Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Elín Sigurgeirsdóttir, formaður
Tannlæknafélags Íslands, mælir
með því að fólk fari að með gát þeg-
ar það bítur í jólakræsingarnar. Á
þessum árstíma er jafnan talsvert
um að fólk leiti til tannlækna vegna
þess að það brýtur tennur sínar á
hnetum og stökkri steikarskorpu
og það getur verið bæði sársauka-
fullt og dýrt.
„Við tannlæknar verðum tals-
vert vör við þetta á þessum árstíma,
eiginlega alveg frá því að jólahlað-
borðin byrja,“ segir Elín. „Fólk
brýtur tennurnar með því að bryðja
skorpuna á purusteikum. Stundum
er sökudólgurinn hnetuskurn sem
hefur ef til vill ekki verið nægilega
fjarlægð og loðir við hnetuna sem
fer svo í sósu eða einhvern rétt
þannig að skurnin er ekki sýnileg
og fólk bítur í hana.“
Elín segir að alvarlegustu til-
vikin af þessu tagi verði þegar bitið
er í högl sem verða eftir í rjúpum.
„Tennurnar geta jafnvel klofnað
þannig að ekki er hægt að bjarga
þeim og þá þarf að fjarlægja þær og
setja eitthvað annað í staðinn, t.d.
tannplanta, brú eða tannparta sem
eru laus tanngervi. Fyllingar geta
líka losnað eða brotnað og þá þarf
stundum að byggja tönnina upp með
krónum.“
Elín segir að tannlæknar hafi
ráð undir rifi hverju til að bregðast
við tilvikum sem þessum. „En það
væri best fyrir alla ef þetta myndi
ekki gerast, því fyrir utan það hvað
þetta getur verið dýrt fyrir fólk, þá
getur þetta verið mjög sársaukafullt
og varpað töluverðum skugga á jóla-
gleðina.“
Óþarfi að sleppa þessu
Spurð hvernig hægt sé að fyrir-
byggja óhöpp sem þessi segir Elín
að eina leiðin til þess sé að bíta var-
lega í purusteik og mat sem getur
innihaldið hnetur. Þá sé vissara að
skoða rjúpurnar vel, því vel megi sjá
á þeim hvar skotið hafi farið í fugl-
inn. „Það er algjör óþarfi að sleppa
því að borða þetta, en gott að vera
meðvitaður um að þetta getur gerst
þegar tiltekinn matur er borðaður.“
Að sögn Elínar verður hægt að
leita til Tannlæknavaktarinnar ef
þörf er á tannlæknaþjónustu yfir há-
tíðarnar. Allar upplýsingar um stað-
setningu og afgreiðslutíma eru á vef-
síðu Tannlæknafélags Íslands og
slóðin er tannsi.is.
Aðalsökudólgarnir eru
purusteik, hnetur og högl
Morgunblaðið/Golli
Purusteik Tannlæknir ráðleggur
aðgát þegar hún er borðuð.
Margir fara flatt á því að bíta hraustlega í jólakræsingarnar
Skattar á Íslandi sem hlutfall af
landsframleiðslu hafa hækkað milli
ára. Í nýjum tölum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar í París,
OECD, um þetta skatthlutfall kemur
fram að hlutfall skatta af landsfram-
leiðslu á Íslandi var 37,7% í fyrra.
Árið áður, 2016, nam þetta hlutfall
36,4% hér á landi.
Ísland er í 13. sæti af 36 OECD-
ríkjum hvað þetta hlutfall varðar í
fyrra. Til samanburðar er Ísland í 15.
sæti á nýbirtum lista. Árið 2015 var
Ísland í 13. sæti á umræddum lista.
Meðaltal skatta sem hlutfall af
landsframleiðslu í OECD-ríkjunum
var 34,2% í fyrra og hafði hækkað
um 0,2% frá fyrra ári að því er fram
kemur í fréttatilkynningu. Hlutfallið
var hæst í Frakklandi í fyrra, 46,2%.
Næst kom Danmörk en þar var hlut-
fallið 46%. Höfðu þessi tvö lönd
sætaskipti á listanum frá því árið
2016. Hlutfallið í Svíþjóð reyndist
vera 44% í fyrra og í Noregi var það
38,2%.
Í samantekt OECD kemur fram
að meðaltalið í OECD-ríkjunum sé
nú hærra en nokkru sinni fyrr. Áður
hafði meðaltalið hæst farið árin 2000,
33,8%, og 2007 þegar það var 33,6%.
Hlutfallið hækkaði í 19 af þeim 34
löndum sem skiluðu inn bráðabirgða-
gögnum fyrir árið 2017 en lækkaði í
hinum 15 löndunum.
Þegar horft er í baksýnisspegilinn
má sjá að hlutfallið hefur sveiflast
mun meira á Íslandi en í OECD-
ríkjunum. Á árunum 2002 til 2006 fór
það stighækkandi en lækkaði svo í
31,9% árið 2009. Eftir það hækkaði
það á ný og varð hæst 38,6 árið 2014.
Þá lækkaði hlutfallið á ný og fór nið-
ur í 36,4% árið 2016. Það hækkaði
svo á ný í fyrra eins og áður segir.
hdm@mbl.is
Skatthlutfallið
hækkar tals-
vert á milli ára
Nýjar tölur frá OECD Ísland í 13.
sæti Hlutfallið hæst í Frakklandi
Hlutfall skatta af
landsframleiðslu*
Ísland og OECD-ríkin 2017
Frakkland
Danmörk
Belgía
Svíþjóð
Finnland
Ítalía
Austurríki
Grikkland
Holland
Lúxemborg
Noregur
Ungverjaland
Ísland
Þýskaland
Slóvenía
Tékkland
Portúgal
OECD meðaltal
Pólland
Spánn
Bretland
Eistland
Slóvakía
Ísrael
Kanada
Nýja-Sjáland
Japan
Lettland
Litháen
Sviss
Ástralía
Bandaríkin
Kórea
Tyrkland
Írland
Chile
Mexíkó
46.2%
46%
44.6%
44%
43.3%
42.4%
41.8%
39.4%
38.8%
38.7%
38.2%
37.7%
37.7%
37.5%
36%
34.9%
34.7%
34.2%
33.9%
33.7%
33.3%
33%
32.9%
32.7%
32.2%
32%
30.6%
30.4%
29.8%
28.5%
27.8%
27.1%
26.9%
24.9%
22.8%
20.2%
16.2 *H
lu
tf
al
l a
f v
er
gr
i l
an
ds
fr
am
le
ið
sl
u
ár
ið
2
01
7.
H
ei
m
ild
: O
EC
D
R
ev
en
ue
S
ta
tis
tic
s
20
18
.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
6.928 stöðugildi eru í A-hluta
Reykjavíkurborgar, sem gerir um
55 stöðugildi á hverja 1.000 íbúa.
Þetta kom fram í umræðum um
fjárhagsáætlun borgarinnar, sem
afgreidd var í fyrrakvöld. Þetta er
um fimm stöðugildum meira á
hverja 1.000 íbúa en hjá helstu ná-
grannasveitarfélögum borgarinnar.
Samkvæmt tölum Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, sem taka til
stöðugilda í samstæðum sveitar-
félaganna, eru stöðugildi í allri sam-
stæðu Reykjavíkurborgar 7.869, eða
sem nemur 62,4 starfsmönnum á
hverja 1.000 íbúa.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins, segir tölurnar sýna að
rekstur borgarinnar sé óhagkvæm-
ari en hann eigi að vera. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri segir hins
vegar að fjöldi starfsfólks borgar-
innar sé sambærilegur við önnur
sveitarfélög en Reykjavík veiti um-
fangsmeiri velferðarþjónustu en
aðrir.
