðina eða 30
hundruð að fornu mati; hafði Þórður
selt þá eign 29. maí 1845 fyrir 1200
rd. Sé gert ráð fyrir því að íslenskur
háskólanemi í Kaupmannahöfn hafi
þurft um 200 ríkisdali á ári til fram-
færslu og dægradvalar hafa þessir
fjármunir átt að duga Jóni ágætlega,
jafnvel þótt hann héldi sig vel.
Bókmenntafélagið gaf út ársritið
Skírni sem einkum flutti Íslend-
ingum fréttir af erlendum vettvangi.
Fjölnir hóf göngu sína árið 1835 og
birti skáldskap ekki síður en upp-
byggilegar greinar. Hann kom síðast
út vorið 1847, helgaður minningu
Jónasar Hallgrímssonar. Þar birtist í
fyrsta sinn ljóð eftir Jón Thoroddsen
og annað eftir Benedikt Gröndal, son
Sveinbjarnar Egilssonar. Góður vin-
ur þeirra Jóns og Benedikts var Gísli
Brynjúlfsson og 27. febrúar 1848 átti
hann frumkvæði að því efna til tíma-
rits sem yrði helgað skáldskap og
þeir myndu stjórna sjálfir. Hann var
rétt orðinn tvítugur og Benedikt
árinu eldri, en Jón nálægt þrítugu.
Benedikt lýsti ferlinu síðar: „við
fundumst í herbergi Jóns, og þar
hundrifumst við Gísli, en Jón var allt-
af að stilla til friðar, og ég gekk loks-
ins frá öllu saman.“ Nafn tímaritsins
lá fyrir 6. mars og skyldi það heita
Norðurfari, enda ætlað lesendum á
Íslandi.
Þetta voru ákafatímar í dönskum
stjórnmálum. Danakonungur var
hertogi í Slésvík, sem heyrði undir
danska konungsríkið, en líka í Holt-
setalandi sem annars tilheyrði þýska
ríkjasambandinu. Í báðum hertoga-
dæmum voru uppi háværar kröfur
um að þau fengju stjórnarskrá og að
Slésvík yrði þá líka hluti af þýska
sambandinu. Þann 24. mars 1848
samþykkti Friðrik sjöundi að Holt-
setaland fengi stjórnarskrá en ekki
Slésvík. Andsvar heimamanna var að
stofna bráðabirgðastjórn og gátu
dönsk stjórnvöld ekki sætt sig við
það, heldur bjuggu út flota og land-
her. Jón hreifst með og 31. mars
bauð hann sig fram til herþjónustu. Á
hádegi 19. apríl hélt hann ásamt öðr-
um sjálfboðaliðum úr röðum há-
skólanema frá Kaupmannahöfn og lá
leiðin til Flensborgar á Suður-
Jótlandi. Þaðan gekk hópurinn yfir
nótt til Gottorp og strax að morgni
hófst bardagi við þýskar hersveitir.
Að eigin sögn, í bréfi til Brynjólfs
Péturssonar 28. apríl, drap Jón þá
einn mann og særði annan: „Þar held
ég mig hafa sært prússneskan dáta
sem ætlaði að skjótast yfir gerðið en
ég skaut á hann og þá hvarf hann …
Ég var á vinstra fylkingararmi og
varð einna fyrstur til að skjóta og féll
sá er fyrir varð.“ Í bréfi til Gísla 3.
maí baðst hann afsökunar á því að
hafa farið án þess að kveðja og sagð-
ist mundu ganga aftur, félli hann, til
þess eins að sjá Norðurfara.
Ætla má að föðurarfur Jóns og
andvirði Sælingsdalstungu hafi verið
uppurin eigi síðar en í ársbyrjun
1849, því 20. mars bað hann móður
sína um að útvega 500 ríkisdali, svo
hann gæti „lokið af þessu langvaran-
lega Exameni er svo margt hefur
hingað til stutt að að hindra mig í“.
