Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 58

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 ✝ Erlendur Hall-dórsson fædd- ist í Dal í Mikla- holtshreppi hinn 24. júní 1931. Hann lést á líknardeild Landspítalans 26. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Halldór Er- lendsson, bóndi í Dal, f. 25. okt. 1897, d. 8. jan. 1990, og Anna Sigríður Einars- dóttir, húsfreyja í Dal, f. 30. júlí 1911, d. 17. jan. 1991. Bróðir Erlends var Einar, bifvélavirki og tónlistarmaður, f. 1. okt. 1932, d. 11. jan. 1999. Einar var giftur Brynju Gestsdóttur, f. 25. ágúst 1945. Börn þeirra eru þrjú. Erlendur kvæntist hinn 22. júní 1963 Þorgerði V. Svein- björnsdóttur frá Norðurfirði á Ströndum, f. 11. júlí 1940. For- eldrar hennar voru Sveinbjörn Valgeirsson, f. 24. ágúst 1906, d. 18. maí 1995, og Sigurrós Jóns- dóttir, f. 1. nóv. 1910, d. 8. apríl 1904. Börn þeirra eru: 1) Gísl- ína, f. 12. jan. 1961, d. 8. nóv. 2007. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Páll Stefánsson, f. 25. þeirra eru Elina Vigdís, f. 2008, Elísabet, f. 2011, og Emma Björk, f. 2014. b) Iðunn, f. 4. okt. 1988, sambýlismaður hennar var Heimir Klemenzson, f. 7. júlí 1991, d. 20. feb. 2018. Þeirra dóttir er Ingibjörg, f. 2017. 4) Egill, f. 12. apríl 1971, kvæntur Rögnu Elízu Kvaran, f. 29. jan. 1974. Börn þeirra eru a) Eydís, f. 3. des. 1998, b) Einar, f. 24. júní 2004, og c) Eyþór Gísli, f. 1. okt. 2008. Erlendur ólst upp í Dal. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1950. Stofnaði, ásamt Einari bróður sínum, hljóm- sveitina Dalbræður sem lék fyrir dansi á Vesturlandi á sjötta áratugnum. Bóndi í Dal frá 1963-1996. Erlendur var virkur í félags- og trúnaðar- störfum vítt og breitt um Vest- urland, m.a. oddviti Miklaholts- hrepps frá 1968-1986 og sat á Búnaðarþingi frá 1986-1994. Hann tók þátt í útgáfu bóka um byggðasögu Snæfellsness og ritaði í þær margar greinar. Einnig var hann meðhöfundur að bókinni Gunnar á Hjarðar- felli. Eftir hann liggja fjöl- margar greinar í blöðum og tímaritum. Árið 2001 fluttu Er- lendur og Þorgerður til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Útför Erlends fer fram frá Háteigskirkju í dag, 6. desem- ber 2018, klukkan 13. mars 1960. Synir Gíslínu og Þórðar Gunnarssonar, f. 7. sept. 1960 eru a) Kári, f. 31. ágúst 1980. Sambýlis- kona hans er Sara Sædal Andrés- dóttir, f. 11. nóv. 1985, þau eiga son- inn Kolbein Arnar, f. 2016. Önnur börn Kára eru: Gabríel Máni, f. 1999, Hera Sif, f. 2003, og Freyja Rán, f. 2005. b) Ás- geir, f. 6. nóv. 1988, sambýlis- kona hans er Brynja Eyþórs- dóttir, f. 7. okt. 1988. Þau eiga tvo syni, Arnþór, f. 2015, og Ar- on, f. 2017. Ásgeir á einnig son- inn Alexander, f. 2009. 2) Hall- dór, f. 23. apríl 1963, kvæntur Lindu Björk Jóhannsdóttur, f. 17. des. 1971. Börn Halldórs af fyrra hjónabandi með Denise Lucile Rix, f. 17. des. 1962, eru a) Sigurrós Björg, f. 7. apríl 1994 og b) Erlendur, f. 24. júní 1995. 3) Rósa, f. 23. mars 1964, gift Hauki Þórðarsyni, f. 25. nóv. 1954. Dætur þeirra eru a) Þórunn Ella, f. 14. des. 1984, sambýlismaður Eero R. Lepp- änen, f. 14. sept. 1984. Börn Elsku Elli minn! Þá ertu farinn eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég sakna þín mikið, og er búin að gera lengi, eftir 55 ára daglega samveru því við náðum því í sum- ar að eiga brúðkaupsafmæli sem kennt er við smaragða. Reyndar urðu árin 56 og við erum búin að gera margt skemmtilegt saman, ferðast mikið, bæði innanlands og utan, því þú varst svo ævintýra- gjarn og ferðaglaður. Alltaf að auka við þekkingu þína og reynslu. Félagsstörfin voru þitt áhugamál, hugur þinn stóð til mennta, þú vildir aldrei verða bóndi. Varst samt góður í því starfi eins og öðru, en búskapur er basl! Við áttum því láni að fagna, eftir að við fluttum frá Dal, að geta farið vestur og dvalið í hús- inu okkar á Holtsenda í Mikla- holtshreppnum okkar. Vorum þar í sjö vikur í sumar. Þar leið þér vel, þú gast rölt um móa og mela og þegar heilsan versnaði gastu rölt um pallinn með stafinn þinn og fylgst með fuglunum, þar á meðal litla maríuerluunganum sem eitthvað var að og hélt til á pallinum hjá okkur. Út um gluggann gastu fylgst með hon- um og vandræði foreldranna voru mikil en þau gátu þó matað litla ungann sinn. Það var aðdáunar- vert að sjá hvernig þeir báru sig að og aðdáun þín var mikil. Já, þú áttir gott sumar eins og læknirinn var búinn að lofa þér. Ferðalag með Rósu okkar og Hauki norður á Blönduós í fimm daga fer í sjóð minninganna ásamt fleiri ferðum um Snæfells- nesið okkar fallega. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Þín eiginkona, Gerða. Nú er ævi föður míns á enda runnin, rúmlega 87 ára ævi, löng og góð. Þeir voru tveir bræðurn- ir, Erlendur og Einar, fleiri börn auðnaðist afa mínum og ömmu ekki að eignast og meira að segja var það svo að það þurfti að skella duglega á bossann á Erlendi þeg- ar hann fæddist til að minna hann á að hann ætti að vera með í lífinu í öll þessi ár. Það sem þeir hafa brallað, bræðurnir, það var nú ýmislegt. Þeir byrjuðu ungir að smíða sér og útbúa hljóðfæri úr kollstólum, málmhlutum og öðrum heldur fá- tæklegum efniviði því ekki var úr miklu að moða. Þetta átti eftir að leiða þá inn á tónlistarbraut þar sem þeir stofnuðu danshljóm- sveitina Dalbræður, spiluðu víða og með mörgum góðum hljóm- sveitarfélögum. Pabbi varð síðan bóndi að ævi- starfi, maður mikillar uppbygg- ingar í búskap og félagsstörfum eins og þeir tímar kröfðust og þessi kynslóð má segja að hafi byggt upp nútímann með eigin handafli. Hann var mikill bókmennta- maður, ljóðelskur, víðlesinn og metnaðarfullur bókasafnari, mundi nánast allt sem hann hafi lesið, hvernig sem það er nú hægt. Bókmennta- og grúsk- áhugann áttum við sameiginleg- an. Sem betur fer var hann líka duglegur að skrifa, það var hon- um ástríða að halda dagbók og það gerði hann samfellt frá árinu 1949, skrifaði líka ýmsar greinar í blöð og bækur og á síðustu árum litla pistla um ýmislegt sem hon- um var hugleikið úr æsku eða samtímanum. Ekki veit ég hversu margar minningargreinar hann hefur sent frá sér en mikið óskaplega voru þær nú vel orð- aðar. Hann var líka ágætur hag- yrðingur og hér og hvar í dagbók- unum liggja eftir hann sniðugar stökur, öllum bragarreglum að sjálfsögðu fylgt. Þegar búskapnum lauk árið 1996 breyttust dagbókarskrifin, færslurnar urðu lengri og fjöll- uðu um fjölbreyttara efni og hug- leiðingar en fyrr. Höfðu áður að mestu