Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 2

Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 595 1000 Jólalottó Heimsferða Njóttusólarumhátíðarnar TenerifeeðaGran Canaria Aðeinsörfásæti laus Frá kr. 199.995 Frá kr. 149.995 20. 21. og 22. desemberBirtm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Útboði fyrir NATO lokið  Framkvæmdir við flugskýli kafbátaleitarvéla í Keflavík hefjast á næsta ári Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Útboðinu er lokið og verður til- kynnt um niðurstöðuna á næstunni. Búast má við að framkvæmdir hefj- ist svo á nýju ári,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Vísar hann í máli sínu til fyrirhug- aðra framkvæmda á vegum Banda- ríkjahers á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli. Er um að ræða tvö verkefni, annars vegar hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 og hins vegar hönnun og byggingu sjálfvirkrar þvotta- stöðvar fyrir flugvélar. Breytingarn- ar á flugskýli 831 munu felast í end- urnýjun á hurð flugskýlisins og rafkerfi sem flugvélar tengjast við. Flugvélaþvottastöðin sem hanna á og reisa verður sjálfvirk þvottastöð og nýtist hún einkum við að skola sjávarseltu af kafbátaleitarvélum Atlantshafsbandalagsins, NATO. Breytingar fyrir nýja gerð véla Flugskýli Atlantshafsbandalags- ins á Keflavíkurflugvelli hefur verið notað fyrir P-3 Orion eftirlitsflugvél- ar, sem hafa haft það verkefni að fylgjast með ferðum rússneskra kaf- báta í Norður-Atlantshafi. Skýlið rúmar hins vegar ekki nýja tegund eftirlitsvéla, svonefndar P-8 Posei- don, og því þarf að ráðast í breyting- arnar. Nýju vélarnar eru byggðar á Boeing 737-800 og eru þær búnar helstu nýjungum í könnunarbúnaði. Þá segir Sveinn einnig í gangi út- boð sem tekur til stækkunar á flug- hlaði til vesturs á Keflavíkurflug- velli. „Útboðið tekur til fram- kvæmda á vestursvæði og viðhalds á þotuskýlum sem finna má þar við,“ segir Sveinn og bætir við að útboð- inu ljúki á vormánuðum næsta árs. Morgunblaðið/Arnaldur Varnarsamstarf Eldri gerð leitar- véla, svonefnd P-3 Orion, í Keflavík. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Langir biðlistar eru eftir sálfræði- þjónustu á heilsugæslustöðvum um allt land. Í ljósi þess telur heilbrigð- isráðherra þörf á að efla þessa þjón- ustu og segist ætla að leggja á það áherslu. Kemur þetta fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra við skriflegri fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um sálfræði- og geðlæknaþjónustu. Alls leituðu 6.300 einstaklingar undir 30 ára aldri til geðlækna og barnageðlækna á árunum 2015-2017. Á síðasta ári leituðu 3.447 einstak- lingar eftir þjónustu sem er svipaður fjöldi og næstu tvö árin á undan. Fram kemur í svarinu að í upphafi þessa árs voru 7.392 einstaklingar með gilt 75% örorkumat þar sem fyrsti sjúkdómsgreiningarflokkur var geðraskanir. Heldur hefur fjölg- að í þessum flokki síðustu árin. Fleiri ganga til sálfræðings Þingmaðurinn spurði sérstaklega um það hversu margir hefðu nýtt sér sálfræðiþjónustu á heilsugæslu- stöðvum og um biðlista eftir þjónust- unni. Ekki bárust svör frá öllum heil- brigðisstofnunum. Í nóvember höfðu 2.478 einstaklingar nýtt sér sálfræði- þjónustu það sem af var árinu sem er meira en allt árið á undan. Biðlisti barna (yngri en 18 ára) er misjafn eftir stöðvum. Sums staðar kemst fólk strax að, einnar til fjögurra vikna biðlisti er á flestum og á ein- staka heilsugæslustöð getur verið allt að átta vikna biðtími. Hjá þeim sem eru eldri er biðtíminn lengri, eða þrjár til átta vikur. Í lok október höfðu 597 einstaklingar nýtt sér sál- fræðiþjónustu