Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Eggert
Barist Fjölskyldan hefur staðið í
ströngu á síðastliðnum árum.
Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður
þriggja ára í febrúar, er með afar sjald-
gæfan litningagalla í geni sem kallast
SCN2A. Auk þess er hún með sex aðr-
ar greiningar og er hreyfi- og þroska-
hömluð. Foreldrar hennar hafa staðið í
ströngu á síðustu árum, ekki einungis
vegna þeirrar sólarhringsumönnunar
sem fylgir veikindum Lovísu heldur
einnig vegna baráttu við heilbrigðis- og
almannatryggingakerfið. Hafa þau
m.a. þurft að kæra úrskurði frá Sjúkra-
tryggingum Íslands til þess að fá nauð-
synleg hjálpartæki fyrir barnið sitt.
»36-37
Stöðug barátta for-
eldra Lovísu Lindar
Um hálfs árs bið eftir sjúkrarúmi
F I M M T U D A G U R 1 3. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 293. tölublað 106. árgangur
Stúfur kemur í kvöld
11
jolamjolk.is
dagar
til jóla
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
WIZAR
HÆGINDASTÓLL
fæst í VogueFullt verð frá: 199.900
Jólatilboð frá 159.920
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
LISTAVERK
OG NÝ SÝN
ÚR LOFTI
TÆKNIRISANA
Í KÍNA GÆTI
DAGAÐ UPPI
JÖKULL 68 VIÐSKIPTAMOGGINNSÉRBLAÐ 8 SÍÐUR
Litskrúðugir pakkar undir trénu í Kringlunni vekja athygli barnanna. Hin
árlega pakkasöfnun Kringlunnar stendur fram að jólum. Fólk er hvatt til
að kaupa aukagjöf og merkja hana dreng eða stúlku og setja undir tréð.
Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin munu svo úthluta gjöfunum.
Svo allir fái eitthvað fallegt
Morgunblaðið/Hari
Pakkasöfnun í Kringlunni stendur fram að jólum
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Fyrr má nú skreyta en ofskreyta.
Það má eiginlega segja að menn
gangi hreinlega af göflunum þegar
verst lætur,“ segir Sigurður H. Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri Húseig-
endafélagsins, sem telur að bráð-
smitandi jólaskreytingaæði breiðist
út og magnist með hverju árinu.
Sigurður segir helstu fórnarlömb
æðisins vera miðaldra húseigendur
með skreytingaæði og nágrannar
þeirra. Í sérbýlum þurfi eigendur að
gæta þess að blikkandi ljós og jóla-
sveinar sem skríkja undan mömmu-
kossum, gólandi Stúfur í reykháfi
eða fígúrur sem geifla sig og hreyfa
með spastískum hætti trufli ekki
daglegt líf og svefn nágranna.
Í fjölbýlum þurfi hófsemdarmenn
og ofskreytingamenn að tala sig nið-
ur á lausnir og hvort sem íbúum lík-
ar lausnin eða ekki þurfa þeir samt
sem áður að taka þátt í kostnaði, sé
hann í sæmilegu hófi. Bann við
skreytingum í fjölbýlishúsum þekk-
ist en Sigurður efast um að slíkt
bann geti staðist skoðun.
Sigurður segir náungakærleik,
umburðarlyndi og tillitssemi vera
grundarvallargildi í sambúð manna.
Blikkandi ljós og öflug hljóðkerfi,
sem lýsa upp svefnherbergi ná-
granna, eru líkleg til að hafa áhrif á
líðan viðkomandi til hins verra á að-
ventu og jólum.
Michelin-maður í diskóljósum
,,Það er hvorki rómantískt né upp-
örvandi að reyna að standa sína plikt
inni í svefnherberginu undir diskó-
ljósum, hávaða og gauli. Og þurfa að
stíga fram í afhjúpandi og afskræm-
andi diskóljósi sem magnar alla
keppi, fellingar og hrukkur þannig
að maður líkist helst Michelin-mann-
inum með húð eins og gamall appels-
ínubörkur,“ segir Sigurður og bætir
við að fólk hafi brotnað eða bugast af
minna tilefni. »16
Engar reglur
um jólaber-
serki í sérbýli
Gólandi Stúfur í reykháf Hófsemd-
armenn og ofskreytingamenn takast á
Litlar sem engar
líkur eru taldar á
að takast muni að
ljúka gerð kjara-
samninga á al-
menna vinnu-
markaðinum fyrir
áramót, þegar
gildandi samn-
ingar renna út.
Mikil vinna og
fundarhöld eru þó
í gangi milli viðsemjenda og í vinnu-
hópum og undirnefndum um fjöl-
mörg mál. Forsvarsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar segja að enn sjái þó
ekki til lands í viðræðunum. Bæði
verslunarmenn og formenn Starfs-
greinasambandsins ætla að fara yfir
stöðu samningamálanna á fundum í
lok vikunnar og ræða næstu skref.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er bráðabirgðatillagna
starfhóps um skattabreytingar
vænst næstkomandi miðvikudag.
Þessa dagana er verið að leggja
kostnaðarmat á gögn sem fengust
frá Hagstofunni um vinnutíma, yfir-
vinnustundir o.fl. samkvæmt upplýs-
ingum Halldórs Benjamíns Þor-
bergssonar, framkvæmdastjóra SA.
omfr@mbl.is »22
Ólíklegt að
náist fyrir
áramót
Níu virkir dagar
eru til áramóta.
Stéttarfélög meta
stöðuna í vikulok