Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 um landsins. Sáð var í tæpa 10 hektara í vor og er bústjórinn, Birgir Freyr Ragnarsson, ánægður með árangurinn. Ræktunin gekk þó ekki áfallalaust. Vegna mikilla rigninga í vor eyðilagðist sáning í um þremur hekturum. Þá seinkuðu rigningar í haust uppskerustörfum. Varla eru dæmi hér á landi um þreskingu um mánaðamótin nóv- ember og desember í korn- og repjuræktun. „Veðrið er það eina sem við ráð- um ekki við í þessu. Það þornaði loksins til í síðustu viku. Við höfum verið að bíða í allt haust. Við tókum þetta á nokkrum klukkutímum og fengum fína uppskeru, mikið af ol- íufræi og hálmi,“ segir Birgir. Vegna þess að akurinn var sleginn eftir þurrk þarf ekki að þurrka fræið og það fer beint í pressun. Það sparar mikla orku. Hratið notað í fóður fyrir kýr Hann segist ekki vera búinn að vigta uppskeruna að fullu en sýnist að hún gæti svarað til 1,2 tonna af fræi á hvern hektara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég rækta repju og veit ekki hvort þetta er mikið eða lítið. Ég er ánægður með allt sem við fáum. Svo höldum við áfram og náum betri árangri næst,“ segir Birgir. Verið er að pressa fræið þessa dagana. Olían verður hreinsuð og notuð á skipin en hratið notað sem próteinríkt fóður fyrir kýrnar í Flatey. Hálmurinn er notaður sem undirburður í kálfastíur. Þannig nýtist öll plantan við rekstur bús og útgerðar. „Þetta hefur verið áhugavert verkefni, það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Birgir um ræktunina í sumar. Ljóst er að miklir möguleikar eru til repjuræktunar í Flatey sem er stór jörð og ekki nýtt til rækt- unar nema að hluta. Vitað er að forráðamenn fyrirtækisins hafa áhuga á að auka ræktunina. Birgir segir þó að eftir sé að ákveða hversu mikið land verði tekið undir repju á næsta ári. Tvöfalt það sem skipin brenna Jón Bernódusson, skipaverk- fræðingur hjá Samgöngustofu, hef- ur í mörg ár unnið að athugun á möguleikum til orkuskipta á skip- astól Íslendinga. Hann hefur trölla- trú á repjuræktun og notkun repjuolíu á skipin til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda við útgerðina. Jón segir að árlega brenni ís- lenski fiskiskipaflotinn 160 þúsund tonnum af olíu og losi um 500 þús- und tonn af koltvísýringi. Með 30% íblöndun repjuolíu á allan flotann væri hægt að draga úr losun hans um 60%, eða um 300 þúsund tonn. Bendir hann á að það sé á við heildarlosun frá bílaumferð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hann skýrir þetta út með því að segja að repjuræktun dragi að sér tvöfalt það magn sem skipin brenna. Þannig tekur repjan í sig 6 tonn af koltvísýringi á hvern rækt- aðan hektara. 3 tonn fari út í and- rúmsloftið við brennsluna og því sé umhverfislegi ávinningurinn 3 tonn. „Þetta er virkasta leiðin til að draga úr koltvísýringi í andrúms- loftinu,“ segir Jón og vekur athygli á loftslagsmarkmiðum íslenskra stjórnvalda og aðgerðaáætlun sem gera ráð fyrir aukinni hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í skip- um. Jón segir að nota megi repju- olíuna beint á skipavélar. Reiknað er með 5% íblöndun í dísilolíu í upphafi, í vélar eins eða tveggja skipa Skinneyjar-Þinganess og hlutfallið síðan aukið. Repjuolían hefur lítið minni orkugetu en jarð- dísill og bruninn er hreinni. Að ýmsu er þó að hyggja varðandi notkunina og segir Jón nauðsynlegt að fá staðfestingu vélaframleiðenda á því að óhætt sé að gera þessa til- raun. Umhverfisávinningurinn er ótví- ræður fyrir Skinney-Þinganes, að mati Jóns, en yfirskrift tilraunar- innar er „Róið á repju“. „Verið er að breyta matarolíu í fiskafurð og draga úr notkun jarðefnaelds- neytis. Matarolían sem flutt er til landsins er mest notuð sem steik- ingarolía og er fargað þegar búið er að steikja frönsku kartöflurnar og fer því ekki til manneldis nema að litlum hluta,“ segir Jón og bend- ir á að fyrirtækið geti nýtt þetta í markaðssetningu afurða sinna. Raunhæfasta leiðin Jón segir að ræktun repju og notkun hennar á fiskiskip sé raun- hæfasta leiðin til orkuskipta á ís- lenska fiskiskipaflotanum vegna þeirra kosta sem nefndir hafa ver- ið. „Þetta er það sem er í boði. Vill útgerðin taka þátt í því að rækta hluta olíunnar sem hún notar eða vill hún frekar flytja olíuna inn?