Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 22

Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 22
Aðventuhátíð verður í Lindakirkju í Kópavogi næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 20. Kór Lindakirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja fjölbreytt jólalög og sálma, undir stjórn Óskars Einarssonar. Hljómsveitina skipa Óskar Ein- arsson, Páll Elvar Pálsson, Pétur Erlendsson og Brynjólfur Snorra- son. Unglingagospelkór Linda- kirkju og Barnakór Lindakirkju syngja, undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Miðaverð er aðeins 1.500 kr. og rennur innkoman óskipt til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Miðasala fer eingöngu fram á midi.is. Húsið verður opnað kl. 19.30. Aðventuhátíð Kór Lindakirkju syngur. Aðventuhátíð í Lindakirkju 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 11 dagar til jóla Diplómadeildir Myndlistaskólans í Reykjavík standa fyrir jólalistabasar á Loft hosteli, Bankastræti 7, næsta sunnudag kl. 15-19. Þar verður alls kyns handverk til sölu sem nemendur segja tilvalið í jóla- pakkann. Hægt verður að borga með peningum, millifærslum, Aur eða Kass og auk þess verður einn posi á staðnum, segir í tilkynningu. Jólalistabasar myndlistarnema Í samstarfi við Frú Laufeyju, félag um skaðaminnkun, ætla sjö slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn að róa á Concept2-róðravél stanslaust í eina viku og safna þannig fé fyrir verkefni Rauða krossins í Reykja- vík, Frú Ragnheiði. Fer róðurinn fram í versluninni Under Armour í Kringlunni. Frú Ragnheiður hefur það mark- mið að ná til jaðarhópa í samfélag- inu. Afrakstur söfnunarinnnar verður m.a. notaður til að kaupa tæki, hjúkrunarvörur og sýklalyf. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að fara á vefslóðina gefa.raudikrossinn.is/8287 eða senda sms-ið TAKK í símanúmerið 1900 og gefa þannig 1.900 kr. Einn- ig verður hægt að mæta í Under Armour og taka róður á vélinni gegn 1.000 kr. gjaldi. Róa lífróður í viku fyrir Frú Ragnheiði Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir mikil fundarhöld í tengslum við endurnýjun kjara- samninga virðist vera borin von að takast muni að ljúka gerð þeirra fyr- ir áramót. Samningarnir á almenna vinnumarkaðinum renna út í árslok. Viðræðunefndir stéttarfélaganna og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað reglulega og mikil vinna fer fram um einstök viðfangsefni í vinnuhópum og undirhópum m.a. um húsnæðis- mál o.fl. Þá munu skv. heimildum blaðsins vera væntanlegar bráða- birgðaniðurstöður starfshóps um skattabreytingar næsta miðvikudag. Funda frá morgni til kvölds „Það eru undirhópar á fullu að vinna og það er fundað á hverjum einasta degi frá morgni til kvölds,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR. Landssambönd og félög hafi skipt með sér verkum svo ekki séu allir að vinna í því sama og segir hann mikla samstöðu í hópnum. Ragnar Þór segir öll mál uppi á borðum en ekkert í höfn enn sem komið er. ,,Auðvitað eru menn að reyna að vera lausnamiðaðir en þetta er bara í vinnslu og erfitt að tjá sig um stöðuna að öðru leyti en því að það er ekkert farið að sjá til lands í neinum af þess um stóru málum en þau eru þó öll í vinnslu,“ segir hann. Skammur tími er til áramóta eða aðeins níu virkir dagar og telur hann óraunhæft að reikna með að takist að ljúka samningum á þeim tíma. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, eru á sama máli. „Við erum bú- in að vera að funda nokkuð stíft síð- ustu vikurnar og munum funda næstu tvær vikur fram að jólum en mér finnst ólíklegt að við náum fundi milli jóla og nýárs. Við munum nota tímann ef við erum að tala um eitt- hvað sem skiptir máli en mér sýnist augljóst að við séum varla að fara að ná samningum fyrir áramót miðað við hvernig staðan er,“ segir Krist- ján. Björn kveðst enga trú hafa á að viðræðurnar verði leiddar til lykta fyrir áramótin. ,,Það hefur verið ágætisvinna í hinum ýmsu hópum. Það hefur svo sem ekki mikið komið út úr því en það er vinna í gangi.“ Meta gögn frá Hagstofunni Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að fengist hafi gögn frá Hagstofunni fyrir hvert og eitt stéttarfélag og er verið að meta vinnustundir, yfir- vinnutíma og fleira m.a. til að meta kostnað og áhrif af einstaka breyt- ingum. „Ég hef ekki farið í grafgötur með það að stóra tækifærið í þessum kjarasamningum er að draga úr þeim mikla yfirvinnukúltúr sem er á Íslandi og það skapar þá grunn fyrir hækkun dagvinnulauna. Þar erum við stödd í vinnunni eins og sakir standa,“ segir Halldór. Spurður um aðkomu stjórnvalda til að greiða fyrir gerð samninga segir hann að sögulega séð hafi að- koma stjórnvalda verið á lokametr- um kjaraviðræðna. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði líka með þeim hætti núna,“ segir hann. Að sögn Kristjáns hafa stjórnvöld lítið haft sig í frammi. „Mér heyrist ekkert vera að gerast hjá stjórnvöld- um. Það er engin hlustun í gangi þar og mér heyrist að það sé bara ekkert sem þeir ætli sér að leggja til mál- anna með raunverulegum hætti eins og þetta er núna,“ segir hann. Dragist viðræðurnar fram á næsta ár eins og allt útlit er fyrir mun verkalýðshreyfingin krefjast þess að nýir samningar gildi frá ára- mótum. Ragnar Þór segir að hreyf- ingin þurfi að ákveða hvernig hún ætlar að bregðast við því ef viðræð- urnar dragast fram á næsta ár. Mörg mál séu í vinnslu, m.a. eigi húsnæðisnefnd forsætisráðherra að skila af sér 20. janúar en óvíst sé hvað komi út úr þeirri vinnu og hvort það verði verkalýðshreyfingunni að skapi. Meta þurfi hvort mynda eigi nægilega mikinn þrýsting til að meiri kraftur verði settur í þessa vinnu. Einn af valkostunum sé sá að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemj- ara ef ástæða þyki til að koma á virk- ari verkstjórn. „Síðan er hugsanlegt að við náum bindandi samkomulagi um að kjarasamningurinn gildi frá 1. janúar þannig að það gefur okkur kannski meira andrými. Það eru ennþá margar leiðir í stöðunni,“ seg- ir Ragnar Þór. Verslunarmenn ætla að funda í lok þessarar viku og taka afstöðu til stöðu samningaviðræðnanna og ræða næstu skref. Á föstudaginn er líka boðaður formannafundur Starfsgreinasambandsins þar sem fara á yfir stöðuna. Ekki er útilokað að þar verði rætt hvort komið sé að þeim tímapunkti að vísa til sátta- semjara. Önnum kafin en sjá ekki til lands  Lítil sem engin von er um að samningar náist fyrir áramót  Verslunarmenn og SGS meta stöðuna og næstu skref í lok vikunnar  Bráðabirgðatillagna um skattabreytingar er að vænta á miðvikudag Morgunblaðið/Hari Að renna út Aðeins sjö virkir dagar eru til jóla og afar ólíklegt er talið að takast muni að semja fyrir áramót en kjarasamningar falla úr gildi í árslok. Kristján Þórður Snæbjarnarson Björn Snæbjörnsson Ragnar Þór Ingólfsson Halldór Benjamín Þorbergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.