Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 TIL SÖLU Steindur gluggieftir Gerði Helgadóttur Glugginn er 91cm á lengd og 82cm á breidd. Upplýsingar í síma 865 1222. Tilboð óskast Veður víða um heim 12.12., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Hólar í Dýrafirði 3 súld Akureyri 5 alskýjað Egilsstaðir 5 skýjað Vatnsskarðshólar 8 alskýjað Nuuk -3 alskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló -6 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 léttskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 1 skýjað Brussel 2 þoka Dublin 8 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 4 heiðskírt París 3 heiðskírt Amsterdam 4 skýjað Hamborg 3 léttskýjað Berlín 2 léttskýjað Vín 2 skýjað Moskva 0 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 7 þoka Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 8 þoka Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -8 þoka Montreal -10 léttskýjað New York 3 rigning Chicago 4 þoka Orlando 7 heiðskírt  13. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:14 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 11:58 14:57 SIGLUFJÖRÐUR 11:43 14:38 DJÚPIVOGUR 10:52 14:52 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s síð- degis, hvassast syðst. Talsverð rigning um landið suðaustanvert, en úrkomulítið norðan- og vestan- lands. Hiti víða 3 til 8 stig. Suðaustan 10-23 m/s, hvassara allra syðst fram eftir degi, en hvassast norðaustantil í kvöld. Talsverð rigning um landið suðaustanvert, þurrt norðanlands, en annars rigning með köflum. Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir, sem fer með aðalhlutverkið í söngleik Borgarleikhússins um líf og feril Ellýjar Vil- hjálms söngkonu, heimsótti Hrafnistu í gær. Þar flutti hún nokkrar af söngperlunum sem Ellý Vilhjálms gerði frægar og eru í söngleik Borgar- leikhússins. Pálmi Sigurhjartarson var undir- leikari Katrínar Halldóru á Hrafnistu. Heimilisfólkið á Hrafnistu kunni vel að meta flutninginn og raulaði eflaust með enda mörg lög Ellýjar Vilhjálms með vinsælustu dægur- lagaperlum þjóðarinnar. Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heimsótti Hrafnistu Morgunblaðið/Eggert Sígildar dægurlagaperlur Ellýjar rifjaðar upp Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgar- hryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virð- ast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. „Ég fæ töluvert af fyrir- spurnum og heyri í fólki í kringum mig. Mín tilfinning er að fólk sé í auknum mæli að hverfa frá hefðum, eða að minnsta kosti hef ég heyrt þó nokkra segja að nú ætli þeir að hafa eitthvað annað en hamborgarhrygg eða pörusteik í fyrsta skipti í þrjátíu ár eða eitthvað slíkt. Það hefur samt ekkert endilega með nýjunga- girni að gera, meira að fólk vill eitthvað aðeins léttara, eða allavega ekki eins mikið reykt og saltað,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, einn helsti matarsérfræðingur landsins. Nanna segir að þeir sem vilji breyta til prófi margir kalkúnabringu, önd eða eitthvað slíkt auk þess sem framandi réttir sjáist líka. „Svo gæti ég alveg trúað að naut og lamb yrði al- gengari jólamatur en oft áður af því að það eru svo margir komnir með sous vide-græju.“ Fuglakjöt sækir í sig veðrið Þó að innflutningur á kjöti hafi aukist síð- ustu ár merkja kaupmenn sem Morgunblaðið ræddi við ekki að framandi tegundir á borð við fasana, akurhænur, kengúru og dádýr verði áberandi á borðum þegar klukkan slær sex á aðfangadag. Hins vegar kjósi fleiri léttari mat og jafnvel einfaldari í framreiðslu. „Fuglakjötið hefur verið að sækja í sig veðr- ið, til dæmis kalkúnaskip og salvíusmjör- sprautaðar kalkúnabringur. Andabringur eru líka í stöðugri sókn. Þetta eru bæði minni skammtar en af hefðbundna jólamatnum og jafnvel búið að eiga aðeins við hann. Þá þarf fólk ekki að eyða eins miklum tíma yfir pott- unum,“ segir Karen Rúnarsdóttir, markaðs- stjóri Krónunnar. Hún segir að vitaskuld selj- ist mjög vel af klassískum jólamat en auknar vinsældir léttari rétta þýði óneitanlega að minna seljist af söltuðu kjöti á móti. Þá njóti veganmatur sífellt meiri vinsælda. Friðrik Guðmundsson í Melabúðinni segir að sígildur matur á borð við hamborgarhrygg með beini seljist vel en gott úrval af hrein- dýrakjöti leggist sérstaklega vel í viðskiptavini verslunarinnar. „Það er mikið flutt inn af villi- bráð og sumt af því selst vel en annað ekki. Við höfum verið mjög stórir í hreindýri. Svo er gaman að sjá hvað það hefur verið að aukast úrvalið af veganmat,“ segir hann. Nanna kannast vel við uppgang veganmatar um jólin. „Ég fæ mikið af fyrirspurnum um há- tíðarrétti fyrir grænmetisætur og veganfólk, bæði eitthvað fyrir alla fjölskylduna og ekki síður um minni rétti sem hægt er að elda handa grænkeranum í fjölskyldunni – það er jú svo margt fleira til en bara hnetusteik og nú er orð- ið mun auðveldara að finna uppskriftir að slík- um réttum en áður var. Og ég veit að í sumum tilvikum hefur fólk verið að púsla þetta saman þannig að vegan- réttirnir geti þá verið meðlæti með kjötinu sem hinir fá og þá hefur fólk kannski verið að breyta til með kjötréttinn svo að þetta passi allt betur saman. Þannig að ég held að vegan- réttir verði víða eldaðir fyrir þessi jól.“ Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat  Margir hverfa frá gömlum hefðum við val á jólamatnum  Léttari matur nýtur meiri vinsælda á kostnað saltaðs og reykts kjöts  Veganmatur sífellt vinsælli  Vilja eyða minni tíma yfir pottunum Nanna Rögnvaldardóttir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Klassík Hamborgarhryggur á jólaborði. Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið dæmdir í þriggja mán- aða fangelsi hvor fyrir líkams- árásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Voru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og beit annar þeirra jafnframt lögreglu- mann. Þá var sambýliskona ann- ars þeirra fundin sek um að hafa rifið í hár lögreglumanns þegar reynt var að handtaka mennina tvo. Árásin átti sér stað í desember árið 2016, en báðir mennirnir voru mjög ölvaðir að eigin sögn. Voru þeir í röð við staðinn er kom til orðaskipta milli annars mannsins og dyravarðar. Í framhaldinu var dyravörðurinn kýldur og tekinn hálstaki. Síðar fékk annar dyra- vörður einnig hnefahögg. Þá var konan dæmd í 30 daga fangelsi. Eru dómarnir allir skil- orðsbundnir. Tveir karlar og ein kona dæmd fyrir árás við barinn Kíkí Kíkí Hópurinn tókst á við dyraverði og lög- reglu við skemmtistaðinn í miðbænum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.