Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 10
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Jólasýning Smiðjunnar
SMIÐJAN
Listhús - Innrömmun
Louisa Matt
Kristján Davíðsson
Jón Stefánsson
Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890
Opið alla virka daga kl. 11-17, laugardaga kl. 12-14.
Óskum eftir verkum eftir gömlu meistaranna
Innrömmun
vönduð og góð
þjónusta í 27 ár
Þorvaldur Skúla
Str.
38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
www.holabok.is — holar@holabok.is
Hvernig myndir þú bregðast við ef þú
stæðir allt í einu andspænis hvítabirni?
Fjölmargir Íslendingar hafa því miður
upplifað það og ekki allir lifað af.
Hvítabirnir á Ísland er mögnuð bók um
þessar grimmustu skepnur sem hingað
hafa komið allt frá landnámsöld til okkar
daga og stundum skilið eftir sig blóðuga
slóð, en einnig orðið að gjalda fyrir
heimsóknina með lífi sínu.
Hvítabirnir á Íslandi
- mögnuð bók og fróðleg!
HVÍTABIRNIR
Á ÍSLANDI
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Í þeim meðferðarúrræðum sem
SÁÁ býður upp á hallar mjög á kon-
ur. Stærsti vandinn felst í því að það
vantar endurhæfingarúrræði fyrir
þær,“ segir Víðir Sigrúnarson
geðæknir sem
starfar sem sér-
fræðilæknir í
fíknisjúkdómum
á sjúkrahúsinu
Vogi.
„Færri konur
hafa komið til
meðferðar og
þær koma seinna
en karlar. Einu
úrræðin fyrir
konur eftir meðferð er eftirmeðferð
á Vík í fjórar vikur sem hægt er að
lengja í 8 til 12 vikur í sérstökum til-
vikum. Áfangaheimilið Dyngjan tek-
ur við fimm konum en þar líkt og á
Vík geta konur ekki fengið að hafa
börnin sín hjá sér né hitta þau,“ seg-
ir Víðir og bendir á að karlmenn hafi
tök á endurhæfingu á áfangaheim-
ilinu Vin í allt að tvö ár. Karlmenn
hafi líka kost á því að komast í vík-
ingameðferð fyrir endurkomumenn
og svo sé sérstakt úrræði fyrir eldri
karlmenn. „Ég veit að það hefur ver-
ið ýtt á félagsmálaráðuneytið og
Reykjavíkurborg að koma með fjár-
magn til þess að koma á fót endur-
hæfingarúrræði fyrir konur. En þær
koma oftar seinna í meðferð en karl-
ar,“ segir Víðir sem telur að ein af
ástæðunum sé að konur þori jafnvel
ekki í meðferð af hræðslu við að
missa umgengni við börn sín auk
þess sem þær beri enn ábyrgð á
börnunum þegar þær koma í með-
ferð en minna sé um það hjá körlum.
Félagslegur vandi kvenna sé oft
stærri og áfallasaga þeirra meiri.
Konur eru í verri stöðu
„Við þurfum nauðsynlega aukið
fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu
og fleiri aðilum til þess að koma upp
sérhæfðum endurhæfingarúrræðum
fyrir konur. Það eru ekki nýjar frétt-
ir og við höfum um allnokkurt skeið
sagt frá þörfinni,“ segir Víðir sem
fer ekki leynt með að þar sem karl-
menn hafi fram að þessu verið fleiri
en konur í meðferðum þá hafi meira
tillit verið tekið til þeirra þarfa. Nú
vilji SÁÁ gera betur.
„Nú þegar konur sækja meira í
meðferð verður skorturinn á endur-
hæfingu ljósari og hópur kvenna á
ekki í nein hús að venda eftir út-
skrift. Ég tel ekki að fíknisjúkdómar
hafi aukist meira hjá konum en körl-
um. Konur koma nú fyrr í meðferð
og því verður vandinn augljósari,“
segir Víðir og bætir við að ungmenni
sem komi í meðferð hjá SÁÁ fái
sömu meðferð óháð kyni þar sem
kynjamunurinn sé ekki eins mikill á
meðan þau séu ung.
Rótin fagnar aukinni athygli
Kristín I. Pálsdóttir, talskona
Rótarinnar, fagnar því að barátta
samtakanna sé farin að ná eyrum
forsvarsmanna SÁÁ þar sem nýir
stjórnendur með nýjar áherslur séu
teknir við. Hún segir að SÁÁ hafi
verið dóminerandi yfir meðferð-
arúrræðum á Íslandi og önnur úr-
ræði varla þrifist á meðan. SÁÁ hafi
fylgt svokölluðu heilasjúkdómsmód-
eli þar sem gengið sé út frá því að
fíkn sé ólæknandi sjúkdómur en um
það séu skiptar skoðanir.