Mismunandi reikningsaðferðir
Þegar rýnt er í tölur Sambands
íslenskra sveitarfélaga sést að
Reykjavík er með 7.829 stöðugildi,
Kópavogur með 1.931 stöðugildi og
Hafnarfjörður 1.469. Þegar fjöldi
stöðugilda er borinn saman við íbúa-
fjölda í þessum sveitarfélögum er
niðurstaðan sú að í samstæðu
Reykjavíkurborgar eru 62,4 stöðu-
gildi á hverja 1.000 íbúa en sam-
stæða Kópavogs er með 53,7 stöðu-
gildi á hverja 1.000 íbúa bæjarins og
Hafnarfjörður með 50 stöðugildi
fyrir hverja 1.000 íbúa Hafnarfjarð-
ar.
Ef horft er til hinna bæja höfuð-
borgarsvæðisins sést að fjöldi stöðu-
gilda miðað við 1.000 íbúa er svip-
aður hjá þeim; Garðabær er með um
45 stöðugildi á hverja 1.000 íbúa,
Seltjarnarnes um 53 og Mosfellsbær
52,9 stöðugildi á hverja 1.000 íbúa.
Meðaltal höfuðborgarsvæðisins alls
er þá 52,4 stöðugildi á hverja 1.000
íbúa og 50,4 ef Reykjavík er sleppt.
Ef einungis er miðað við þau
stöðugildi sem eru í A-hluta þessara
sveitarfélaga fækkar stöðugildunum
í Reykjavík niður í 6.928, eða sem
nemur 55 stöðugildum á hverja
1.000 íbúa. Stöðugildi í Kópavogi á
hverja 1.000 íbúa verða þá 53,3 og í
Hafnarfirði 48, ef bara er horft til
A-hluta þessara sveitarfélaga, en
meðaltal stöðugilda hjá Kópavogi og
Hafnarfirði er þá 50,6 á hverja 1.000
íbúa.
Reksturinn lakari
„Hér er langstærsta sveitarfélag-
ið, þannig að hér ætti að vera hag-
kvæmasti reksturinn,“ segir Eyþór
Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann bendir á að miðað við töl-
ur Sambands íslenskra sveitarfé-
laga megi segja að rekstur
borgarinnar sé lakari um allt að
20%, sem sé munurinn á fjölda
stöðugilda hjá Reykjavík og hinum
sveitarfélögum höfuðborgarsvæðis-
ins.
Eyþór tekur fram að borgarstjóri
hafi mótmælt þeim útreikningum
sjálfstæðismanna og viljað draga frá
starfsmenn hjá fyrirtækjum borg-
arinnar. „En meira að segja með
þeim æfingum er staðan sú að
Reykjavík er með 10% lakari árang-
ur en hinir.“
Umfangsmeiri þjónusta
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri segir aftur á móti að gagnrýni
minnihlutans sé á röngum forsend-
um, þar sem blandað hafi verið inn í
hana starfsfólki sem vinni hjá fyr-
irtækjum borgarinnar. „Fjöldi
starfsfólks okkar er býsna sambæri-
legur við önnur sveitarfélög þótt
Reykjavík veiti reyndar umfangs-
meiri velferðarþjónustu en aðrir og
hafi fleira starfsfólk sem því nem-
ur,“ segir Dagur.
Fleiri stöðugildi eru
hjá Reykjavíkurborg
Dagur segir borgina reka umfangsmeiri velferðarþjónustu
Fjöldi stöðugilda hjá sveitarfélögum
Fjöldi stöðugilda Stöðugildi á 1.000 íbúa***
Samstæða* A-hluti** Samstæða* A-hluti**
Reykjavík 7.869 6.928 62,4 55,0
Kópavogur 1.931 1.916 53,7 53,3
Hafnarfjörður 1.469 1.412 50,0 48,0
Garðabær 705 44,9
Mosfellsbær 534 50,6
Seltjarnarnes 242 52,9
*Skv. töflu Samb. ísl.
sveitarf. **Skv. árs-
reikningum sveitarf.
2017 m.v. launa-
greiðslur. ***M.v.
íbúafjölda 1. jan. 2018.
Heimildir: Samband
íslenskra sveitarfélaga
og Reykjavíkurborg
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes
62,4
53,7 50,0
44,9
50,6 52,9
Höfuðborgarsvæðið
2017
Fjöldi stöðugilda (samstæðu) á hverja 1.000 íbúa