leyti verið bundnar bú- skapnum og veðri og ekki endi- lega víst að slæddist inn þótt fjöl- skyldumeðlimur ætti afmæli eða hefði fæðst nýtt barn, gat þó komið fyrir. Engu slíku var sleppt eftir að dagbókarskrif hin síðari hófust, þar fengu hugðar- efni og tilfinningar sitt rými. Þá komst hann líka í verkefni sem átti nú aldeilis við hann en það var að safna efni og skrifa pistla í Byggðasögu Eyja- og Mikla- holtshrepps sem fyrirtækið Sögusteinn gaf út árið 2000. Pabbi hafði mjög gaman af að ferðast og það hefur verið mér og mínum eiginmanni mikil ánægja að geta ferðast með foreldrum mínum vítt og breitt um landið. Á hverju ári nánast allan síðasta áratug og síðast nú í sumar. Allt vissi hann pabbi, gat sagt til um bæi og búendur, örnefni og stað- hætti um allar koppagrundir en skemmtilegast var nú samt að í þessum ferðum brást ekki að við litum í heimsókn til gamalla „bræðra“ hans frá Hvanneyrar- árunum eða vina og ættingja for- eldra minna. Honum voru skóla- árin á Hvanneyri kær og hugleikin og tengslin við marga skólabræður áttu eftir að endast ævilangt. Mikið á ég nú eftir að sakna þín, minn elskulegi faðir, en það er kærkomið að eiga svo margar góðar minningar og hafa þegið svo mikinn fróðleik af þér. Rósa Erlendsdóttir. Mig langar, með fáeinum fá- tæklegum orðum, að minnast föð- ur míns, Erlends Halldórssonar frá Dal. Þegar ég hugsa til baka var pabbi líklega meiri félags- málamaður en bóndi, líklega meiri fræðimaður en bóndi. Af þessum orðum mætti ætla að hann hafi kannski ekki verið sér- lega góður bóndi, en svo var ekki. Þó svo bændastörfin hafi ef til vill ekki verið það sem átti stærstan sess í huga hans sinnti hann þeim af alúð og samviskusemi, var góð- ur bóndi. Ekki þarf að fjölyrða um félagsstörfin. Á þeim vett- vangi er óhætt að fullyrða að hann hafi verið samfélagi sínu, nær og fjær, öflugur liðsmaður. Sáttasemjari, maður lausna þeg- ar deilur komu upp. Af hans hugðarefnum var það líklega fræðimaðurinn sem fékk öðrum fremur að víkja lengst af en fékk þó öðru hvoru útrás í hinum ýmsu pistlaskrifum og aðkomu að bókaútgáfu, sér í lagi eftir að bú- störfunum létti. Ritfærnin, ef- laust brýnd af löngum lestri fag- urbókmennta, birtist þar og í ótal minningargreinum sem hann hef- ur skrifað um samferðafólk sitt, ástvini og félaga. Allt hefur þetta orðið til að skerpa aðdáun son- arins á föðurnum. Annars minnist ég föður míns allra helst sem vinar. Það gat ver- ið ögn eyðilegt að vera hálfgert einbirni í sveit. Aldursmunur milli mín og systkina minna myndaði dálitla gjá sem ekki varð almennilega brúuð fyrr en undir fullorðinsár, eðlilega. Hér hljóp pabbi undir bagga með þeim yngsta, lék við hann og las þegar honum leiddist. Búðarleikir, bóndaleikir, boltaspark og vilji til að druslast með kútinn í veiði- ferðir innan héraðs og utan. Þol- inmæði til að leyfa barninu að fylgja sér um flestar koppa- grundir, í húsum og á vélum. Fyr- ir þetta er ég þér svo óendanlega þakklátur, elsku pabbi minn. Þegar fram liðu stundir fengu svo barnabörnin að njóta þolinmæð- innar og viljans til að vera börn- um leikfélagi. Börnin mín hafa notið þessa í ríkum mæli. Fyrir þeirra hönd vil ég þakka fyrir all- ar töpuðu skákirnar og teninga- spilin, fyrir