Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 92
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
TOWER kollur. Ýmsir litir. Ø30 x H53 cm. 5.995 kr.
ERTU AÐ LEITA
AÐ JÓLAGJÖF?
WWW.ILVA.IS/JOLAGJOF
Degi íslenskrar tónlistar er fagnað í
dag. Af því tilefni býðst þjóðinni að
taka undir í lögunum „Hossahossa“
með Amabadama, „B.O.B.A.“ með
Jóapé og Króla og „Vikivaka“ eftir
Valgeir Guðjónsson við texta Jó-
hannesar úr Kötlum, en útvarps-
stöðvar útvarpa flutningi laganna
beint frá Skelfiskmarkaðnum kl.
11.30. Við sama tækifæri verða
heiðursverðlaunin Lítill fugl afhent
auk þess sem sérstakir velunnarar
íslenskrar tónlistar fá hvatningar-
verðlaun.
Degi íslenskrar tón-
listar fagnað með söng
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Ég er mjög ánægð að byrja í
sænsku deildinni. Það er skref upp
á við en samt sem áður ekkert alltof
stórt fyrsta skref. Leikurinn er að-
eins hraðari en heima og meira af
ungum leikmönnum sem hungrar í
að ná langt,“ segir Andrea Jacob-
sen, tvítug landsliðskona í hand-
knattleik sem er á fyrsta ári sínu í
atvinnumennsku í Svíþjóð. » 1
Ekkert alltof stórt
fyrsta skref
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Þýsk og íslensk jóla-
tónlist ómar í Garðabæ
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnu-
maður, yfirþjálfari yngri flokka
Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs
karlalandsliðs Íslands í fótbolta,
gekkst undir liðskiptaaðgerð á
mjöðm fyrir um fjórum árum og hef-
ur ekki náð sér síðan. Efnt verður til
Tommadags á sunnudag til að
styrkja Tomma og fjölskyldu hans,
en hann vonast til þess að fá bót
meina sinna í Þýskalandi á næstunni.
Tommi hefur verið á spítala lengst
af síðan í apríl sl. Hann hefur borið
þjáningar sínar í hljóði og var alfarið
á móti því að bera veikindin á torg
þegar fyrst var rætt um að halda sér-
stakan styrktardag. „Ég vildi ekki
þessa athygli, en því er ekki að neita
að tíminn frá fyrstu aðgerð hefur
reynst okkur afskaplega erfiður og
kostnaðurinn mikill,“ segir Tommi.
„Góður og einlægur vilji býr að baki
átakinu, ég er mjög þakklátur fyrir
stuðninginn og því náði jáið yfirhönd-
inni.“
Styrktardagskrá á sunnudag
Tommadagurinn verður í Egilshöll
nk. sunnudag. Landsliðsmennirnir
fyrrverandi og þjálfararnir Eyjólfur
Sverrisson, Rúnar Kristinsson og
Arnar Grétarsson stjórna knatt-
þrautum á opinni æfingu fyrir sex til
tólf ára stúlkur og stráka kl. 9.45 til
10.45 og greiðir hvert barn 1.000 kr.
fyrir æfinguna. Kl. 11 hefst úrslita-
leikur Tommamótsins, þar sem
pressulið Rúnars Kristinssonar tek-
ur á móti landsliði Eyjólfs Sverris-
sonar. Á meðal leikmanna má nefna
Guðna Bergsson, Inga Sigurðsson,
Kristján Finnbogason, Birki Krist-
insson, Willum Þór Þórsson og Ólaf
Skúlason, en allir sem koma að leikn-
um greiða frjáls framlög við inngang-
inn rétt eins og allir áhorfendur. Auk
þess má leggja inn á styrktarreikn-
ing (528-14-300, kt. 0706694129).
Þegar Tómas fór í fyrstu aðgerð-
ina í janúar 2015 var talið að hann
myndi ná sér fljótt en annað kom á
daginn. „Ég var með stöðuga verki
en læknirinn trúði mér ekki og sagði
bara áfram gakk. Ég hélt áfram upp-
byggingu en var jafnóðum sleginn
niður aftur. Eftir um tveggja ára
baráttu við kerfið fékk ég loks lækni
til þess að kanna málið og fór í fjöl-
margar skoðanir og sprautur. Mikil
vökvasöfnun var við nárann og þurfti
oft að tappa úr pokanum, mest um
360 millilítrum í einu, rúmlega kók-
dós.“
Hann segir að í raun hafi ekkert
gerst. Menn hafi verið sammála um
að eitthvað væri að, en það hafi ekki
verið fyrr en Ragnar Jónsson bækl-
unarlæknir kom að málinu í árs-
byrjun að brugðist hafi verið al-
mennilega við. Hann hafi farið í aðra
aðgerð í apríl, þá þriðju í ágúst og
loks í september. „Í síðustu aðgerð-
inni fékk ég sýklalyf sem ég var með
bráðaofnæmi fyrir og datt út en ég
var á réttum stað, á gjörgæslu, og
þeir náðu að kalla mig til baka.“
Tommi er ósáttur við að hafa verið
eins lengi frá vinnu og raun ber vitni,
fer flestra sinna ferða í hjólastól eða
styðst við hækjur, en horfir bjart-
sýnn fram á veginn. Andlega hliðin
hafi verið erfið en sr. Gunnar Matt-
híasson hafi verið algjör sáluhjálpari
á spítalanum. „Ég hef rýrnað mikið
og hef átt í erfiðleikum með daglegar
athafnir, en sagt er að um 1% þeirra
sem fara í svona liðaðgerðir lendi í
óþekktum dæmum eins og ég.“ Hann
fer í sýnatöku í Hamborg í næstu
viku og vonast til þess að komast þar
í aðgerð í janúar. „Ég vona að ég fái
góða gjöf um jól eða áramót,“ segir
hann um næstu skref. „Þetta hefur
verið mjög erfitt og mig langar
svakalega til þess að fara að gera
eitthvað. Fyrsta innlögnin átti að
taka þrjá til fjóra daga og þeir standa
enn yfir, en ég ætla ekki að tapa
þessum leik.“
Morgunblaðið/Ómar
U21 árs landsliðið Tómas Ingi Tómasson segir Hirti Hermannssyni til á æfingu haustið fyrir fyrstu aðgerðina.
Tapar ekki þessum leik
Tommadagurinn til styrktar Tómasi Inga Tómassyni
Söngvararnir Lilja Guðmundsdóttir
og Bjarni Thor Kristinsson flytja
þýska og íslenska aðventu- og jóla-
tónlist á árlegum aðventu-
tónleikum þýska sendiráðsins í
Vídalínskirkju í Garðabæ annað
kvöld kl. 19.30. Með þeim leika
Helga Bryndís Magnúsdóttir á
píanó og orgel og Matthías Birgir
Nardeau á óbó. Aðgangur er ókeyp-
is en tekið er við
frjálsum fram-
lögum á tónleik-
unum til styrkt-
ar Barnaspítala
Hringsins.