hjá Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja sem er nærri 100 fleiri en allt árið 2017. Tekur fimm til sjö mánuði að komast að. Bið eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilbrigðis- stofnun Austurlands eru tveir til sex mánuðir og þrír til fjórir mánuðir hjá börnum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisráðherra bendir á í þessu sambandi að sálfræðiþjónusta í heilsugæslu hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum í samræmi við aðgerðaáætlun í geðheilbrigðis- málum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um bið er þörf á að efla sálfræðiþjónustu í heilsu- gæslu enn frekar á næstu árum, og ráðherra mun leggja áherslu á þá eflingu þjónustunnar.“ Ráðherra telur þörf á að efla sálfræðiþjónustu  Margra mánaða bið eftir sálfræðiþjónustu á heilsugæslu „Það þarf að leggja meiri vinnu í undirbúning málsins en ég taldi í fyrstu,“ segir Ásta Ragn- heiður Jóhannes- dóttir, formaður siðanefndar Alþingis, við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þeirrar gagnasöfnunar sem hafin er í tengslum við mál sex þing- manna Miðflokksins og Flokks fólks- ins sem viðhöfðu gróft og niðrandi orðalag um samþingmenn sína og minnihlutahópa í samfélaginu. Um- mælin féllu 20. nóvember á Klaustur bar í miðborg Reykjavíkur og náðust upptökur af þeim. Er málið kannað sem mögulegt siðabrotamál. Auk hennar skipa þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna, siðanefnd Alþingis. Ásta Ragnheiður segir nefndina hafa komið saman til fundar vegna málsins. „Við erum búin að hittast einu sinni til þess að fara yfir næstu skref. En áður en nefndin tekur formlega til starfa þarf að safna öll- um nauðsynlegum gögnum og svo eiga þessir þingmenn sem hlut eiga að máli andmælarétt. Og það þarf að fá þær athugasemdir áður en vinna siðanefndar hefst“ khj@mbl.is Mikil vinna fer í undir- búninginn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir  Safna gögnum í Klausturmáli Bubbi Morthens fær heiðurslaun listamanna á næsta ári, sam- kvæmt tillögu allsherjar- og menntamála- nefndar Alþingis við fjárlaga- frumvarp 2019. Hann kemur inn á listann í stað Þorsteins frá Hamri sem er látinn. Lagt er til að 25 lista- menn fái heiðurslaun, eins og undan- farin ár. Bubbi fái heiðurslaun Bubbi Morthens Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðar- fjalli verður opnað næstkomandi laugardag. Einnig skíðasvæði Sigl- firðinga í Skarðsdal. Þegar er búið að opna skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli. Snjókoman á Norðurlandi að undanförnu skapar góðan grund- völl fyrir starfsfólk skíðasvæðanna til að opna þau fyrir almenning fyrr en áætlað var. Það dugar þó ekki allsstaðar enda hefur vindur verið það mikill í fjöllum að snjórinn fýk- ur mikið í burtu. Starfsfólk Hlíðar- fjalls er á fullu alla daga að fram- leiða snjó til að bæta við og ýta honum til og troða svo færið verði sem best þegar gestir fara að steyma þangað á laugardag. Til að byrja með verður Fjarkinn opnaður ásamt Hólabraut, Auði og Töfra- teppinu. Ástandið er verra á sunnan- og vestanverðu landinu með tilliti til hagsmuna skíðafólks. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöll- um, segir ástandið aumt þar. Eng- inn snjór, aðeins hvítt þrifalag, eins og hann tekur til orða. Með fram- leiðslu á snjó í vélum, eins og stend- ur til að koma upp í Bláfjöllum, hefði verið hægt að opna þar um þessar mundir. helgi@mbl.is Undirbúa opnun í Hlíðarfjalli Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Snjókoman á Norðurlandi skapar skilyrði til þess að skíðasvæðin verði opnuð hvert á fætur öðru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.