Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Rétt eftir að Þverárfjallsvegur tek- ur að lækka ofan í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu víkkar allt í einu útsýnið. Þarna er Hvamms- hlíð. Þar býr Caroline Kerstin Mende, eða bara Karólína – bóndi, rithöfundur og verkfræðingur. Já, og bókaútgefandi. Það eru 10 km að næsta býli í vestri, Njálsstöðum, og 17 km að því næsta í Skagafjarðarsýslu, Heiði. En Karólína unir sér þarna vel með hundunum sínum tveimur, Baugi og Kappa. Þar eru líka hest- arnir Bleikur, Eitill, Ófeigur og Sí- ríus og reyndar enn fleiri vinir, raunar 50 til viðbótar, kindurnar Bjarki, Bragi, Doppa, Dóra, Dríf- andi, Drottning, Elín, Fálki, Flekka, Freyja, Freyr, Fríða, Frosti, Funa, Gísli, Glóa, Grámóri, Guðrún, Gústa, Gústi, Haki, Ham- ingja, Harpa, Heiðrún, Helga, Hildur, Iða, Katla, Lagsi, Lilja, Lína, Lísa, Ljóma, Ljúfur, Loki, Lúsía, Mía, Mías, Nína, Njáll, Ronja, Silfri, Sjafnar, Snorri, Sproti, Tilda, Ugla, Verðandi, Vild- ís og Þoka. Þegar blaðamaður gerði sér ferð þangað á dögunum var 12 gráðu frost og ekki hægt að keyra allan malarveginn að íbúðarhúsinu vegna snjóa. Þetta eru um 800 metrar og alvanalegt að Karólína þurfi að geyma jeppann á öruggum stað, nærri þjóðveginum. Loka- áfanginn var því farinn á tveimur jafnfljótum. Of þröngt í Hegranesi Dýrindis hádegisverður beið komumanns í notalegum bænum, vatnableikja í aðalrétt og skyr í eft- irrétt, auk íslensks meðlætis af ýmsu tagi. Fallegt leirtauið, blómum skreytt og rúmlega 100 ára gamalt, hafði verið í eigu Braga Húnfjörð Kárasonar á Þverá, en Karólína fengið það að gjöf eftir andlát hans 25. júní í sumar. Þar missti hún góðan og traustan nágranna, sem var henni sem afi. Karólína er fædd árið 1970 í Bre- men, ólst upp norðan við Hann- over, á litlum sveitabæ, og þess vegna kveðst hún vera svo nátengd landbúnaði og því sem honum til- heyrir. „Ég kom fyrst hingað til lands árið 1989, eftir að hafa lokið námi í framhaldsskóla, og var hér á kúabúi, Húsatóftum á Skeiðum. Í rauninni var ég þegar þá orðin Ís- lendingur í hjarta mínu og vissi að ég að ég myndi setjast að hér,“ seg- ir hún. Og árið 2010 var loksins hægt að láta verða af því. Hún teiknaði sér lítið hús, fékk það smíðað í ná- grenni Selfoss og að því búnu ferj- að norður í Hegranes í Skagafirði. Þar var hún áður búin að kaupa sér 8 hektara land. Eftir um fimm ára búsetu þar fór hún að líta í kringum sig. „Hitt var bara of lítið, of þröngt. Mig langaði í fleiri kindur en þær sjö sem ég átti, og var að leigja eitthvað með, en svo ákvað ég að fara að leita að einhverju stærra og datt niður á þessa jörð fyrir til- viljun. Ég gat selt hina jörðina og keypt þessa fyrir sömu upphæð. Þessi er rúmlega 600 hektarar.