Því miður útskýrir hann ekki þessar
hindranir. Þórey gerði hvað hún gat
og 24. maí gaf hún út skuldabréf fyrir
200 rd. úr föðurarfi þriggja barna
Hildar dóttur sinnar. Þá upphæð hef-
ur hún áreiðanlega sent Jóni. Þá
efndi hún til uppboðs á Reykhólum
19. júní og hugðist selja búshluti og
búfé, en engir komu. Á meðan á
þessu stóð sat sonurinn við skriftir.
Í Fjölni árið 1847 höfðu birst
nokkrar stuttar sögur eftir Jónas
Hallgrímsson, þar á meðal „Grasa-
ferð“ og „Fífill og hunangsfluga“,
sem vafalaust vöktu aðdáun yngri
landa hans sem líka langaði til að
skrifa. Gísli Brynjúlfsson hafði þá
samið „Sögur afdalakarlsins“, stuttar
og skemmtilegar. Hugur hans stóð til
frekari afreka og 14. janúar 1848
fékk hann innblástur eftir viðdvöl í
bókabúð: „Þegar eg sé þetta ógrynni
bóka, langar mig til líka að rita bók,
og alltaf styrkist hjá mér það áform
að gera allt til þess eg geti búið til ís-
lenzka smíðissögu. Væri hún vel
skrifuð, yrði hún að komast í álit, því
heimurinn er nú orðinn leiður á þessu
eilífa frakkneska gutli.“ Hið göfuga
markmið skáldsagnagerðar hafa þeir
félagar vafalítið rætt sín á milli og
eftir að Jón kom úr stríðinu lét hann
á það reyna, með prýðilegum ár-
angri, því enn þykir Piltur og stúlka
vera skemmtileg og læsileg bók.
Ekki er varðveitt minnsta slitur úr
handriti eða próförkum að Pilti og
stúlku og vonlaust að segja nákvæm-
lega til um það hvenær sagan var
skrifuð. Í æviágripi nafna síns árið
1876 fullyrti Jón Sigurðsson að
skáldsagan hefði verið skrifuð vetur-
inn 1848-1849 og prentuð veturinn
eftir. Líklegra er þó að skriftir hafi
tekið lengri tíma og öruggt að sagan
tók nokkrum breytingum í með-
förum, því til er í handriti ólík gerð
„Búðarvísna“ og „Vögguvísu“, þar
sem glittir í eldra stig skáldsög-
unnar, sem þá hét Indriði og Sigríð-
ur. Fullvíst er aftur á móti að Piltur
og stúlka var prentuð í apríl 1850,
eftir því sem fram kemur á varð-
veittri kröfu frá prentaranum, Søren
Lauritz Møller. Bókin er 146 blaðsíð-
ur í litlu broti. Letrið er smátt en gott
bil á milli lína þannig að textinn er
þægilegur aflestrar. Á titilsíðu er
höfundar ekki getið en útgefandi
sagður vera Jón Þórðarson Thór-
oddsen. Ámóta brellur voru alsiða á
þessum árum og ýmist að höfundar
birtu verk sín undir dulnefni eða
þættust aðeins hafa gefið þau út.
Upplagið var 500 eintök og prent-
kostnaður 64 rd. 48 sk. Pappírinn
hefur Jón þurft að borga aukalega og
má ætla að hann hafi kostað 43 rd. en
útgáfan þá samanlagt 107 rd. 48 sk. –
fjórðungur föðurarfsins! Í Danmörku
þótti gott ef bækur seldust í þetta
mörgum eintökum. Íbúar í Kaup-
mannahöfn voru um 130 þúsund tals-
ins og í lesandi yfirstétt vart fleiri en
4000 manns, en til sveita nokkur þús-
und prestar og aðrir menntamenn,
auk aðalsmanna.
