Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 22
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Sæmundargleði í Framheimilinu í Safamýri Úrval jólabóka á tilboðsverði Kaffi og konfekt Höfundar kynna eftirtaldar bækur Við fögnum nýrri bók Þórðar Tómassonar í Skógum og bókauppskeru haustsins með glæsilegri bókagleði sunnudaginn 9. desember klukkan 15.00–18.00 forsætisráðherra á sama stað: „Katrín sagði meðal annars að saga Íslands á síðustu 100 árum hefði ekki verið saga „værðar og hvíldar“. Sagði hún að kynslóð fram af kynslóð hefði unnið sleitulaust til að „koma Íslandi í hóp þeirra sjálf- stæðu ríkja í heiminum þar sem vel- megun er mest. Margir draumar hafa ræst og Ísland trónir nú á toppi ýmissa þeirra lista sem mæla hag- sæld og velferð“. Nú eru runnir upp tímar marg- miðlunar og samfélagsmiðla og margir tjáðu sig á 100 ára afmælinu. En fáir hafa fangað stundina með jafn meitluðum orðum og blaðamað- ur Morgunblaðsins fyrir 100 árum: „Það mátti sjá á mörgum, að þeir fundu að stundin, sem leið um há- degið í gær, var alvöruþrungin stund, og lengi munu menn minnast augnabliksins, þegar klofinn, ís- lenzkur fáni sveif að hún í fyrsta sinn. Að baki stjórnarráðshússins stóðu tvær stengur auðar. Þær mintu á síðasta þáttinn í fullveldis- baráttunni og klofni fáninn sýndi að nýtt tímabil var hafið í sögu þjóðar- innar.“ Blíðviðri á fullveldis- daginn en afar kalt á 100 ára afmælinu  Fréttafrásagnir Morgunblaðsins með 100 ára millibili Morgunblaðið 1918 Fyrirsögnin var lítil og engin mynd fylgdi frásögninni. Morgunblaðið 2018 Frásögnin var skreytt nýjum og gömlum myndum. Sigurður Eggerz Katrín Jakobsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dúðaðir gestir Tignarfólk sat og stóð við vesturhlið húss stjórnarráðsins við hátíðarhöldin á laugardaginn. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Dagurinn í gær var mesti blíðviðr- isdagur, sem komið hefir lengi, og lagði forsjónin þannig sinn skerf til þess að þessi merkilega stund gæti orðið sem hátíðlegust.“ Þannig hefst forsíðufrétt Morgunblaðsins mánu- daginn 2. desember 1918, daginn eft- ir að Íslendingar fögnuðu fullveldi landsins með athöfn á tröppum stjórnarráðsins. „Kalt var og vindasamt á laugar- daginn þegar þess var minnst víða um land að 100 ár voru liðin frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Setti veðurfarið nokkurt strik í reikninginn við hátíðahöld þau sem fram fóru við stjórnarráðið.“ Þannig hefst frétt Morgunblaðs- ins mánudaginn 3. desember 2018 þar sem lýst er hátíðarhöldum í til- efni 100 ára fullveldis Íslands. Þetta leiðir hugann að því að Morgunblaðið er eini íslenski frétta- miðillinn sem hefur flutt fréttir af þessum hátíðarhöldum með 100 ára millibili. Vísir flutti fréttir af full- veldishátíðinni 1918 en hann kemur ekki lengur út sem dagblað, heldur vikublað undir heitinu DV. Saga samtímans í 105 ár Morgunblaðið hóf göngu sína 2. nóvember 1913 og hafði því komið út í rúmlega fimm ár þegar Ísland varð fullvalda ríki. Vilhjálmur Finsen var ritstjóri blaðsins og Árni Óla var blaðamaður. Í 105 ár hefur blaðið skrifað sögu samtímans. Í fréttinni fyrir 100 árum var end- ursögn af ræðu Sigurðar Eggerz ráðherra, sem hann flutti á tröppum stjórnarráðsins. Ráðherranum mæltist þannig, svo vitnað sé í hluta ræðunnar: „Í dag eru tímamót. Í dag byrjar ný saga, saga hins viðurkenda ís- lenzka ríkis. Fyrstu drættina í þeirri sögu skapar sú kynslóð, sem nú lifir, frá þeim æðsta, konunginum, til þess sem minstan á máttinn. Það eru ekki aðeins stjórnmálamennirnir, er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu, nei, það eru allir. Bóndinn, sem stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann á hlutdeild í þeirri sögu, daglaunamaðurinn sem veltir steininum úr götunni, hann á hlutdeild í þeirri sögu, sjómaðurinn, sem situr við árarkeipinn, hann á þar hlutdeild. Allir, sem inna lífs- starf sitt af hendi með alúð og sam- vizkusemi, auka veg hins íslenzka ríkis. Og sú er skylda vor allra.“ Og 100 árum síðar vitnar Morgun- blaðið í ræðu Katrínar Jakobsdóttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.