Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Fljúgandi föstudagur HJÁ HEIMSFERÐUM Á MORGUN FYLGSTU MEÐ Á MORGUN Á HEIMSFERDIR.IS Flugsæti frá kr. 19.950 Flug & gisting 149.995 * * Önnurleið tilTenerife 02/01/19 m eð tösku og handfarangri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþing- is í gær. Gestir komu frá Landspít- alanum, heilbrigðisráðuneytinu og Embætti landlæknis og fóru yfir stöðu mála varðandi vanda Land- spítalans við að tryggja nægilega vel öryggi sjúklinga, að sögn Hall- dóru Mogensen, formanns velferð- arnefndar. Fram kom á fundinum að mikið álag hefði verið á Land- spítalanum að undanförnu. „Við vildum fá upplýsingar um stöðuna og hvernig verið væri að bæta hana,“ sagði Halldóra. Hún sagði að nefndin hefði fengið upp- lýsingar um hvaða vinna væri í gangi hjá heilbrigðisráðuneytinu til að bæta stöðuna. „Aðalvandinn virðist vera skortur á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum, þó að- allega hjúkrunarfræðingum. Fund- urinn snerist dálítið um hvernig við getum lagað það. Vandinn er ekki sá að fólk sæki ekki í nám í hjúkr- unarfræði heldur sá að um eitt þúsund menntaðir hjúkrunarfræð- ingar á Íslandi vinna við önnur störf. Ein ástæða þess er vinnu- umhverfi og vaktavinna hjúkrunar- fræðinga og önnur að launin eru ekki nógu góð. Starfinu fylgir mik- ið álag.“ Halldóra sagði að velferðarnefnd myndi fylgjast náið með framhald- inu. Aðspurð sagðist Halldóra allt- af vera bjartsýn og hafa miklar mætur á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. „Mér fannst koma skýrt fram á fundinum að gestirnir gerðu sér grein fyrir vandanum. Lausnin snýst mikið um fjármagn. Það þarf að hækka laun hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða. Við sáum alveg á sínum tíma hvaða áhrif það hafði að hækka laun lækna þegar mannekla var þar. Nú búum við ekki við lækna- skort þannig að þetta hafði mikil áhrif. Það þarf að gera eitthvað sambærilegt fyrir hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða. Ég tel að heil- brigðisráðherra sé öll af vilja gerð að leiðrétta þetta og hef fulla trú á að hún sé að vinna að því að finna lausnir. En þetta endar alltaf hjá þeim sem heldur um budduna og ég ber ekki alveg jafn mikið traust til þess aðila,“ sagði Halldóra. gudni@mbl.is Laun hjúkrunar- fræðinga of lág  Vandi Landspítala í velferðarnefnd Jólakötturinn er nú kominn til byggða og sestur að á Lækjartorgi. Samkvæmt þjóðsögunum er hann alls ekkert gæludýr heldur húsdýr Grýlu og Leppalúða og ekki mjög geðslegur fremur en annað þeirra hyski. Samkvæmt þjóðtrúnni át jólakötturinn þau börn sem ekki fengu ný klæði fyrir jólin. Í sumum þjóðsögum lét jólakötturinn sér nægja að éta matinn frá fólkinu. Það er eins gott að gæta sín á klónum á þessum óvætti. Morgunblaðið/Eggert Varast þarf klær jólakattarins Óvættur sem étur börn sem fá ekki flíkur fyrir jólin Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðar- valskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Sú athugun haggaði ekki því áliti Vegagerðarinnar að Teigsskógarleið ÞH væri besti kost- urinn. Valið stendur einkum um ÞH sem meðal annars fer um Teigsskóg, Jarðgangaleið D2 og Reykhólaleið R eða útfærslu Vegagerðarinnar á henni, A3. Reykhólaleiðin liggur yfir Þorskafjörð utanverðan og í gegnum Reykhóla. Teigsskógarleiðin hefur verið talin langódýrust en hún hefur í för með sér meiri áhrif á umhverfið en hinar leiðirnar. Það stangast því ýmsir þættir á. Vert að skoða leiðina nánar Lilja Guðríður Karlsdóttir hjá verkfræðistofunni Viaplan rökstyð- ur R-leiðina með því að hún sýni betri niðurstöður en hinir kostirnir fyrir tæknilega, skipulagslega, hag- ræna, umhverfislega og félagslega þætti. Telur hún að það sé þess virði að skoða þá leið nánar, ef líkur eru taldar á að leiðin geti skapað meiri sátt í samfélaginu í Reykhólahreppi en hinir leiðarvalskostirnir. Viaplan notar tölur frá Multicon- sult um stofnkostnað og samkvæmt þeim er Reykhólaleið R aðeins tæp- lega milljarði dýrari en Teigsskógar- leið en það er mun minni munur en Vegagerðin miðaði við í sinni út- færslu. Þá er rekstrarkostnaður tal- inn minni á Reykhólaleið en hinum og sú leið dragi úr skólaakstri barna sem fara um Gufudalssveit. Ljóst er að Teigsskógarleiðin er lengst komin í skipulagsvinnu. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að það hafi komið sér á óvart hversu afgerandi niðurstöður skýrslunnar eru. Sveitarstjórn áformar að kynna íbúum skýrsluna á þriðjudag í næstu viku og bjóða fulltrúum Vegagerðar- innar að kynna þar sjónarmið sín. Hann reiknar með því að ákvörðun um leiðarval verði tekin á fyrsta fundi sveitarstjórnar á nýju ári. Reykhólaleið talin vænlegasti kostur  Verkfræðistofa gerir valkostagreiningu á legu Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp  Niðurstöður stangast í veigamiklum atriðum á við áform Vegagerðarinnar  Skýrslan verður kynnt íbúum Djú pif jör ðu r Þor ska - fjör ður Þo rs ka fjö rð ur B erufjörður Skálanes- fjall Teigssk ógur Hja llah áls Reykjanes Gufudalssveit Grónes- -hyrna Leið Þ-H um Teigsskóg Leið D2 Loftmyndir ehf. Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Leið A3/R um Reykjanes eftir núverandi Reykhóla- sveitarvegi og þverun við utanverðan Þorskafjörð Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfé- laga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur al- menningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. sem hafa annast aksturinn um áframhaldandi þjónustu. Almenningssamgöngur á landsbyggðinni eru því tryggðar næsta árið, að sögn G. Péturs Matt- híassonar, upplýsingafulltrúa Vega- gerðarinnar. G. Pétur sagði aðspurður að í samningunum við landshlutasamtök sveitarfélaganna fælist að Vegagerð- in kæmi til móts við uppsafnaðan halla á almenningssamgöngunum. Einnig er samkomulag um að vinna á næsta ári að stefnumótun um al- menningssamgöngur til framtíðar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu stjórnir landshluta- samtaka, sem Vegagerðin semur við, eiga eftir að fara yfir samningana og samþykkja þá fyrir sína hönd. Búist er við að það verði gert á næstu dög- um. Eins og fram hefur komið sagði SSS upp samningnum við Vegagerð- ina fyrir um ári. SSS hefur höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna aft- urköllunar Vegagerðarinnar á sér- leyfi vegna aksturs á milli Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. SSS hefur óskað eftir því að málið fái flýtimeð- ferð. gudni@mbl.is Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið  Vegagerðin tekur yfir almenningssamgöngur á Suðurnesjum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samgöngur Áætlunarferðir á milli byggðarlaga eru mikilvægar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.