að leyfa þeim svo gott sem allt í Stóragerðinu eins og mér (og systkinum mínum) var liðið nánast allt á okkar æsku- slóðum í Dal. Oft þannig að nú á dögum þætti háskalegt, jafnvel ábyrgðarlaust – en við sluppum – einhvern veginn. Visku þinnar og gæsku munum við njóta meðan við lifum, pabbi minn. Af þér held ég að við höfum lært réttsýni og kærleik, þó svo aðrir verði að dæma um hvernig farið er með þann lærdóm. Með þeim orðum kveð ég minn kæra föður og vin, þín verður sárt saknað. Egill Erlendsson. Nú er komin kveðjustund pabbi minn. Mikið sakna ég þín og mun ávallt gera. Það er ég viss um að margir munu fara yfir ævi- feril þinn í riti og ræðu og því kýs ég að bæta ekki miklu þar á. Þú varst einfaldlega sá faðir minn og minna systkina sem við hefðum bestan getað átt. Mér verða alltaf minnisstæðir síðustu mánuðir lífs þíns. Þrátt fyrir veikindi, ört hrakandi heilsu og tiltölulega háan aldur gátum við fram undir það síðasta náð saman í spjalli og spekúleringum og það reyndi ég að nýta eftir bestu getu. Það var mér mikils virði. Tími sem mitt stopula minni mun ekki gleyma svo glatt. Þú misstir aldrei kímnigáfuna sem alla tíð vakti eftirtekt og gleði. En það er flestum erfið raun að horfa til endalokanna og það er líka erfitt þeim sem hjá sitja og þrátt fyrir einarða við- leitni þína til að streitast gegn ör- lögunum hafði illvígt mein sitt fram á blíðviðrisdögum nóvem- bermánaðar. Þó fékkst þú notið friðsældar við Kópavoginn síð- ustu vikurnar, fylgdist þar með litum náttúrunnar og flugi fugla. Já og flugvéla. En nú er væmnin orðin helst til mikil fyrir þinn smekk. Svo vel þekki ég þig. Kannski betra að orða þetta svona: Kannast ég við fugla flug og frama sem í vændum er. Finn mig vel í ferðahug og flýg nú brott úr heimi hér. Hvíl í friði elsku pabbi, þakk- læti og virðing eru kveðjuorðin mín. Halldór Erlendsson. Elsku, hjartans afi minn. Þú aflæsir og opnar útidyra- hurðina með annarri hendinni og við stígum út í ilminn frá Myllu- bakaríi. Röltum út í strætóskýli og bíðum þar um stund. Þegar komið er niður í bæ kíkjum við í Vinnufatabúðina og þar reynir sölukonan að selja þér hlýja húfu svo þér verði ekki kalt á eyrun- um. Þvílíkur brandari. Veit hún ekki að þú hefur aldrei gengið með húfu og þér er aldrei kalt? Við höldum leið okkar áfram í fornbókabúðina. Sólskinið og lognið er mikið og það er varla hægt að hafa fæt- urna á pallinum. Við spáum í fjöll- in í suðri sem eru í mestu fjar- lægðinni og þú lætur ekki illa af þér þrátt fyrir veikindin. Ég var nýbúin að kaupa bók sem mér datt í hug að lána þér og hún vakti svo mikinn áhuga að þú tal- aðir um hana fram á þína síðustu daga. Að hafa rambað á rétta bók handa þér tel ég eitt af mínum stærstu afrekum í lífinu. Ég sest við hliðina á þér í stof- unni og hlusta á þig segja frá óskaplegum draumi. Þú varst við frosið Baulárvallavatn og öslaðir út í ísvatnið og óðst upp að mitti og fórst meðfram öllu Austur- landinu. En samt fannst þér ekk- ert ofboðslega kalt. Og hvað þú varst feginn þegar þú rumskaðir og sást eitthvað kunnuglegt, bækurnar þínar. Þú sefur fast en rankar við þér við komu okkar. Ingibjörg réttir þér bangsann og dudduna sína þér til huggunar. Í máttleysi þínu leikur