Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
VIÐTAL
Guðrún Vala Elísdóttir
vala@simenntun.is
„Viðtökurnar hafa verið alveg hreint
frábærar,“ segir Geir Konráð Theo-
dórsson, uppfinningamaður í Borg-
arnesi, sem hefur hafið framleiðslu á
hákarlanammi. Fyrsta tilraunafram-
leiðslan seldist upp á tveimur vikum.
„Ég er alveg í skýjunum og er strax
farinn að framleiða meira.“
- En hvað er þetta hákarlanammi
og hvernig datt Geir í hug að fram-
leiða það?
,,Jú,“ segir Geir, „það var þannig
að á þeim stutta tíma sem ég var í
Listaháskóla Íslands vann ég að
ýmsum hugmyndum og eins og svo
margt hjá mér byrjaði þetta sem
brandari sem gekk kannski aðeins of
langt. Ísland er þekkt á netinu fyrir
að vera með heimsins versta mat að
mati margra, frábært myndband er
á Youtube af Gordon Ramsay að æla
upp hákarlsbita til dæmis, og ég vildi
bara fagna þessu í staðinn fyrir að
reyna að fela það. Það er nú hálfgerð
þjóðaríþrótt að plata útlendinga til
að smakka hákarl og ég ákvað því að
búa til brjóstsykur með alvöru
mjúkri hákarlsmiðju.“
Innihaldið að mestu bara
sykur, sterkja og skelfing
Geir segist þó fljótt hafa komist að
því að sá brjóstsykur myndi brjóta
allar matvælareglugerðir og á end-
anum varð því uppskriftin að mestu
sykur, kartöflumjöl og svo hjartar-
salt til að fá hið dásamlega skelfilega
ammoníakbragð.
„Fyrst ég gat ekki notað alvöru
hákarl í nammigerðina þá gafst ég
upp og það var ekki fyrr en á þessu
ári sem það kom til mín að bara efna-
greina hákarlinn og sjá hvort ég
gæti gert hákarlalíki með virku efn-
unum.“
Eftir að hafa gert skelfilega marg-
ar tilraunir á sjálfum sér, fjölskyldu
og vinum ákvað hann að sleppa trí-
metýlamíninu og halda sig við amm-
oníakið til að fá vott af hákarlsbragð-
inu og binda það svo í hálfgert hvítt
sykurhlaup. Hann prófaði sig mest
áfram heima í eldhúsi, en fékk síðan
frábæra og ódýra aðstöðu til að
framleiða þetta í gegnum Ljóma-
lindina í Borgarnesi.
Því miður hefur hákarlanammið
ekkert næringargildi og er ekkert
hollara en annað sykurhlaup. Inni-
haldið er að mestu bara sykur,
sterkja og skelfing, að sögn Geirs.
„Ég vildi að ég gæti logið einhverju
til að búa til nýjasta heilsukúrsæðið,
vegan-hákarlanammiskúrinn hljóm-
ar t.d. ágætlega, en svo er ekki,“ seg-
ir Geir og heldur áfram: ,,Þetta er
náttúrlega bara ætlað þeim sem hafa
gaman af þessu, eða gaman af því að
sjá aðra pínast við að borða þetta.
Það var í raun happ að loka-upp-
skriftin varð vegan því þá getur
þetta mögulega verið leið fyrir sívax-
andi hóp fólks sem getur í raun ekki
borðað neitt að taka þátt í stemning-
unni á þorrablótum, sem venjulega
eru ekkert sérlega veganvæn.“
Það furðulega við þetta og kemur
Geir enn á óvart er að örfáum aðilum
sem hafa smakkað finnst þetta gott,
án gríns. „Kannski er þetta bara allt-
af til í íslensku sálinni hjá sumum
okkar, að rembast við að þykja
skelfilegur matur góður.“
Hefur ekki tölu á því hversu
oft hann hefur kúgast
Geir segist vera búinn að borða
allt of mikið af þessu og hefur ekki
tölu á því hve oft hann hefur kúgast.
„Það var að vísu mest þegar ég var
að reyna að hafa rotna fiskbragðið
samblandað með ammoníakinu, en
eftir að ég sleppti því er lokaútgáfan
í raun bara allt í lagi. Skelfilegt
bragð í smástund og svo fer það og
eftir er sætan af sykrinum og svo
auðvitað glottið á fólkinu sem horfir
á þig.“
Geir hannaði einnig umbúðirnar
sjálfur og fór á netið til þess að læra
það. Núna er hákarlanammið bara
selt í Landnámssetrinu í Borgarnesi
og svo hægt að panta í gegnum netið
beint frá framleiðanda. Ef allt geng-
ur vel mun næsta framleiðsla fara í
sölu á fleiri stöðum eins og í Ljóma-
lindinni í Borgarnesi og Melabúðinni
í bænum. Geir telur verðið sann-
gjarnt, ein pakkning kostar undir
1.000 ISK, en svo fari það eftir því
hvað söluaðilar leggi á vöruna.
