Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 88

Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras ym maxipodium 500 b Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Stúdenta- myndatökur „Barnaþorpið“, ný skólamiðstöð í jaðri regnskógar í Norður-Brasilíu, hreppti hinn virtu alþjóðlegu RIBA- arkitektúrverðlaun sem besta nýja byggingin á jörðinni árið 2018. Bar hún sigur úr býtum í samkeppni við aðrar athyglisverðar nýbyggingar sem valdar höfðu verið í úrslit sam- keppninnar. Hönnuðir Barnaþorpsins eru ungir brasilískir arkitektar, Gustavo Ut- rabo og Petro Duschenes frá hönn- unarstofunni Aleph Zero, og unnu þeir úr hugmyndum sínum í sam- starfi við Marcelo Rosenbaum og Adriana Benguela frá arkitektastof- unni Rosenbaum. Barnaþorpið hlýtur verðlaunin í senn fyrir útlit og hagkvæmar lausnir við byggingu og framkvæmd verks- ins. Barnaþorpið er heimavist fyrir um 540 ungmenni á aldrinum 13 til 18 ára sem sækja nám við Canuanã- skólann. Nemendurnir koma allir frá strjálbýlum héruðum og þurfa marg- ir þeirra að sigla klukkustundum saman eftir ám til að komast í skól- ann. Byggingin var kostuð að Brad- esco-stofnuninni en Barnaþorpið er við einn fjörutíu skóla sem hún rekur fyrir börn og ungmenni í strjálbýlum landbúnaðarhéruðum Brasilíu. Byggingarefni af svæðinu Grunnhugmynd arkitektanna við hönnun barnaþorpsins var að nota arkitektúr sem tæki fyrir félagslega umbreytingu. Þeir unnu í nánu sam- tali við nemendur til að fá tilfinningu fyrir þörfum þeirra og hugmyndum um skólann. Þau vildu fá umhverfi og aðstöðu sem byggi þeim heimili fjarri heimilinu, og þar sem þau gætu notið sín í senn sem einstaklingar og hluti af samfélagi. Hluti af lausninni var að byggja herbergi sem sex deildu í stað eldri heimavistar þar sem 40 voru saman í svefnherbergi. Þá voru al- mannarýmin hönnuð með það í huga að þar mætti njóta sín í senn við lær- dóm, leiki og hvíld. Barnaþorpið nær yfir um 25 þús- und fermetra og eru meginálmurnar tvær, ein fyrir pilta og önnur fyrir stúlkur; á milli svefnálmanna eru þrír skuggsælir garðar. Svefnherbergin eru á jarðhæð og ofan á þeim ýmis- konar leik- og samverurými, allt frá lestrarrými og svæðum með hengi- rúmum að sjónvarpsherbergjum. Ein aðaláskorunin, þar sem hita- beltisloftslag ríkir á svæðinu, var að skapa nóg af svölum skugga. Dóm- nefnd segir breitt þakið afar vel lukk- að og opin rýmin í skugganum tengj- ast ytra rými bygginganna á fallegan hátt með góðu útsýni. Þá er arkitektum hrósað fyrir góð- ar lausnir með tilvísunum í hefðbund- inn arkitektúr Brasilíu og hvað bygg- ingarefni varðar. Hleðslusteinar voru mótaðir úr leir af svæðinu og hlaðið með loftrásum sem trekkir um, og þá er viðurinn sem mótaður er fagurlega allur af svæðinu, ódýrt efni sem hent- ar vel í loftslaginu. Barnaþorpið best hannað Ljósmyndir/Leonardo Finotti Barnaþorpið Brasilíska skólamiðstöðin í jaðri regnskógarins var valin besta nýja bygging heimsins í ár. Viðargrindur Áberandi viðurinn er úr nágrenni heimavistarskólans. Góðar lausnir Vel loftar um hvíldar- og afþreyingarrýmin sem eru ýmiskon- ar, fyrir leik og störf og flest byggð ofan á svefnálmunum sem eru tvær.  Hreppti RIBA-arkitektúrverðlaunin Efnið og andinn er yfirskrift Tón- listarhátíðar Rásar 1 sem verður haldin í Kaldalóni í Hörpu í kvöld, föstudag. Dagskráin hefst með tón- skáldaspjalli klukkan 18 en tónleik- arnir sjálfir, sem eru um klukku- stundar langir, hefjast klukkan 18.30. Á hátíðinni verða frumflutt fjögur ný ein- leiksverk eftir ís- lensk tónskáld, sem öll fjalla – að sögn Höllu Odd- nýjar Magnús- dóttur stjórnanda hátíðarinnar – um spurningar um samspil efnis og anda á einn eða annan hátt. Á milli tónverka hljóma stutt útvarpsverk um sama efni, en þar heyrist meðal annars upptaka af gömlum miðils- fundi og hugleiðingar svæfinga- læknis um meðvitundina. Tón- skáldin eru Valgeir Sigurðsson, Þuríður Jónsdóttir, Halldór Smára- son og Finnur Karlsson. Valgeir og Þuríður eru vel þekkt eftir áralang- an og fjölbreyttan tónsmíðaferil, en Halldór og Finnur eru fulltrúar nýrrar og afar framsækinnar kyn- slóðar tónskálda sem þegar eru far- in að vekja athygli bæði hér heima og erlendis. Hvert þeirra valdi sér einn flytjanda til að treysta fyrir nýja verkinu, en sum nýta sér einnig rafhljóð til að auka við hljóðheim ak- ústísku hljóðfæranna. Tónskáldin semja líka með út- varpið í huga og finnur hver sinn flöt á því hvernig ný músík fyrir útvarp ætti að hljóma. Heildstæð hlustunarupplifun Flytjendur verkanna eru Daniel Pioro fiðluleikari, María Ösp Ómars- dóttir þverflautuleikari, Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari og Þór- gunnur Anna Örnólfsdóttir söng- kona. „Það er ekki á hverjum degi sem fjögur ný verk hljóma saman á tón- leikum, en umgjörðin er líka dálítið óvenjuleg – þematengd, og hugsuð til þess að skapa heildstæða hlust- unarupplifun fyrir áheyrendur, og opna þeim þannig nýjar leiðir inn í samtímamúsíkina,“ segir Halla Oddný. Hún bendir á að hátíðin sé líka knöpp í formi. „Það er von okk- ar sem að henni stöndum að hún gefi sem flestum færi á að koma og hlýða á fallega og nýja tónlist í samhengi sem er bæði opið og áhugavert.“ Frumflytja ný einleiks- verk eftir íslensk tónskáld  Tónlistarhátíðin Efnið og andinn í Kaldalóni í kvöld Valgeir Sigurðsson Halldór Smárason Þuríður Jónsdóttir Finnur Karlsson Halla Oddný Magnúsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.