“ Síðast var búið þarna 1888. En haustið 2015 var nýr landeigandi kominn þangað og vetur innan seil- ingar. Húsið var flutt á bíl upp eftir og vandlega fest þar á sökkul. Því var komið í dálítið skjóli fyrir norð- anáttinni. Og það er stöðugra núna en áður, segir Karólína, enda betur fest niður, en titrar stundum ef vindur fer yfir 20 metra á sekúndu. Oft er þó logn. Auðvelt var að ná í rafmagn, því byggðalínan liggur þarna skammt frá. Og vatn tekur hún úr kalda- vermslum í fjallinu. Og netsam- band fær hún í gegnum 3G-lykil. Engin tún eru þarna, en samt gott beitiland upp fjallið og Karól- ína hefur grætt upp bera mela með að gefa hrossunum og kindunum á þeim á veturna með skínandi ár- angri. Berjaland er vænt, aðal- bláber, blá og svört. Og það er fisk- ur í Hvammshlíðará. Ullin af mislitu fé vinsæl Karólína hefur mörg járn í eld- inum en aðalvinnan á veturna núna er að selja ull frá bændum á svæð- inu til útlanda, sem mikill áhugi er fyrir, einkum í þýskumælandi lönd- um Evrópu. „ÍSTEX, íslenskur textíliðnaður, hafði engan áhuga á þessari ull og greiddi lítið fyrir, en nákvæmlega þessi ull er mjög vinsæl meðal handverksfólks ytra – í Austurríki, Sviss og Þýskalandi, jafnvel í Hol- landi – og ég fór að prófa mig áfram og er komin í ágætis sam- bönd og verðið er gott, annars myndi þetta aldrei ganga upp, því auðvitað þarf að senda þetta um langan veg,“ segir hún. „Jafnframt er ég með námskeið í kringum ís- lensku ullina, þannig að ég fer 2-3 sinnum utan í þessum erindagjörð- um, vor og haust, og fer með ís- lenskan mat og er þar langa helgi. Þetta er svona íslenskur dagur hjá mér þar sem ég miðla hefð- bundnum aðferðum við að taka of- an af og kemba og þvíumlíkt, gera allt eins og það var gert hérna í gamla daga. Það eru mjög fáir að gera þetta nú á dögum. Einnig er ég að skrifa bækur og greinar, eins og áður, samt er þetta orðið minna hvað bækurnar varðar, ég er að- allega að selja þær sem ég var búin að skrifa og gefa út áður, sjö tals- ins. Þrjár eru á ensku og þýsku en hinar fjórar eingöngu á þýsku. Ég er líka búin að gefa út kennslu- myndbönd um ullina á þýsku og um kindurnar og íslenskar mjólkur- vörur, hvernig maður gerir þetta bara í eldhúsinu heima. Aðaltekj- urnar koma af þessu öllu.“ „Þegar göngur og réttir eru kemur fólk til mín frá útlöndum, 8- 10 manna hópur úr áðurnefndum löndum, og er hér í fimm daga, til að fræðast um kindur og ull. Við tökum virkan þátt í göngum hérna á svæðinu mínu, förum á Heimilis- iðnaðarsafnið á Blönduósi og heim- sækjum líka þvottastöðina ÍSTEX og sauðfjárbændur hérna á svæð- inu og tölum við þá um ýmislegt, spyrjum þá um allt milli himins og jarðar. Við svona kíkjum á bak við tjaldið, svo að segja.“ Ekkert venjulegt dagatal Karólína eignaðist góða ná- granna við flutninginn í Hvamms- hlíð. En sá allra besti átti heima á næsta bæ, Þverá. Það var áður- nefndur Bragi. Hann kom oft til að- stoðar ef með þurfti, oftar en ekki á dráttarvélinni sinni. Henni var því engin bráðnauðsyn að eiga slíkt tæki. En við fráfall hans varð breyting á, enda kindurnar margar og þurfti að gefa á vetrum. Og hey- rúllurnar stórar og þungar. Um mánuði síðar fékk Karólína snilldarhugmynd og var búin að koma henni í framkvæmd í lok ágúst. Hún ætlaði að gefa út daga- tal á íslensku og þýsku í stærðinni A3, þar sem íbúarnir 57 væru í að- alhlutverki, það átti að sýna lífið þarna allan ársins hring, auk þess að birta fróðleik um gömlu íslensku mánaðaheitin og fleira. Karólína hafði stofnað eigið bókaforlag ytra árið 2014 til að koma að þessum hugverkum sínum öllum. Það nefnist Alpha Ursa