Íslenskur bókamarkaður var ann-
ars eðlis og lesendahópurinn líklega
næstum því jafn stór, þrátt fyrir fá-
mennið; árið 1840 voru Íslendingar
57 þúsund talsins og hafði fjölgað um
tvö þúsund áratug síðar. Bændur og
búalið lásu sér til skemmtunar og
fróðleiks, einkum reyndar guðsorð,
en ýmislegt annað barst um landið
frá Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Annar árgangur Norðurfara hafði
verið prentaður í 600 eintökum og
Jón hefur gert sér vonir um að Piltur
og stúlka næði svipaðri sölu. Til eru
tölur um upplag bóka sem voru
prentaðar í Viðey árin 1831-1844 og
síðan í Reykjavík til ársloka 1846.
Passíusálmarnir voru prentaðir í
hvorki fleiri né færri en 2000 eintök-
um árið 1832 og aftur í 2500 eintök-
um fjórum árum síðar. Hugvekjur
eftir þýska guðfræðinginn Christoph
Christian Sturm (1740-1786) komu út
í 1000 eintökum árin 1832-1833, en
fyrsta bindið aftur í 2000 eintökum
árið 1835 og hin tvö í 3000 eintökum
þremur árum síðar. Stafrófskver ætl-
að börnum var gefið út í 1000 eintök-
um árið 1832 og aftur árin 1834 og
1835 í tvöfalt fleiri eintökum, en næst
árið 1843 í 800 eintökum. Númarímur
Sigurðar Breiðfjörð voru gefnar út í
2000 eintökum árið 1835 en Njáls
saga í þúsund eintökum árið 1844.
Þetta voru rit sem nutu hylli alþýðu á
meðan árleg boðsrit Bessastaða-
skóla, sem meðal annars geymdu
Odysseifskviðu í þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar, komu út í 400-
500 eintökum. Jón hefur því heldur
haft þann hóp lesenda í huga fyrir
söguna fremur en allan almenning.
Piltur og stúlka tók tvímælalaust
mið af tilþrifum fremstu rithöfunda
samtímans, danskra, enskra, þýskra
og franskra. Jón Sigurðsson viðhafði
þau orð árið 1876 að hún væri „fyrsta
nýsaga, sem samin sé á Íslenzku“ og
hafði í huga enska orðið „novel“. Um
sérstöðu sögunnar miðað við íslenska
sagnagerð áratugina á undan nægir
að vísa í orð Steingríms J. Þorsteins-
sonar frá 1943: „En Piltur og stúlka
ber svo mjög af þessum tilraunum
öllum til skáldsagnagerðar, bæði að
byggingu, mannlýsingum, samræðu-
stíl og raunar allri list, að telja verður
hana tvímælalaust fyrstu íslenzku
sögu í hinum nýja skáldsagnastíl.“
Söguefnið sótti Jón til Íslands, þótt
ekki léti hann atburði gerast á heima-
slóðum sínum vestanlands heldur á
Austurlandi. Frásögnin hefst á
hreppakrytum út af aldraðri ósjálf-
bjarga konu sem mundi ekki hvar
hún var fædd, enn að hætti Cerv-
antesar sem í byrjun Don Kíkóta
mundi ekki hvað þorpið hét þar sem
sagan gerðist. Án efa lýsti Jón per-
sónum sem hann þekkti og hafði hlið-
sjón af stöðum þar sem hann hafði al-
ið manninn á Reykhólum, í
Sælingsdalstungu og á Hrafnagili, en
ekki síst á Bessastöðum og í sjálfum
höfuðstaðnum – og greinilegt er af
ýmsum smáatriðum í bókinni að hún
gerðist í samtímanum.
Íslensk smíðissaga Jóns Thoroddsens
Í tilefni af því að liðin eru 200 ár frá fæðingu Jóns Thoroddsens og 150 ár frá andláti hans var fyrsta skáldsaga hans og fyrsta íslenska
skáldsagan, Piltur og stúlka, gefin út að nýju. Þessi útgáfa er frábrugðin fyrri endurútgáfum að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem
frumútgáfa verksins, sem kom út 1850, er gefin út að nýju, en aðrar útgáfur byggjast á endurskoðaðri gerð Jóns af sögunni.
Göfugt markmið Kristín Ólína Thoroddsen og Jón Thoroddsen með Þor-
valdi, syni þeirra. Myndin er tekin í Reykjavík 1867.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.