“ spyr Jón. Til þess að repjuolía verði 30% af eldsneyti fiskiskipanna þurfi að rækta repju á 50 þúsund hekt- urum, til dæmis á söndum Suður- lands. Fyrst þurfi að byggja upp jarðveg með lúpínu í fáein ár. Þannig stuðlar þetta verkefni að uppgræðslu ógróins lands auk þess sem mikið fóður fellur til við þresk- ingu og pressun. Hann bætir því við að ef rækta eigi repju fyrir alla eldsneytis- notkun fiskiskipanna þurfi 160 þús- und hektara eða svæði sem sé 40 sinnum 40 kílómetrar að stærð. Það taki tvær klukkustundir að aka í kringum það á löglegum hraða sem Samgöngustofa mæli með! Tilraunir hafa verið gerðar með ræktun repju hér á landi í nokkur ár en með misjöfnum árangri. Jón segir að næg þekking sé fyrir hendi til að stórauka ræktunina. Vísar hann til þess að bændur sem staðið hafi í þessari ræktun í lengri tíma hafi sýnt fram á möguleikana. Bændur hafi hins vegar ekki treyst sér til að fara í stórræktun vegna þess að þeir hafi ekki haft mögu- leika til að losna við olíuna. Verkefni Skinneyjar-Þinganess, Samgöngustofu og Mannvits hefur vakið athygli í lífdísil- greininni. Þannig hefur Jóni Bernódussyni verið boðið að halda þrjá fyrirlestra í Berlín í næstu viku, meðal annars í þýska efnahagsráðuneytinu og hjá samtökum lífdísilframleið- enda. Hann var á vinnufundi um sjálfbært eldsneyti í flugi sem haldinn var í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði og kynnti verk- efnið þar. Eftir það hafa norræn samtök um sjálfbærni í flugi beðið um aukna samvinnu og fulltrúi stórs fyrirtækis á þessu sviði hefur óskað eftir að koma til viðræðna um möguleikana hér. Jón tekur fram að verkefnið haldi áfram. Nú sé unnið að frekari útreikningum á kolefnis- ávinningnum og greinargerð um stöðu verkefnisins. Verkefni vekur athygli REPJUOLÍA Ávinningur fyrir andrúmsloftið  Repjuræktun dregur í sig tvöfalt meiri koltvísýring en losnar við brennslu olíunnar á fiskiskipum  Mælt með repju til orkuskipta  Skinney-Þinganes ræktar repju og notar til íblöndunar á skip sín Ljósmynd/Birgir Ragnarsson Uppskerustörf Repjuakrarnir voru skornir um helgina og gekk verkið vel. Í fjarka sést í risafjós Selbakka ehf. í Flatey og fjær Skálafellsjökull. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Uppskerustörfum á repjuökrum kúabús Selbakka ehf. í Flatey á Mýrum er lokið. Fræin verða pressuð og notuð á skip eiganda búsins, Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði. Sú kolefnis- binding sem verður við rækt- un repjunnar er meiri en nemur losun koltví- sýrings við brennslu hennar í vélum skip- anna. Fyrir- tækið hefur því bæði umhverfis- legan og hag- rænan ávinning af notkun repjuolíu auk þess ávinnings sem það skilar sam- félaginu. Skinney-Þinganes hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni, meðal annars með því að rafvæða fiskimjölsverk- smiðju sína og endurnýja og breyta fiskiskipum. Tilraun sem fyrirtækið stendur að í samvinnu við Samgöngustofu og verk- fræðistofuna Mannvit um ræktun og notkun repjuolíu til íblöndunar í eldsneyti skipanna er einn eitt verkefnið. Fékk fyrirtækið verð- laun á umhverfisdegi atvinnulífs- ins fyrr á þessu ári fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Ráðum ekki við veðrið Skinney-Þinganes og Sam- göngustofa fengu repjuolíu hjá bændum á Suðurlandi á síðasta ári og settu á humarveiðiskipið Þinga- nes í tilraunaskyni. Ákveðið var að gera tilraunir með ræktun á repju á jörðinni Flatey á Mýrum en þar rekur Sel- bakki, dótturfélag Skinneyjar- Þinganess, eitt af stærstu kúabú- Jón Bernódusson POTTAR OG PÖNNUR Fagmaðurinn velur AMT en þú? Þýsk hágæðavara Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Allt fyrir eldhúsið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.