Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 ferli en ekki allt, að mati Ragga. „Skemmtanalífið hefur litlar var- íasjónir og er í raun og veru alltaf eins,“ segir hann spekingslegur. Meðan hann er á alvarlegu nót- unum segir hann að eitt atvik standi upp úr sem eitt það hallær- islegasta. „Ég var að syngja á tónleikum í Austurbæjarbíói og átti að syngja nýtt lag og texta eftir þekktan höf- und, sem sat með fjölskyldu sinni á sjötta bekk. Ég fékk lagið daginn áður og lét píanóleikarann fá nót- urnar. Þegar byrjað var að spila lagið myndi ég hvorki það né text- ann. Ég bjó bara til heilan „chorus“ af bulli, ég elska þig, ég sá þig í gær, þú komst með rútunni og allt þetta, og bjó lagið til í leiðinni. Ég sá að höfundurinn hneig niður í sætinu en ég gat fikrað mig að pí- anóinu, teygt mig í nóturnar og klárað lagið með stæl.“ Elly traustur vinur Söngleikurinn Elly hefur notið fádæma vinsælda í Borgarleikhús- inu, verið sýndur fyrir fullu húsi í um eitt og hálft ár og verður 178. sýning í kvöld. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fer á kostum í aðal- hlutverkinu og nær Elly einstak- lega vel í framkomu og söng. Björgvin Franz Gíslason „er betri en ég,“ segir Raggi um „tvífara“ sinn í verkinu, en Raggi hefur heilsað upp á liðið á sýningunum við og við. Elly og Raggi sungu saman um árabil. „Hún var frábær söngkona, góð stelpa, æðislega góður vinur minn og við áttum mörg góð sam- töl,“ rifjar Raggi upp. Leiðir þeirra lágu fyrst saman um miðjan sjötta áratuginn, þegar þau sungu með KK-sextettnum og hljómsveit Svavars Gests. Ekki var hlaupið að því að kom- ast í KK-sextettinn. „Ég var að keyra leigubíl hjá BSR og var pantaður í Karfavog kvöld eitt. Þar kom Jón Sigurðsson bassaleikari í bílinn. Hann sagði að Sigrún Jóns- dóttir, söngkona KK-sextettsins, væri veik og hann væri að leita að söngkonu eins og KK í London. Við fórum frá einum stað til annars, en ýmist var engin söngkona heima eða gat ekki brugðist við erindinu. Eftir um klukkutíma sagði ég við hann: Blessaður, hættu þessu. Ég kem bara með þér og syng. Þú! Ertu ekki trommari? Jú, en ég er með alla textana í skottinu og kem bara með þér á Völlinn og syng með ykkur. Ég söng með sext- ettnum í Officeraklúbbnum og Am- eríkanarnir tóku mér vel. KK kom heim á laugardeginum, ég söng með þeim í Iðnó um kvöldið og KK vildi að ég héldi áfram. Seinna sungum við Elly saman með hljóm- sveit Svavars Gests og víðar.“ Raggi þagnar, brosir og heldur áfram: „Það var dýrlegt að syngja með Elly. Það var eins og að fljúga á vængjum söngsins. Hún hafði einstaka rödd og það var mikil músík í henni eins og Villa, bróður hennar. Hún var aldrei neitt nema elskulegheitin og hún söng eins og besta díva í heimi.“ Foreldrar Ragga, Bjarni Böðv- arsson hljómsveitarstjóri og Lára Magnúsdóttir söngkona, höfðu mikil áhrif á hvaða leið Raggi valdi í lífinu. „Þau studdu mig mikið í þessu,“ segir Raggi og segir sögur af þeim. „Ég byrjaði sem miðasali hjá pabba og svo settist ég við trommurnar.