þú við hana og bendir á nefið, augun og hárið þegar ég spyr litla skottið hvar þetta allt sé nú. Ég veit ekki hvað ég á að segja eða gera vitandi að þetta sé okkar síðasta samverustund svo ég rifja upp miðbæjarferðir okk- ar. Ég vil ekki fara en þú þarft að hvílast svo ég kyssi þig bless og geng út. Nú þarftu ekki lengur að vaða þetta óskaplega ísvatn, afi minn, því vatnið er orðið lygnt og þú getur andað að þér fersku lofti. Ég bið að heilsa í dalinn góða. Iðunn Hauksdóttir. Fyrrverandi nágranni og frændi, Erlendur Halldórsson frá Dal, er fallinn frá. Hann og hans fólk var fjölskylduvinir, enda ólst Halldór faðir Erlendar upp hjá afa mínum og ömmu hér á Hjarð- arfelli eftir að báðir foreldrar hans voru látnir. Ég minnist Er- lendar fyrst þegar hann vann á búi foreldra minna í fjarveru föð- ur míns, sem sat þá á Búnaðar- þingi. Síðar áttu kynni okkar og samstarf eftir að verða meira bæði á sviði búskapar og félags- mála. Þar sem lönd jarðanna Hjarðarfells og Dals liggja sam- an var mikil samvinna við smala- mennskur og annað eðlilegur þáttur í lífi fólks á bæjunum. Ef mikið lá við var alltaf hægt að treysta á fólkið í Dal. Fljótt voru Erlendi falin ýmis trúnaðarstörf. Hann var ekki valinn til þessara starfa vegna þess að hann hefði hátt á mannamótum eða væri að trana sér fram, heldur af því að hann þótti skynsamur og leggja gott til málanna og hafði lag á því að samræma ólík sjónarmið, en gat verið fastur fyrir ef á þurfti að halda. Hann var oddviti Mikla- holtshrepps í 18 ár og fórst það starf vel úr hendi. Þar var allt í röð og reglu, sem ég get staðfest með góðri samvisku þar sem ég tók við starfinu af honum. Erlendur var góður bóndi, áhugasamur um ræktun sauðfjár og átti gott fé. Hans áhugamál lágu víðar og var hann víðlesinn og grúskaði í mörgu sem kom sér vel t.d. þegar HSH stóð fyrir spurningakeppninni „sveitirnar svara“. Eins og góðum oddvita sæmdi stýrði hann liði Mikl- hreppinga til sigurs. Einnig var hann vel liðtækur þegar undirbúa þurfti skemmtanir. Átti létt með að sjá spaugilegar hliðar málanna og gat sett saman hnyttnar vísur þó ekki flíkaði hann því annars. Eftir búskaparlok þeirra hjóna í Dal fyrir rúmum 20 árum gafst meiri tími til að sinna hugðarefn- um. Erlendur lagði lið útgáfu bókar Bændasamtakanna „Gunnar á Hjarðarfelli“ og bóka Sögusteins „Kolbeinsstaða- hreppur“ og „Eyja- og Mikla- holtshreppur“. Ég hygg að hann hafi notið sín þar vel, með góða þekkingu á verkefninu, hafði gott vald á íslensku máli og var vel rit- fær. Þegar Dalur var seldur héldu Erlendur og Þorgerður eftir landskika með húsi á og komu sér þar upp sumarbústað og ræktuðu lengi vel kartöflur fyrir sig og sína. Þau höfðu því ekki sagt al- veg skilið við sveitina og fylgdist Erlendur vel með því sem þar var að gerast. Hann kom oft í heim- sókn til að spjalla um gamla og nýja tíma. Að endingu viljum við Harpa þakka fyrir samfylgdina gegnum árin og vottum Þorgerði, börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð. Guðbjartur Gunnarsson. Þegar mér bárust fréttir af andláti frænda míns Erlendar Halldórssonar, eða Ella í Dal, eins og hann var kallaður, þá komu margar minningar upp í huga minn, enda stutt á milli bæj- anna Dals og Hrísdals