Mikilvægt að þora
að framkvæma
Geir segist hafa komist að því í
gegnum tíðina að allir hafi sköp-
unarkraftinn til að finna hluti upp.
„Hvort sem það er þegar ég hef
verið að vinna í grunnskólanum
heima í Borgarnesi eða yfir glasi af
bjór á Dússabar, þá eru endalaus
dæmi af því að börn sem fullorðnir
komi til mín eftir að þau frétti að ég
sé uppfinningamaður til að viðra ein-
hverja hugmynd. Börnin eru uppfull
af uppfinningum og eru ekkert feim-
in við að tala um þær, en venjulega
eru það hinir fullorðnu sem þurfa að
vera aðeins búnir að fá sér örlítið í
aðra tána áður en þeir opna sig.“
Geir telur að allir hafi grunneigin-
leikann að fá hugmynd en það sem
mestu máli skiptir, og hann sjálfur
glímir við, er að þora að framkvæma
það sem kemur manni til hugar.
„Sem betur fer hefur það aldrei ver-
ið auðveldara því það eru mörg tæki-
færi hér á Íslandi sem geta hjálpað
manni. Til dæmis getur hver sem er
lært að 3D-prenta frumgerðir í Fab-
lab, fengið viðtal hjá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands og sótt um í við-
skiptahraðal hjá Icelandic Start-
ups.“
Frá unga aldri hefur Geir alltaf
verið að finna upp hluti, skrifa niður
hugmyndir og búa eitthvað til.
,,Því miður er ekki margt sem ég
hef náð að koma alla leið í fram-
leiðslu. Það er þetta að þora að fram-
kvæma. Lengi vel var ég svona
skúffuskáldsuppfinningamaður eða
eitthvað þannig. Sú uppfinning sem
ég hef lengst farið með er frisbí-
diskaveiðarfæri. Einnig hannaði ég
hálfgerðan fiskieldisgildrudróna og
svo trefil með innbyggðri mengunar-
síu. Það sem ég vinn þó við svona
dagsdaglega er að hræða börn og
túrista með þjóðsögum á Sagnalofti
Landnámssetursins í Borgarnesi og
svo að elda mat á ýmsum veitinga-
stöðum á Íslandi og Noregi.“
Geir er alltaf á einhverju flakki en
endar að sögn ávallt aftur á Íslandi, í
„blessaða heimabænum“ sínum
Borgarnesi.
Leikstýrir föður sínum
„Fyrir mig sem uppfinningamann
er það alveg dásamlegt að vera hér
með fjölskyldu og vinum og öllu því
góða fólki í bænum sem hvetur mann
áfram í vitleysunni. Auk þess er
hérna góður stuðningur við skapandi
fólk, hvort sem það er í frumkvöðla-
starfi eða listum,“ segir Geir en
þessa dagana er hann að vinna að
nokkrum fleiri verkefnum, t.d. að
leikstýra föður sínum sem er að fara
að setja upp sýninguna „Farðu á
þinn stað“ á Sögulofti Landnámsset-
ursins.
„Þetta er sérlega gaman fyrir mig
því hann hefur leikstýrt mér með
mína sýningu um svartagaldur á
sama sviði. Einnig er ég að vinna að
Sögusteinum, listrænu verkefni með
sýrugrafna list í grjót, sem mynda
myndasögur í vörður. Svo að lokum
er ég að skrifa lítið verk um ævintýri
mín og skoplegar uppgötvanir um
ættartré Íslendinga í Widener-
bókasafninu í Harvard-háskóla þar
sem ég bjó um stund síðasta sumar
með kærustunni.“
Það lítur nú út fyrir að Geir sé að
fara aftur á flakk eftir þessi verk-
efni, því kærastan hans, sem er
bandarísk, var að fá vinnu hjá Al-
þjóðastofnuninni um fólksflutninga
(IOM) fyrir Sameinuðu þjóðirnar í
Afríku.
„Hún er núna flutt til Níger og er
að reyna að freista mín að flýja vet-
urinn og koma í 37 stiga meðalhitann
þarna í Niamey. Ég er svo innilega
ástfanginn að ég er strax farinn að
íhuga uppfinningar sem gætu
gagnast mér þarna í Sahara-eyði-
mörkinni. Við sjáum bara til,“ segir
Geir brosandi.
Nammið byrjaði sem brandari
Geir Konráð Theodórsson, uppfinningamaður í Borgarnesi, hefur prófað sig áfram með brjóstsyk-
ur með hákarlabragði Vinnur annars við það að hræða börn og ferðamenn með þjóðsögum
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Uppfinningamaður Geir Konráð Theodórsson í Borgarnesi hefur brallað ýmislegt á ævinni.
VATN, HÚSASKJÓL
OG BETRI HEILSA
MEÐ ÞINNI HJÁLP!
•Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur
•Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur
•Framlag að eigin vali á framlag.is
• Söfnunarreikningur 0334-26-50886
kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR
Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together