“ Þegar Raggi var í Ingimarsskóla stofnaði hann skólahljómsveit með Sigurði Þ. Guðmundssyni píanó- leikara, Andrési Ingólfssyni og Karli Lillendahl. „Ég var trommari í nokkur ár áður en ég byrjaði að syngja, söng fyrst á árshátíð KEA á Akureyri. Ég vann um tíma við að slípa gólf með söngnum og svo keyrði ég lengi taxa þó ég væri lin- ur „taxidriver“. Ef ég vann á nótt- inni keyrði ég helst krakkana úr Glaumbæ, því þeir þekktu mig ekki.“ Amerískir bílar og þvottamenn Amerískir bílar hafa verið hluti af lífi Ragga alla tíð. „Pabbi dýrk- aði ameríska bíla. Hann átti Lin- coln, 38 módel, og Buick 40 módel. Ég ólst upp í þessum bílum. Þegar pabbi var sofnaður stálumst við strákarnir í bílana hans og þegar hann komst að því keypti hann handa mér 27 módel af Graham- Paige kassabíl með tréfelgum, svo ég hætti að fikta í bílunum hans. Þetta var frábær bíll nema hvað dekkin voru mjó og fengust hvergi. Við strákarnir eyddum því drjúg- um tíma í að klippa til dekk. Bíllinn reyndist vel og í fyrra fékk ég senda mynd af bílnum á Ísafirði, þar sem hann gengur enn.“ Nú ekur Raggi um á stórum Mercury, árgerð 2008. „Þegar ég var tvítugur og spilaði á trommur með hljómsveit Árna Ísleifs á Gamla Röðli á annarri hæð á Laugavegi 89, þar sem verslunin 17 er, keypti ég mér Kaiser, einn fyrsta bíl þeirrar tegundar, sem var fluttur til landsins. Það var æð- islegur bíll. Á gamla Röðli byrjaði ég líka að syngja með Sigrúnu Jóns. Þar sem ég var orðinn söngv- ari fannst mér að ég ætti að fá hærra kaup og fór upp til Ólafs Ólafssonar, Ólafs á Röðli, eins og hann var kallaður, sem rak staðinn. Heyrðu Ólafur. Nú er ég orðinn söngvari og þarf hærra kaup, sagði ég við hann þar sem hann lá og slappaði af í sófanum. Já, mér datt það í hug og þar með var það Sumargleði allt árið hjá  Tónleikarnir Raggi Bjarna 85 ára í Hörpu 17. mars 2019  Hefur skemmt þjóðinni í um 70 ár og er alltaf ungur í anda, lífsglaður og kátur  Rifjar upp skemmtilegar stundir á þessum tímamótum Morgunblaðið/RAX Í kaffi með Ragga og Helle Ragnar Bjarnason, söngvari með meiru, og Helle Birthe, eiginkona hans, hafa frá mörgu skemmtilegu að segja frá ferlinum. Raggi á margar minningar frá glæstum ferli. Eitt atvik kemur upp í hugann: Eitt sinn, þegar Raggi var að skemmta á Hótel Sögu, sátu tveir forstjórar ásamt fleira fólki við borð út við gluggann, gegnt svið- inu. „Eftir nokkra stund kemur yfir- þjónninn til mín og segir að ann- ar forstjórinn hafi kvartað yfir því að tónlistin væri spiluð of hátt og ekki væri hægt að tala saman. Skilaðu til hans að ég skuli reyna að lækka tónlistina. Það var ekki hægt og fljótlega kom yfirþjónn- inn aftur til mín með þau skila- boð að forstjórinn vildi tala við mig. Segðu honum að ég komi til hans í næstu pásu. Hann skilaði skila- boðunum og þá blandaði hinn forstjórinn sér í málið. Blessaður hættu þessu veseni. Kauptu bara Hótel Sögu því þá geturðu rekið Ragnar!