Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Staða á biðlistum eftir skurðaðgerð- um sem eru hluti af biðlistaátaki heil- brigðisyfirvalda hefur lagast tölu- vert, en er þrátt fyrir það í mörgum tilfellum fjarri viðmiðunarmörkum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Embættið kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Að- gerðarstaðir eru beðnir um upplýs- ingar um sautján aðgerðarflokka, sem sumir hverjir eru hluti af biðlist- aátaki. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Viðmiðunarmörk Embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð eru 90 dagar (3 mánuðir) og er miðað við að 80% komist í að- gerð innan þess tíma. Aðgerðum fjölgað mikið Í skýrslunni segir að á heildina lit- ið hafi biðlistaátakið skilað miklum árangri. Aðgerðum hefur fjölgað mikið og biðtími hefur styst þrátt fyrir að hann sé enn of oft yfir við- miðunarmörkum. Á sama tíma og átakið hefur staðið yfir hefur þörfin fyrir sumar aðgerðir aukist sem lýsir sér í auknu innflæði sjúklinga á bið- lista eftir þeim aðgerðum. Þá hafa ýmsir þættir dregið úr afkastagetu sjúkrahúsanna, s.s. lokun rúma, skortur á hjúkrunarfræðingum og frestun aðgerða. Einnig hefur áhrif hversu margir þeir einstaklingar eru sem lokið hafa meðferð á Landspít- ala og bíða eftir þjónustu annars staðar, svo sem hjúkrunarrými, end- urhæfingu eða búsetuúrræði. Meta þarf þörf fyrir þessar aðgerðir til lengri tíma og auka framleiðni í sam- ræmi við það mat. Þá gefur mismun- andi biðtími eftir aðgerð milli að- gerðarstaða tilefni til þess að efla enn frekar samstarf á milli sjúkrahúsa. Í skýrslunni eru tilteknir 17 flokk- ar skurðaðgerða í biðlistainnköllun. Í ellefu þeirra virðist bið vera yfir við- miðunarmörkum, en miðað er við að bilið sé viðunandi ef 80% komast í að- gerð innan þriggja mánaða. Biðlistar eftir skurðaðgerðum á augasteinum hafa styst verulega frá upphafi biðlistaátaks í ársbyrjun 2016 en eru þó um þriðjungi lengri nú en í fyrri innköllunum þessa árs. Biðlistar eru mislangir eftir aðgerð- arstöðum og of langir á heildina litið. Mikil bið eftir mjaðmaaðgerðum Biðlistaátak varðandi kvenaðgerð- ir (aðgerðir á grindarholslíffærum) hefur staðið í tæp tvö ár. Misjafnt er hve hátt hlutfall hefur beðið lengur en 3 mánuði, en á heildina litið hafa 40% þeirra sem bíða eftir aðgerð á aðgerðarstöðum sem eru hluti af bið- listaátakinu beðið lengur en sem því nemur. Alls hafa 34 af 82 konum beðið lengur en 3 mánuði eftir brottnámi legs en hlutfallið er mjög misjafnt milli aðgerðarstaða. Um sjö af hverjum 10 sem bíða eft- ir liðskiptaaðgerð á mjöðm hafa verið lengur en 3 mánuði á biðlista á þeim þremur aðgerðarstöðum sem taka þátt í biðlistaátakinu. Biðlistar hafa styst talsvert frá upphafi biðlistaá- taks í ársbyrjun 2016 en bið er enn langt umfram viðmiðunarmörk. Ríflega tveir af hverjum þremur á biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné á þeim þremur aðgerðarstöðum sem taka þátt í biðlistaátakinu hafa beðið lengur en 3 mánuði. Þótt staða á bið- listum hafi lagast töluvert frá upp- hafi biðlistaátaksins í mars 2016 er bið enn langt umfram viðmiðunar- mörk. Sjö einstaklingar af 17 á biðlista eftir aðgerð á hjartalokum hafa beðið lengur en 3 mánuði. Miðgildi biðtíma hjá þeim sem fóru í aðgerð á sl. 12 mánuðum var 12 vikur, en var 7 vikur hjá þeim sem fóru í aðgerð á árinu 2017. Bið eftir brjósta- minnkun ekki ásættanleg Bið eftir brjóstaminnkun er um- fram ásættanleg viðmið, en 99 af 108 konum hafa beðið lengur en 3 mán- uði. Þá hafa alls 47 af 61 konu verið á biðlista eftir endurgerð brjósts leng- ur en 3 mánuði á Landspítala. Tveir af hverjum þremur (27 af 41) hafa beðið lengur en 3 mánuði eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis eða þindarslits. Í fyrstu innköllun ársins 2018 hafði enginn beðið lengur en 3 mánuði eftir skurðaðgerð á maga vegna offitu. Fjölgað hefur umtalsvert á biðlistum á seinni hluta ársins og nú hafa 62 af 129 (48%) beðið lengur en 3 mánuði. Helmingur þeirra 46 sem eru á biðlista eftir brottnámi hvekks um þvagrás hefur beðið lengur en 3 mán- uði. gudmundur@mbl.is Biðlistaátakið skilað árangri  Staða á biðlistum eftir skurðaðgerðum hér á landi hefur lagast töluvert á undanförnum mánuðum  Lokun rúma og skortur á hjúkrunarfræðingum hefur dregið úr afkastagetu sjúkrahúsanna Morgunblaðið/Ásdís Skurðaðgerðir Unnið er markvisst að því að útrýma biðlistum eftir aðgerðum í sérstöku átaki heilbrigðisyfirvalda. Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Glæsilegar jólagjafir Undirföt Náttföt Náttkjólar Sloppar Opið alla daga til jóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.