„Rótin hefur gagnrýnt skort á
fjölbreytni og það er ekki bara á Ís-
landi sem ekki er tekið tillit til
kynjamunar við fíknimeðferðir. Við
blásum til ráðstefnu um kyn og fíkn
um mánðaðamótin febrúar/mars þar
sem við fáum framsækna fræðimenn
með sérþekkingu á kynjafræðilega
vinklinum og jaðarsettum hópum í
fíknigeiranum,“ segir Kristín og
bætir við að á Íslandi vanti tölfræði
og fjölbreyttari rannsóknir sem ekki
snúa eingöngu á líffræðilegum þátt-
um í tengslum við þann hóp sem
glímir við fíknisjúkdóma á Íslandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vík Konur sitja ekki við sama borð og karlar þegar kemur að endurhæfingarmeðferðum hjá SÁÁ.
Fá endurhæfingarúrræði
fyrir konur í fíknimeðferð
Karlmenn fá fleiri úrræði en konur Rótin segir vanta
tölfræði og meiri rannsóknir Geta ekki haft börn hjá sér
Víðir Sigrúnarson
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson,
umhverfis- og
auðlindaráð-
herra, ávarpaði í
gær loftslagsráð-
stefnu Samein-
uðu þjóðanna fyr-
ir Íslands hönd.
Hann þakkaði
Milliríkjanefnd
SÞ um loftslags-
mál, IPCC, fyrir skýrslu sína um
loftslagsmál og lagði áherslu á að Ís-
land áliti hana mikilvægt leiðarljós í
verkefninu sem framundan væri.
Skýrslan hefði gefið okkur enn eitt
viðvörunarkallið. „En ég spyr:
Hversu margar slíkar viðvaranir í
viðbót þurfum við?“ spurði Guð-
mundur Ingi, að því er kemur fram í
tilkynningu.
Ráðherra lagði áherslu á að það að
berjast gegn loftslagsbreytingum
væri að berjast fyrir mannréttind-
um. „Við verðum að ganga sameinuð
til verka gegn loftslagsvandanum af
ástríðu, mannúð og ábyrgð.“
Hann sagði að bylting í orkuskipt-
um í samgöngum væri framundan og
að Ísland stefndi á kolefnishlutleysi
árið 2040. „Það er metnaðarfullt
markmið en nauðsynlegt. Heims-
byggðin þarf að ná kolefnishlutleysi
á seinni hluta aldarinnar. Það þýðir
að sum okkar verða að ná því mark-
miði fyrr. Þróuð ríki eiga að vera í
fararbroddi við að ná kolefnishlut-
leysi.“
Ráðherra lagði áherslu á að ríki
heims væru ekki nægjanlega metn-
aðarfull í aðgerðum fyrir jörðina og
fyrir komandi kynslóðir. Nauðsyn-
legt væri að þau gerðu betur. Auk
þess þyrftum við að breyta hugsun-
arhætti okkar, gjörðum og neyslu-
mynstri.
„Okkar bíður dökk framtíð ef við
fylgjum ekki leiðsögn vísindanna og
Parísarsamningsins. Norðurslóðir
eins og við þekkjum þær í dag yrðu
gjörbreyttar. Við erum hættulega
nálægt því að hrinda af stað óaftur-
kræfri bráðnun Grænlandsjökuls.
Súrnun hafsins er sérlega hröð í
norðurhöfum, þar á meðal í hafinu
við Ísland. Losun kolefnis út í and-
rúmsloftið er alvarleg ógn við lífríki
hafsins,“ sagði hann.
Guðmundur Ingi tók í ávarpi sínu
dæmi af Hjartafelli í Þjórsárverum,
inni á miðhálendi Íslands, sem tveir
skriðjöklar hefðu eitt sinn umlukið
og þannig myndað hjarta. Með
bráðnun jöklanna væri hjartað nú að
hverfa. Mikilvægt væri að bregðast
hratt við loftslagsbreytingum og það
af öllu hjarta.
Á fundinum hefur Guðmundur
Ingi m.a. verið í pallborði á vegum
Alþjóðaorkumálastofnunarinnar um
orkuþörf í heiminum.
„Hjartað er að hverfa“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, flutti ávarp á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson