Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 49
lendinga með kaup á jarðeignum. Á þessi eina kona að ráða sölu landsins? Ég vil fá lög þar sem bóndi selur jörð sína og selur hann þá fasteign auk ræktaðs lands, en ríkið, það er þjóðin, kaupir þá af bóndanum víðerni þau er fylgja jörðinni, bóndinn fær sitt og þjóðin sitt, annað er glóru- laust. Auðvitað yrði þetta aldrei samþykkt því að auðmenn eru á eftir víðernum landsins, þeim er nokk sama um bújarðirnar sem slíkar og auðvitað á þjóðin ekki fé til kaupanna, því fé þjóðar fer í ríkislaun og uppihald flottræfl- anna. Kannski nóg fyrir komandi kynslóðir að eiga sér höfuðborg og hálendi. Katrín Jakobsdóttir, á meðan þú og þingheimur talið endalaust um loftslagsmál, kynbundið ofbeldi og forréttindajafnrétti er verið að selja landið. Enginn einasti þing- maður talar um að varðveita eigi eignarhald á landinu til komandi kynslóða, þetta tal og aumingja- væðing ykkar á öllu og öllum hentar vel auðmönnum ásamt getuleysi ykkar til að stýra landi og þjóð. Minnkið undirlægjuhátt ykkar gagnvart öðrum ríkjum. Fækka þarf þingmönnum í 33, nú sýna þingmenn vangetu sína með sífelldri fjölgun aðstoðarmanna og sérfræðinga og kannski mundi líka hætta þetta endalausa blaður og rifrildi. Alþingi er höfuðlaus her og frelsið sem þið takið ykkur er stjórnleysi og óráðsía. Hættið að leika ykkur með fjör- egg þjóðar, en það er landið Ís- land. Varðveitið landið, því land- laus verðum við sem rekald í ólgusjó annarra. Þið Evrópusinnar á þingi, flytjið bara til hnignandi Evrópu, ef ekki farið þá að vinna fyrir land og þjóð. Hættið þessu sífellda bulli. Til kvenna á Alþingi, hættið að láta allt snúast um ykk- ur sjálfar og kvenþjóðina, það eru líka karlmenn og drengir úti í þjóðfélaginu okkar. Stjórnmál eru ekki bara kvenréttindi. Ekkert skrítið þó að drengir séu þung- lyndir og með kvíða, – þið konur farið offari. » Það hryggir mig að horfa upp á sölu lands míns, lands sem ég fékk að fæðast til og tilheyra, sem veitt hefur mér skjól og gleði. Höfundur býr á Sauðárkróki. UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Í J Ó L A P A K K A N N Black Friday og Stafrænn mánudagur hafa náð nýjum hæð- um í íslensku sam- félagi ef marka má til- boðsæði kaupmanna þetta árið. Þessir dag- ar marka byrjun á jólagjafainnkaupum landsmanna. Síðustu ár hefur jólaverslunin þróast mikið og nota Íslendingar netið í auknum mæli til þess að kaupa jólagjafir handa vinum og vandamönnum, en vef- verslun á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og fjöldi netverslana er enn að aukast. Það er því mikilvægt að setja markvissa stefnu bæði þegar kemur að jólainnkaupum sem og jólasölu. Vefverslun á heimsvísu jókst um 18% á síðasta ári og eyddu kaup- endur 7,9 billjón Bandaríkjadoll- urum í kaup á netinu. Nærri helm- ingur kaupanna fór fram í gegnum snjallsíma, kannanir sýndu að 61% kaupenda voru reiðu- búnir til að versla við fyrirtæki sem þeir höfðu ekki verslað við áður. Hérna skapast gríðarlegt tækifæri fyrir þau fyrirtæki sem hafa uppgötvað töfra stafrænna lausna. Fólk virðist vera enn opnara fyrir því að prófa ný vöru- merki og leita á aðr- ar slóðir þegar kemur að inn- kaupum fyrir hátíðarnar, talsverð aukning hefur orðið á leitar- orðafrösum eins og „búðir eins og …“ og „vörumerki eins og …“ á leitarvélum Google. Verslun á net- inu gefur kúnnanum aukið forskot og virðist eins og fólk sé að nýta sér netið mun betur með því að kanna mikilvæga hluti eins og t.d. verð, úrval o.fl. Ein athyglisverðasta þróunin í stafrænni markaðssetningu er að myndbönd hafa náð að ryðja sér til rúms sem einn vinsælasti mið- illinn þegar kemur að því að gefa fólki hugmyndir að jólainnkaupum, en næstum því tveir þriðju við- skiptavina segjast hafa fengið hug- myndir og innblástur í gegnum auglýsingamyndbönd og meira en 90% af þeim segjast hafa uppgötv- að nýjar vörur og vörumerki í gegnum YouTube. Fyrirtæki sem vilja standa upp úr þessa hátíðina þurfa að muna að ekki eru allir viðskiptavinir eins, og það þarf að sérsníða markaðssetninguna að hverjum og einum. Auðvelt er að velja réttan markhóp fyrir hverja auglýsingu þegar auglýst er á netinu og sam- félagsmiðlum, því er oft gott fyrir verslanir og fyrirtæki að útvista (e.g. outsource) þeim hluta rekst- ursins og leyfa fagmönnum að sjá um allt sem við kemur stafrænni markaðssetningu. Oft er gott að hafa í huga að „Jói frændi“ getur ekki allt. Stuðst var við upplýsingar og gögn frá Google við vinnslu þessarar greinar. Eftir Diðrik Örn Gunnarsson Diðrik Örn Gunnarsson » Black Friday og Stafrænn mánudag- ur hafa náð nýjum hæð- um í íslensku samfélagi ef marka má tilboðsæði kaupmanna þetta árið. Höfundur er stofnandi og eigandi Stafrænu auglýsingastofunnar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. didrik@stafraena.is 61% fólks er tilbúið til að versla af fyrirtækjum sem það hefur ekki verslað við áður. Stafræn verslun fyrir hátíðarnar Ef marka má fréttir DV og fleiri miðla var ýmislegt ósæmilegt, ruddalegt og óviðeigandi sagt á bar- kvöldi fyrir nokkrum dögum og rýt- ingar reknir í bak. Samkvæmt sömu miðlum má skilja að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist á bar- þingi. Líklega hafa blaðamennirnir, nýlega lausir við bleyjuna og blíð- mælgi barnaheimilanna, aldrei heyrt minnst á barferðir á Borgina, Geir Hall., Kjartan Jóh., Jón Baldvin og fleiri formenn með hnífa í baki, né það að sagan á það til að endurtaka sig. Alþýðan í algleymi sínu er yfir sig hneyksluð og kjaftforasti þingmaður sögunnar biður þjóðina afsökunar á orðum annarra þingmanna. Finnst ekki fleirum en mér íronían yfir- gengileg? Guðjón Smári Agnarsson Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Klausturbar Skál! Er öl innri maður? Bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.