Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is DUX PASCAL SYSTEM Sérsniðna gormakaerfið Líkamar allra eru einstakir. Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra. Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Kona í síðum, rauðum kjól með um áttatíu karla prúðbúna í svart og hvítt í bakgrunni. Kertaljós í hverj- um kima. Hallgrímskirkja í allri sinni dýrð. Hversu jólaleg getur stemningin orðið mörgum dögum áður en hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Mögulegt svar væri sú stund þegar Karlakór Reykjavíkur hefur upp raust sína og konan í rauða kjólnum syngur „Ave Maria“, „Ó helga nótt“ og önnur sígild jóla- lög í áðurnefndri kirkju. Sú stund rennur upp á árlegum aðventu- tónleikum Karlakórs Reykjavíkur kl. 17 á laugardaginn kemur, 8. desember. Tónleikarnir verða endurteknir kl. 17 og 20, sunnudag- inn 9. desember. Þetta er 25. árið í röð sem Karlakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika og var hann fyrstur kóra hér á landi til að taka upp þá hefð. Konan í rauða kjólnum er Sigríð- ur Ósk Kristjánsdóttir mezzósópr- an, aðalgestur kórsins þetta árið. Hún hefur sungið fjölmörg óperu- hlutverk hér heima og erlendis og fengist við fjölbreyttar efnisskrár í áranna rás, allt frá lágstemmdum ljóðasöng til umfangsmikilla óra- tóría. Trúarlegir lagatextar „Ég hef sungið með karlakórum í ýmsum kirkjuathöfnum, en aldrei áður á svona stórum tónleikum. Það er eitthvað alveg sérstakt við karlakóra, hljómurinn er ein- staklega flottur. Mér finnst mjög spennandi og jafnframt mikill heið- ur að vera boðið að syngja með eins glæsilegum kór og Karlakór Reykjavíkur er og hikaði auðvitað ekki við að þiggja boðið,“ segir Sig- ríður Ósk og leynir ekki tilhlökkun sinni. Æfingarnar hafa gengið ljóm- andi vel og hún kveðst þakklát fyr- ir að fá tækifæri til að syngja með svona samstilltum og kröftugum kór. Að vanda verður mikið í lagt og hefur kórinn einnig kallað til fasta- gesti sína frá fyrri árum sér til full- tingis. Þau eru organistinn Lenka Mátéová, trompetleikararnir Eirík- ur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson og pákuleikarinn Eggert Pálsson. Sigríður Ósk er hæstánægð með lögin sem hún syngur og þau Frið- rik S. Kristinsson kórstjóri völdu í sameiningu. „Ég syng sex lög, þar af tvö „Ave Maria“, annars vegar eftir spænska tónskáldið William Gomez og hins vegar Sigvalda Kaldalóns. Hin lögin sem ég tek eru „Nóttin var sú ágæt ein“, „Ó helga nótt“, „Panis Angelicus“ og „Heims um ból“ í lokin. Flestir þekkja þessi lög, sem eru afar gríp- andi og falleg og gaman að syngja, “ segir Sigríður Ósk og viðurkennir að þótt „Ave Maríurnar“ séu marg- ar fallegar og hún eigi erfitt með að gera upp á milli þeirra, haldi hún mest upp á „Ave Mariu“ hans Gomez. „Annars hrífst ég ekki að- eins af fögrum tónum og hátíðlegu umhverfi tónleikanna. Hinn sterki trúarlegi boðskapur í textum lag- anna höfðar sterkt til mín og tón- arnir ýta undir áhrifin.“ Spurð hvort henni finnist áskor- un að syngja einsöng með eins stórum kór og Karlakór Reykjavík- ur segir hún svo ekki vera í sjálfu sér. Kannski er spurningin líka út í hött í ljósi þess að hún er enginn nýgræðingur í að syngja með fjöl- skrúðugum tónlistarhópum og standa á sviði fyrir framan fullan sal af fólki. Í essinu sínu Sigríður Ósk er vön að bregða sér í alls konar hlutverk þegar söngur og tónlist eru annars vegar. Á aðventutónleiknum Karlakórs Reykjavíkur er hún þó einfaldlega í hlutverki sjálfrar sín, mezzósópran- söngkonunnar Sigríðar Óskar. „Ég er mikið jólabarn og nýt mín vel á þessum árstíma þegar nóg er að gera í söngnum og ég fæ að upplifa jólastemninguna með fjögurra ára dóttur minni. Síðustu tvö árin hef ég sjálf staðið fyrir jólatónleikunum Sígild jól. Um liðna helgi söng ég á jólatónleikum Kristjáns Jóhanns- sonar í Eldborg í Hörpu, svo það hefur verið nóg að gera hjá mér,“ segir Sigríður Ósk. Hún hefur nokkrum sinnum sungið í Hallgrímskirkju, til dæmis í óratoríum með Mótettukórnum undir stjórn Harðar Áskelssonar og Dómkórnum undir stjórn Kára Þormars og segir hljómburðinn ein- staklega góðan. „Tilhlökkunarefni að syngja þar aftur,“ segir hún. Stærsta óperuhlutverk Sigríðar Óskar á Íslandi til þessa er Rosina í Rakaranum frá Sevilla eftir Ross- ini í Íslensku óperunni árið 2015. Eftir jól verður hún í hlutverki Floru í La traviata eftir Verdi, einnig í uppfærslu Íslensku óp- erunnar. Dagskráin framundan er býsna þétt. „Ég var þó nokkurn tíma að finna út hvernig hægt er að lifa á listinni á Íslandi. Hér er ekki hægt að sækja um fast starf sem söngvari og því er maður í ýmsum verkefnum sem bjóðast eða maður vinnur að sjálfur. Auk þess hef ég kennt söng við Söngskólann í Reykjavík frá því í haust og kenni einnig krökkum á píanó. Að fá að vinna við að flytja tónlist með frá- bæru tónlistarfólki er mikil gjöf. Þegar áheyrendur mæta á tónleika- stað eða í leikhús og vel tekst til skapast stundum töfrastundir sem lifa lengi með flytjanda og áheyr- endum og gera það þess virði að vera tónlistarkona,“ segir Sigríður Ósk. Trúlega verður upplifunin á aðventutónleikum Karlakórs Reykjavíkur með þeim hætti. „Hljómurinn einstaklega flottur“  Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran er aðalgesturinn á 25. aðventutónleikum Karlakórs Reykjavíkur  Þrennir aðventutónleikar kórsins í Hallgrímskirkju um helgina  Sígild jólalög Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólabarn „Ég er mikið jólabarn og nýt mín vel á þessum árstíma þegar nóg er að gera í söngnum,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran. Eftir nám í óperusöng við Royal College of Music í London árið 2009 var Sigríður Ósk á svolitlu flakki, en starfaði aðallega á Eng- landi. Hún hefur verið búsett á Ís- landi frá því hún eignaðist dóttur sína árið 2014. Þar ytra söng hún m.a. óperuhlutverk með Bresku þjóðaróperunni og Glyndebourne- óperunni, kom fram í tónleikasöl- um eins og Royal Albert Hall og Cadogan Hall þar sem hún söng ásamt Dame Emmu Kirkby. Þá söng hún inn á diskinn Engel Lund Book of Folk Songs auk þess sem hún söng í beinni út- sendingu BBC 3 fyrir hönd Classi- cal Opera Company. Margt fleira mætti tína til, enda er hún er enn á ferð og flugi til að taka þátt í ýmsum söngverk- efnum á Englandi, Norðurlöndum og víðar. „Mér finnst gaman að búa til verkefni með öðrum og er meðal annars í barokkhljómsveit- inni Symphonia Angelica, sem ég stofnaði ásamt Sigurði Halldórs- syni sellóleikara. Hljómsveitin tók nýlega þátt í samnorrænu verk- efni, Viking Barokk Concerto Grosso, þar sem komu saman barokkhljómsveitir frá öllum Norðurlöndum á stórum tón- leikum í Osló og Helsinki. Á dag- skránni hjá okkur var barokk og íslensk þjóðlög með arabísku ívafi,“ nefnir Sigríður Ósk sem dæmi um það sem hún hefur ver- ið að fást við undanfarið. Arab- íska ívafið segir hún sprottið af þeirri hugmynd að þeir sem komu heim eftir Tyrkjaránið hafi ef til vill haft hér einhver menningarleg áhrif. Á ferð og flugi FJÖLBREYTT VERKEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.