þar sem ég ólst upp, mikil samvinna og sam- hjálp var á milli þessara bæja. Elli tók snemma þátt í bústörf- um með foreldrum sínum. Árið 1951 var stofnað nýbýli af hálfu landi jarðarinnar á nafni þeirra bræðra Erlendar og Einars, þá hófst nýr tími bjartsýni og at- hafna í Dal, hafist var handa við að byggja upp öll útihús og nýtt íbúðarhús 1956, tvær hæðir og ris, afburðafallegt hús enda voru þeir félagar smiðir af guðs náð. Erlendur hóf sjálfstæðan bú- rekstur með foreldrum sínum 1963 þegar hann kvæntist Þor- gerði Sveinbjörnsdóttur sem hafði ráðið sig þangað sem kaupakonu (ráðskonu), er mér það mjög minnisstætt að stuttu eftir að Þorgerður kom að Dal kom Sigurður afi þangað, honum leist mjög vel á þessa ungu kátu stúlku. „Þessi stúlka fer ekki frá Dal, því ég get lofað, það neistar á milli þeirra,“ sagði afi. Það breyttist margt í Dal við komu Gerðu, henni fylgdi gleði og hressileiki og hennar dillandi hlátur ómaði um bæinn og börnin þeirra fóru að fæðast. Kæri frændi, þú ert mér minn- isstæður fyrir margra hluta sak- ir, mjög fróður, víðlesinn, ein- staklega góður penni, félagsmálamaður með skemmti- legan húmor, hjálpsamur ná- granni sem alltaf var hægt að biðja um aðstoð, glaðsinna félagi í leik og starfi, alltaf gaman að fara með honum í smalamennskur. Veturinn 1955 þegar ég var í barnaskóla þá var mér komið fyr- ir í Dal, það var kíghóstafaraldur sem ég smitaðist af. Þessir mán- uðir í Dal voru skemmtilegur tími. Þeir bræður voru mjög mús- íkalskir, áttu harmonikku, trommusett, saxófón auk annarra hljóðfæra, alltaf æfingar á kvöld- in, þeir spiluðu á böllum í mörg ár, oft heyrðist auglýst í útvarp- inu „hinir vinsælu Dalbræður leika fyrir dansi“. Vera mín í Dal gerði mér gott, þar lærði ég að tefla, Elli hjálpaði mér með heimanámið, það var vel hugsað um mig, þarna var vinátta sem aldrei bar skugga á. Fyrir mörgum árum keyptu þau Elli og Gerða vélaskemmu sem Vegagerðin byggði á sínum tíma, þau innréttuðu hana og dvöldu þar oft yfir sumartímann. Elli gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir sitt sveitarfélag og félagasamtök, var lengi stjórnar- maður í Íþróttafélagi Miklaholts- hrepps, tók þátt í leiksýningum, söng í kirkjukórnum, var lengi í hreppsnefnd, þar af oddviti í mörg ár, svo eitthvað sé nefnt. Kæri frændi, ég þakka þér fyr- ir það sem þú lagðir til í mínu uppeldi. Kæra Gerða, Halldór, Rósa Egill og fjölskyldur, minning um Ella frænda í Dal mun lifa. Sigurþór Hjörleifsson frá Hrísdal. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Látinn er Erlendur Halldórs- son eða Elli í Dal, frændi, sveit- ungi og nágranni, besti vinur for- eldra minna og okkar systkina í áratugi, mikill sómamaður. Í Dal átti ég annað heimili ef á þurfti að halda. Hjá Gillí, æsku- vinkonu minni og jafnöldru, yngri systkinum hennar og ekki síst foreldrum. Þar minnist ég ótal margra góðra stunda í eldhúsinu, sitjandi við eldhúsborðið: Gerða eitthvað að stússast við eldavél- ina, dillandi hláturrokur heyrð- ust. Elli sat við eldhúsborðið, við gluggann með útsýni upp að Hjarðarfelli, pípa í munninum, hljóðlátur en kíminn og ræðinn við okkur börnin. Hann var hóg- Erlendur Halldórsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.