Min- or, sem er latneska heitið á Norð- urstjörnunni. Styttra heitið er Ver- lag Alpha Umi. Dagatalið braut hún um sjálf og lét prenta í Þýskalandi, líkt og bækurnar. „Ekki löngu seinna náði ég að kaupa mér gamlan, tækjalausan Zetor á Hauganesi. Ég fékk aðstoð og ráðleggingar hjá vinum, því ég vissi ekki mikið um dráttarvélar. Þetta var í september. Það er ekki svo einfalt að fá góða dráttarvél sem hentar, þolir vel kulda en er ekki dýr. Vörumiðlun flutti hana svo á vélaverkstæði á Sauðárkrók. Þá var þetta komið, aðalmálið. Ég auglýsti svo á Facebook eftir rúllu- greip og skóflu og var búin að festa kaup á hvoru tveggja innan fárra daga. Þessir fylgihlutir voru á tveimur bæjum fyrir sunnan, en einungis um 5 kílómetra frá hvor öðrum. Þetta var magnað. Vinkona mín var á ferðinni suður um þetta leyti, og tók með sér kerru og kom með þetta í bakaleiðinni. Á verk- stæðinu var vélin svo yfirfarin. Verkið dróst eilítið, en það kom ekki að sök því veðurfarið hélst gott. Allt hefur því gengið vonum framar. Ég hefði getað sótt hana á föstudag í síðustu viku en þá gekk vonskuveður yfir landið, sem kunn- ugt er.“ Gott að vera í Hvammshlíð – En er ekkert einmanalegt þarna á heiðinni? „Nei, nei. Ég er með hundana mína og kindurnar og hestana og hef því allt til alls. Ég er ekki háð fólki, annars myndi ég ekki búa hér. Samt finn ég að það er erfitt að hafa ekki Braga, við náðum strax svo vel saman, ég gat alltaf treyst á hann, svo að það er allt öðruvísi núna. En ég á samt virkilega góða vini sem er alltaf hægt að hringja í og ef eitthvað myndi koma upp á myndi auðvitað einhver þeirra koma og hjálpa mér, ég efast ekk- ert um það. Og ég veit hvað ég vil ekki. Ég gæti ekki hugsað mér að búa í þéttbýli. Ég fer sjaldan í kaupstað, bara til að kaupa í mat- inn. Hér er gott að vera. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli árs- tíðanna, þær hafa allar sinn sjarma, veturinn líka. Ég elska t.d. snjó. Þakklæti er efst í huga mér fyrir þessar frábærar viðtökur sem dagatalið hefur fengið, sem og fyrir hina umfangsmiklu aðstoð frá góð- um vinum svo sem sveitungum og jafnvel áður ókunnugum,“ segir hún, og bætir við: Og fyrir allt þetta „ólíklega“ sem gerðist ein- faldlega þannig að allt gekk upp.“ Þau sem hafa áhuga á að eignast dagatalið og styðja þannig jafn- framt við bakið á húnvetnsku drift- ar- og atorkukonunni geta sent henni tölvubréf á netfangið 14carom@web.de eða haft sam- band á Facebook þar sem má finna hana undir nafninu Karólína í Hvammshlíð. Eða þá hringt í síma 865-8107. Einnig er það til sölu í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Það kostar 3.000 krónur. „Ég er ekki háð fólki“  Caroline Kerstin Mende keypti 600 hektara eyðijörð og býr þar með vinum sínum úr dýraríkinu  Finnst hvergi betra að vera en hér á landi  Gaf út dagatal til að fjármagna dráttarvélakaup Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Vinir Caroline Kerstin Mende í Hvammshlíð ásamt góðum vinum sínum, Baugi og Kappa. Hvammshlíð Útsýnið frá Hvammshlíð niður Norðurárdal og til Húnaflóa. Dagatalið Karólína útbjó dagatal með myndum af ferfættum vinum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.