Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 16
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það eru aðallega einbýlishúsa- eigendur sem ganga af göflunum í jólaskreytingum og sum hús og lóð- ir standa bókstaflega í ljósum log- um í desember,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Húseigendafélagsins. Hann segir að grund- vallargildin, náungakær- leikur, umburð- arlyndi og tillits- semi eigi að ráða för í sambýli manna allt árið. Sigurður segir að almennings- álitið og það sem tíðarandinn telji við hæfi á hverj- um tíma stýri för þegar kemur að jólaskreytingum húsa. „Þegar aðventan nálgast virðist renna á marga húseigendur bráð- smitandi skreytingaæði sem leggst þyngst á miðaldra einbýlishúseig- endur. Ljósaflóð í öllum regnbog- ans litum dugar ekki til heldur þurfi einnig heilu og hálfu fjár- húsin, hreindýr, vitringa, guðs- mæður, reifabörn og ameríska kókakóla jólasveina,“ segir Sig- urður og bætir við að því til við- bótar setji sumir upp öflug hátal- arakerfi svo það heyrist þegar jólasveinar skríkja undan mömmu- kossum, hreindýrið Rúdolf bauli í tíma og ótíma og bústinn berrass- aður erkiengill spili á hörpu. Öskrandi og baulandi skoffín „Ég fékk fyrirspurn frá ná- granna um hvort leyfilegt væri að skjóta með haglabyssu fígúruna Stúf sem skaust sífellt upp úr reyk- háf með skerandi skrækjum og góli,“ segir Sigurður sem telur að þar sem Stúfur hafi verið alfriðaður á þeim tíma hafi það ekki verið leyfilegt. Sigurður segir að það gildi engar sérstakar skráðar rétt- arreglur um jólaberserki og jóla- brambolt í sérbýlum en til álita geti komið óskráðar reglur grenndar- réttar sem setji eigendum skorður af tillitssemi við nágranna. Eig- endur megi gera það inni á sinni eign sem venjulegt og eðlilegt telj- ist og nágrannar verði að sætta sig við það. „Auk öskrandi og baulandi skoff- ína er kvartað yfir blikkandi jóla- ljósum í öllum regnbogans litum sem lýsa upp svefnherbergi daga og nætur á sama tíma og María mey með blessað barnið sitt húkir úti með engla og þrjá villta vitringa allt í kring,“ segir Sigurður sem telur að fólk hafi yfirleitt mikið um- burðarlyndi gagnvart áreiti sem fylgi jólum og aðventu í ljósi þess að áreitið sé ekki viðvarandi og gangi yfir á stuttum tíma. Hann telur þó að ónæðistíminn sé sífellt að lengjast og ekkert sé til sparað nema þá í smekkvísi sem sé dýr- mæt dyggð sem fara beri sparlega með. „Það gefst yfirleitt hvorki tími né efni til þess að grípa til lagalegra úrræða og yfirleitt er kvörtunar- bréf látið duga. En gangi jóla- skreytingar fram úr hófi og raski svefnfriði með hljóðum og ljósum er hægt að leita til lögreglu,“ segir Sigurður. Litróf mannlífs og trúarbragða Í fjölbýlishúsum geta komið upp deilur um hvort skreyta skuli húsið og hvað sé hæfilegt magn jólaljósa að sögn Sigurðar. Hann segir að þar þurfi hófsemdarmenn sem vilji litlar eða engar skreytingar og þeir sem telji hús aldrei oflýst eða of- skreytt að komast að samkomulagi. „Meirihluti á hússtjórnarfundi ræður að lokum hvernig að skreyt- ingum skuli staðið og allir íbúar eru skyldugir að taka þátt í kostnaði. Skiptir þá engu hvort íbúar haldi jól eða ekki og telji bramboltið í kringum þau af hinu illa. Ef skreyt- ingar eru brjálæðislegri, flottari og dýrari en almennt gerist í fjölbýlis- húsum er ekki hægt að skylda íbúa til þess að taka þátt í slíkum kostn- aði. Deilumálum og álitaefnum vegna jólaskreytinga hefur fjölgað eftir því sem litróf mannlífs og trúarbragða verður fjölbreyttara á Íslandi,“ segir Sigurður og bendir á öfgarnar í hina áttina þar sem eng- ar sameiginlegar jólaskreytingar eru leyfðar og blátt bann lagt við því að eigendur setji upp skrautljós og dúllerí á eigin svalir og glugga. Hann telur að slíkt almennt bann fái ekki staðist og að húsfélög hafi ekki vald til þess að grípa með svo afgerandi hætti inn í eignarráð eig- enda gegn vilja þeirra. Húsfélaginu sé hins vegar heimilt að setja vissar skorður um skreytingar. „Það hafa komið upp tilvik þar sem arkitektar húsa hafa bannað jólaskreytingar til þess að koma í veg fyrir að sköpunarverkum þeirra sé spillt með smekklausu prjáli,“ segir Sigurður og bætir við að hann viti dæmi þess að húsfélög hafi ákveðið í stað þess að kaupa sameiginlegar jólaskreytingar að gefa andvirðið til líknarmála. Þrátt fyrir fallega hugsun sé slík góð- mennska óheimil með fjármunum úr hússjóði. Bráðsmitandi skreytingaæði  Bústnir og berrassaðir erkienglar  Blikkandi jólaljós í öllum regnbogans litum sem lýsa upp svefnherbergi nágrannans  Náungakærleikur, umburðarlyndi og tillitssemi  Skreytingabann Thinkstock/Getty Images Ljósadýrð Framkvæmdastjóri húseigendafélagsins segir ljósvíkinga ganga af göflunum við skreytingar á húsum sínum í aðdraganda jóla. Sigurður Helgi Guðjónsson 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Hamborgarhryggur? Hver er þinn uppáhalds 1399 kr.kg Krónu hamborgarhryggur 1999 kr.kg Nóatúns hamborgarhryggur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.