Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is seimeiisland • seimei.is Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16 Ein þeirra fjölmörgu sýn-inga sem settar eru uppvíðsvegar um landið í til-efni 100 ára fullveldis- afmælis Íslands er sýningin Halldór Einarsson í ljósi samtímans í Lista- safni Árnesinga í Hveragerði. Hall- dór (1893-1977) nam tréskurð og teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera í Reykjavík á öðrum ára- tug síðustu aldar. Hann flutti síðan vestur um haf, fyrst til Kanada og síðar til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði meðal annars við út- skurð í húsgagnaverksmiðju. Hann bjó í Bandaríkjunum til ársins 1965 þegar hann fluttist aftur heim til Ís- lands. Halldór var fæddur og uppal- inn í Flóanum og undir lok sjöunda áratugarins gaf hann ævistarf sitt, teikningar, höggmyndir og tréskurð- arsafn, ásamt myndarlegri peninga- gjöf, til Árnessýslu, sem lagði grunn að Listasafni Árnesinga. Verk Hall- dórs hafa ekki verið sýnileg um nokkurt skeið en nú gefst tækifæri til að skoða verk hans í samhengi við verk samtímalistamanna, þeirra Önnu Hallin, Birgis Snæbjörns Birg- issonar, Guðjóns Ketilssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. Fyrir utan aðalsal safnsins má sjá húsgagn sem minnir á fyrri tíma. Verkið „Nafnlaust“ (2011) er lágur skápur sem Guðjón hefur farið hönd- um um, pússað og skorið út op þar sem hvítum bókum hefur verið stafl- að upp inni í skápnum. Vandlega meðhöndluð antíkhúsgögn fá hér nýtt hlutverk og eru sett í samhengi við húsgagnaútskurð Halldórs. „Verkfæri“ Guðjóns hanga í röð á vegg þegar komið er inn í salinn, verkfærin eru samsettir hlutar úr við og gömlum verkfærum þar sem áhaldið stendur eftir en hefur tapað tilgangi sínum. Þetta eru verkfæri hlaðin sögu og fegurð. Í heillandi hugmyndaheimi listamannsins má oft finna listsögulegar tilvísanir, til að mynda í eldri verkum Guðjóns þar sem lendarklæði Krists og klæði Maríu vísa með beinum hætti í mál- verk frá tíma barokksins og í verk- inu „Úr bændabrúðkaupi“ frá árinu 2000, en kveikjan að því kemur frá 16. aldar verki Pieters Brugels eldri. Framhald þessarar könnunar á rýmistilfinningu og sambandi okkar við mannslíkamann má sjá í innsetn- ingunni „Hár“ (2001-2017). Á gólfi liggja nokkrir hringlaga hvítlakkaðir tréskúlptúrar af hári, formin eru mjúk en regluleg. Hárið er hluti af yfirborði líkamans og tengist sjálfs- mynd einstaklingsins, stundum get- ur það verið óstýrlátt og úfið en hér er búið að forma það vandlega og jafnvel hemja í tagl eða fléttu. Form- ið minnir óneitanlega á playmobil- hárkollur þar sem hægt er að skipta um hár og höfuðbúnað; með einum smelli er þannig hægt að breyta um stétt og stöðu eða persónuleika playmo-kalla. Guðjón vísar þannig bæði aftur í tímann sem og til barna- leikja nútímans í verkinu en þar end- urspeglast einnig ákveðin þversögn; manneskjan er fjarverandi á tákn- rænan hátt en nærvera hennar ná- læg á sama tíma. Halldór bjó hluta ævi sinnar í skógi fyrir utan Chicago þar sem hann lifði einföldu lífi í nánu sam- bandi við náttúruna sem endur- speglast í mörgum verka hans. Rósa Sigrún sækir einnig til náttúrunnar, bæði í starfi sem leiðsögumaður um hálendi Íslands og fyrir efnivið í verk sín sem eru nostursamlega unnin með aðferðum handverksins. Undanfarið hefur Rósa Sigrún unnið jöfnum höndum að grófum hekluð- um innsetningum svokallaðra svelgja og afar fíngerðra heklaðra og saumaðra verka. Á sýningunni eru bæði tvívíðar útsaumaðar blýants- teikningar auk heklaðra jurta sem eru málaðar með akrýllit. Það er