“ Kauptu Sögu og rektu Ragga! SKEMMTILEGAR SÖGUR OG EFTIRMINNILEG ATVIK VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Blessaður vertu, þetta er enginn aldur, ég er bara 84 ára,“ segir Ragnar Bjarnason um þá ákvörðun að halda tónleika í Hörpu sunnu- daginn 17. mars á næsta ári, en miðasala hófst í fyrradag. Söngvarinn, sem hefur sungið og spilað opinberlega í um 70 ár, hefur lög að mæla, að minnsta kosti hvað hann sjálfan varðar, því hann er alltaf eins, ungur í anda, lífsglaður og kátur. Hefur kannski ofkeyrt sig á stundum, síðast í liðinni viku. „Ég er í toppstandi og stálsleginn núna, orkan og langlífið er í ættinni,“ seg- ir hann. „Ágúst föðurbróðir minn varð, já hvað varð hann aftur gam- all?“ „91 árs svarar eiginkonan Helle Birthe að bragði, alltaf viðbú- in, enda verið stoð og stytta Ragga síðan þau kynntust. „Anna, móður- systir þín, varð 103 ára,“ bætir hún við. „Svo hef ég lifað eðlilegu lífi, ef svo má segja,“ botnar listamaður- inn. Raxi smellir mynd af í þessum töluðu orðum. „Úps, ég var í sturtu og gleymdi giftingarhringnum,“ segir Raggi og uppsker mikinn hlátur. Ást við fyrstu sýn Helle og Raggi kynntust í Árós- um í Danmörku, þar sem hann var að syngja á skemmtistað. „Ég fór þangað með vinkonu minni, hann kom til mín í pásu, settist hjá mér og spurði hvort ég vildi giftast sér,“ segir Helle. „Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Raggi. „Þegar ég sá hana bankaði ég í píanóleikarann og sagði: Ég ætla að kvænast þess- ari.“ Helle nikkar. „Þetta var í apríl ’64 og í október sama ár fékk Raggi bréf frá Svavari Gests, sem bað hann um að koma heim og syngja með hljómsveit sinni á Hótel Sögu,“ útskýrir hún. „Hann vildi enda með mér og Elly,“ skýtur Raggi inn í. „Raggi tók boðinu, við fluttum til Íslands og þannig var nú það.“ „Hún hefur séð um allt síðan,“ legg- ur Raggi áherslu á, en hann á tvö börn, Bjarna Ómar og Kristjönu, með fyrrverandi konu sinni. „Henry, sonur okkar, var spurður að því hvort pabbi hans væri gleym- inn,“ bætir Helle við. Jú, það kemur fyrir, sagði hann, en mamma er tölvan hans.“ „Þetta er leti,“ segir Raggi í sam- bandi við það að muna ekki texta. Segir að tveir útsetjarar hafi verið hjá KK-sextettinum og hann hafi sungið eftir nótum. „Ég las bara nótur og texta og lærði aldrei text- ana. Nema þegar ég söng með Sin- fóníunni.“ Einar Ólafur Speight ákvað að setja á tónleika á fyrrnefndum degi og hringdi í Ragga til að segja hon- um það. „Ég geri allt sem Einar segir mér að gera, síðan hann bjargaði mér fyrir um áratug eða svo. Þá var hann verslunarstjóri hjá Hagkaup í Skeifunni og ég fór til hans og spurði hvort hann vildi ekki kaupa af mér nokkrar plötur. Ekki málið, svaraði hann. Komdu með 2.000 stykki! Svo fór að þetta varð metsöluplata, seldist í um 15.000 eintökum. Ég vildi bíða með að halda næstu tónleika þar til ég væri orðinn 85 ára en Einar var fastur á sínu og þá sagði ég bara já. Þegar ég spurði hann hvort þetta ættu ekki að vera kveðjutónleikar blés hann á það. Ég keyri áfram á með- an röddin heldur, á meðan skrokk- urinn heldur. Ég hef líka mjög gaman af því að vera innan um fólk. Þetta hefur verið lífshlaupið mitt.“ Margt hefur breyst á löngum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.