hárfín lína milli fegurðar og væmni og stundum eru verkin á mörkum þess síðarnefnda. Verkið „Grös“ (2016) er hins vegar vel heppnuð út- færsla, þar sem lauf og blóm ís- lenskra lækningajurta mynda beð sem flæðir óreglulega um breiðan stöpulinn. Litríkar græðandi jurt- inar hafa verið nýttar til lækninga í gegnum aldirnar sem er til vitnis um samband manns og náttúru sem byggist á jafnræði fremur en áníðslu. Í öðrum sal eru verk sem tengjast valdi á einn eða annan hátt. Þrátt fyrir fjölda verka, sem er þétt skipað í salinn, hafa verkin sitt rými og mynda spennandi samtal milli vangaveltna um vald á ólíkum tím- um. „Alþingismenn lýðveldis árið 1944“, útskornir af Halldóri á ár- unum 1960-1962, sitja höfuðstórir og nánast í hnipri á aflöngum rauðum stöpli og horfast í augu við valdhafa okkar tíma séða með augum Birgis Snæbjörs og Önnu. „Von“ (2015- 2016) er syrpa portrettmálverka Birgis af 63 alþingismönnum sem tóku sæti á Alþingi Íslendinga árið 2013, auk eins til. Verkin virðast við fyrstu sýn gefa einsleita mynd af þingmönnunum, þeir renna saman í áþekkar persónur, þar sem búið er að steypa alla í sama mót án sterkra persónueinkenna. Eða hvað? Skiptir engu máli hverjir eru á þingi? Þótt persónum sé skipt reglulega út fyrir næsta valdhafa sem kosinn er á þing eru þingmenn einstaklingar en um leið hluti af heild og hvað viljum við að þessi heild standi fyrir? Því meiri tíma sem áhorfandinn gefur sér til að gaumgæfa það, því fleiri spurn- ingar vakna. Verkið er áleitið og styrkur þess felst í þessu stöðuga poti og spurningum sem það vekur. Gegnt verkinu eru svo þrjár valda- konur Önnu á stalli. Brjóstmyndir úr marmarasteypu af sterkum kvenfyr- irmyndum okkar samtíma, þeim Vig- dísi Finnbogadóttur, Jóhönnu Sig- urðardóttur og Katrínu Jakobs- dóttur, horfast í augu við valdhafa Birgis Snæbjörns og Halldórs. Kynjaslagsíðan í stjórnkerfinu er augljós og auk þess að benda á það beinir Anna sjónum að þeirri stað- reynd að konur í opinberum emb- ættum sæta persónulegri gagnrýni en karlar; athyglin beinist fremur að klæðnaði og útliti þeirra en mál- efnum. Valdakonurnar standa á lág- um stalli sem tekur á sig ávalt líf- rænt form sem túlka má á ýmsa vegu. Anna hefur síðan komið fyrir aukasetti af prentuðum augum á þessum frábærlega úthugsuðu og írónísku skúlptúrum. Halldór Einarsson í ljósi samtím- ans er vönduð og áhugaverð sýning, þar sem ný og nýleg verk samtíma- listamanna varpa ferskri sýn á eldri verk Halldórs, sem gerir bíltúrinn austur fyrir fjall vel þess virði. Hekluð Í verki Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, „Grös“ flæða hekluð lauf og blóm íslenskra lækningajurta óreglulega um breiðan stöpulinn. Listasafn Árnesinga í Hveragerði Halldór Einarsson í ljósi samtímans bbbbn Verk eftir listamennina Önnu Hallin, Birgi Snæbjörn Birgisson, Guðjón Ketilsson, Halldór Einarsson og Rósu Sigrúnu Jónsdóttur. Sýningarstjóri: Ásdís Ólafsdóttir. Sýningin stendur til 16. desember 2018. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Ljósmyndir/Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Úr stofngjöf Hér gefst tækifæri til að skoða útskorin verk Halldórs Einars- sonar í samhengi við verk valinna samtímalistamanna. Valdakonur Vigdís Finnbogadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Jóhanna Sig- urðardóttir í verkum Önnu Hallin sem rýnir segir frábærlega úthugsuð. Útskurður Hvítlakkaðir tréskúlptúrar Guðjóns Ketilssonar af hári. Þeir vísa „bæði aftur í tímann sem og til barnaleikja nútímans…“ Hár, jurtir og valdhafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.